FRÍSKA UPP Á HÁRLITINN

HÁR

Mig langaði að deila með ykkur litanæringu sem ég er búin að vera nota í um það bil tvo mánuði núna. Þetta er litanæring frá Maria Nila og er æðisleg!

Ég var búin að sjá marga vera nota þessar næringar og þá aðallega sterku litina. Svo fór ég að skoða lita úrvalið betur og sá þá að það voru til allskonar litir, allt frá alveg ljósu í svart. Ég varð ótrúlega forvitin en var samt ekki viss hvaða litur myndi henta mínu hári eða mínum hárlit.

Ég fór í litun og ákvað að spyrja þær á hárgreiðslustofunni minni hvaða litur myndi fara mínu hári. Ég er með litað hár en fer aðeins í litun á sex mánaða fresti og stundum fæ ég bara smá leið á hárinu mínu og langar að fríska uppá litinn. Þær mældu með litnum Vanilla 10.32 fyrir mig, ég fór og keypti mér litinn og er ekkert smá ángæð.

Þetta frískar ótrúlega mikið uppá hárið og mér líður alltaf einsog ég sé nýkomin úr litun þegar ég nota þessa næringu. Hárið verður silkimjúlkt og fallegt.

 

Maria Nila er ótrúlega flott og gott merki

Ég set hárnæringuna í lófan og nudda síðan vel í hárið. Síðan leyfi ég þessu að vera í 15 – 20 mín en allar upplýsingar standa á umbúðunum.

Mér finnst æðislegt að geta frískað uppá hárlitinn minn fyrir sumarið eða bara fyrir eitthvað sérstakt tilefni

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

NEW HAIR

HUGMYNDIRLOOKNEW IN

Fyrir helgi tók ég stóra ákvörðun þegar ég ákvað að breyta til og fara aftur í dökka hárlitinn. Hugmyndin að breytingunni kom upp þegar hárgreiðslustofan Modus bauð mér í heimsókn. Þið sem fylgið mér hér á Trendnet þekkið mig bara sem ljóshærða en ég hef áður verið dökkhærð og fílaði það vel. Hárið mitt var orðið rosalegt þreytt & illa farið og því var þetta tilvalið tækifæri að stökkva á.

Ég er sjúklega ánægð með breytinguna & gæti eiginlega ekki verið ánægðari með hárið mitt. Elín Björg á Modus litaði mig & klippti en ég hef farið oft áður til hennar og er alltaf ánægð með útkomuna. Takk fyrir mig Modus!

x

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á Snapchat undir nafninu siggamaggaimg_9863

Hár, nú er það bleikt!

HárTrend

Vöruna sem ég skrifa um í færslunni fékk ég sem gjöf, ég meina þó allt sem ég skrifa og eins og alltaf er færslan skrifuð í einlægni og öll orð eru frá mér :)

Já ég prófaði dáldið nýtt í dag, um að gera að skella sér smá útfyrir þægindarammann þó það sé nú ekkert of langt eða alla vega þannig að það er auðvelt að taka það til baka, nú er hárið orðið bleikt!

bleikt3

Ekki allt hárð heldur bara endarnir og það með stórskemmtilegri hárkrít. Hér er mikil gleði á heimilinu vegna öskudagsins svo mamman er kannski bara smá í takt við það með bleika hárið sitt. Tumalingur var pandabjörn og Tinni Snær ákvað að vera rauðhetta. Honum finnst sjálfum hárið á mömmu mjög flott þó hann hafi samt ákveðið að hvetja mig til að fara í klippingu, mamman er víst komin með of mikið hár – bleiki liturinn fannst honum mjög flottur!

bleikt

Litinn gerði ég með þessu snilldartóli sem er hárkrít frá merkinu Fudge Urban en það fæst í Hagkaup, Lyfju og Lyf og Heilsu, í fullt af fleiri litum líka, ég væri t.d. mjög mikið til í að prófa hvíta litinn með þessum bleika til að setja smá pastel áferð í litinn, það gæti komið virkilega skemmtilega út!

Ég var ekkert sérlega vongóð um að krítin myndi endilega ná að lita mitt hár en það tókst svona svakalega vel þó ég sé með mitt dökka hár. Ég nuddaði krítinni bara mjög óreglulega í enda hársins. Ég byrjaði reyndar á því að ýfa það vel upp með þurrsjampói og setti svo krítina í. Ég setti í enda hársins og bara frekar ójafnt eins og sést því þannig finnst mér liturinn gefa hárinu miklu meira líf.

bleikt2

Kemur skemmtilega út finnst ykkur ekki? Gaman líka fyrir mig sem þori ekki að lita hárið mitt í neinum svona flippuðum lit – þá er þetta svona eins dags flipp sem ég næ svo bara auðveldlega úr. Með þessa liti þá er auðvelt að festa þá vel í hárið með að spreya yfir þá með góðu hárspreyi. Það er bara um að gera að passa fötin. Ég var í svörtum bol þegar ég setti þennan lit í og dustaði bara af honum það litla sem fór á hann og það gekk virkilega vel, tók enga stund og enginn litur situr í.

Þetta verður litur sem ég mun svo sannarlega minna á fyrir hátíðir eins og Secret Soltice í sumar – sjáið þið það ekki fyrir ykkur!

Stundum finnst mér ég orðin smá gömul, alveg að verða 27 ára tveggja barna móðir, ókei ég veit ég er ekkert háöldruð en samt… En bleika hárið hjálpaði mér smá ég er sannarlega ekki í jafn mikilli aldurskrísu í augnablikinu ;)

Erna Hrund

Áramótahár?

ÁramótHárInnblástur

Þegar ég var svona 12 ára þá var body glimmer og glimmer hársprey staðalbúnaður ungra stúlkna og ég man það fyrir ein áramótin þá var ég bókstaflega öll útí glimmeri. Það var ekkert það allra smekklegasta og við getum sagt að það hafi verið glimmer útum allt í kringum mig en gaman var það þó! Ég hef verið að taka eftir nýju trendi sem er að skapast aftur og það er hárglimmerið. Er þetta trend ekki eitthvað sem er tilvalið til þess að nýta sér fyrir fimmtudaginn næsta. Kannski ekki taka því jafn hátíðlega og 12 ára ég gerði ;)

Ég lagðist aðeins yfir Pinterest um daginn til að finna nokkrar skemmtilegar hugmyndir til að deila með ykkur…

1eb6b7dd5cf668d04ff1a3ec92535910

Fýla þetta í tætlur! Stórar og fallegar gylltar glimmer agnir…

d053b4300e44d8b473c180cbcf6a8067

Hér er sett glimmer yfir úrsér vaxna hárrót – kannski eitthvað til að seinka því að fara í litun?

2abc4fcfef0f5152172c338c7a954e51

Mér finnst einhvern vegin fallegra að setja svona stærri agnir hér og þar yfir hárið. Gefur dáldið fallega áferð og skemmtilegan glans yfir allt hárið.

4c372695b8f7dad392af0204fe916c49

Grænt glimmer í dökkt hár!

dd0a59432457732e697ff2edda781ae3

Elska þetta líka! Stórar og fallegar stjörnur – hver veit nema ég leiki þetta eftir. Hér er líka aðeins einfaldara að plokka glimmerið úr hárinu…

cc9d0c6ece6c47838cce700b66ec56f2

Allt hárið sleikt aftur og fallegt glimmer sem endurkastar birtu!

3de7fd533577c4a441c1a0052d934018

Svo er eitthvað voðalega elegant og kvenlegt við þessa einu fínu glimmerrönd!

e6ad2dac00e927d714ca7f3937875877

Kannski aðeins of mikið… En flott mynd!

f43853490514980e9f18a3bcdcce702e

 Svo fyrir ykkur sem viljið taka þetta ALLA leið!

Ég setti hárið mitt allt upp yfir aðfangadagskvöld en ég er ekki alveg búin að ákveða áramóta hárið – stjörnu glimmer hárið kemur sterklega til greina. Held það sé ekki sterkur leikur að ég fari að setja mikið af litlum glimmerögnum yfir hárið svona tveimur dögum fyrir brúðkaup ;)

Erna Hrund

Annað dress og Lancome hátíðarförðun

Annað DressJól 2015LancomeLífið MittLúkkNýtt í Fataskápnum

Lancome vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég að gjöf frá Lancome á Íslandi. Allt sem ég skrifa er þó frá mér sjálfri og ég gef alltaf mitt hreinskilið álit:)

Við mamma skelltum okkur á tónleika núna á laugardaginn var – við förum árlega á jólatónleika saman og við veljum okkur alltaf nýja í hvert skipti. Í ár voru það tónleikarnir með Pálma Gunnars og Röggu Gröndal í Eldborgarsal Hörpu. Ég naut þess svo sannarlega að hlýða á ljúfa jólatóna og frábært tónlistarfólk. Það er líka bara eitthvað við það að eiga eitt svona afslöppunarkvöld í öllu jólastressinu – er það ekki :)

En ég nýtti tækifærið og setti upp eðal hátíðarförðun og skellti mér í nýja fallega kimono sloppinn minn frá Ganni sem ég keypti mér fyrir stuttu…

annaddresslukk2

Sloppur: Ganni frá Geysi, þennan keypti ég þegar ég kíkti í fyrsta sinn í nýju Geysis búðina sem er í gamla tösku og hanskabúðar rýminu. Ef þið hafið ekki enn farið þangað þá eruð þið að missa af miklu. Þar er að finna nýja dásamlega hönnun Geysis í bland við m.a. skandinavíska hönnun Ganni, Wood Wood og Stine Goya. Þetta er svona ekta sloppur sem ég nota óspart hér fór ég í svartan rúllukragabol og svartar buxur við svo sloppurinn fengi að vera aðalmálið. Síðustu helgi á undan klæddist ég honum líka bara innan undir þunnum svörtum kjól – klárlega mikið notagildi í þessari flík sem er ábyggilega ástæðan fyrir því að ég á töluvert marga svona:)

Ég setti upp svona hátíðlega plómulitaða augnförðun með miklu gylltu glimmeri í augnkrókunum. Allt lúkkið er unnið með litum úr hátíðarpallettunni frá Lancome sem er svo ofboðslega falleg en hana sjáið þið hér neðar…

annaddresslukk6

Mér finnst alltaf mikilvægast þegar ég er að gera svona augnfarðanir að hafa áferðina mjúka, til að fá mjúka áferð í kringum augun. Þá þarf að passa uppá blöndunina, blöndunin er ekkert sérlega flókin, kannski er pirrandi að lesa mig skrifa það en þið sem hafið fylgst með mér á snappinu vitið að það er ekkert sérlega tæknilegt við þetta. Þetta er allt spurning um réttan bursta og að hafa ekki mikinn þrýsting á burstanum – sjálf nota ég alltaf Setting Brush frá Real Techniques.

Ég byrja í raun á þessu sem þið sjáið yst, ég byrja á næst dekksta litnum og bý til skygginguna og set svon litina smám saman yfir skygginguna. En ég enda samt á þessu gyllta… En litina sem ég nota sjáið þið hér fyrir neðan.

lancomehatid

 La Palette 29, Faubourg Saint Honore – hátíðarpallettan frá Lancome

Hátíðarpallettan er sérlega glæsileg en hún er nefnd í höfuðið á götuheitinu sem fyrsta Lancome verslunin stendur við. En á pakkningunum sjálfum er mynd af hurð verslunarinnar sem einkennir húsnæðið. Í pallettunni eru 6 augnskuggar sem má alla nota saman eða í sitthvoru lagi. Í minni förðun nota ég alla nema augnskugga nr. 2 en hann fannst mér ekki alveg passa í þetta sinn. Til hliðar sjáið þið svo gloss og varaliti sem eru undir málmskyldi til að hlífa varalitunum fyrir litapigmenti frá augnskuggunum – mjög sniðugt og kemur í veg fyrir að pallettan verði subbuleg. Hátíðarlínan er fáanleg á sölustöðum Lancome nú fyrir jólin en hún kom bara í takmörkuðu upplagi. Virkilega falleg gjöf líka fyrir jólin :)

En næst innsti aungskugginn er sá sem ég nota til að grunna skygginguna svo nota ég þann fyrir innan við hann yfir allt augnlokið og svo þann næsta við hliðiná inná innri helming augnloksins. Gyllta litinn geri ég svo ennþá sterkari með hjálp Mixing Medium frá MAC en þið gætið líka notað Fix+ spreyið eða Primer Water frá Smashbox. Fremsti liturinn er svo alveg mattur og hann nota ég fyrir ofan skygginguna til að laga til og mýkja útlínurnar enn betur.

annaddresslukk5

Að lokum nota ég svo allra dekksta litinn til að skyggja enn betur og gera umgjörð augnanna enn dramatískari. Hér væri svo hægt að bæta við augnhárumog eyeliner til að gera allt ennþá meira dramatískara.

annaddresslukk4

Ég ákvað að spreyta mig svo á nýja krullujárninu sem ég ætla að sýna ykkur á næstu dögum sem er Rod 10 járnið frá hh Simonsen. Það er sjúklega flott en ég varð alveg ástfangin þegar Fía var að krulla mig í prufuhárgreiðslunni og var svo heppin að fá svona járn að gjöf – þetta er ábyggilega heitasta krullujárnið í dag og tilvalið í jólapakkann!!

Mér finnst svo alltaf gott að spreyja vel yfir krullurnar mínar og greiða svo í gegnum þær með fingrunum til að fá náttúrulegri áferð.

annaddresslukk

Yndisleg kvöldstund og svo gaman að klæða sig upp og dressa þó ég væri nú bara að fara með mömmu á tónleika. Mér finnst alltaf svo hátíðlegt að fara fín til fara á viðburði sem þessa það gerir þá enn skemmtilegri.

Nú er bara að halda áfram að taka til og græja fyrir jólin þó ég sé löngu búin að átta mig á því að þau koma þó hér sé búið að skúra eða ekki – og það er bara ekkert að því! ;)

Erna Hrund

Twistað tagl

HárLífið Mitt

Mig langaði að sýna ykkur eina skemmtilega og einfalda greiðslu sem „klæddist“ í gær. Hugmyndina að þessari fékk ég þegar við Aðalsteinn lágum uppí sófa að glápa á sjónvarpið sem við gerum nú ekki nógu mikið… DJÓK. En við erum alla vega að horfa saman á þættina Quantico og í síðasta þætti var ein af leikkonunum í þáttunum með svona fallega uppásnúið hár í tagli. Mér fannst þetta svo látlaust og fallegt og ég bara varð að reyna að leika það eftir.

Það tókst eftir smá tilraunastarfsemi en ég er með miklu þykkara hár en daman í sjónvarpinu svo þetta tók smá tíma allt saman en um leið og ég náði í nýju Babyliss græjuna mína þá einfölduðust málin til muna!

twister4

Skemmtileg tilbreyting frá lausu fléttunni sem er einhver sú allra þægilegasta greiðsla sem völ er á.

twister2

Það hrundi reyndar aðeins úr hnakkanum og losnaði til svo næst þá ætla ég að prófa að setja fasta fléttu aftan á hnakkann eins og leikkonan var einmitt með í þættinum þannig held ég að hárin muni eflaust haldast ennþá betur.

twister5twist4

Hér er svo græjan sem ég notaði til að gera greiðsluna, það gekk ekkert að reyna að gera þetta í höndunum það fór allt í rugl hjá mér alla vega. Svo ég greip í þetta skemmtilega Twist Secret tæki frá Babyliss sem ég fékk að gjöf fyrir stuttu. Ég skipti hárinu í tvo lokka og festi þá í græjuna, sný uppá hvorn lokkinn í sitthvoru lagi og svo með annarri stillingu á snúningstækinu þá vefur það lokkunum saman – getur ekki verið auðveldara og fljótlegra.

twister

Mér finnst þetta dáldið skemmtilegt – twistað tagl! Hver segir svo að maður geti ekki lært helling af því að horfa á gott sjónvarpsefni ;)

You like?

Erna Hrund

Fastar fléttur

HárLífið Mitt

Ég tók upp á því ekki fyrir svo löngu síðan að skella í mig föstum fléttum eftir sturtu. Það er alveg ofboðslega þægilegt og þá einhven vegin flækist hárið mitt ekki fyrir mér og er ekki alltaf í sama venjulega snúðinum sínum eins og ég er vön að gera. Það koma líka alls kyns flækjur í hárið mitt sérstaklega á nóttunni og þegar ég sef með hárið svona þá gerist það bara alls ekki.

Eftir að við komum heim úr Bláa Lóninu í fyrradag setti ég einmitt þessar fléttur í mig og tók  svo myndir í gær einmitt í snjókomunni og þær voru enn svona svakalega fínar.

Ég er alltaf meiri aðdáandi þess að láta fléttuna standa svona upp heldur en að láta hana fara alveg inn í hárið. En þið fáið hana svona upp með því að setja lokkinn sem þið eruð að setja í miðjuna undir hina lokkana en ekki yfir eins og kannski flestir eru vanir. Ég vandi mig bara á að gera þetta svona alltaf of held ég kunni varla lengur að gera hitt, það myndi alla vega flækjast fyrir mér.

fastar3 fastar fastar2

Svo er ég svona aðeins búin að grínast með að þetta sé mín leið til að halda mér ungri og sprækri að dandalast um með fastar fléttur að hætti Önnu og Elsu… það er alltaf gott að luma á smá gríni og hafa húmor fyrir sjálfum sér. Svo ef einhverjum finnst þetta hræðileg hugmynd þá get ég sko sagt ykkur það að þriggja ára sonur minn er yfir sig hrifinn af Frozen mömmu sinni þessa dagana ;)

Mæli með föstum fléttum – svo koma líka svo svakalega flottar krullur í hárið eftir þær!

Erna Hrund

Hárleyndarmálið mitt

Ég Mæli MeðHárLífið MittlorealStíll

Vöruna sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Ég fæ mikið af spurningum um hvernig ég ná að gera svona mikið úr hárinu mínu, hvernig ég næ svona góðri lyftingu í hárrótinni. Lengi vel var leyndarmálið mitt þurrsjampó en nú á ég nýtt sem ég er búin að eiga með sjálfri mér síðustu vikurnar en það er hársprey úr röðum Elnett frá L’Oreal.

Elnett hárlakkið er það þekktasta í heiminum, það kannast allar konur við hárlakkið í gyllta brúsanum enda er þetta algörlega klassískt hársprey sem gefur svakalega gott hald og það besta við það er hve létt það er. Ef maður er ekki ánægður með greiðsluna t.d. og búin að spreya allt hárið svakalega vel þá þarf maður ekki að hafa neinar áhyggjur því hárspreyið er einfaldlega hægt að greiða úr. Það er ekki klístrað það er matt og það er svakalega góð lykt af því!!

Elnett hárlökkin hurfu úr verslunum hér á Íslandi fyrir nokkrum árum síðan en þau eru nú komin aftur og með fylgdu nýjar vörur og eitt af nýju hárspreyunum er hárleyndarmálið mitt…

elnett4 elnett

Hárleyndarmálið mitt: Elnett Satin Volume Excess Hairspray!

Þetta sprey er eitt af þeim nýjustu frá Elnett en það gefur svakalega gott hald og er einhvern vegin smá eins og þurrsjampó líka því það er matt og ég set það beint í hárrótina og hristi vel upp í því og þá bara lyftist hárið mitt – það er eiginlega smá magnað. Svo fær það svo svakalega aukið umfang að hárið mitt virðist alveg svakalega þykkt eins og þið sjáið á þessum hármyndum. Ég er nú með ágætlega þykkt hár en það er nú ekki svona þykkt.

elnett3

Svo eftir að ég hef úðað spreyinu í rót hársins þá ýfi ég það vel upp og fæ þessa sjúklegu lyftingu í allt hárið sem endist allan daginn því spreyið gefur svo gott hald líka. Svo það sem ég elska líka við þessa vöru er það að hvenær sem er yfir daginn get ég hrist uppí því í rótinni ef ég vil breyta eitthvað lögun hársins eða mótun þess.

elnett2

Sjáið þessa lyftingu – love it! Nú er leyndarmálið komið í ljós og ég tek fagnandi á móti Elnett hárlökkunum. Þið vitið ekki hvað ég er búin að sakna þessara gylltu brúsa lengi. En ég prófaði líka að blása hárið uppúr Volume hitavörninni fyrir þessa myndatöku og ég get svo svarið að það gerir líka mikinn mun.

Elnett hárvörurnar eru mjög vinsælar um allan heim og gyllti brúsinn er vara sem allar konur ættu að þekkja og eignast. Volume Excess spreyið sem ég nota í þessari færslu er líka til í 75ml pakkningum svo það er snilld að hafa það með sér í töskunni til að móta hárið upp á nýtt yfir daginn.

EH

p.s. við verðum að ræða þetta tryllta loð/pleather vesti mitt við fyrsta tækifæri!!

Annað dress og nýtt hár!

Annað DressBiancoFW15Nýtt í FataskápnumVero Moda

Ég er að dýrka allar haustvörurnar sem eru að fylla uppáhalds búðirnar mínar í augnablikinu. Allir fallegu dökku, mjúku litirnir kalla á nafn mitt og ég get ekki staðist þá. Ég fór í smá Smáralindarferð um daginn og keypti nokkrar auka flíkur í fataskápinn ekki það að mig hafi vantað uppfyllingar í hann en æjj þið bara vitið….

Ég klæddist því alfarið nýjum flíkum í vinnunni í gær – já ég var í vinnunni í gær að undirbúa sjúklega spennandi verkefni sem er á fimmtudaginn sem ég iða úr spenningi yfir!

annaðdresshár4

Dressið…. græni liturinn í buxunum poppar svo sannarlega uppá dressið og skórnir hennar Camillu minnar eru auðvitað punkturinn yfir i-ið!

annaðdresshár

Skór: Hönnun Camillu Pihl fyrir Bianco, ég elska skónna mína sem ég keypti úr haustlínunni hennar í fyrra sem eru eins og þessir nema bara svartir. En ég er eiginlega hrifnari af þessum brúnu því liturinn og áferðin í leðrinu er bara algjörlega gordjöss! Skórnir eru svo þægilegir og gott að vera í þeim, þeir fegra fótinn og eru fullkominn fylgihlutur til að gera heildarlúkkið fullkomið. Ég hef ekki tölu lengur á öllum hrósunum sem ég hef fengið fyrir þessa fallegu skó þau eru orðin alveg svakalega mörg!

Buxur: Pieces frá VILA, ég er ekki enn komin á þann stað að ég get hneppt gömlu gallabuxunum mínum án þess að þurfa að eiga á hættu á að geta bara ekki andað. Svo ég keypti þessar buxur sem eru með breiðri teygju í mittið og eru því eins og buxna leggings. Þær eru svakalega þægilegar og mjúkar og gott að vera í þeim. Það var samt liturinn sem heillaði mig alveg samstundis en mig grunar að ég sé að fara að eiga í ástfóstri við hermannagrænt núna í vetur… Er það nokkuð verra. Ég er aftur í þeim í dag við einfalda svarta skyrtu úr VILA líka og mér líkar vel! Það er ótrúlega mikið fallegt inní VILA núna, ég keypti þrjár flíkur þar á föstudaginn en mig langaði í miklu fleiri.

annaðdresshár5

Hárið: Fía á Hárhönnun er minn snillingur, ég treysti henni alveg ótrúlega vel fyrir hárinu mínu. Ég bað hana bara að klippa þannig að það væri nógu sítt til að gera fallega uppgreiðslu fyrir brúðkaupið í janúar. Mér líður alveg svakalega vel með þessa sídd, hárið er svo heilbrigt og fallegt og mér finnst ég bara allt í einu komin með gamla góða þykka hárið mitt. Nú er líka allt upplitaða hárið mitt farið og minn eigin hárlitur fær að njóta sín – þar sjáið þið hann :)

annaðdresshár2

Rúllukragabolur: Vero Moda, þessi kom svakalega á óvart, hann ber ekki mikið með sér þessi einfaldi síði rúllukragabolur og hann sést kannski ekki nógu vel á þessari mynd en klaufarnar á hliðunum gera sjúklega mikið fyrir hann og það liggur við að ég fari og kaupi hinn litinn sem er ljós grár. Útaf klaufunum er líka mjög auðvelt að kippa honum upp og gefa brjóst – það eina sem ég pæli í þessa dagana þegar ég kaupi mér föt! Þetta er svona bolur sem passar við svo mikið, hann er ekki of síður svo hann gengur við buxur og klaufarnar gera hann voða töff og kasúal en samt felur hann rassinn svo hann gengur við svona buxnaleggings eins og þessar. Ég er nefninlega ekki alveg viss um að ég gæti verið í þessum buxum með rassinn útí loftið – ekki strax þó ég sé nú alveg með ágætis afturenda ;)

annaðdresshár3

Pleatherjakki: Vero Moda, ég er búin að horfa á þennan alltof lengi, fullkominn jakki til að nota í vinnu því hann er það þunnur að hann gengur alveg til að vera í innandyra en ég er ekki þessi týpa sem getur verið í svona týpískum svörtum aðsniðnum dress jakka dags daglega svo ég veit að þessi verður mikið notaður. En svo er hann nógu þunnur þanig ég get farið í aðra yfihöfn yfir hann. Ég elska waterfall fílinginn sem kemur á hann að framan og hann fer sérstaklega vel með rúllukragaflíkum!

___

Ég er að fýla þessi haustdress í ræmur og ég elska nýja hárið mitt – hvernig lýst ykkur á?

EH

Dúskatagl

FallegtHárLífið MittSS15

Áfram held ég að sýna ykkur einfaldar og skemmtilegar hárgreiðslur í sítt hár. Mér þykir þetta bara ansi skemmtilegt og smá meiri hvatning fyrir mig til að setja eitthvað í hárið á mér. Ég skellti í dúskatagl í sólinni í síðustu viku og það kom svona svakalega vel út og tekur enga stund.

Ég hef alltof lengi ætlað að skella í svona greiðslu en hún Andrea vinkona mín og uppáhalds hönnuður er mikið með svona bæði sjálf og í myndatökum fyrir línurnar sínar og ég er alltaf að dásama greiðsluna en aldrei skellt í hana. Fyr en nú! Ég hef í raun kannski bara aldrei átt nógu góðar teygjur í þessa greiðslu en svo var ég í apóteki um daginn og greip með mér pakka af ábyggilega 200 litlum glærum teygjum. Teygjurnar komu bara ansi mikið á óvart varðandi styrk en þær eru samt bara svona einnota – þess vegna eru líka kannski svona margar í pakkanum.

dúskatagl

Ég ákvað að hafa taglið bara frekar lágt í þetta sinn en þið getið auðvitað hækkað það meira upp svo það standi aðeins út. Þá verður greiðslan líka kannski aðeins fínni. En ég byrjaði á því að spreyja vel hárið með nýja saltvatnsspreyjinu mínu frá Herbivore sem þið fáið HÉR – til að gefa því smá svona tjásulega áferð og hristi uppí því áður en ég skellti taglinu í. Spreyið er reyndar uppselt í augnablikinu sem ég skil vel því bæði er varan mjög góð, hún er falleg og á góðu verði.

dúskatagl4

Ég setti sumsé bara hárið í tagl og skellti svo teygjum í hárið niður eftir því og togaði aðeins út hárið á milli teygjanna þannig það myndast svona eins konar dúskar. Ég hefði mögulega komist upp með að skella einum dúsk í enda hársins í viðbót en það fer auðvitað bara eftir smekk hvers og eins. Teygjurnar fékk ég í Lyfju Lágmúla ef einhver er að pæla í því.

p.s. ef þið voruð búnar að taka eftir því þá er eins og ég sé ekki með óléttubumbu á þessari mynd! Finnst það smá krípi þar sem hún er að mínu mati alveg risavaxin enda er barnið orðið 14 merkur samkvæmt vaxtasónar í síðustu viku! Svo eru þessir marblettir voða smekklegir – blóðprufur!

dúskatagl3

Einföld og fljótleg greiðsla fyrir ykkur með miðlungs sítt hár og sítt hár eins og ég. Svo þegar ég tók teygjurnar úr voru komnir svona skemmtilegir bylgjukenndir liðir í hárið sem mér þótti mjög flottir og svona auka plús.

Næsta greiðsla sem þið fáið svo að sjá er mjög svipuð og þessi – Aðalsteinn trúði mér alla vega ekki þegar ég hélt því fram að þetta væru ekki eins greiðslur. En hún er smá svona twist á þessari greiðslu – í bókstaflegri merkingu!

EH