Húðumhirða er eitt af mínum áhugamálum og finnst mér ótrúlega gaman að fræðast um húð. Ég er búin að sanka að mér upplýsingum um húð og húðumhirðu í nokkur ár núna en það er alltaf hægt að læra meira. Mér var að boðið af Laugar Spa að koma á kynningu um húðumhirðu og fá að fræðast um Laugar Spa vörurnar. Laugar Spa vörurnar eru allar lífrænar en ég kynntist þeim fyrir tæpu ári síðan og hef haldið mikið uppá þær síðan. Á kynningunni gaf Annar María snyrtifræðingur góðar leiðbeiningar ásamt því að segja manni hvað lífrænar húðvörur gera fyrir mann. Ég mæli sérstaklega með að þeir sem vilja fá góðan grunn og vantar leiðsögn að kíkja á þetta.
Ég lærði allskonar nýtt en það var eitt sem stóð uppúr en það var að blanda saman vörunum frá Laugar Spa. Mig langar að deila með ykkur hvernig hægt sé að gera rakamaska að rakabombu!
*Vörurnar fékk greinahöfundur að gjöf
SKREF 1
Fyrsta skrefið er að setja serum-ið frá Laugar Spa í skál en ég setti bara nokkrar pumpur. Serum-ið er mjög rakagefandi og einstaklega gott fyrir þurra húð. Ég nota það oft á kvöldin eða þegar húðin þarf góða næringu.
SKREF 2
Setja vel af rakamaskanum frá Laugar Spa í skálina með serum-inu. Þessi maski er einn af mínum uppáhalds en hann komst einmitt á listann minn yfir bestu maska árið 2107. Maskinn gefur húðinni samstundis raka, fallegt og frísklegt útlit.
SKREF 3
Seinasta skrefið er að blanda þessum tveimur vörum saman og þá er rakabomban tilbúin. Mér finnst þetta algjör snilld og gaman að geta notað tvær vörur saman.
Það tilvalið að setja á sig rakabombu fyrir helgina xx
Ykkur er velkomið að fylgja mér á mínum samfélagsmiðlum .. Snapchat: gsortveitmakeup Instagram: gudrunsortveit
Skrifa Innlegg