fbpx

MATUR SEM LÆTUR HÚÐINA LJÓMA

HÚÐUMHIRÐA

HI!

Ljóminn kemur að innan, er þetta ekki eitthvað sem allir hafa heyrt?
Matarræði skiptir miklu máli þegar kemur að húðumhirðu og getur hjálpað húðinni að hreinsast, fá aukinn ljóma og raka. Hér tókum við saman þá fæðu sem hefur góð áhrif á húðina.

SÍTRÓNA

Sítrónur eru stúfullar af C og B vítamíni og eru ótrúlega góðar fyrir húðina. Sýrurnar í sítrónunum ýta undir endurnýjun húðarinnar og hjálpa við að lýsa dökka bletti. Með því að drekka sítrónuvatn hjálpar þú húðinni að halda sér hreinni og auka ljóma hennar.

GRÆNKÁL

Grænkál er gríðarlegaa járn og vítamín ríkt! Eitt af aðalvítamínunum í grænkáli er K vítamín, en það verndar húðina gegn mengun og skaðlegum efnum í umhverfinu. Andoxundarefnin í grænkálinu gefa húðinni aukinn ljóma og hjálpa henni að endurnýja sig.

AVOCADO

Í avókadó er góð fita og inniheldur það einnig E og C vítamín. Góða fitan í avókadóinu hjálpar til við að gefa húðinni góða olíu að innan og nærir húðina. Avókadó hjálpar einnig til við að vernda húðinna gegn skaðlegum sólargeislum. Það má einnig að nota avókadó sem andlitsmaska en með því að bera avókadó á húðina ertu að mýkja hana og gefa henni raka.

GULRÆTUR

Gulrætur hafa verið eitt af vinsælustu innihaldsefnum í húðvörur á síðustu árum, þá sérlega vegna hás magns af beta karótín sem styrkir húðfrumurnar okkar og hægir á öldrun húðarinnar. Gulrætur eru einnig með há gildi af A og C vítamíni sem geta aukið kollagen framleiðslu húðarinnar og unnið gegn dökkum blettum.

RAUÐRÓFUR

Í rauðrófum er sannkölluð vítamínsprengja! Rauðrófur búa yfir bólgueyðandi eiginleikum sem hjálpa til við að róa húðina og halda bólum og bólgum í skefjum. Það má finna hátt magn af andoxunarefnum í rauðrófum sem hjálpa til við að jafna út húðlit og gefa húðinni náttúrulegan ljóma.

LAX

Það frábæra við laxinn er að hann er stútfullur af omega-3 fitusýrum sem eru frábærar fyrir húðina. Fitusýrurnar hjálpa húðinni að ná tökum á roða og bólgum ásamt því að hafa sýnt fram á að hægja á öldrun húðarinnar.

BLÁBER

Frábært snarl fyrir húðina. Bláber innihalda mikið magn af adoxunarefnum ásamt mikilvægum vítamínum og steinefnum. Þau eru ofurfæða og hafa sýnt fram á að geta verndað húðina gegn skaðlegum geislum sólarinnar og hjálpa til við að vinna á móti sólarskemmdum í húðinni.

________Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com

EMRATA: INSPO

Skrifa Innlegg