Á ÓSKALISTANUM:

ÓSKALISTISNYRTIVÖRUR

Gleðilegan mánudag og áfram Ísland xx

Það er mikill mánudagur í mér í dag og er því tilvalið að gera eitt stykki óskalista og láta sig dreyma. Hér eru nokkrar vörur sem eru á óskalistanum mínum og flestar af þeim eru nýlegar á snyrtivörumarkaðinum.

L’ORÉAL – PURE CLAY BRIGHT MASK

Þetta er nýr maski frá L’oréal en þessi maski á birta, jafna út og gefa húðinni ljóma.. þetta hljómar alltof vel fyrir þreytta vetrar húð. Ég elska hina maskana frá L’oréal þannig ég er mjög spennt fyrir þessum.

L’ORÉAL – PURE CLAY BLEMISH RESCUE MASK

Þetta er líka nýr maski frá L’oréal en hann gerir eiginlega andstæðuna við gula maskann. Þessi maski á að hreinsa húðina mjög vel og hreinsa úr svitaholum. Ég hugsa að þessi og guli maskinn sé góð tvenna eða nota þá á sama tíma, sem sagt setja bláa á T-svæðið og gula á kinnarnar.

 

REAL TECHNIQUES – MIRACLE CLEANSING SPONGE

 

Ég er mjög hrifin af öllu sem við kemur því að hreinsa húðina og þessu er ég mjög spennt fyrir. Þetta er nýr svampur frá Real Techniques og er þetta svampur til þess að hreinsa húðina. Ég held að þetta sé æðisleg viðbót inn í húðrútínuna og sniðugt fyrir þá sem eiga kannski ekki hreinsibursta eða vilja prófa eitthvað nýtt.

 

 

BECCA FIRST LIGHT PRIMING FILTER

 

 

Ég er ekki mikið fyrir primer-a en ég er mjög spennt fyrir þessum því hann gerir allt sem ég vill að primer geri. Þessi primer á að birta til, gefa raka og skilja húðina eftir ljómandi og ferska. Becca er líka á leiðinni til Íslands en þið getið séð allt um það hér.

 

 

URBAN DECAY – 24/7 GLIDE-ON EYE PENCIL Í LITNUM SMOG

 

Ég elska augnblýantana frá Urban Decay, þeir eru silkimjúkir og haldast á mjög lengi. Mig langar að eignast einn brúnan með smá “shimmer” sem hægt er að nota dagsdaglega eða til þess að gera smokey.

 

FENTY BEAUTY PRO FILT’R FOUNDATION

Það er örugglega ekki búið að fara framhjá neinum sem fylgjast mikið með förðunarvörum að Rihanna var að gefa út snyrtivörulínu. Ég er búin að heyra mjög góða hluti um þennan farða og eiginlega alla línuna sjálfa. Þetta er mattur farði, á að haldast á allan daginn, olíufrír og á ekki að setjast í svitaholur heldur verður húðin óaðfinnanleg. Ég er mjög spennt fyrir þessum farða og sjá hvort hann uppfyllir allt þetta að ofantöldu. Rihanna á líka stórt hrós skilið en hún gaf út 40 liti, þannig það ættu allir að geta fundið sinn rétta lit.

 

FENTY BEAUTY – KILLAWATT HIGHLIGHTER Í LITNUM LIGHTING DUST/CRYSTAL

 

Rihanna gaf einnig út nokkra highlighter-a og aðsjálfsögðu er ég mjög spennt fyrir því. Þessi highlighter er tvískiptur en örðu megin er látlaus highlighter og hinum megin er highlighter-inn meira áberandi. Það er hægt að nota þá báða saman eða í sitthvoru lagi. Ég held að þetta sé snilld fyrir þá sem vilja eiga bara eina vöru og hægt að nota látlausa dagsdaglega og hinn á kvöldin, skemmtileg hönnun.

 

MILK MAKEUP – BLUR STICK

Þetta er mjög vinsæl vara frá Milk Makeup en þetta er primer stykki og þú einfaldlega rennir þessu yfir andlitið áður en þú setur á þig farða. Þetta á ekki að stífla svitaholur, leyfir húðinni þinni að anda og gerir yfirborð húðarinnar fallegt. Mér finnst þetta hljóma ótrúlega vel en ég er mjög hrifin af vörunum frá Milk Makeup og alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt.

 

GLAMGLOW VOLCASMIC MATTE GLOW MOISTURIZER

Þið vitið eflaust hvað ég elska GlamGlow Glow Starter en það er ótrúlega fallegt ljómakrem sem gott er að setja á húðina áður en maður setur farða. Þetta er andstæðan við það en þetta er matt ljóma krem og að matta húðina en gefa því samt ljóma án þess að vera glansandi. Ég held að þetta sé fullkomið fyrir þá sem eru með olíumikla húð eða setja þetta krem á sig ef maður er til dæmis að fara á árshátíð eða í brúðkaup. Ég er spennt fyrir þessu!

 

URBAN DECAY – EYESHADOW Í LITNUM BAKED

 

 

Síðan en alls ekki síst er það þessi gullfallegi augnskuggi frá Urban Decay. Ein af mínum bestu vinkonum átti afmæli um daginn og ég gaf henni þennan augnskugga í afmælisgjöf, hún var svo ánægð með hann að hún setti hann strax á sig um kvöldið og vá hvað hann er fallegur. Hún setti hann yfir allt augnlokið og blandaði honum síðan út, ótrúlega einfalt og flott.

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 


*Færslan er ekki kostuð en inniheldur affiliate links

MASKA DETOX EFTIR HELGINA

DEKURHreinsivörurHÚÐRÚTÍNAMASKAR

Jæja núna eru eflaust margir þreyttir og eru að hafa það kósý heima eftir góða helgi. Ég var að vinna hluta af helginni og skemmti mér síðan með uppáhalds fólkinu mínu restinni af helginni. Ég finn það eftir svona helgar að húðinni vantar smá dekur og góða hreinsun. Ég ætla sýna ykkur hreinsirútínuna sem ég notaði í dag.

*Vörurnar fékk greinahöfundur að gjöf

 

VITAMIN C GLOW-REVEALING LIQUID PEEL – THE BODY SHOP

Ég er mjög dugleg við að setja á mig maska og þá sérstaklega eftir svona helgar. Ég byrja á því að hreinsa húðina vel og í dag notaði ég Vitamin C Glow-Revealing liquid peel frá The Body Shop en þetta er hreinsir sem losar mann við mengun eða óhreinidi sem gætu verið á húðinni eftir daginn. Þetta tekur í burtu þreytu og gefur húðinni fallegan ljóma. Það er 60 sinnum meiri vítamín C styrkur í þessari vöru en í appelsínu. Þetta er æðisleg vara og á sérstaklega við núna eftir fjörið um helgina.

Chinese Ginseng & Rice Clarifying Polishing Mask

Þetta er einn af mínum uppáhalds möskum og finnst mér best að nota hann þegar ég finn hvað húðin er þreytt. Hann er ótrúlega frískandi fyrir húðina, hreinsandi og dregur úr þreytu. Síðan er maskinn með litlum kornum í sem hreinsa í burtu allar dauðar húðfrumur og skilja húðina eftir ótrúlega mjúka.

Í þessum maska er:

  • Ginseng extract frá Kína, sem þekkt er fyrir að móta húðina og gefa henni aukna orku
  • Rice extract frá Kína, sem er þekkt fyrir að gera húðina bjartari og gefa henni raka
  • Community Trade lífræn sesam olía frá Nicaragua, sem er þekkt fyrir að mýkja húðina

DEEP NOURISHING MASK – THE BODY SHOP

 

Þessi maski er ótrúlega nærandi og rakagefandi fyrir húðina. Hann á einnig að róa húðina og betrum bæta áferð húðarinnar. Þessi maski er einstaklega góður fyrir þurra húð og húð sem þarf næringu. Þetta er því fullkomið eftir langa helgi og notaði ég þennan eftir hinn maskan.

Í þessum maska er:

  • Community Trade Pure Honey frá Eþópíu, sem er ótrúlega nærandi og rakagefandi fyrir húðina
  • Community Trade Marula Oil frá Namibíu, létt olía sem er þekkt fyrir að bæta og viðhalda rakanum í húðinni
  • Community Trade lífræn ólífuolía frá Ítalíu, sem er rík af Omega 9 sem hjálpar til við að gefa húðinni aukna orku og koma í veg fyrir þurrkur

 

Allir að setja á sig maska, slaka og þá vakna allir ferskir á morgun!

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

SEPHORA HAUL

HreinsivörurMASKARSNYRTIVÖRUR

Mig langaði að sýna ykkur nokkra hluti sem ég keypti um daginn í Sephora. Fyrir ykkur sem vitið það ekki en þá er Sephora stór snyrtivöruverslun eða verslunarkeðja og þar fást allskonar snyrtivörur. Þetta er því algjör draumur fyrir mig! Mér finnst ótrúlega gaman að prófa nýjar snyrtivörur og þá sérstaklega frá merkjum sem ég hef kannski aldrei prófað eða heyrt um áður.

Ég ætla sýna ykkur vörurnar sem fengu að koma með mér heim..

 

1. CHARCOAL MAKEUP MELTER – BOSCIA

Þetta er einsog nafnið gefur til kynna, kola hreinsir sem tekur í burtu farða og augnförðun. Þetta er silkimjúlkt, minnir á kókosolíu en þegar maður nuddar þessu í andlitið þá bráðnar allt og síðan tekur maður allt af með þvottapoka. Þetta er fullkomið fyrir skref eitt í húðhreinsuninni og mæli með þessu 100%.

 

2. ALEXANDER – TOM FORD

Ég verð auðvitað alltaf að kaupa mér “nude” varalit þegar ég versla mér snyrtivörur en þessi heillaði mig alveg. Þetta er ótrúlega fallega nude litur og ekki skemmir fyrir hvað umbúðirnar eru fallegar.  Það eru samt eiginlega tvær ástæður afhverju ég keypti þennan varalit, númer eitt útaf því hann er fallegur og númer tvö er vegna þess að bróðir minn heitir Alexander. Þannig ég “varð” bara að kaupa hann.

 

3. MATTE BRONZER – MILK MAKEUP

Okei þessi krem bronzer eru ein bestu kaup sem ég hef gert. Það er ótrúlega auðvelt að blanda honum út, fallegur á húðinni og auðveldur í notkun. Ég ætla kláralega að kaupa mér þessa vöru aftur og mig langar að kynnast vörunum frá Milk Makeup betur. Þannig ef þið mælið með eitthverri vöru frá Milk Makeup þá megiði endilega skilja eftir athugasemd xx

4. LIP INJECTION – TOO FACED

Ég tók þessa vöru bara með í gamni en hún var hjá afgreiðslukassanum á leiðinni út (besta sölutrixið). Þetta á að gera varirnar aðeins þrýstnari eða gefa þeim meira “plump” og þetta virkar. Mér finnst æðislegt að nota þetta áður en ég set á mig varalit en mér finnst þetta gera varirnar heilbrigðari og ferskari.

 

5. MARINE BOOSTING MIST – TARTE

Mér finnst alltaf gaman að prófa ný rakasprey en ég nota rakasprey alltaf í gegnum alla förðunina mína. Þetta er mjög gott og æðisleg lykt af þessu. Þetta blandar öllu betur saman og gefur fallegan ljóma.

 

6. RUBBER MASK BRIGHT LOVER – DR. JART+

 

 

Þetta er gúmmí maski frá Dr. Jart+ en ég er búin að heyra góða hluti um það húðvörumerki. Maskinn er ótrúlega skemmtilegur og kemur í tvennulagi en maður setur fyrst krem undir sem fylgir með og síðan gúmmí yfir. Ég sá strax mun eftir að ég notaði hann og ekki skemmir fyrir hvað þetta er fyndið, gott fyrir andlegu hliðina.

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

 

Multimasking með Blue Lagoon

Blue LagoonÉg Mæli MeðHúðJól 2015JólagjafahugmyndirLífið Mitt

Ég ákvað að hafa þemadag á snappinu mínu í gær (ernahrundrfj) en dagurinn einkenndist af dásamlegu vörunum frá Blue Lagoon og dekri í boði þeirra. Ég fór yfir uppáhalds vörurnar mínar, hvernig ég notaði þær og svo sýndi ég hvernig ég notaði uppáhalds maskana mína tvo – á sama tíma. Fyrir svona ofuruppteknar konur eins og mig sem multitaska eins og þær eigi lífið að leysa þá var það stórkostleg uppgötvun þegar ég komst að því að ég gæti notað fleiri en einn maska á sama tíma. En þetta kallast multimasking og er eitthvað sem ég kynntist einmitt fyrir ekki svo löngu þegar ég fór í boð hjá Bláa Lóninu í Bláa Lóninu.

Stundum er maður nefninlega ekki alveg í þörf á því að nota hreinsimaska á allt andlitið stundum þarf maður bara að djúphreinsa ákveðin svæði. Stundum þurfa einhver svæði húðarinnar meiri raka en önnur og þá getur maður slegið tvær flugur í einu höggi og sett upp tvo maska í einu!

multimasking3

Í gær setti ég upp dásamlega kísilmaskann og þörungamaskann frá Blue Lagoon – báðir í einu, báðir eru í mjög miklu uppáhaldi hja mér.

multimasking5

Hér sjáið þið hvernig þeir líta út. Kísilmaskinn er djúphreinsandi, nærandi og hefur sléttandi áhrif á húðina. Mér finnst hann kæla húðina líka á ákveðin hátt og ég er alltaf endurnærð og tandurhrein eftir að ég nota hann. Þörungamaskinn eða algae maskinn er hér í nýjum umbúðum sem koma í sölu á næsta ári. Hér er hann kominn ú túbu sem mér finnst alveg frábært en hann var í krukku áður. Maskinn inniheldur þörunga sem hafa græðandi og nærandi áhrif á húðina. Fyrir mér er þetta algjört orkubúst fyrir húðina – ég veit ekki hvar húðin mín væri án þessa dásamlegu vara.

multimasking2

Kísilmaskann set ég á T svæðið og aðeins lengra, ég setti hann líka í kringum munninn og á hökuna, ég fæ nefninlega helst óhreinindi og bólur þarna í kring. Svo setti ég þörungamaskann á kinnarnar þar sem ég fæ oft yfirborðsþurrk þar.

multimasking4

Blue Lagoon vörurnar eru alveg yndislegar og tilvaldar í jólapakkann svona ef ykkur vantar einhverjar hugmyndir. Ég fékk auk þess svona fínan þvottapoka með ekki séns ég myndi hreinsa Blue Lagoon maskana með neinu öðru en þvottapoka frá sama merki – híhí ;)

Ég mæli algjörlega með því næst þegar þið ætlið að setja upp maska að prófa að nota fleiri í einu ef þið hafið takmarkaðan tíma. Þetta virkar með hvaða möskum sem er en hafið í huga að nota þá í takt við það sem hún þarf, nærið þar sem er þurrkur og hreinsið þar sem eru óhreinindi.

Hrein húð fyrir jólin!

Erna Hrund

p.s. nú vil ég sjá fullt af myndum merktum #trendnet og #multimasking á Instagram! ;)

Grímumaskar sem fá húðina til að ljóma!

Ég Mæli MeðHúðNetverslanir

Maskana sem ég skrifa hér um keypti ég alla sjálf nema einn þeirra, hann er sérstaklega merktur þannig í færslunni. Ég skrifa alltaf hreinskilningslega um allar vörur sem ég prófa því ég vil að þið getið treyst mér og mínum orðum.

Ég er gjörsamlega maska sjúk ég elska að prófa maska og ég nota óhóflegt magn af möskum og ég á óhóflegt magn af möskum. Ég er í alvörunni þessi týpa sem er í stuði fyrir ákveðna maska þennan daginn og svo ekki þann næsta og þá er nú algjört lykilatriði að eiga nóg af þeim til skiptanna. Ég sé mikinn mun á húðinni minni í takt við þann maska sem ég nota og það besta sem ég veit þegar húðin mín þar smá yfirhalningu er að nota maska sem hæfir því sem húðin þarf.

Eftir löng og leiðinleg veikindi finnst mér ég aldrei verða frísk fyr en eftir að ég hef notað djúphreinsimaska og svo rakamaska. Húðin verður svo þrútin og leiðileg eftir veikindi, grár undirtónn, yfirborðsþurrkur og stíflaðar svitaholur – voða girnilegt… Í kvöld á ég einmitt stefnumót við einn af nýju möskunum frá Karuna, nýju grímu möskunum hjá nola.is en ég fór hamförum um daginn þegar merkið kom til hennar Karinar og ég keypti mér fjölmarga til að prófa!

karuna

Hér sjáið þið maskana sem ég keypti mér sjálf, Anti Oxidant Face Mask, Clarifying Face Mask, Age Defying Face Mask og Brightening Face Mask allir maskarnir fást HÉR.

Reyndar er Age Defying maskinn partur af jólagjöf fyrir eina sem ég ætla þó ekki að segja hver er því hún les síðuna mína og hún dýrkar svona dekur svo ég veit hún á eftir að falla fyrir þessum maska. Svo er ég sjálf að velja á milli anoxunarmaskans og hreinsimaskans vonandi næ ég að velja fyrir kvöldið. Birghtening maskann er ég spenntust fyrir að prófa en ég tými ekki að prófa hann finnst hann svo fallegur ;)

Svo er einmitt tilvalið að kaupa sett af þremur möskum og lauma svo einum í jólapakkann hjá einhverjum sem á skilið smá dekur…

En maskann sem ég er búin að prófa hann sjáið þið hér fyrir neðan…

karuna2

Hydrating Face Mask er reyndar uppseldur í augnablikinu en væntanlegur aftur seinna.

Maskinn er stútfullur af næringarríkum efnum, það sem á oft við þessa gríu maska er að þeir þorna mjög hratt. Þið sem fylgdust með því þegar ég prófaði maskann á snappinu hjá mér (ernahrundrfj) sáuð að hann var alveg löðrandi allan tímann þó svo ég hefði verið með hann á mér í yfir 20 mínútur. Ég slakaði svo vel á með maskann á mér og fann hvernig hann fyllti húðina mína af raka, hann róaði hana og kældi svo ég náði í alvörunni bara að slappa af. En þegar maður er með svona dekurmaska þá er best að reyna að hafa rólegt í kringum sig og njóta þess að dekra við húðina, þannig nær maskinn að næra húðina vel.

Á umbúðunum stendur að rakastig húðarinnar verður alltað 40% betra eftir eina notkun og ég ætla að taka undir það því húðin mín fylltist af dásamlegum raka. Morguninn eftir var húðin mín svo ljómandi falleg og ég sá mikinn mun sjálf með mínum eigin augum. Ég vaknaði bara fersk og alsæl eftir dekur kvöldið áður.

Screen Shot 2015-12-17 at 12.33.13 AM

Annar kostur sem ég vil nefna við þennan maska sem á ekki við um marga svona grímumaska er að það er hægt að aðlaga grímuna að þínu andlitsfalli. Venjulega er bara svona staðlað form á grímunni og hún passar einhvern vegin ekki á mann, munnurinn er allt annars staðar og augun bara á kolröngum stað. En hér er búið að klippa svona inní grímuna svo það er hægt að færa hana til svo hún smellpassar á andlitið.

Eftir að ég notaði maskann strauk ég grímunni svo yfir allan líkamann, hendur og fætur til að ná að nýta öll dásamlegu efnin í grímunni… Vá þetta var dásamlegt!

Hvernig væri að ná jólastressinu úr húðinni með einu dásamlegu dekurkvöldi með nærandi andlitsmaska – ég mæli með Karuna möskunum í verkið og þeir eru á mjög góðu verði, eiginlega hættulegu þess vegna keypti ég fjóra í viðbót.

Erna Hrund

Húðin er klár fyrir RFF!

Blue LagoonHúðLífið MittRFFSnyrtibuddan mín

Ómissandi partur af mínum undirbúningi fyrir RFF hefur síðustu ár verið dekur fyrir húðina. Á hátíðinni er mikið stress, fjör og læti en alveg ótrúlega gaman. Mér þykir því mikilvægt að ná húðinni í smá ró og dekur fyrir fjörið svo hún sé í góðu jafnvægi. Húð bregst almennt mjög illa við stressi sem getur einnig verið áhrifavaldur í því að flýta fyrir öldrun húðarinnar og ég vil það nú svona helst ekki… ;)

Mínar allra uppáhalds dekurvörur eru þá yfirleitt teknar fram og eins og áður valda þær engum vonbriðgum.

dekur2

Ég byrja yfirleitt alltaf á því þegar ég er að dekra við húðina mína að djúphreinsa hana með kísilmaskanum. Þetta er einn sá skemmtilegast maski sem ég hef nokkru sinni notað og mér finnst helst skemmtilegast að fylgjast með honum breytast og sjá hvernig húðin mín verður og hvernig áferðin á maskanum breytist eftir því hvernig ég hef dreift úr honum. Maskinn er dásamlegur og hann dregur upp óhreinindi úr húðinni sem ég vil ekkert hafa. Þetta er djúphreinsandi maski sem hreinsar samt á svo léttan og þægilegan máta!

dekur

Hér er það svo græni og stórkostlegi þörungamaskarinn. Máttur Bláa Lóns þörunganna er ólíkur öllum öðrum. Maskinn er einstaklega næringarríkur og græðandi – mér líður eins og húðin mín fái kraftmikið orkubúst eftir að ég nota þennan. Þessi gefur húðinni rakamikla fyllingu að innan svo hann er mjög sterkur þegar kemur að því að draga úr einkennum öldrunar í húðinni. Formúla maskans er græn en mér finnst það sjást voða lítið þó ég sé með svona græna slikju yfir húðinni – það sem ég sé mest er hvernig gærni liturinn dregur úr roðanum mínum :D

heimadekur

Þessir tveir maskar eru mínir allra uppáhalds og ég gríp yfirleitt í þá þegar ég þarf á smá dekri og slökun að halda… Ég mæli eindregið með þessum en þeir henta öllum húðtýpum og öllum aldri. Ef þið hafið ekki prófað þá þá eruð þið að missa af miklu og ég mæli með heimsókn í Blue Lagoon búðina á Laugaveginum til að skoða vörurnar betur – ef þið farið þangað splæsið þá líka í varasalvann hann er æði!!

Næst á dagskrá er svo Hildur Yeoman – get ekki beðið!

EH

Dekurkvöld

Ég Mæli MeðElizabeth ArdenEstée LauderGuerlainHúðMACNip+FabNýtt í snyrtibuddunni minni

 

Í kvöld heldur auglýsingastofan sem ég vinn hjá uppá 10 ára afmælið sitt. Ég byrjaði að vinna á Jónsson & Lemacks fyrir 4 árum síðan – starfaði sem móttökustjóri í 3 ár, fór í fæðingarorlof og sneri aftur í nýtt starf sem snýr að auglýsingum í samfélagsmiðlum. Þetta er klárlega flottasta auglýsingastofa landsins og með skemmtilegasta fólkinu!

Húðin mín er búin að vera í miklu veseni síðustu vikur vegna of mikils stress og álags en það er eflaust eitthvað sem fylgir þessu útgáfuveseni mínu. Ég ákvað því að taka smá dekurkvöld í gær svo húðin mín væri uppá sitt besta í kvöld. Hér sjáið þið vörurnar sem ég notaði og fyrir neðan röðina sem ég notaði þær í:dekur

1. Nip+Fab – djúphreinsir, ótrúlega mjúkur og góður hreinsir sem er samt ekki skrúbbur þannig það er mjög þæginlegt að nudda honum saman við húðina. Ég tók minn tíma í að nudda honum vel inní húðina og hreinsaði síðan með rökum þvottapoka. Það er ofboðslega góð og frískandi piparmyntulykt af hreinsinum.
2. Nærð frá Sóley Organics – uppáhalds rakavatnið mig spreyja því bara létt yfir húðina eftir að ég er búin að hreinsa hana. Ég er ótrúlega skotin í vörunum frá Sóley – mæli hiklaust með þeim!
3. Elizabeth Arden rakamaski – ég elska maska og ég er mjög hrifin af Elizabeth Arden snyrtivörunum, þessi er frekar stífur en ég kann vel að meta það hann gefur mér líka svo mikinn raka. Ég var að fá BB kremið frá merkinu og hlakka til að prófa.
4. MAC Lightful Softening Lotion – þetta bar ég á húðina með bómul. Það nærir húðina, mýkir hana og gefur henni meiri ljóma. Ég er að nota þetta reglulega núna til að sjá hver árangurinn verður.
5. Estée Lauder Advanced Night Repair augnserum – Er ótrúlega skotin í þessu augnserumi frá Estée Lauder það nærir svo vel húðina í kringum augun sem ég þarf svo sannarlega á að halda þar sem ég er reglulega að erta þess viðkvæmu húð.
6. Gurlain Super Aqua-Serum – Rakamikið serum sem ég ber yfir alla húðina og niður á háls. Var að byrja að prófa það í gær og mér líst mjög vel á.
7. Shiseido Ibuki augnkrem – augnkrem úr nýrri húðlínu frá Shiseido sem nefnist Ibuki sem er sérstaklega gerð fyrir húð kvenna á mínum aldri – svona fyrstu kremin með smá virkni – sem byggja upp góðar varnir í húðinni.

Ég ákvað að leyfa þessu bara að duga í bili – en í morgun sett ég svo DreamTone frá Lancome yfir húðina. Æðisleg ný tegund snyrtivöru sem ég var að byrja að prófa – meira um hana seinna.

Það er nauðsynlegt að taka dekurkvöld fyrir sjálfa sig reglulega – munið það ;)

EH

Einnar stelpu bjútíklúbbur

AuguÉg Mæli MeðHúðLífið MittNýtt í snyrtibuddunni minni

Á meðan aðrir Instagram og Facebook vinir mínir skemmtu sér á Beyonce tónleikum ákvað ég að hunsa þau öll og reyna að gera mitt besta að farast ekki úr öfundsýki. Það gekk ekki vel fyr en ég ákvað að eiga bara slökunar- og dekurkvöld – ég hélt einnar stelpu bjútíklúbb:)

Ég var með alls konar maska og fínerí heima sem ég bar á mig og svo lá ég eins og skata í sófanum og slakaði á. Þetta var alveg dásamlegt og í morgun vaknaði ég með svo mjúka húð í framan og á höndum og fótum. Ég veitti syni mínum mikla samkeppni með hver í fjölskyldunni væri með mýkstu húðina.

Í andlitið setti ég purifying andlitmaska með grænu tei frá merkinu Iroha – æðislegt merki sem er með alls konar flotta maska fyrir andlit, hendur, fætur og augu sem innihalda náttúruleg efni. Maskarnir fást t.d. í Lyfju og það eru til alls konar mismunandi týpur. Hér fyrir ofan sjáið þið augnpúðana, hanskana og sokkana sem ég notaði í gær – gleymdi alveg í slökuninni að taka mynd af maskanum en hann er svona peel off. Hann djúphreinsaði húðina mína og fjarlægði umfram olíur í húðinni – ég vil engar bólur takk! Hann kemur í svona pakka umbúðum en með tappa svo ég gat lokað honum og get ábyggilega notað hann 2-3 sinnum í viðbót. Svo inniheldur hann engin paraben efni – það finnst mér nú aldrei slæmt;)

Svo eru þetta þessir dásamlegu hanskar – áður en ég setti þá á mig þá þreif ég hendurnar vel og þurrkaði og tók líka af mér naglalakkið. Þessi týpa heitir Repairing en hún á að veita höndunum öfluga næringu og ýtir undir frumuendurnýjun og dregur úr þurrki í höndunum. Mínar ilma enn eins og dásamlegar ferskjur mmm….! Hanskarnir eru tvöfaldir ytra lagið eykur varmavirkni og varðveitir formúluna og það innra eru þunnir tauhanskar sem eru gegnsósa í næringunni. Einni eru fáanlegir hanskar sem vinna gegn einkennum öldrunar í húðinni. Að lokum setti ég svo nýtt naglaserum sem ég var að fá frá L’Oreal á neglurnar til að styrkja þær.Svona var ég nú flott í gær – ég var líka í sokkum sem voru sama týpa og hanskarnir. Sokkarnir mýkja og vernda sprungna fætur og gefa þeim mikla næringu. Ég var með þetta á mér í 15 mínútur og eftir það nuddaði ég bara hendurnar og fæturnar svo næringin færi vel inní húðina – engin þörf á að skola þetta af. Ég held þó af öllu þessu þá hafi það veirð augnpúðarnir sem slógu í gegn hjá mér. Ég hef nú ekki náð að sofa alveg nógu vel undanfarið þó það sé alltaf að batna. Mér finnst alltaf sjást best á augunum mínum þegar ég hef lítið sofið og þessir púðar hresstu svo sannarlega uppá húðina í kringum augun mín – sé mest eftir því að hafa ekki sett þá á mig í morgun því mér leið svo vel eftir að hafa verið með þá. Ég hafði þá á húðinni í 15 mínútur og ég fann strax að hún var endurnærð, ekki eins bólgin og mér fannst dökku litirnir í henni ekki eins áberandi og áður.

Það er nauðsynlegt að eiga svona dekurkvöld með sjálfri sér – þetta ætla ég að reyna að venja mig á að gera alla vega einu sinni í mánuði. Helst með bjútíklúbbnum mínum sem ég á ennþá eftir að ákveða hverjum ég á að bjóða í – þarf að fara að gera eitthvað í því;)

EH