Gleðilegan mánudag og áfram Ísland xx
Það er mikill mánudagur í mér í dag og er því tilvalið að gera eitt stykki óskalista og láta sig dreyma. Hér eru nokkrar vörur sem eru á óskalistanum mínum og flestar af þeim eru nýlegar á snyrtivörumarkaðinum.
L’ORÉAL – PURE CLAY BRIGHT MASK
Þetta er nýr maski frá L’oréal en þessi maski á birta, jafna út og gefa húðinni ljóma.. þetta hljómar alltof vel fyrir þreytta vetrar húð. Ég elska hina maskana frá L’oréal þannig ég er mjög spennt fyrir þessum.
L’ORÉAL – PURE CLAY BLEMISH RESCUE MASK
Þetta er líka nýr maski frá L’oréal en hann gerir eiginlega andstæðuna við gula maskann. Þessi maski á að hreinsa húðina mjög vel og hreinsa úr svitaholum. Ég hugsa að þessi og guli maskinn sé góð tvenna eða nota þá á sama tíma, sem sagt setja bláa á T-svæðið og gula á kinnarnar.
REAL TECHNIQUES – MIRACLE CLEANSING SPONGE
Ég er mjög hrifin af öllu sem við kemur því að hreinsa húðina og þessu er ég mjög spennt fyrir. Þetta er nýr svampur frá Real Techniques og er þetta svampur til þess að hreinsa húðina. Ég held að þetta sé æðisleg viðbót inn í húðrútínuna og sniðugt fyrir þá sem eiga kannski ekki hreinsibursta eða vilja prófa eitthvað nýtt.
BECCA FIRST LIGHT PRIMING FILTER
Ég er ekki mikið fyrir primer-a en ég er mjög spennt fyrir þessum því hann gerir allt sem ég vill að primer geri. Þessi primer á að birta til, gefa raka og skilja húðina eftir ljómandi og ferska. Becca er líka á leiðinni til Íslands en þið getið séð allt um það hér.
URBAN DECAY – 24/7 GLIDE-ON EYE PENCIL Í LITNUM SMOG
Ég elska augnblýantana frá Urban Decay, þeir eru silkimjúkir og haldast á mjög lengi. Mig langar að eignast einn brúnan með smá “shimmer” sem hægt er að nota dagsdaglega eða til þess að gera smokey.
FENTY BEAUTY PRO FILT’R FOUNDATION
Það er örugglega ekki búið að fara framhjá neinum sem fylgjast mikið með förðunarvörum að Rihanna var að gefa út snyrtivörulínu. Ég er búin að heyra mjög góða hluti um þennan farða og eiginlega alla línuna sjálfa. Þetta er mattur farði, á að haldast á allan daginn, olíufrír og á ekki að setjast í svitaholur heldur verður húðin óaðfinnanleg. Ég er mjög spennt fyrir þessum farða og sjá hvort hann uppfyllir allt þetta að ofantöldu. Rihanna á líka stórt hrós skilið en hún gaf út 40 liti, þannig það ættu allir að geta fundið sinn rétta lit.
FENTY BEAUTY – KILLAWATT HIGHLIGHTER Í LITNUM LIGHTING DUST/CRYSTAL
Rihanna gaf einnig út nokkra highlighter-a og aðsjálfsögðu er ég mjög spennt fyrir því. Þessi highlighter er tvískiptur en örðu megin er látlaus highlighter og hinum megin er highlighter-inn meira áberandi. Það er hægt að nota þá báða saman eða í sitthvoru lagi. Ég held að þetta sé snilld fyrir þá sem vilja eiga bara eina vöru og hægt að nota látlausa dagsdaglega og hinn á kvöldin, skemmtileg hönnun.
MILK MAKEUP – BLUR STICK
Þetta er mjög vinsæl vara frá Milk Makeup en þetta er primer stykki og þú einfaldlega rennir þessu yfir andlitið áður en þú setur á þig farða. Þetta á ekki að stífla svitaholur, leyfir húðinni þinni að anda og gerir yfirborð húðarinnar fallegt. Mér finnst þetta hljóma ótrúlega vel en ég er mjög hrifin af vörunum frá Milk Makeup og alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt.
GLAMGLOW VOLCASMIC MATTE GLOW MOISTURIZER
Þið vitið eflaust hvað ég elska GlamGlow Glow Starter en það er ótrúlega fallegt ljómakrem sem gott er að setja á húðina áður en maður setur farða. Þetta er andstæðan við það en þetta er matt ljóma krem og að matta húðina en gefa því samt ljóma án þess að vera glansandi. Ég held að þetta sé fullkomið fyrir þá sem eru með olíumikla húð eða setja þetta krem á sig ef maður er til dæmis að fara á árshátíð eða í brúðkaup. Ég er spennt fyrir þessu!
URBAN DECAY – EYESHADOW Í LITNUM BAKED
Síðan en alls ekki síst er það þessi gullfallegi augnskuggi frá Urban Decay. Ein af mínum bestu vinkonum átti afmæli um daginn og ég gaf henni þennan augnskugga í afmælisgjöf, hún var svo ánægð með hann að hún setti hann strax á sig um kvöldið og vá hvað hann er fallegur. Hún setti hann yfir allt augnlokið og blandaði honum síðan út, ótrúlega einfalt og flott.
Takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Helga Sørtveit
Snapchat: gsortveitmakeup
Skrifa Innlegg