MASKA RÚTÍNA & GJAFALEIKUR Á INSTAGRAM

HÚÐRÚTÍNAMASKAR

Þið eruð eflaust farin að taka eftir því að ég elska að setja á mig maska og dekra við húðina mína. Eitt af því öflugasta sem við getum gert heima fyrir húðina okkar er að setja á okkur maska. Það er einn maski sem er búin að vera í miklu uppáhaldi hjá mér uppá síðkastið en það er Japanese Matcha Tea Pollution Mask frá The Body Shop. 

 

*Nokkrar af vörunum í þessari færslu fékk greinahöfundur að gjöf

Ég ætla fara með ykkur í gegnum maska rútínuna mína en mér finnst best að útskýra allt í einföldum skrefum. Þið getið einnig séð húðumhirðuna mína í einföldum skrefum hér.

 

Skref 1 – Taka farða, maskara og annað af

Það sést mjög vel hér á þessari mynd hvað ég elska þennan farðahreinsi en þetta Camomile Cleansing Butter frá The Body Shop. Áferðin minnir á kókosolíu eða smjör og bræðir allt “makeup” af. Ég nudda þessu yfir allt andlitið, tek síðan volgan þvottapoka og tek allt af. Þetta er ótrúlega einfalt og þæginlegt.

Skref 2 – Hreinsa húðina

Ég elska elska elska þennan gelhreinsi! Það er yndisleg appelsínulykt af honum sem er einstaklega hressandi á morgnana og hann skilur húðina eftir tandurhreina.

 

Skref 3 – Maski

 

Síðan set ég maskann yfir allt andlitið og tek hann síðan af eftir 15-25 min

Þessi maski er búin að vera í miklu uppáhaldi hjá mér, einsog sést. Þetta er algjör snilldar maski að mínu mati en mér finnst hann vera svona “all in one” maski. Hann gerir svo margt í einu og hann á að henta flestum húðtegundum, ég er meira segja búin að heyra að þeir sem eru með viðkvæma húð geti notað hann.

Maskinn hreinsar húðina, tekur dauðarhúðfrumur og losar húðina við mengum og önnur óhreinindi sem eru að finna í umhverfinu. Formúlan er ótrúlega kremuð og mér finnst maskinn mjög kælandi þegar hann er á andlitinu. Það eru mjög góð innihaldsefni í þessum maska, sem eru meðal annars matcha grænt te, aloe vera og hann 100% vegan.


 

GJAFALEIKUR Á INSTAGRAM

 

Mig langaði síðan að láta ykkur vita að ég er með gjafaleik á instagraminu mínu þar sem ég er að gefa allar vörurnar sem ég nefndi hér að ofan og þessi fallegu kanínueyru.. sem eru of krúttleg!

Takk fyrir að lesa og ég hlakka til að sjá ykkur á instagram xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 


*Allar umfjallanir um vörur eða annað kemur frá mér sjálfri og gef ég alltaf hreinskilið svar

HÚÐUMHIRÐA Í EINFÖLDUM SKREFUM

HÚÐRÚTÍNASÝNIKENNSLA

Mig langaði aðeins að spjalla við ykkur um húðumhirðu en ég hef mikin áhuga á því. Ég er ekki menntaður snyrtifræðingur en er förðunarfræðingur og hef aflað mér talsvert mikið af upplýsingum um húðina.

Húðumhirða er lykilinn af fallegri förðun og mjög mikilvægt að hugsa vel um húðina sína. Það þarf ekkert að vera flókið að hreinsa á sér húðina og hægt að gera með einföldum skrefum. Mér finnst best að hugsa um húðhreinsunina í skrefum og eru öll skrefin mjög mikilvæg. Það er síðan auðvitað hægt að bæta inn skrefum og finna út hvað hentar sér en mér finnst þessi leið lang einföldust.

Ég reyni að hreinsa húðina mína tvisvar á dag eða sem sagt kvölds og morgna. Á kvöldin geri ég meiri hreinsun en á morgnana og ég verð að viðkenna að ég gleymi stundum að hreinsa húðina á morgnana en aldrei á kvöldin.

KVÖLDRÚTÍNA

Skref 1 – Taka farða, maskara og allt af húðinni

Fyrsta skrefið er að taka farða, bb krem eða það sem þú er með á húðinni en það er mjög mikilvægt að geraþetta áður en maður hreinsar húðina

 

Skref 2 – Hreinsa húðina

Núna þegar það er búið að taka farða og annað af húðinni, þá er hægt að hreinsa húðina með góðum gel hreinsi eða mildum kornaskrúbbi. Það er því ekki nóg að gera bara skref eitt en ef þú ert ekki með neitt á húðinni þá er í lagi að fara beint í skref 2.

Það halda samt margir að maður þurfi ekki að hreinsa húðina ef það er ekkert á húðinni yfir daginn en það er stór misskilningur. Það eru allskonar óhreinindi og annað í umhverfinu sem getur sest á húðina og viðheldur maður húðinni með því að hreinsa hana. Húðin nær ekki að endurnýja sig nógu vel og með því að hreinsa hana tökum við í burtu dauðarhúðfrumur, þannig komum við einnig í veg fyrir fínar línur.

Skref 3 – Toner

Toner “lokar” húðinni eða kemur í veg fyrir að óhreinindin sem við vorum að hreinsa úr húðinni komist aftur inn í húðina, því að þegar við erum nýbúin að hreinsa húðina er hún mjög “opin”.

Skref 4 – Rakakrem

Mikilvægt að gefa húðinni góðan raka eftir hreinsun og næra hana vel. Ég mæli að sjálfsögðu með að nota augnkrem og serum ef þið eruð 25+.

Núna er húðin tilbúin fyrir kvöldið/nóttina..

Morgunrútína

Skref 1 – Andlitsvatn

Ég tek alltaf andlitsvatn og renni því yfir andlitið á morgnana. Þannig tökum við óhreinindi sem komu upp á yfirborðið meðan við vorum sofandi.

Skref 2 – Rakakrem

Síðan set ég gott rakakrem og þá er húðin tilbúin fyrir daginn.

 

Mér finnst þetta vera mjög einföld skref sem allir geta gert, hægt finna húðvörur sem henta öllum húðtýpum og setja inn í þessar rútínur. Vonandi hjálpaði þetta einhverjum xx

 

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 


*Allar umfjallanir um vörur eða annað kemur frá mér sjálfri og gef ég alltaf hreinskilið svar

TÖFRATE FYRIR HÚÐINA

DEKURHÚÐRÚTÍNA
*Vörurnar fékk greinahöfundur að gjöf/sýnishorn

Mig langaði að segja ykkur frá hvítu tei og töframættinum sem það hefur fyrir sál og líkama. Ég kynntist hvítu tei fyrir algjörri tilviljun en þeir sem þekkja mig vita það að ég er mikil kaffi manneskja og hélt ég myndi aldrei drekka te. Það breyttist síðan mjög fljótt eftir að ég fór að kynna mér te og þá sérstaklega hvítt te.

Hvítt te er minnst unna teið, það er semsagt einungis sólþurrkað og loftþurkkað og því varðveitast andoxunarefnin mest í því. Það inniheldur kraftmikil andoxunarefni sem vernda líkamann fyrir sindurefnum og stuðla að frumuendurnýjun.

Mér finnst þetta te mjög áhugavert og eftir að ég fræddi mig meira um það þá er eins og þetta te hafi verið búið til handa mér! Því allt sem þetta te gerir fyrir mann er það sem mig langar að gera fyrir líkamann minn og húðina mína.

Hvítt te er gott fyrir húðina og hér eru nokkrir hlutir sem það hefur áhrif á:

– Hægir á öldrun húðarinnar

– Hreinsar húðina og kemur í veg fyrir að bakteríur stífli svitaholur 

– Heldur húðinni bjartri og viðheldur raka

Hvítt te er einnig ótrúlega gott fyrir líkama og sál. Hér eru nokkrir hlutir sem það hefur áhrif á:

– Styrkir bein og tennur 

– Er örverueyðandi og verndar því líkamann gegn sýkingum 

– Jafnar blóðsykur og heldur honum stöðugum

– Minnkar streitu í líkamanum og hefur góð áhrif á hjartað

– Inniheldur efni sem talin eru hraða brennslu líkamans

 

 

Hvernig maður hellir upp á hvítt te er eitthvað sem maður þarf að læra svo það verði ekki of beiskt eða of bragðmikið. Svona ferðu að:

  1. Sjóðið vatn og leyfið því að kólna í 5-10 mín eða sem sagt að 80 gráðum celcius.

  2. Setjið 1 teskeið af telaufum í síu fyrir hvern bolla 

  3. Hellið vatninu yfir, bíðið í 3-5 mín og fjarlægið svo laufin úr vatninu

Síðan er vel hægt að nota laufin aftur, svo ekki henda þeim en þá þarf að láta vatnið bíða lengur á telaufunum, til dæmis 7-8 mín.

 

Mér finnst mjög jákvætt að geta bætt eitthverju inn í mína daglegu rútínu sem er hollt og gott fyrir mig. Ég er upptekin manneskja og finnst fátt skemmtilegra en að hafa mikið að gera í kringum mig en stundum (oft haha) verð ég mjög stressuð. Þess vegna er ég að reyna koma því í rútínuna mína að taka eina rólega stund ár morgnana, og byrja daginn á jákvæðum nótunum en ekki í stressi og flýti.. þótt það sé nú ekki alltaf hægt.

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

Ég dýrka þennan hreinsi!

BiothermHúð

Hreinsinn sem ég skrifa um í þessari færslu fékk ég sem gjöf. Allt sem kemur fram í færslunni er byggt á minni eigin reynslu.

Ég fór á fund um daginn inní heildsöluna sem er m.a. með vörurnar frá Biotherm. Þar fékk ég að gjöf dásamlegan maska sem er þó ekki umfjöllunarefni þessarar færslu – það kemur seinna. En ég var að prófa maskann á handabakinu og svo var mér boðið að hreinsa hann af með hjálp þessa hreinsis. Ég tók andköf þegar ég prófaði og trúði því ekki að ég hafi ekki vitað af þessum ótrúlega skemmtileg og góða hreinsi.

En mig langar endilega að segja ykkur frá honum betur, hann er virkilega skemmtilegur og mér finnst ég bara endilega verða að segja fleirum frá honum svona ef þið hafið misst af honum eins og ég :)

balmoil3

Hér sjáið þið saman á mynd hinn dásamlega Balm to Oil hreinsi og Wunder Mud maskann.

balmoil2

Þetta er sem sagt svona smyrsli sem er mjög þétt í sér og bráðnar um leið og það kemst í snertingu við húðina og verður svona létt og olíukennt. Það leysir upp öll óhreinindi á augabragði og hreinsar húðina svakalega vel. Ég prófaði þetta í fyrsta sinn á snappinu mínu um daginn og ég horfði bara á hvernig förðunarvörurnar sem ég var með á húðinni bráðnuðu bara af! Maskarinn leystist hratt upp og ég var meirað segja með svona smitheldan maskara sem harðnar vel á augnhárunum og haggast varla nema með góðum olíuhreinsi. En ég leit sirka svona út þegar ég var búin að nudda hreinsinum vel yfir alla húðina…

Screen Shot 2016-02-03 at 6.44.33 PM

Svo hreinsa ég húðina með blautum þvottapoka og tek svo aðra hreinsun, í þessa viku sem ég hef notað hreinsinn hef ég bara notað hann aftur. Hreinsað húðina s.s. tvisvar í röð með þessum sama hreinsi. Húðin verður silkimjúk áferðar og bara alveg svakalega mjúk. Bara í alvöru hún verður alveg silkimjúk!

Það er olían sem hefur svo svakalega góð áhrif á húðina, að mínu mati er þetta einn af þessum fullkomnu húðhreinsum fyrir þurra húð. Mér finnst hann meirað segja betri en venjulegir olíuhreinsar þar sem hann er svo mjúkur og þessi smyrsl áferð gerir hann svo mjúkan og nærandi fyrir húðina að það er alveg magnað að sjá. Ég er ekki viss um að þær sem eru með feita húð myndu fíla þennan hreinsi en ef þú ert með normal þurra húð þá er hann sannarlega eitthvað til að skoða.

Svo er hann sérstaklega góður til að nota um augun, þegar maður er með maskara sem er kannski smá harður eins og smitheldir maskarar og vatnsheldir og líka bara þegar maður er með mikla augnförðun með primer undir og að nota öll trikkin til að augnförðunin endist vel þá er stundum erfitt að ná öllu af. Með augun má ekki nudda þau of mikið þar sem húðin er svo viðkvæm. En með þessum hreinsi hefur það sannarlega ekki verið erfitt.

balmoil

Balm to Oil frá Biotherm er ein skemmtilegasta húðhreinsivara sem ég hef ég hef prófað í lengri tíma og ég gef henni mín bestu meðmæli! Ef ykkur vantar hreinsi inní ykkar rútínu – kíkið á þennan. Biotherm vörurnar fáið þið t.d. í Hagkaup, Lyfju og Lyf og Heilsu :)

Erna Hrund

Nærandi & græðandi í kuldanum

Ég Mæli MeðHúðSnyrtivörur

Vörurnar sem ég fjalla um hér hef ég ýmist keypt sjálf eða fengið sendar sem sýnishorn. Ég skrifa alltaf um allar vörur af einlægni og vil að lesendur geti treyst mínum orðum. 

Flestar fyrirspurnir sem ég fæ t.d. í gegnum Snapchat snúa að húðumhirðu. Ég hef tekið eftir mjög áberandi mynstri núna en það virðast margir vera að finna fyrir þessum mikla kulda í húðinni sinni. Veðurbreytingar sjást alltaf mjög greinilega á húðinni en einkennin eru yfirleitt yfirborðsþurrkur, tap á ljóma, gulir og gráir undirtónar og húðin missir dáldið líf ef svo má segja. Þessi einkenni eru algjörlega óháð húðgerðum og lýsa sér eins á milli allra þó undirliggjandi einkenni séu alltaf til staðar. Ég tek meirað segja eftir þessu í húð barnanna minna og ég vil endilega koma að nokkrum ráðum varðandi börnin hér að neðan.

En auðvitað er best að halda húðinni í sem bestu jafnvægi. Við verðum að hreinsa húðina vel og halda okkur dáldið við okkar rútínu en það er gott að bæta inní rútínuna okkar nokkrum extra næringarríkum vörum. Svo á þessi mikli þurrkur auðvitað bara ekki við andlitið heldur líka líkamann, hendur og auðvitað varir. Ég held að varirnar mínar skilji sig ábyggilega 3-4 sinnum á dag!

Hér langar mig að ráðleggja nokkrar vörur inní rútínuna ykkar, þær henta allar öllum húðgerðum og öllum aldri. Hér fyrir neðan fer ég yfir vörurnar, hvernig ég nota þær og hvað þær geta gert fyrir ykkar húð…
nærandikrem1. Rich Nourishing Lip Balm frá Blue Lagoon – Hér er sama virkni og í næringarríku kremunum frá Blue Lagoon hér eru það þörungarnir sem næra varirnar, færa þeim fyllingu og nauðsynlegan raka. Ég elska þennan líka svo svakalega af því það kemur svo fallegur ljómi á varirnar. Það er eins og fallegt gloss, kemur í túbu og maður ber það bara á varirnar með fingrunum og maður finnur fyrir virkninni. Þörungarnir örva collagen framleiðslu húðarinnar svo varirnar fá líka mjög fallega fyllingu.

2. Baby Lips Dr. Rescue frá Maybelline – Þetta er uppáhalds ódýri varasalvinn minn, hér er menthol sem djúpnærir varirnar og maður finnur hvernig það virkar. Ég er alltaf með þennan á mér og ég sé hvernig varirnar mínar lagast og verða fallegri og fallegri með hverri notkun. Ég vel þennan græna því ég vil hafa hann litlausan en hann er líka til bleikur og nude litaður.

3. Eight Hour Cream frá Elizabeth Arden – þær eru allar dásamlegar vörurnar á þessum lista en ef einhver er búin töframætti þá er það þetta krem. Það er mjög drúgt og mikið í sér og það er ofboðslega græðandi. Þetta eru kremið sem ég nota líka á strákana mína. Tinni Snær fær mjög sáran þurrk í húðina og sérstaklega í kringum varirnar, hann verður alveg eldrauður og kvartar undan óþægindum. Ég ákvað að byrja á því að prófa þetta krem, setti það að kvöldi til á hann og þegar hann vaknaði morguninn eftir var allt horfið. Ég prófaði svo aftur núna á laugardaginn því hann var aftur svo slæmur og ég horfði á kremið hjálpa húðinni að gróa og jafna sig það var frekar magnað. Ég sjálf elska að nota þetta krem á varirnar það nærir svakalega vel og róar húðina. Ég nota það á allt andlitið þegar ég á slæman dag og hún batnar hið snarasta. Svo hef ég líka átt næturkrem í þessari týpu og það er yndi. Þessu kremi gef ég mín allra bestu meðmæli!

4. Turnaround Revitalizing Treatment Oil frá Clinique – Áferðafalleg og létt olía úr Turnaround línunni frá Clinique sem hefur það að markmiði að koma húðinni í jafnvægi, hún snýr bara öllu við! Olían er mjög létt og ég myndi halda að hún væri ein af þessum allra þynnstu svo hún hentar eflaust þeim best sem eru óvanar olíum og hún hentar því einnig best að mínu mati til daglegrar notkunar. Húðin fær mikla fyllingu að innan og virkilega góða næringu. Hér væri gott að taka bara góðan kúr í nokkrar vikur og nota hana á hverju kvöldi jafnvel bara þar til hún klárast og slaka svo aðeins á og taka aftur þegar ykkur finnst húðin þurfa.

5. Nutri Gold Extraordinary Night Cream Mask frá L’Oreal – Það er nú ekki langt síðan ég sagði ykkur fyrst frá þessum maska. Hér er fyrsti maskinn frá L’Oreal kominn í sölu á Íslandi en það er sko ekki algengt að fá góðan ódýran maska hér á landi og þessi virkar svo sannarlega. Nutri Gold línan frá L’Oreal er olíulínan, hér eru olíuagnir sem fara djúpt inní húðina og gefa svakalega raka, næringu og færa húðinni mikinn og fallegan ljóma. Þegar ég er með þennan á mér þá vakna ég endurnærð og húðin er silkimjúk – hún er mýkri en bossinn á Tuma því get ég lofað! Hann er fyrst settur í þunnu lagi á húðina og nuddaður vel saman við hana næst er svo þykkt lag borið á og látið vera á húðinni í 10-15 mínútur og þurrkað af með rökum þvottapoka og vá húðin verður bara vá! Mér líður svo vel þegar ég hef notað þennan og hann er orðinn einn af mínum uppáhalds rakamöskum.

6. Nutri Gold Extraordinary Oil frá L’Oreal – Hér sjáið þið fyrstu olíuna sem ég byrjaði að nota að staðaldri og þá sem kom þessu mikla olíu æði af stað hjá mér. Ég elsa hve drjúg olían er og hvað hún færir mér mikla glóð og mikla og góða næringu. Olían hefur mikla græðandi eiginleika og róar húðina og sefar, þau gefa ofboðslega mikla næringu og mér finnst dásamlegt að setja nóg af henni á andlitið fyrir nóttina eftir að ég hef þrifið húðina vel og nota í staðin fyrir næturkrem. Munið að passa alltaf að setja nóg á andlit og háls!

7. Rich Nourishing Cream frá Blue Lagoon – Eitt allra vinsælasta kremið frá Blue Lagoon og það er ekki af ástæðulausu sem það er lofað hástert. Hér eru nærandi þörungar sem næra húðina alveg svakalega vel. Kremið fer vel inní húðina og hver sem er getur notað þetta krem. Hér er það collagen sem eykur þéttleika húðarinnar, gefur henni mikla fyllingu og slétt yfirborð. Húðin fær mikilvægan raka og fallega áferð. Ég myndi þó ráðleggja alltaf enn drjúgari vöru með þessu jafnvel olíu en þetta krem heldur húðinni í góðu jafnvægi og svo gefið þið henni næringarbúst með góðri olíu inná milli. Kremið myndi ég nota á morgnanna og olíu og næturkrem á kvöldin. Í þessi er líka dásamlegi kísillinn frá lóninu sem styrkir húðina og gerir hana því sterkari fyrir eiginleikum sem koma henni úr jafnvægi eins og kuldinn á til!

8. Arctic Face Oil frá Skyn Iceland fæst á nola.is – Hér er 99% Camelina olía en þessi olía er að verða sannkallað trend í húðumhirðu heiminum get ég sagt ykkur en ég sá hana fyrst í þessari dásamlega léttu olíu sem fæst HÉR. Camelina olían er unnin úr þykkni plötnu sem ber sama nafn. Plantan lifir í mjög óstöðugu umhverfi sem einkennist af miklum veðurbreytingum en samt heldur hún sér fullkomlega alltaf. Eiginleikar þessarar plötnu hafa verið fangaðir í olíunni. Hér er á ferðinni alveg dásamleg olía sem er svo gott að nota og eins og L’Oreal olíuna þá finnst mér mjög gott að bera vel af henni yfir allt andlit og háls fyrir nóttina. Ég gæti vel gert það á hverju kvöldi en ég nota olíur kannski 2-3 í viku en alltaf á kvöldin.

9. Moisture Surge Extended Thirst Relief frá Clinique – Klassískt græðandi rakakrem fyrir þurra húð. Það er létt í sér og alveg dásamlega græðandi, það róar húðina og gefur henni létta kuldatilfinningu sem hjálpa henni að slaka á. Kremið gefur húðinni samstundis rakamikla fyllingu og áferðin er draumi líkust en svona þannig að þið verðið að prófa til að sjá og upplifa.

10. Many Many Mani Intensive Hand Lotion frá essie – Það má ekki gleyma neinum svæðum húðarinnar ekki gleyma höndunum. Þetta er minn uppáhalds handáburður sem ég er með á náttborðinu og hann nærir hendurnar yfir nóttina. Mig klæjar mjög mikið í hendurnar, þær eru svo ofboðslega sárar og þurrar í þessum svakalega mikla kulda. Ég gæti bara hreinlega ekki lifað án góðs handáburðar, þeir eru margir til en þetta er minn og því er hann hér.

11. Triple Active Sensitive Skin frá L’Oreal – Hér er aftur komið krem sem er mjög drjúg í sér og mjög róandi og sefandi og það inniheldur Camelina olíu, það er það sem einkennir það allra helst. Kremið er mjög græðandi og ég nota það á morgnanna þegar húðin mín er sem allra verst. Þó það sé mjög feitt og þétt í sér þá fer það vel inní húðina og liggur ekki á yfirborði hennar og smitast í farðann eða svoleiðis. Ég held það sé vegna þess hve olían er létt hún fer svo vel inní húðina og nærir hana svo vel. Þetta krem gefur mér mjög góða tilfinningu og heldur rakanum inní húðinni allan daginn, það er svakalega góð ending á honum. Mig grunar þó að vegna þess hve mikið smyrsl það er þá eru ekki allar ykkar sem munu þola að bera það á húðina ykkur mun kannski finnast það of feitt svo farið þá frekar í léttari áferð eins og með Clinique kremið.

Mikið vona ég að þetta hjálpi mögulega einhverjum og ég tek alltaf fagnandi á móti öllum fyrirspurnum og reyni að svara eftir bestu getu :)

Erna Hrund

Fegurð fyrir allan aldur!

Ég Mæli MeðHúðLífið MittReykjavík Makeup Journal

Mig langaði að deila með ykkur einni af minni uppáhalds greinum sem ég skrifaði fyrir síðasta tölublað Reykjavík Makeup Journal. Það var alltaf planið hjá mér að deila með ykkur skemmtilegum greinum úr blaðinu og nú þegar blaðið er nánast alveg búið – til örfá eintök inní Hagkaup Holtagörðum – þá langar mig að fara að birta eitthvað af efninu fyrir ykkur.

Eins og þið sem hafið fylgst með mér og eigið eintak af blaðinu vitið þá var þemað húðin og húðumhirða. Ég er að reyna að gera mitt besta til að ná að gefa konum á öllum aldri góð ráð. Ég held ég hafi fundið mjög gott jafnvægi í þessu tölublaði og ég er mjög hreykin af því og þetta hvetur mig bara til að gera enn betur næst – en nú er ég einmitt að byrja á því næst og ég er svakalega spennt fyrir því!

En mig langaði að segja ykkur frá þessari tilteknu grein – Fegurð fyrir allan aldur – hver pælingin var og afhverju ég valdi hana til að vera með. Pælingin er alltaf að reyna að vísa konum í rétta átt með vali á vörum. Þegar ég var að byrja að vinna blaðið las ég grein í danska Costume og ég heillaðist svo ég sótti mér innblástur til hennar. Mér fannst mikilvægt að það væru tvenns konar leiðbeiningar fyrir konur til að finna sínar vörur – aldur og einkenni. Aldur er afstæður í svo mörgu og þar á meðal þegar kemur að húðumhirðu. Húðin er í misgóðu ástandi og aldur segir sjaldan til um það.

Svo hér ættuð þið að fá nokkrar góðar vísbendingar um góðar vörur sem henta ykkar húðgerð. Ekki einblína á aldurinn – lesið textann og metið vörurnar í samræmi við ykkar húð.

74 75 76 77 78

Fyrir ykkur sem hafið ekki enn kíkt á blaðið þá finnið þið það á heimasíðu Hagkaupa HÉR.

Ég ætla svo á næstunni að deila með ykkur fleirum af mínum uppáhalds greinum. Munið svo að láta mig vita ef það er eitthvað efni sem ykkur langar að sjá í næsta tölublaði Reykjavík Makeup Journal – ég tek hoppandi kát á móti öllum hugmyndum!

EH

Greinin sem þið sjáið hér fyrir ofan og vörurnar þar birtust í 4. tbl Reykjavík Makeup Journal. Blaðið er gefið út í samstarfi við Hagkaup, engar umfjallanir í blaðinu eru greiddar, allar vörur eru valdar inní blaðið af mikilli kostgæfni og í tengslum við efnið sjálft sem er ákvarðað af ritstjórn***

Spennandi nýjung frá Blue Lagoon!

Blue LagoonSnyrtivörur

Svo ég haldi nú áfram að minna á og dásama glæsilegt tölublað Nýs Lífs og RFF þá rakst ég þar á eina auglýsingu sem fékk mig til að skrækja smá eins og skólastelpa á One Direction tónleikum… En auglýsingin er tease fyrir nýjung í úrval hjá Blue Lagoon!

Merkið inniheldur margar af mínum uppáhalds húðvörum en ég gjörsamlega elska kísilmaskann og þörungamaskann og nota þá mjög reglulega en saman ná þeir að halda mér og húðinni í ótrúlega góðu jafnvægi. Ég var búin að heyra smá svona um nýjungina og þá á þann veg að hér væri vara sem myndi fullkomna heimadekrið – þið þekkið mig ég hata nú ekki svoleiðis vörur!

Auglýsingin er í sama stíl og nýleg herferð merkisins sem var einmitt kynnt fyrst á RFF í fyrra en ég fékk að vera viðstödd þegar myndirnar fyrir þá herferð voru teknar sem var virkilega skemmtilegt. Hér er það hin stórglæsilega og hæfileikaríka Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir sem situr fyrir….

BL_Lavascrub_Glamour_spread_OK

Ljósmyndari: Börkur Sigþórs
Förðun: Fríða María
Hár: Þórhildur Jóhannesdóttir
Fyrirsæta: Hrafnhilur Hómgeirsdóttir

Ég hef svona mínar hugmyndir og mínar grunsemdir um vöruna sem virðist samkvæmt þessu vera með matta og þétta áferð sem minnir helst á svona hraunaða áferð sem myndi nú hæfa vel þar sem lónið okkar fallega er umlukið hrauni. En hvort þetta er maski eða einvers konar hreinsir þá verður það að bíða betri tækifæris til uppljóstrunar….!

Ég iða alla vega af spenningi og get ekki beðið eftir að fá að vita meira um vöruna og segja ykkur betur frá henni.

EH

Nú styrkjum við ónæmiskerfið með snyrtivöru!

Ég Mæli MeðHúðNýtt í snyrtibuddunni minniShiseidoSnyrtivörur

Ég heillast svo af því þegar snyrtivörur koma með alveg byltingakenndar nýjungar á markaðinn og Shiseido er nú það merki sem hefur komið með þónokkrar þess háttar kynningar og verið leiðandi á sviði húðvörunýjunga svo árum skiptir. Þá verð ég nú að nefna:

Advanced Body Creator:
Eina kremið sem minnkaði sýnileika slitfaranna minna – þ.e. það dró úr roðanum. Ég testaði það þannig að ég bar það bara framan á magann en ekki hliðarnar – hliðarnar eru enn þann dag í dag rauðar (þau mun daufari en áður) en framan á maganum eru förin lítið sjáanleg. Hér er á ferðinni krem sem hefur stinnandi áhrif á húðina og eykur teygjanleika hennar á ný. Hér er líka verið að örva húðina og endurnýjun hennar með ilm – sem hefur mikil áhrif það get ég sagt ykkur. En þetta er sumsé fyrsta snyrtivaran sem hefur stinnandi áhrif á húðina með því að notast við kraft frá ilmum. Kremið kom fyrst á markaðinn árið 2002.

Tanning Compact Foundation:
Fyrsti púðurfarðinn sem innihélt sólarvörn kom frá Shiseido árið 1966! Hugsið ykkur að alveg síðan þá hafa Japanir sett það í forgang að verja húð sína gegn skaðsemi sólarinnar. Með þessari vöru var markmiðið að finna upp farða sem bráðnaði ekki og hreyfðist til í hitanum frá sólinni.

Bio Performance Advanced Super Revitalizing Cream:
Hyaluronic Acid er efni sem margar ykkar kannast eflaust við núna en þetta er án efa þessa stundina eitt vinsælasta innihaldsefni snyrtivara fyrir þroskaða húð. Hyaluronic sýran er efni sem mér finnst best að lýsa sem rakabombu efni sem mér finnst á margan hátt líkjast collageni að því leytinu til að það fyllir uppí fínar línur og annað en hyaluronic sýran er ennþá rakameiri einhvern vegin. Hún er svona fyllingarefni sem vinnur einhvern vegin inní húðinni, gefur ótrúlega góðan raka og fyllir uppí fínar línur og jafnar áferð húðarinnar á fallegan hátt. Árið 1984 uppgötvuðu vísindamenn hjá Shiseido þennan kraft Hyaluronic sýrunnar og árið 1988 kynnti merkið svo Bio-Performance kremið sem er fyrsta kremið sem kom á markaðinn þar sem settar voru fram niðurstöður úr rannsóknum sem sýndu fram á árangurinn sem næst með kreminu sem dregur óumdeilanlega úr öldrun húðarinnar. Síðan kremið kom fyrst á markaðinn hefur það hlotið 37 verðlaun. Ég hef sjálf notað þetta krem mikið og það einkenndi síðasta vetur hjá mér. Hyaluronic sýran finnst mér svo góð við þurru húðina mína sérstakelga í kuldanum.

Total Revitalizer fyrir herra:

Árið 2004 tileinkaði Shiseido karlmönnum krem sem er ætlað að styrkja húð karlmanna. Rannsóknir merkisins sýndu fram á það að húð karlmanna innihéldi mun meiri óhreinindi en húð kvenna. Kremið er því gert með það í huga að styrkja húðina þannig að hún myndi varnir sem hindra það að þessi óhreindi festi sig í húðinni. Kremið hefur róandi áhrif á húðina og nýtist einnig við ilmefni til að hafa áhrif á húðina eins og þeir gera með húðkreminu sem ég lista hér fyrir ofan.

Future Solution LX næturkrem:
Árið 2006 sneri Shiseido sér að prófteininu Serpin B3. Þetta er prótein sem meðal annars veldur ótímabærri öldrun húðarinnar af völdum útfjólubláum geislum húðarinnar og þurrknum sem getur aukist eftir því sem við verðum eldri. Shiseido þróaði virka efnið Skingenvell 1P sem dregur úr skaðsemi þessa próteins. Efnið kemur jafnvægi á rakastarfsemi húðarinnar og jafnar áferð hennar og dregur úr einkennum öldrunar og hægir á öldrunarferlinu. Árið 2009 kom svo ný vörulína á markaðinn með fjórum vörum sem innihalda þetta virka efni.

Árið 2014 beinir Shiseido spjótum sínum að ónæmiskerfinu…

shiseidoultimune3

Með tilkomu húðvörunýjungarinnar frá Shiseido fékk ég ótrúlega krúttlegt box með litlum prufum af þessum vörum sem ég tel hér upp fyrir ofan og lítilli ómerktri flösku af nýju vörunni. Ótrúlega skemmtileg leið til að kynna nýjungina – og frábært tækifæri til að minna á góðar vörur sem eru til fyrir.

shiseidoultimune2

Nýja byltingarkennda húðvaran sem styrkir ónæmiskerfið nefnist Ultimune…

shiseidoultimune

 

Ultimune Power Infusing Concentrate
Eins og ég tek fram hér fyrir ofan þá beinir merkið spjótum sínum að ónæmiskerfinu. Með Ultimune vilja þeir styrkja ónæmiskerfi húðarinnar okkar svo það sé sterkara fyrir alls kyns utanaðkomandi áhrifum sem geta haft áhrif á húðina okkar og heilsuna. Í húð okkar finnast frumur sem heita Langerhans – þær finnast eingöngu þar og þær spila stórthlutverk í ónæmiskerfi okkar. Frumurnar senda líkamanum skilaboð þegar að okkur steðjar hætta, þær eru með arma sem skynja hættu sem senda skilaboðin áfram svo ónæmiskerfi okkar geti brugðist við. Langerhan frumurnar geta einnig komið sjálfum sér til varnar t.d. þegar hætta vegna þurrks, stress eða sólargeislar sem geta eyðilagt þær ógna þeim. Ultimune er að örva starfsemi Langerhan frumnanna, laga þær ef þær hafa skemmst og styrkja þær enn frekar. Með því að styrkja þessar frumur komum við því til skila að húðin okkar mun tækla hættur eins og sýkingar, þurrk og ótímabær öldrunareinkenni. Ultimune er ekki hugsað sérstaklega fyrir eldri konur heldur bara konur á öllum aldi. En rannsóknir Shiseido sýna að Ultimune hentar öllum.

Mér finnst þetta sjúklega spennandi snyrtivara. Kremið er létt og gelkennt, það fer hratt inní húðina og skilur eftir ótrúlega falleg yfirborð. Ultimune er ný viðbót inní húðumhirðuna og á að nota á tandurhreina húð. Shiseido breytti þriggja þrepa kerfinu sínu þegar þeir fundu upp þessa snyrtivöru en nú er 1. þrepið húðhreinsun og rakavatn, 2. þrepið er Ultimune og 3. þrepið er svo rakinn eða serum eða það sem þið berið á húðina eftir hreinsunina.

Ég er búin að lesa mér endalaust til á þessari vöru og mér finnst vísindin á bakvið hana heillandi. Sheiseido er eitt af mínum uppáhalds húðvörmerkjum og eitt það besta sem þið fáið fyrir húðina ykkar. Eins og þið getið lesið um hér fyrir ofan þá er þetta merki sem hefur áður sent frá sér byltingakenndar nýjungar sem hafa haft mikil áhrif á snyrtivöruheiminn sem við þekkjum í dag. Ég hef bullandi trú á þessari vöru vegna sögu merkisins og þekkingar minnar á því – vegna þess að ég veit að þeir eru búnir að rannsaka þetta fram og til baka og vegna þess að þeir myndu aldrei senda frá sér vöru sem þeir væru ekki með á hreinu að myndi virka. Þið þekkið mig ég skrifa ekki um vörur nema ég hafi trú á þeim – ég hef óbilandi trú á Ultimune.

Ultimune er komið í verslanir og fæst t.d. í Hagkaup og Sigurboganum – en munið að Tax Free hófst í dag og endilega nýtið ykkur góða afsláttinn til að kaupa spennandi nýja snyrtivöru ;)

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

Húðhreinsun fyrir þá sem hafa lítinn tíma!

Ég Mæli MeðHúðNýtt í snyrtibuddunni minni

Nýju snyrtivöru ástirnar í lífinu mínu eru hreinsivötnin mín frá Embryolisse og L’Oreal. Þekktasta hreinsivatn í heiminum er frá merki sem heitir Bioderma og það fæst því miður ekki á Íslandi.

Bioderma hreinsivatnið er ómissandi í kitt margra af þekktustu förðunarfræðingum heims og hér á Íslandi. Hreinsivatnið er eftirsótt vegna þess að það er fullkomið til að hreinsa húðina á fljótlegan og einfaldan hátt. Ég hef sjálf ekki prófað Bioderma vatnið en ég er búin að vera að prófa hreinsivötnin frá bæði Embriolysse og L’Oreal og ég er ástfangin.

Ég hef ekkert alltaf tíma til að hreinsa húðina alveg í þaular kvölds og morgna en ég geri það þó samt oftast. Hreinsiklúta gríp ég sjaldan sem aldrei í því húðin mín þolir þá eiginlega ekki því margir þessara klúta þurrka svo upp húðina mína. Hreinsivatnið hefur því nýst mér vel þegar ég hef lítinn tíma til að hreinsa húðina og ég nota það lang oftast á morgnanna.

Það er mikilvægt að hreinsa húðina líka á morgnanna vegna þess að á nóttunni vinnur húðin okkar öðruvísi en þá nýtir hún tímann til að skila óhreindum sem liggja inní húðinni uppá yfirborðið og þau óhreinindi viljum við losna við sem fyrst. Af sömu ástæðu er mikilvægt að skipta reglulega um koddaver. Vegna þess er líka mjög mikilvægt að þrífa húðina á kvöldin svo húðin geti skilað þessum óheinindum en það getur hún auðvitað ekki þegar það er fullt af óhreindum á henni :)

hreinsivatn

 

Kostirnir við að nota hreinsivatn:

  • Fljótlegt, þið setjið bara smá vatn í bómulinn og strjúkið yfir húðina.
  • Hreinsar augun líka, þessi vötn taka líka maskara og gera það mjög vel, ég hef notað þessi til að þrífa maskara með extra góðri endingu og þeir renna af án þess að smita útfrá sér (ég hef ekki enn prófað hreinsana á vatnshelda maskara en mér finnst ólíklegt að það gangi).
  • Húðin fær frísklegt yfirbragð – eins og ég sé búin að skvetta á hana vænni gusu af vatni.

Ég nota bómullarhnoðra því mér finnst þeir miklu mýkri fyrir húðina heldur en bómullarskífur. Þrátt fyrir að hér sé um vökva að ræða þá endast hreinsarnir lengi, ég er varla hálfnuð með mína og ég hef átt þá í þónokkurn tíma. Það þarf alls ekki að nota mikið vatn í einu frekar bara bæta smá og smá við ef ykkur finnst þið vanta meira.

Ég hef ekkert endilega verið að nota andlitsvant með þessum en ég geri það þó stundum og sérstaklega ef ég er að nota það á kvöldin. En þar sem þetta er létt hreinsun og meira bara til að taka óhreinindi af yfirborði húðarinnar en ekki að hreinsa hana að innan þá er andlitsvatn kannski óþarfi. Hreinsivötnin ætti ekki að nota eingöngu heldur með dýpri hreinsun. Ég nota hreinsiburstann minn svona 4 sinnum í viku og þess á milli er ég með léttari hreinsun fyrir húðina til að erta hana ekki um of – þá nota ég m.a. annað hvort þessara. Þar sem vötnin eru svo létt þá ætti það að henta öllum húðgerðum – það finnst mér alla vega!

Eins og aðrar Embryolisse vörur fæst hreinsivatnið frá því merki HÉR en L’Oreal fæst á fjölmörgum stöðum eins og Hagkaup, Lyfju og Lyf og Heilsu.

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér  fékk ég send sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

p.s. þetta eru sérstök hreinsivötn – íslenskt vatn er ekki alveg það sama og ég mæli ekki með því að þið notið það til að hreinsa húðina ;)

Dekur á brúðkaupsdaginn

Bobbi BrownBrúðkaupHúðLífið MittMakeup ArtistNetverslanirShiseido

Ég hef fengið margar fyrirspurnir um hvernig ég hátta því þegar ég er bókuð í brúðarfarðanir, hvað það kostar og hvað er innifalið í verðinu. Stutta svarið er að það er bara allt sem er innifalið í verðinu. Mér finnst að brúðkaupsdagur hverrar konu eigi að snúast dáldið um hana – á daginn sjálfan fá konur oft dáldið spennufall en það er þó misjafnt hvort því fylgi stress, spenningur, bros eða nokkur tár. Ég hef því iðulega gert það að mínu markmiði að hjálpa konum að slaka á og njóta dagsins.

Fyrir þær sem eru í brúðkaupshugleiðingum langaði mig svona aðeins að nýta tækifærið og segja frá vinnuferlinu mínu í brúðarförðunum. Að sjálfsögðu byrjum við á upphafinu en það er húðin. Undirstaða fallegrar förðunar er heilbrigð og vel nærð húð.

brúðarhúð

Hér sjáið þið svo grunnvörurnar sem mér finnst fullkomna yfirborð og áferð húðarinnar áður en ég byrja förðunina. Þetta eru svona þessar vörur sem eftir smá tilraunarstarfsemi bæði á sjálfri mér og í prufuförðunum hafa verið að koma best út – hér er um að ræða vörur sem eru hugsaðar að henti sem flestum húðtýpum.

Shiseido Benefiance Express Smoothing Eye Mask Bio-Performance Super Corrective Serum (prufa) Bobbi Brown Hydrating Face Cream
Bobbi Brown Hydrating Eye Cream Embryolisse Lait-Crème Concentré.

brúðarhúð4

Ein sem er í sama bransa og ég – brúðarförðunum – gaf mér tips um að bjóða brúðum uppá kælandi augnpúða. Þeir draga úr þrota og vekja um leið húðina í kringum augun svo hún verður áferðafallegri og ásýnd augnanna frísklegri. Ég er bæði hrifin af þessum púðum frá Shiseido en eins líka púðunum frá Skyn Iceland sem fást á nola.is – HÉR – ég átti bara enga í skúffunum hjá mér til að taka mynd. Ég sjálf nota svona púða mikið og ef ég hef tíma á morgnanna er ekkert sem vekur mig betur en kælandi augnpúðar.

brúðarhúð3

Shiseido serumið er því miður ekki alveg í fókus en hér er um að ræða litla prufu sem ég fékk en varan lítur ekki svona út í raun. Serumið prófaði ég á sjálfri mér og ég varð ástfangin af áferðinni sem það gaf húðinni. Húðin varð svo þétt og falleg um leið og ég bar það yfir hana. Mér fannst eins og hún væri mjög rakafull og vel nærð og miklu áferðafallegri og sléttari. Serumið varð þar af leiðandi strax eitt af mínum uppáhalds og eiginlega bara uppáhalds uppáhalds! Serum er gott að nota á undan rakakremi þar sem það fer lengra inní húðina en kremin og vinnur uppað yfirborði húðarinnar og kemur því með virkni á móti kremum.

Nýjasta merkið sem ég er skotin í er Embryolisse. Hér sjáið þið eitt stykki beisik rakakrem sem er alveg dásamlegt og svo létt og fallegt. Þetta krem er svo fallegt undir alla farða og það án efa fullkomnar allar farðanir. Embryolisse er merki sem allir förðunarfræðingar dásama og nota mikið. Þar held ég að styrkur merkisins sem er einfaldleikinn og engin flókin loforð spili stórt hlutverk – að sjálfsögðu líka áferðin sem kremið gefur. Ég hlakka til að prófa fleiri vörur frá merkinu mig dauðlangar eiginlega bara í allt. Þetta krem er blanda af virkum náttúrulegum innihaldsefnum með þekkta virkni, ríkt af fitusýrum og vítamínum. Vörurnar frá Embryolisse fást á nola.is – sem er vefverslun sem er alveg að slá í gegn alla vega hjá mér :D

brúðarhúð2

Kosturinn við Bobbi Brown kremin – hér sjáið þið rakakrem fyrir andlitið og rakakrem fyrir augun – er ekki bara sá að þetta eru ábyggilega einar fallegustu húðvöruumbúðir sem fást á Íslandi (elska einfaldleikann við þær) heldur fara þær fljótt inní húðina og gefa henni samstundis raka. Í brúðarförðunum dugir ekki að vera með mjög þykk og virk krem því þau geta setið lengi á yfirborði húðarinnar og ef þau fá ekki góðan tíma til að fara inní hana geta kremin smitast við farðann og hann þar af leiðandi orðið kannski ekki alveg eins og hann á að vera.

Bobbi Brown kremin eru létt rakakrem sem eru ekki þykk en alls ekki þunn, mér hefur fundist þau koma mjög vel út á langflestum brúðum. Auðvitað aðlaga ég þó kremavalið að hverri konu og ef ég er til dæmis með brúði sem er með olíumikla húð þá vel ég frekar krem sem er hugsað til að draga úr þessari olíustarfsemi. Ég reyni líka þegar ég fæ konur í prufuförðun að gefa þeim tips ef þær biðja um það um hvernig húðvörur þær eigi að nota til að húðin fái að njóta sín sem best á stóra daginn.

Mér finnst fátt skemmtilegra en að taka að mér brúðarfarðanir og mér finnst eiginlega bara sumarið í ár vera sérstaklega skemmtilegt vegna allra brúðarfarðananna sem hafa einkennt það. Það er mikill heiður að fá að taka þátt í þessum stóra degi með konum sem eiga allar skilið að eiga áhyggjulausan og dásamlegan dag. Svo þykir mér ekkert skemmtilegra en að fá fallega kveðju frá brúðum að deginum loknum það segir mér að ég sé að gera eitthvað rétt. Ef þið hafið viljið vita meira eða panta prufu/brúðarförðun hafið þá endilega samband á ernahrund(hjá)trendnet.is – ég svara öllum spurningum með glöðu geði en ég mun líka skrifa meira á næstunni um það hvernig ég hátta brúðarförðunum sem ég tek að mér.

EH

Vörurnar sem ég skrifa hér um fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.