fbpx

Gæs í einn dag!

BrúðkaupLífið Mitt

Síðasti laugardagur var einn sá allra skemmtilegasti sem ég hef upplifað í langan tíma – ég fékk að vera gæs í einn dag og eyða honum með mörgum af mínum allra bestu vinkonum!

Þar sem ég er svona manneskja sem er með allt á hreinu þá var að sjálfsögðu mjög erfitt að reyna að koma mér eitthvað á óvart og ég var nú búin að átta mig á dagsetningunni þó svo að minni bestu hafi tekist að afvegaleiða mig bara á föstudagskvöldinu – ég get staðfest að hún hefur náð að læra heilan helling í þessu leiklistarnámi sínu því hún ruglaði mig alveg í rýminu! Svo mikið að um morguninn hringdi ég mig inn veika í vinnuna en þær dömurnar höfðu ætlað að koma mér á óvart í vinnunni svo planið fór smá út um þúfur eða svona til að byrja með. Þegar þær voru svo komnar var ekkert annað í boði en að taka verkjalyf og harka af sér og sofa bara seinna.

Dagurinn byrjaði á fjórhjólum eitthvað það skemmtilegasta sem ég hef gert í langan tíma og ég mæli eindregið með í hópefli vá hvað þetta var æðislegt og við fengum líka svo fallegt veður sem fullkomnaði alveg upplifunina. Næst lá leiðin í brunch með öllum dömunum þar sem þær tóku allar á móti mér með fallegu Aðalstein grímunum sínum – það var ekkert krípi, ekkert! Þar áttum við góða stund saman þar sem ég reyndi nú aðeins að kynna þær hver fyrir annarri og við fórum í smá leiki. Svo var það dekurstund í Blue Lagoon Spa inní Hreyfingu, vá hvað það var æðislegt, ég hef aldrei komið þangað en ég mæli eindregið með þessu. Ég fékk svo smá nudd sem var kærkomið eftir veikindin dagana á undan og hjálpaði mér í gegnum dagana á eftir líka. Svo eftir smá tiltek og uppá hressingu á útliti lá leið okkar inní stúdíó þar sem ég var látin syngja eitt af lögunum úr Grease en það verður smá Grease þema í brúðkaupinu sem er dáldið tengt því hvernig við Aðalsteinn kynntumst. Eftir það fórum við svo heim til minnar bestu og veislustjórans þar sem við gæddum okkur á dýrindis veitingum, hlógum alveg óstjórnlega mikið og kvöldið endaði svo með trylltum dansi á Vegamótum – vá hvað það var gaman.

Ég fékk að stelast í nokkrar myndir frá stelpunum til að deila með ykkur, bara til að gefa ykkur smá tilfinningu fyrir því sem átti sér stað en ég hlakka til að sjá meira sjálf í brúðkaupinu 2. janúar.

gæs2

Fyrsta og eina myndin sem ég tók sjálf á símann minn – hann var svo tekinn af mér og ég fékk hann afhentann í lok dagsins… :)

gæs

Komin á toppinn á fellinu sem við fórum uppá á fjórhjólunum, útsýnið var eiginlega ólýsanlegt! Vá hvað þetta var æðislegt :)

gæs3

Ég og bestan mín, veislustjórinn Íris Tanja***

gæs4

Þessar grímur voru svona nett krípí kannski vegna alvarlega svipsins á verðandi eiginmanninum mínum…

 

Takk fyrir mig elsku bestu mínar! Mikið er ég þakklát fyrir að eiga ykkur allar að og ég hlakka til næsta fjörs hjá okkur***

Erna Hrund

Gjafaleikur með Rimmel Iceland

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Hjördís Ólafsdóttir

    17. December 2015

    Vá en gaman! Frábær veislustjóri! Þið heppin

  2. Elísabet Gunnars

    17. December 2015

    “Beyonce”-beib í þessum snjógalla!