fbpx

MASKA DETOX EFTIR HELGINA

DEKURHreinsivörurHÚÐRÚTÍNAMASKAR
*Vörurnar fékk greinahöfundur að gjöf

Jæja núna eru eflaust margir þreyttir og eru að hafa það kósý heima eftir góða helgi. Ég var að vinna hluta af helginni og skemmti mér síðan með uppáhalds fólkinu mínu restinni af helginni. Ég finn það eftir svona helgar að húðinni vantar smá dekur og góða hreinsun. Ég ætla sýna ykkur hreinsirútínuna sem ég notaði í dag.

 

VITAMIN C GLOW-REVEALING LIQUID PEEL – THE BODY SHOP

Ég er mjög dugleg við að setja á mig maska og þá sérstaklega eftir svona helgar. Ég byrja á því að hreinsa húðina vel og í dag notaði ég Vitamin C Glow-Revealing liquid peel frá The Body Shop en þetta er hreinsir sem losar mann við mengun eða óhreinidi sem gætu verið á húðinni eftir daginn. Þetta tekur í burtu þreytu og gefur húðinni fallegan ljóma. Það er 60 sinnum meiri vítamín C styrkur í þessari vöru en í appelsínu. Þetta er æðisleg vara og á sérstaklega við núna eftir fjörið um helgina.

Chinese Ginseng & Rice Clarifying Polishing Mask

Þetta er einn af mínum uppáhalds möskum og finnst mér best að nota hann þegar ég finn hvað húðin er þreytt. Hann er ótrúlega frískandi fyrir húðina, hreinsandi og dregur úr þreytu. Síðan er maskinn með litlum kornum í sem hreinsa í burtu allar dauðar húðfrumur og skilja húðina eftir ótrúlega mjúka.

Í þessum maska er:

  • Ginseng extract frá Kína, sem þekkt er fyrir að móta húðina og gefa henni aukna orku
  • Rice extract frá Kína, sem er þekkt fyrir að gera húðina bjartari og gefa henni raka
  • Community Trade lífræn sesam olía frá Nicaragua, sem er þekkt fyrir að mýkja húðina

DEEP NOURISHING MASK – THE BODY SHOP

 

Þessi maski er ótrúlega nærandi og rakagefandi fyrir húðina. Hann á einnig að róa húðina og betrum bæta áferð húðarinnar. Þessi maski er einstaklega góður fyrir þurra húð og húð sem þarf næringu. Þetta er því fullkomið eftir langa helgi og notaði ég þennan eftir hinn maskan.

Í þessum maska er:

  • Community Trade Pure Honey frá Eþópíu, sem er ótrúlega nærandi og rakagefandi fyrir húðina
  • Community Trade Marula Oil frá Namibíu, létt olía sem er þekkt fyrir að bæta og viðhalda rakanum í húðinni
  • Community Trade lífræn ólífuolía frá Ítalíu, sem er rík af Omega 9 sem hjálpar til við að gefa húðinni aukna orku og koma í veg fyrir þurrkur

 

Allir að setja á sig maska, slaka og þá vakna allir ferskir á morgun!

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

FIMM "MUST HAVE" SNYRTIVÖRUR FYRIR VERSLÓ

Skrifa Innlegg