fbpx

Grímumaskar sem fá húðina til að ljóma!

Ég Mæli MeðHúðNetverslanir

Maskana sem ég skrifa hér um keypti ég alla sjálf nema einn þeirra, hann er sérstaklega merktur þannig í færslunni. Ég skrifa alltaf hreinskilningslega um allar vörur sem ég prófa því ég vil að þið getið treyst mér og mínum orðum.

Ég er gjörsamlega maska sjúk ég elska að prófa maska og ég nota óhóflegt magn af möskum og ég á óhóflegt magn af möskum. Ég er í alvörunni þessi týpa sem er í stuði fyrir ákveðna maska þennan daginn og svo ekki þann næsta og þá er nú algjört lykilatriði að eiga nóg af þeim til skiptanna. Ég sé mikinn mun á húðinni minni í takt við þann maska sem ég nota og það besta sem ég veit þegar húðin mín þar smá yfirhalningu er að nota maska sem hæfir því sem húðin þarf.

Eftir löng og leiðinleg veikindi finnst mér ég aldrei verða frísk fyr en eftir að ég hef notað djúphreinsimaska og svo rakamaska. Húðin verður svo þrútin og leiðileg eftir veikindi, grár undirtónn, yfirborðsþurrkur og stíflaðar svitaholur – voða girnilegt… Í kvöld á ég einmitt stefnumót við einn af nýju möskunum frá Karuna, nýju grímu möskunum hjá nola.is en ég fór hamförum um daginn þegar merkið kom til hennar Karinar og ég keypti mér fjölmarga til að prófa!

karuna

Hér sjáið þið maskana sem ég keypti mér sjálf, Anti Oxidant Face Mask, Clarifying Face Mask, Age Defying Face Mask og Brightening Face Mask allir maskarnir fást HÉR.

Reyndar er Age Defying maskinn partur af jólagjöf fyrir eina sem ég ætla þó ekki að segja hver er því hún les síðuna mína og hún dýrkar svona dekur svo ég veit hún á eftir að falla fyrir þessum maska. Svo er ég sjálf að velja á milli anoxunarmaskans og hreinsimaskans vonandi næ ég að velja fyrir kvöldið. Birghtening maskann er ég spenntust fyrir að prófa en ég tými ekki að prófa hann finnst hann svo fallegur ;)

Svo er einmitt tilvalið að kaupa sett af þremur möskum og lauma svo einum í jólapakkann hjá einhverjum sem á skilið smá dekur…

En maskann sem ég er búin að prófa hann sjáið þið hér fyrir neðan…

karuna2

Hydrating Face Mask er reyndar uppseldur í augnablikinu en væntanlegur aftur seinna.

Maskinn er stútfullur af næringarríkum efnum, það sem á oft við þessa gríu maska er að þeir þorna mjög hratt. Þið sem fylgdust með því þegar ég prófaði maskann á snappinu hjá mér (ernahrundrfj) sáuð að hann var alveg löðrandi allan tímann þó svo ég hefði verið með hann á mér í yfir 20 mínútur. Ég slakaði svo vel á með maskann á mér og fann hvernig hann fyllti húðina mína af raka, hann róaði hana og kældi svo ég náði í alvörunni bara að slappa af. En þegar maður er með svona dekurmaska þá er best að reyna að hafa rólegt í kringum sig og njóta þess að dekra við húðina, þannig nær maskinn að næra húðina vel.

Á umbúðunum stendur að rakastig húðarinnar verður alltað 40% betra eftir eina notkun og ég ætla að taka undir það því húðin mín fylltist af dásamlegum raka. Morguninn eftir var húðin mín svo ljómandi falleg og ég sá mikinn mun sjálf með mínum eigin augum. Ég vaknaði bara fersk og alsæl eftir dekur kvöldið áður.

Screen Shot 2015-12-17 at 12.33.13 AM

Annar kostur sem ég vil nefna við þennan maska sem á ekki við um marga svona grímumaska er að það er hægt að aðlaga grímuna að þínu andlitsfalli. Venjulega er bara svona staðlað form á grímunni og hún passar einhvern vegin ekki á mann, munnurinn er allt annars staðar og augun bara á kolröngum stað. En hér er búið að klippa svona inní grímuna svo það er hægt að færa hana til svo hún smellpassar á andlitið.

Eftir að ég notaði maskann strauk ég grímunni svo yfir allan líkamann, hendur og fætur til að ná að nýta öll dásamlegu efnin í grímunni… Vá þetta var dásamlegt!

Hvernig væri að ná jólastressinu úr húðinni með einu dásamlegu dekurkvöldi með nærandi andlitsmaska – ég mæli með Karuna möskunum í verkið og þeir eru á mjög góðu verði, eiginlega hættulegu þess vegna keypti ég fjóra í viðbót.

Erna Hrund

Gæs í einn dag!

Skrifa Innlegg