fbpx

OKKAR UPPÁHALDS RAKAMASKAR

HÚÐUMHIRÐAMUST HAVE

Það er mikilvægt að gefa húðinni góðan raka. Ein leið til að fylla húðina af raka er að nota rakamaska reglulega. Við tókum saman nokkra rakamaska sem henta vel fyrir allar húðtýpur og þá sérstaklega húð sem vantar auka raka boost. Fyrir aukinn raka mælum við með því að blanda nokkrum dropum af ykkar uppáhalds andlitsolíu við maskann.

BIOEFFECT – HYDROGEN MASK

Sheet maski sem endurnýjar húðina og gefur henni djúpan raka. Hann er hannaður til þess að hámarka virkni EGF-sins í Bioeffect seruminu og mælum við því með því að setja serumið á húðina áður en maskinn er settur á. Gott er að taka það sem er aukalega í maskagrímunni og nudda á háls og bringu.

ORIGINS- DRINK UP INTENSIVE

Þessi maski er gerður til að sofa með. Á meðan þú sefur, dælir maskinn raka inn í húðina. Það er í uppáhaldi hjá okkur að setja 2-3 dropa af olíu á andlitið meðferðis maskanum. Maskinn inniheldur meðal annars Avocado sem inniheldur góða fitu og veitir húðinni góða næringu.

PETER THOMAS ROTH- WATER DRENCH

Inniheldur meðal annars hyaluronic sýru og ceramide sem gefa húðinni raka og læsa hann inni! Þessi maski er einstaklega skemmtilegur þar sem hann freyðir á húðinni.

 

SUMMER FRIDAYS- JET LAG MASK

Maski sem róar húðina og gefur henni raka. Það sem heillaði okkur mest við þennan maska er að það má nota hann undir og ofan á augnsvæðið! Meðal stjarna sem elska þennan maska eru Kim Kardashian West og Jessica Alba, ef hann er nógu góður fyrir þær, þá er hann nógu góður fyrir okkur!

GLOW RECIPE – AVOCADO MELT SLEEPING MASK

Gefur húðinni næringu, róar hana og stjórnar bólumyndum. Maskinn inniheldur meðal annars retinol sem hjálpar til við að vinna á hrukkum, jafnar húðlit og lætur húðina endurnýja sig hraðar.

DR. JART + SHAKE & SHOT RUBBER HYDRO MASK

Korean Skincare, þurfum við að segja meira? Gúmmíkennd gríma sem þú blandar sjálf/ur, þessi maski er ótrúlega skemmtilegur og gefur húðinni djúpan raka. Mælum með fyrir öll maskakvöld með vinunum & vinkonunum.

Góða helgi!

________
Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com

Innlit með HI beauty - KARIN KRISTJANA

Skrifa Innlegg