HI!
Snyrtiborðið með HI beauty er í boði Collab og Terma Snyrtivörur.
Í fimmta þætti af Snyrtiborðinu með HI beauty fáum við Júlíönu Söru í heimsókn til okkar.
Júlíana Sara er leikkona sem skaust upp á sjónarsviðið árið 2014 með þáttunum Þær Tvær þar sem hún og Vala Kristín fóru á kostum í tveimur þáttaröðum þar sem þær léku öll hlutverk ásamt því að skrifa handritið. Júlíana hefur sett upp leiklistarnámskeið fyrir börn og unglinga ásamt því að leikstýra leikritum í framhaldsskólum.
Þið sjáið Júlíönu nú á sjónvarpsskjánum í þáttunum Venjulegt Fólk sem er á sinni þriðju þáttaröð.
Í þættinum sýndi Júlíana okkur þær vörur sem hún heldur mest uppá ásamt því að fá nokkra punkta og tips um förðunarvörur frá okkur.
Hér getið þið séð þáttinn í fullri lengd en hann kemur að sjálfsögðu einnig út á Vísir.is og IGTV hjá okkur.
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=0dFGi_51QLU]
Njótið
________
Instagram @the_hibeauty
thehibeauty.com
makeupschool.is
HI!
Ert þú að glíma við að finna síðustu gjafirnar? Við erum með gjöfina fyrir þig!
Face Halo er einn af okkar uppáhalds farðahreinsum og er tilvalinn til dæmis í skógjöf. Face Halo er örtrefja fjölnota skífur sem taka allan farða og óhreinindi af húðinni aðeins með vatni.
Við mælum einnig með Face Halo bundle í jólapakkann, þetta er fjölskyldupakki sem inniheldur allar týpur af Face Halo.
Þessi pakki er tilvalinn fyrir þá sem hafa ekki prófað Face Halo og þá sem elska Face Halo.
En gjafasettið inniheldur:
- Original Face Halo
- Face Halo X
- Face Halo Body
Góða helgi kæru lesendur!
________
Instagram @the_hibeauty
thehibeauty.com
makeupschool.is
HI!
Snyrtiborðið með HI beauty er í boði Collab og Terma Snyrtivörur.
Í fjórða þætti af Snyrtiborðinu með HI beauty fáum við Nökkva Fjalar í heimsókn til okkar.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Nökkvi verið áberandi í íslensku atvinnulífi og er frumkvöðull í húð og hár. Nökkvi er meðal annars einn af stofnendum Áttunnar en er í dag annar eigandi SWIPE Media, SWIPE club & Podify sem eru öll fyrirtæki sem sérhæfa sig í framleiðslu og miðlun á fjölbreyttu efni og námskeiðum.
Það var ótrúlega gaman að spjalla við Nökkva um snyrtivörurnar hans en við erum með stór markmið að koma af stað betri umræðu og vitundarvakningu karlmanna um húðumhirðu. Nökkvi var því fullkominn gestur en hann sýndi okkur að húðumhirða getur verið áhrifarík án þess að þurfa að vera flókin!
Hér að neðan getið þið séð þáttinn í fullri lengd en hann kemur að sjálfsögðu einnig út á Vísir.is og IGTV hjá okkur.
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=sDfXYN7oJts]
________
Instagram @the_hibeauty
thehibeauty.com
makeupschool.is
HI!
Eru ekki allir orðnir spenntir fyrir því að gera sig til um jólin? Við erum það allavegana þar sem það er ansi langt síðan við höfum fengið almennilega ástæðu til þess!
Í þessari færslu ætlum við að segja ykkur frá fjórum hlutum sem munu gera jólaförðunina ykkar skothelda!
RAUÐUR VARALITUR
Það er ekkert sem öskrar meira jólaförðun og rauður varalitur. Þeir rauðu varalitir sem við mælum með eru þessir:
- YSL Rouge Pur Couture Matte: Reverse Red
- YSL Rouge Pur Couture Matte: Rouge Paradoxe
- URBAN DECAY VICE: Tilt
- Charlotte Tilbury Hot Lips: Tell Laura
AUGNHÁR
Augnhár setja punktinn yfir i-ið og fullkomna hvaða förðun sem er. Að bæta við augnhárum gerir förðunina samstundis hátíðlegri og er einnig skemmtilegt að nota þau á sparistundum. Við mælum með þessum augnhárum til að taka förðunina ykkar á næsta level.
- Eyelure: Individuals
- Eyelure: Fluttery Light
- House of Lashes: Iconic Lite
- House of Lashes: Siren Lite
HIGHLIGHTER
Frískleg húð er alltaf í tísku en um hátíðarnar finnum við fyrir því að vilja aukinn ljóma á húðina. Við mælum með þessum ljómapúðrum til að gefa húðinni frísklegan blæ.
- YSL Couture Highlighter: Oh Pearl
- DIOR BACKSTAGE: Glow Face Palette 001
- BENEFIT: Watt up! Soft Focus Highlighter
-
URBAN DECAY Naked Illuminating Highlighter
GLIMMER/SANSERAÐUR AUGNSKUGGI
Þurfum við að taka það sérstaklega fram að glimmer er besti vinur hátíðanna. Glimmer getur verið erfitt að vinna með í förðun en besta trixið sem við höfum fyrir ykkur er að finna glimmer í fljótandi formi. Það er einnig gott að byrja á augunum og farða síðan andlitið. Síðast en ekki síðst er best að nota límband til að ná óvelkomnu glimmeri af húðinni. Hér eru nokkur af okkar uppáhalds glimmerum/sanseruðum augnskuggum.
________
Instagram @the_hibeauty
thehibeauty.com
makeupschool.is
HI!
Snyrtiborðið með HI beauty er í boði Collab og Terma Snyrtivörur.
Það er komið að þriðja þættinum af Snyrtiborðinu með HI beauty. Viðmælandi okkar að þessu sinni er söngkonan og lagahöfundurinn Klara Ósk Elíasdóttir. Klara skaust upp á sjónarsviðið aðeins 18 ára gömul þegar stelpuhljómsveitin NYLON var stofnuð.
Draumur Klöru var alltaf að verða söngkona og rættist sá draumur heldur betur en hún hefur starfað alfarið við tónlist síðustu 16 árin. Klara er búin að vera búsett í Los Angeles síðustu 10 árin þar sem hún hefur skapað sér farsælan feril sem lagahöfundur og söngkona en er hún nú komin heim til Íslands til að vera í fangi fjölskyldunnar.
Nýverið gaf Klara út smáskífurnar Paralyzed og Champagne og eru þær báðar hluti af væntanlegri plötu Klöru sem kemur út á næsta ári.
Spjallið við Klöru var stórskemmtilegt og fróðlegt. Okkur fannst gaman að sjá vörur og vörumerki hjá henni sem eru ekki komin til landsins og voru þarna á ferð vörur sem við erum vægast sagt spenntar yfir.
Hér má sjá þáttinn í heild sinni
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=E8cEiGSd-1I]
Þættirnir eru sýndir á Vísi en munu einnig vera aðgengilegir á IGTV HI beauty og hér í TrendnetTV.
Njótið vel og góða helgi!
________
Instagram @the_hibeauty
thehibeauty.com
makeupschool.is
HI!
Við erum með stór tíðindi úr snyrtivörubransanum en engin önnur en drottningin sjálf Jennifer Lopez er að koma út með sitt eigið merki sem mun kallast JLO BEAUTY.
Munum við loksins komast að leyndarmálinu á bakvið the „JLo glow“?
Að sögn Jennifer verður undirstaða merkisins fegurðarleyndarmál móður hennar en slagorð merkisins er #BeautyHasNoExpirationDate sem okkur þykja ótrúlega falleg skilaboð! Merkið hefur verið lengi í þróunarferli og hefur myndast gríðarleg eftirvænting hjá aðdáendum JLO ásamt fleirum því á skömmum tíma hefur Instagram aðgangur merkisins sankað að sér yfir 330 þúsund fylgjendum.
Merkið fer í sölu þann 1.1.21 en forsala á fyrstu tveimur vörum merkisins er nú þegar hafin. Þær vörur sem koma út 1.1.21 eru:
✨ THAT JLO GLOW Multitasking Serum
✨ THAT LIMITLESS GLOW Multitasking Mask
✨ THAT BIG SCREEN Broad Spectrum SPF 30 Moisturizer
✨ THAT BLOCKBUSTER Wonder Cream
✨ THAT HIT SINGLE Gel-Creme Cleanser
✨ THAT FRESH TAKE Eye Cream
✨ THAT STAR FILTER Complexion Booster
Þær vörur sem hægt er að panta í forsölu eru: THAT JLO GLOW Multitasking Serum & THAT BLOCKBUSTER Wonder Cream. Hægt er að forpanta þær hér. Pakkningarnar á vörunum eru bronzaðar og glæsilegar í anda JLO og gætum við ekki verið spennari fyrir þessari snyrtivörulínu.
Nú getum við loksins öll ljómað eins og JLO!
________
Instagram @the_hibeauty
thehibeauty.com
makeupschool.is
HI!
Snyrtiborðið með HI beauty er í boði Collab og Terma Snyrtivörur.
Þá er komið að næsta gest hjá Snyrtiborðinu með HI beauty!
Það er engin önnur en drottningin hún GóGó Starr. Flottasta dragdrottning okkar Íslendinga, Fjallkonan 2018, framkvæmdarstjóri og framleiðandi Dragsúgur og algjör fyrirmynd. Við áttum skemmtilegt spjall um drag, snyrtivörur og þau förðunartrend sem hafa komið frá dragheiminum.
Þáttinn má sjá í heild sinni hér að neðan:
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=DNKiJQWJ7do]
Þættirnir eru sýndir á Vísi en munu einnig vera aðgengilegir á IGTV HI beauty og hér í TrendnetTV.
________
Instagram @the_hibeauty
thehibeauty.com
makeupschool.is
HI!
Þurrsjampó hefur verið staðalbúnaður í snyrtiskápnum okkar frá 2011/2012 þegar það kom fyrst í hillur hér á landi. Margir nota þurrsjampó á milli þvotta til að lífga upp á flatt hár og gefa því extra lyftingu og fyllingu. Hægt er að kaupa þurrsjampó með lit sem hjálpar til við að hylja rót eða þynningu í hárrótinni. Áður en þurrsjampó varð til höfðum við prófað barnapúður (e. babypowder) í hárið til að taka í burtu umfram fitu í hársverðinum. Eini gallinn við þurrsjampó er að okkur finnst við stundum vera að þurrka upp hárið með notkun þess.
Við ætlum hinsvegar ekki að tala nánar um þurrsjampó í þessari færslu heldur þurrnæringu. Er það nýjung á markaðnum?
Þurrnæring eða dry conditioner er engin nýjung á hárvörumarkaðnum heldur hefur þurr-sjampóið einungis skyggt á hana hvað varðar sýnileika. Megin tilgangur þurrnæringar er að gefa hárinu aukinn glans og mýkja það samstundis. Þurr næringin á einnig að hjálpa þér að hafa stjórn á úfnu og rafmögnuðu hári. Það sem hefur breyst er að öll púðuráferð hefur verið tekin úr þurrnæringum og inniheldur hún núna einungis mýkjandi efni fyrir hárið.
Þrátt fyrir alla kosti þurrnæringar kemur hún ekki í stað fyrir þína venjulegu hárnæringu né djúpnæringu. Það er mælt með því að halda þeim inni sem partur af vikulegum sturtuferðum og nota þurrnæringuna einungis til að fríska upp á hárið milli þvotta.
Þetta eru þær þurrnæringar sem við búumst við að verði til á Íslandi ef þær eru ekki nú þegar komnar.
- Kevin Murphy Young Again Dry Conditioner fæst á sapa.is
- Aussie Petal Soft Dry Conditioner
- Batiste Dry Conditioner
Við ætlum að hoppa á þessa vöru um leið og hún kemur til landsins og vonum að þið komið með okkur!
________
Instagram @the_hibeauty
thehibeauty.com
makeupschool.is
HI!
Snyrtiborðið með HI beauty er í boði Collab og Terma Snyrtivörur.
Við höfum dásamlegar fréttir á þessum fallega miðvikudegi. Í dag kom út fyrsti þáttur af Snyrtiborðinu með HI beauty!
Þættirnir verða óbein framlenging af Innlit þáttunum sem við gáfum út í sumar nema með aðeins öðruvísi sniði, útaf you know what…
Í stað þess að fara heim til viðmælenda okkar buðum við þeim í heimsókn í stúdíóið okkar í Reykjavík Makeup School. Í þáttunum fáum við til okkar fjölbreyttan hóp af áhugaverðum einstaklingum sem setjast niður við snyrtiborðið hjá okkur og sýna okkur þeirra uppáhalds snyrtivörur.
Þættirnir verða sýndir á Vísi en munu einnig vera aðgengilegir á IGTV HI beauty og hér í TrendnetTV
Hér að neðan má sjá fyrsta þáttinn en við fengum til okkar algjöran drauma-viðmælenda, hana Svölu Björgvins.
Svala er ein af okkar allra bestu tónlistarmönnum og hefur alltaf verið þekkt fyrir sinn einstaka stíl.
Hún er ótrúlega skapandi og listamaður í öllu sem hún gerir. Hún fór með okkur í gegnum ferilinn og sín uppáhalds look í gegnum tíðina.
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=gu2qhCTwqR4]
Við hlökkum ótrúlega mikið til að deila þessu með ykkur kæru lesendur!
________
Instagram @the_hibeauty
thehibeauty.com
makeupschool.is
HI!
færslan er unnin í samstarfi við Húðfegrun*
Undanfarna mánuði höfum við verið í samstarfi við Húðfegrun og fengið að prufa hjá þeim nokkrar dásamlegar húðmeðferðir. Sú meðferð sem við ætlum að segja ykkur frá í dag heitir húðslípun.
Í húðslípuninni er notað Silk Peel húðslípunar tæki. Notaðir eru kristallar og demantar til að fjarlægja ysta lag húðarinnar. Með því að fjarlægja ysta lag húðarinnar fær húðin aukinn ljóma ásamt því að svitaholur virka minni og þéttari. Meðferðin er ótrúlega góð til þess að fjarlægja óhreinindi, stíflur og húðfitu sem er föst djúpt í húðholunum sem við náum ekki með hreinsi.
Mælt er með því að taka 3-6 meðferðir í röð með viku millibili til að ná hámarks árangri. Við höfum tekið þrjár húðslípunarmeðferðir og eigum eina eftir þegar þetta blogg er skrifað.
Eftir húðslípunina höfum við passað að farða okkur lítið sem ekkert í 24 tíma eftir á og einungis sett gott rakakrem sem inniheldur „ceramides“ sem verndar húðina gegn umhverfinu og viðheldur raka hennar. Við höfum séð og fundið mikinn mun á húðinni okkar eftir þessar þrjár meðferðir en aðallega á því hvað húðin hreinsast vel. Í húðslípuninni er verið að ná í óhreinindi ofaní svitaholunum sem við höfum ekki náð sjálfar með venjulegum hreinsi eða skrúbbum. Í húðmeðferðinni er einnig hálsinn tekinn og slípaður og kom það okkur skemmtilega á óvart hversu mikinn mun er að sjá á hálsinum okkar. Í dag eru komnar nýjar línur á hálsinn á fólki sem hafa verið skírðar „tech-lines“ og stafa þær af ofnotkun snjallsíma. Eftir þrjú skipti í húðslípun sáum við gríðarlegan mun á þessum línum og veitir það ekki af miðað við snjallsíma notkun okkar….
Sjáanlegur munur er á svitaholunum okkar en þær eru orðnar minna sýnilegar og aukinn ljómi kominn í húðina. Það hefur verið hrein unun að farða húðina eftir þessar meðferðir hjá Húðfegrun en það er líklega ekkert skemmtilegra fyrir förðunarfræðinga heldur en að farða hreina, ljómandi húð!
Við erum gríðarlega spenntar fyrir síðasta skiptinu í húðslípun en því seinkaði því miður aðeins útaf dottlu..
Það mun koma part 2 af þessu bloggi þar sem við tökum fyrir húðslípun á baki en önnur okkar hefur verið að glíma við miklar bólur á baki og viljum við klára öll 4 skiptin áður en við segjum ykkur frá því.
Húðfegrun bjóða uppá gjafabréf af öllum meðferðum hjá sér og mælum við eindregið með að gefa gjafabréf í jólagjöf.
________
Instagram @the_hibeauty
thehibeauty.com
makeupschool.is