*Vörurnar sem er merktar með * fékk greinahöfundur að gjöf
Þið eruð eflaust farin að taka eftir því að ég elska að setja á mig maska og dekra við húðina mína. Eitt af því öflugasta sem við getum gert heima fyrir húðina okkar er að setja á okkur maska. Það er einn maski sem er búin að vera í miklu uppáhaldi hjá mér uppá síðkastið en það er Japanese Matcha Tea Pollution Mask frá The Body Shop.
Ég ætla fara með ykkur í gegnum maska rútínuna mína en mér finnst best að útskýra allt í einföldum skrefum. Þið getið einnig séð húðumhirðuna mína í einföldum skrefum hér.
Skref 1 – Taka farða, maskara og annað af*
Það sést mjög vel hér á þessari mynd hvað ég elska þennan farðahreinsi en þetta Camomile Cleansing Butter frá The Body Shop. Áferðin minnir á kókosolíu eða smjör og bræðir allt “makeup” af. Ég nudda þessu yfir allt andlitið, tek síðan volgan þvottapoka og tek allt af. Þetta er ótrúlega einfalt og þæginlegt.
Skref 2 – Hreinsa húðina
Ég elska elska elska þennan gelhreinsi! Það er yndisleg appelsínulykt af honum sem er einstaklega hressandi á morgnana og hann skilur húðina eftir tandurhreina.
Skref 3 – Maski*
Síðan set ég maskann yfir allt andlitið og tek hann síðan af eftir 15-25 min
Þessi maski er búin að vera í miklu uppáhaldi hjá mér, einsog sést. Þetta er algjör snilldar maski að mínu mati en mér finnst hann vera svona “all in one” maski. Hann gerir svo margt í einu og hann á að henta flestum húðtegundum, ég er meira segja búin að heyra að þeir sem eru með viðkvæma húð geti notað hann.
Maskinn hreinsar húðina, tekur dauðarhúðfrumur og losar húðina við mengum og önnur óhreinindi sem eru að finna í umhverfinu. Formúlan er ótrúlega kremuð og mér finnst maskinn mjög kælandi þegar hann er á andlitinu. Það eru mjög góð innihaldsefni í þessum maska, sem eru meðal annars matcha grænt te, aloe vera og hann 100% vegan.
GJAFALEIKUR Á INSTAGRAM
Mig langaði síðan að láta ykkur vita að ég er með gjafaleik á instagraminu mínu þar sem ég er að gefa allar vörurnar sem ég nefndi hér að ofan og þessi fallegu kanínueyru.. sem eru of krúttleg!
Takk fyrir að lesa og ég hlakka til að sjá ykkur á instagram xx
– Guðrún Helga Sørtveit
Snapchat: gsortveitmakeup
Skrifa Innlegg