fbpx

BESTU MASKARNIR

DEKURHÚÐRÚTÍNA

MASKAR ÁRSINS 2017

Núna eru bara nokkrir dagar eftir af 2017.. ótrúlegt en satt og ég er að fara yfir í hausnum á mér hvað stóð uppúr á árinu. Mig langaði að fara yfir mínar uppáhalds snyrtivörur og húðvörur á árinu, sem verður mjög erfitt val. Ég ætla að byrja á að segja ykkur frá möskunum sem stóðu uppúr á árinu og þetta eru allt maskar sem ég mæli 100%. Það var samt mjög erfitt að velja á milli en þetta eru þeir sem virkilega standa uppúr.

Maskar eru mjög mikilvægir í húðrútínuna og eru það mesta sem þú getur gert heima hjá þér fyrir húðina þína. Ég mæli með að setja á sig maska að minnsta kosti einu sinni í viku. Það gott að venja sig á að nota kannski einn hreinsimaska í viku og síðan rakamaska einu sinni í viku eða oftar ef maður er með þurra húð.

*Færslan er ekki kostuð en inniheldur affiliate links

HIMALAYAN CHARCOAL – THE BODY SHOP

Þessi maski er búin að vera í miklu uppáhaldi hjá mér lengi og er ég að fara í gegnum þriðju eða fjórðu krukkuna mína. Þetta er hreinsimaski frá The Body Shop sem hreinsar húðina án þess að þurkka hana og skilur hana eftir silkimjúka og ljómandi. Maskinn dregur óhreinindi og annað úr svitaholunum og minnkar þær. Maskinn er 100% vegan og eru innihaldsefnin fyrsta flokks, einnig eru engin paraben, paraffin, sílikon eða mineral olíur að finna í þessum maska.

Maskinn fæst í The Body Shop í Kringlunni og Smáralind

 

 

JAPANESE MATCHA TEA – THE BODY SHOP

Ég kynntist þessum maska á þessu ári og varð ástfangin. Maskinn er búin til úr grænu tei, aloe vera og öðrum góðum innihaldsefnum. Þessi maski hreinsar húðina án þess að þurkka húðina, skrúbbar hana lauslega og hann verndar húðina gegn umhverfinu. Það má finna allskyns óhreinindi og mengun í umhverfinu, með því að nota þennan maska þá verndaru húðina gegn því. Hann er 100% vegan, kælandi og kremuð formúla.

Maskinn fæst í The Body Shop í Kringlunni og Smáralind

 

SUPERMUD – GLAMGLOW

Þetta er hreinsimaski frá GlamGlow og hreinsar vel úr svitaholunum. Mér finnst ég sjá sjáanlegan mun strax og gríp ég alltaf í hann þegar ég vill hreinsa húðina mjög vel.

Maskinn fæst hér

SILICA MUD MASK – BLUE LAGOON

Ég er búin að nota þennan maska í mörg ár og er hann alltaf einn af mínum uppáhalds. Þetta er kísil maski frá Bláa Lóninu sem hreinsar húðina vel, styrkir varnarlag húðarinnar og skilur hana eftir silkimjúka. Ég mæli með að setja þennan maska á sig og fara í bað, þá líður manni einsog maður sé nánast í Bláa Lóninu.

Maskinn fæst hér

MASK RADIANT – LAUGAR SPA

Þetta er æðislegur rakasmaski frá Laugar Spa. Maskinn er ótrúlega nærandi, rakagefandi og húðin verður mjög fersk. Mér finnst mjög gott að setja á mig rakamaska áður en ég fer að sofa eða á kvöldin og horfa síðan á þátt eða læra, þá nær maskinn að fara vel inn í húðina. Síðan skemmir líka ekki fyrir að varan er lífræn með viðbættri náttúrulegri blöndu og að mestu unnin úr lífrænu grænmeti, ávöxtum og jurtum.

Maskinn fæst hér

DRINK UP – ORIGINS

Þetta er rakamaski frá Origins og er í miklu uppáhaldi hjá mér. Maskinn er ótrúlega rakagefandi, nærandi og yndisleg lykt af honum. Það er best að setja þykkt lag af honum og fara að sofa með maskann eða vera með hann í heila kvöldstund. Húðin verður endurnærð og silkimjúk.

Maskinn fæst hér

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 


*Allar umfjallanir um vörur eða annað kemur frá mér sjálfri og gef ég alltaf hreinskilið svar

JÓLAKVEÐJA

Skrifa Innlegg