fbpx

HAILEY BIEBER: INSPO

FÖRÐUNHÁRINSPO

HI !
Hailey Bieber er með mjög einkennandi stíl þegar kemur að hári og förðun. Hún er yfirleitt alltaf fallega náttúrulega förðuð og rokkar þetta eftirsótta no makeup makeup look. 

HÚÐ

 • Húðin hennar er alltaf frískleg og geislandi
 • Húðin lítur ávallt út fyrir að vera lítið máluð en það er mikil kúnst að ná fram því útliti 
 • Hailey er sjaldnast mikið contouruð en hún er alltaf sun kissed
 • Notaðir eru mismunandi litir af sólarpúðri og highlighterum til að ná fram þessu eftirsótta looki

AUGU

 • Bronze og bleikir tónar eru einkennandi fyrir augnförðunina hennar Hailey
 • Hún hefur skygginguna alltaf eins nálægt augnhárarótinni og hægt er
 • Hailey er sjaldnast með augnhár og heldur maskaranum í lágmarki
 • Hún er dugleg að leika sér með skemmtilega liti í vatnslínu en við höfum séð hana með brúna, bronze, rauðan og svartan í vatnslínunni

VARIR

 • Hailey er yfirleitt alltaf með aðeins overline-aðar varir og nude litatóna
 • Okkur þykir það líklegt að hún noti fljótandi contour í kringum varirnar eftir farða og noti síðan jarðtóna varablýant til að ýkja stærð varanna, sérstaklega efst hjá varalínunni

HÁR

 • Hailey er mjög dugleg að breyta til þegar kemur að hári
 • Hún er með nokkra einkennandi hárstíla sem við sjáum hana oft með
 • Töff hátt tagl eða half up ponyytail
 • Lágur sleek bun eða top knot, þá er snúðurinn gerður mjög hátt uppi
 • Beach waves, látlaus hárstíll þegar hárið er niðri

Við elskum að fylgjast með stílnum hennar Hailey, hún kemur sífellt á óvart með látlaus look og við hlökkum til að sjá hvernig stíllinn hennar mun halda áfram að þróast.

Hér er hægt að fylgja Hailey á instagram

 

Góða Helgi xx

________
Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com

Innlit með HI beauty - GUÐRÚN SØRTVEIT

Skrifa Innlegg