Mig langaði að sýna ykkur nokkra hluti sem ég keypti um daginn í Sephora. Fyrir ykkur sem vitið það ekki en þá er Sephora stór snyrtivöruverslun eða verslunarkeðja og þar fást allskonar snyrtivörur. Þetta er því algjör draumur fyrir mig! Mér finnst ótrúlega gaman að prófa nýjar snyrtivörur og þá sérstaklega frá merkjum sem ég hef kannski aldrei prófað eða heyrt um áður.
Ég ætla sýna ykkur vörurnar sem fengu að koma með mér heim..
1. CHARCOAL MAKEUP MELTER – BOSCIA
Þetta er einsog nafnið gefur til kynna, kola hreinsir sem tekur í burtu farða og augnförðun. Þetta er silkimjúlkt, minnir á kókosolíu en þegar maður nuddar þessu í andlitið þá bráðnar allt og síðan tekur maður allt af með þvottapoka. Þetta er fullkomið fyrir skref eitt í húðhreinsuninni og mæli með þessu 100%.
2. ALEXANDER – TOM FORD
Ég verð auðvitað alltaf að kaupa mér “nude” varalit þegar ég versla mér snyrtivörur en þessi heillaði mig alveg. Þetta er ótrúlega fallega nude litur og ekki skemmir fyrir hvað umbúðirnar eru fallegar. Það eru samt eiginlega tvær ástæður afhverju ég keypti þennan varalit, númer eitt útaf því hann er fallegur og númer tvö er vegna þess að bróðir minn heitir Alexander. Þannig ég “varð” bara að kaupa hann.
3. MATTE BRONZER – MILK MAKEUP
Okei þessi krem bronzer eru ein bestu kaup sem ég hef gert. Það er ótrúlega auðvelt að blanda honum út, fallegur á húðinni og auðveldur í notkun. Ég ætla kláralega að kaupa mér þessa vöru aftur og mig langar að kynnast vörunum frá Milk Makeup betur. Þannig ef þið mælið með eitthverri vöru frá Milk Makeup þá megiði endilega skilja eftir athugasemd xx
4. LIP INJECTION – TOO FACED
Ég tók þessa vöru bara með í gamni en hún var hjá afgreiðslukassanum á leiðinni út (besta sölutrixið). Þetta á að gera varirnar aðeins þrýstnari eða gefa þeim meira “plump” og þetta virkar. Mér finnst æðislegt að nota þetta áður en ég set á mig varalit en mér finnst þetta gera varirnar heilbrigðari og ferskari.
5. MARINE BOOSTING MIST – TARTE
Mér finnst alltaf gaman að prófa ný rakasprey en ég nota rakasprey alltaf í gegnum alla förðunina mína. Þetta er mjög gott og æðisleg lykt af þessu. Þetta blandar öllu betur saman og gefur fallegan ljóma.
6. RUBBER MASK BRIGHT LOVER – DR. JART+
Þetta er gúmmí maski frá Dr. Jart+ en ég er búin að heyra góða hluti um það húðvörumerki. Maskinn er ótrúlega skemmtilegur og kemur í tvennulagi en maður setur fyrst krem undir sem fylgir með og síðan gúmmí yfir. Ég sá strax mun eftir að ég notaði hann og ekki skemmir fyrir hvað þetta er fyndið, gott fyrir andlegu hliðina.
Takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Helga Sørtveit
Snapchat: gsortveitmakeup
Skrifa Innlegg