fbpx

Annað dress og Lancome hátíðarförðun

Annað DressJól 2015LancomeLífið MittLúkkNýtt í Fataskápnum

Lancome vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég að gjöf frá Lancome á Íslandi. Allt sem ég skrifa er þó frá mér sjálfri og ég gef alltaf mitt hreinskilið álit:)

Við mamma skelltum okkur á tónleika núna á laugardaginn var – við förum árlega á jólatónleika saman og við veljum okkur alltaf nýja í hvert skipti. Í ár voru það tónleikarnir með Pálma Gunnars og Röggu Gröndal í Eldborgarsal Hörpu. Ég naut þess svo sannarlega að hlýða á ljúfa jólatóna og frábært tónlistarfólk. Það er líka bara eitthvað við það að eiga eitt svona afslöppunarkvöld í öllu jólastressinu – er það ekki :)

En ég nýtti tækifærið og setti upp eðal hátíðarförðun og skellti mér í nýja fallega kimono sloppinn minn frá Ganni sem ég keypti mér fyrir stuttu…

annaddresslukk2

Sloppur: Ganni frá Geysi, þennan keypti ég þegar ég kíkti í fyrsta sinn í nýju Geysis búðina sem er í gamla tösku og hanskabúðar rýminu. Ef þið hafið ekki enn farið þangað þá eruð þið að missa af miklu. Þar er að finna nýja dásamlega hönnun Geysis í bland við m.a. skandinavíska hönnun Ganni, Wood Wood og Stine Goya. Þetta er svona ekta sloppur sem ég nota óspart hér fór ég í svartan rúllukragabol og svartar buxur við svo sloppurinn fengi að vera aðalmálið. Síðustu helgi á undan klæddist ég honum líka bara innan undir þunnum svörtum kjól – klárlega mikið notagildi í þessari flík sem er ábyggilega ástæðan fyrir því að ég á töluvert marga svona:)

Ég setti upp svona hátíðlega plómulitaða augnförðun með miklu gylltu glimmeri í augnkrókunum. Allt lúkkið er unnið með litum úr hátíðarpallettunni frá Lancome sem er svo ofboðslega falleg en hana sjáið þið hér neðar…

annaddresslukk6

Mér finnst alltaf mikilvægast þegar ég er að gera svona augnfarðanir að hafa áferðina mjúka, til að fá mjúka áferð í kringum augun. Þá þarf að passa uppá blöndunina, blöndunin er ekkert sérlega flókin, kannski er pirrandi að lesa mig skrifa það en þið sem hafið fylgst með mér á snappinu vitið að það er ekkert sérlega tæknilegt við þetta. Þetta er allt spurning um réttan bursta og að hafa ekki mikinn þrýsting á burstanum – sjálf nota ég alltaf Setting Brush frá Real Techniques.

Ég byrja í raun á þessu sem þið sjáið yst, ég byrja á næst dekksta litnum og bý til skygginguna og set svon litina smám saman yfir skygginguna. En ég enda samt á þessu gyllta… En litina sem ég nota sjáið þið hér fyrir neðan.

lancomehatid

 La Palette 29, Faubourg Saint Honore – hátíðarpallettan frá Lancome

Hátíðarpallettan er sérlega glæsileg en hún er nefnd í höfuðið á götuheitinu sem fyrsta Lancome verslunin stendur við. En á pakkningunum sjálfum er mynd af hurð verslunarinnar sem einkennir húsnæðið. Í pallettunni eru 6 augnskuggar sem má alla nota saman eða í sitthvoru lagi. Í minni förðun nota ég alla nema augnskugga nr. 2 en hann fannst mér ekki alveg passa í þetta sinn. Til hliðar sjáið þið svo gloss og varaliti sem eru undir málmskyldi til að hlífa varalitunum fyrir litapigmenti frá augnskuggunum – mjög sniðugt og kemur í veg fyrir að pallettan verði subbuleg. Hátíðarlínan er fáanleg á sölustöðum Lancome nú fyrir jólin en hún kom bara í takmörkuðu upplagi. Virkilega falleg gjöf líka fyrir jólin :)

En næst innsti aungskugginn er sá sem ég nota til að grunna skygginguna svo nota ég þann fyrir innan við hann yfir allt augnlokið og svo þann næsta við hliðiná inná innri helming augnloksins. Gyllta litinn geri ég svo ennþá sterkari með hjálp Mixing Medium frá MAC en þið gætið líka notað Fix+ spreyið eða Primer Water frá Smashbox. Fremsti liturinn er svo alveg mattur og hann nota ég fyrir ofan skygginguna til að laga til og mýkja útlínurnar enn betur.

annaddresslukk5

Að lokum nota ég svo allra dekksta litinn til að skyggja enn betur og gera umgjörð augnanna enn dramatískari. Hér væri svo hægt að bæta við augnhárumog eyeliner til að gera allt ennþá meira dramatískara.

annaddresslukk4

Ég ákvað að spreyta mig svo á nýja krullujárninu sem ég ætla að sýna ykkur á næstu dögum sem er Rod 10 járnið frá hh Simonsen. Það er sjúklega flott en ég varð alveg ástfangin þegar Fía var að krulla mig í prufuhárgreiðslunni og var svo heppin að fá svona járn að gjöf – þetta er ábyggilega heitasta krullujárnið í dag og tilvalið í jólapakkann!!

Mér finnst svo alltaf gott að spreyja vel yfir krullurnar mínar og greiða svo í gegnum þær með fingrunum til að fá náttúrulegri áferð.

annaddresslukk

Yndisleg kvöldstund og svo gaman að klæða sig upp og dressa þó ég væri nú bara að fara með mömmu á tónleika. Mér finnst alltaf svo hátíðlegt að fara fín til fara á viðburði sem þessa það gerir þá enn skemmtilegri.

Nú er bara að halda áfram að taka til og græja fyrir jólin þó ég sé löngu búin að átta mig á því að þau koma þó hér sé búið að skúra eða ekki – og það er bara ekkert að því! ;)

Erna Hrund

Jólagjöf til þín frá mér? Hlýjir heimaskór

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Íris

    21. December 2015

    En hvað notarðu á andlitið? farða, hyljara, púður

    • Reykjavík Fashion Journal

      21. December 2015

      Hjálpi mér… heyrðu ég notaði alla vega nýja farðann minn frá By Terry sem fær sér færslu seinna, ég notaði ekkert púður geri það vanalega ekki svo man ég ekki meir haha – hér er brjóstaþoka á háu stigi og eina ástæðan fyrir því að það standi ekki í færslunni er lélegt minni hehe :D

      • Íris

        22. December 2015

        Hlakka til að sjá um hann. Maður er alltaf að leita að hinum fullkomna farða. Aðeins of erfitt að finna hann! ;)

        • Reykjavík Fashion Journal

          23. December 2015

          Kannast við það! En þetta er svona touch up/þunnur farði – ef þú vilt eh aðeins meira þá er ég in love af nýja True Match farðanum ;)