DROPS OF GLOW

FÖRÐUNSÝNIKENNSLA

Ég var að eignast um daginn svo ótrúlega fallegan highlighter sem ég verð bara að deila með ykkur. Þetta er alveg nýr highlighter frá The Body Shop en hann er í vökva formi og ástetjarinn er dropateljari, sem mér finnst ótrúlega skemmtileg hönnun og auðveldar manni hann í notkun. Mér finnst nafnið líka ótrúlega skemmtileg því þetta er bókstaflega dropar af ljóma.

 

*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf/sýnishorn

Það hægt að blanda dropunum við uppáhalds farðan sinn, nota þetta sem farðagrunn undir farða eða setja bara beint á húðina. Síðan er algjör snilld að nota þetta undir púður highlighter til þess að gera þá ennþá ýktari. Þessi formúla gefur ótrúlega fallegan ljóma og blandast vel við aðrar vörur.

HOW TO:

Ég set bara nokkra dropa á kinnbeinin og á þá staði sem ég vil draga fram því næst blanda ég öllu út með svampi. Ég mæli með að setja þetta áður en maður setur púður yfir andlitið vegna þess að púður og vökvi eiga ekki alltaf samleið og gæti allt farið í klessu.

Ljóminn er svo ótrúlega fallegur og “náttúrulegur”. Mér finnst þetta fullkomið á sumrin og húðin verður svo ótrúlega falleg þegar sólin skín á hana.

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

Bobbi Brown glaðningur fyrir þig?

Bobbi BrownHúð

Færslan er ekki kostuð en Bobbi Brown á Íslandi gefur vörurnar sem eru í gjafaleiknum***

UPPFÆRT!

Þá er ég búin að draga út einn heppin sigurvegara sem fær þennan dásamlega glaðning. Ég þakka kærlega fyrir frábæra þáttöku, mér þykir alltaf jafn vænt um þáttökuna og alltaf jafn leiðinlegt að geta ekki glatt alla <3

Sigurvegarinn í þetta sinn er:

Screen Shot 2016-01-31 at 11.23.25 PM

Endilega hafðu samband við mig á ernahrund(hjá)trendnet.is til að vitja vinningsins.


EH

Þá er komið að fyrsta gjafaleik ársins og hann er svo sannarlega ekki af verri endanum. Í boði eru dásamlegar vörur sem næra húðina sem er nú nauðsynlegt á þessum árstíma. Í kuldanum tapar húðin okkar miklum raka og hún verður oftar en ekki voðalega líflaus svo nú gef ég raka og ég gef ljóma – þetta eru verðlaun mér að skapi!

Gjafaleikurinn er í samstarfi við Bobbi Brown á Íslandi en húðvörurnar frá dömunni eru alveg dásamlegar. Hún leggur mikið uppúr einföldum vörum sem virkar, fagurfræðin er alls ráðandi og vörurnar eru hver annarri fallegri. Ég fékk að velja vörurnar tvær sem eru í gjafaleiknum að þessu sinni.

bbleikur3

Illuminating Moisture Balm – Hér er á ferðinni dásamlegt krem sem ég prófaði og sagði ykkur frá á síðasta ári. Ég heillaðist samstundis af kreminu og það gerðu fleiri með mér því það seldist hratt upp. Það er nú komið aftur og nóg af þv! Kremið er mjög rakagefandi og það er með léttri ljómandi áferð. Kremið vinnur að því að gefa húðinni góðan raka og draga innri ljóma hennar fram á yfirborð. Það er dásamlegur grunnur undir farða og það gefur húðinni bara hinn fullkomna grunn – það er bara þannig! Endilega kíkið á færsluna sem ég hef áður skrifað um kremið HÉR.

Hydrating Eye Cream – Undursamlega létt og fallegt rakakrem sem er sérstaklega hannað til að nota í kringum augun. Kremið fyllir húðina af næringarríkum raka og gefur fallega áferð. Mér finnst augnsvæðið mitt alveg sérstaklega fallegt með þessu kremi og það gerir húðina bara svo fallega og hún tekur mun betur á móti förðunarvörum þegar húðin er vel rakanærð. Hér er engin virkni og því hentar kremið öllum en virkni kremsins felst helst í því að hún fyllir húðina af raka, dregur úr þrota, kælir og dregur þannig úr þreytu í kringum augnsvæðið og dökkum litum. Svo eru það bara þessar umbúðir þær eru bara dásamlegar.

Auk þessa krema sem eru í fullri stærð fylgir vinningnum lúxusprufa af hreinsiolíunni og tvær prufur af rakakreminu frá Bobbi Brown.

bbleikur2

Hvernig líst ykkur á – væri ekki einhver þarna úti til í að dekra við húðina sína með þessum fallegu vörum?

Þetta er svona einn típískur bloggleikur, það sem þið megið gera til að eiga kost á þessum fallega og veglega vinning er að:

1. Deila þessari færslu á Facebook með því að smella á Like takkann hér fyrir neðan.
2. Fara inná Facebook síðu Bobbi Brown á Íslandi og smella á Like – síðuna finnið þið HÉR.
3. Setja athugasemd við þessa færslu með nafninu á þeirru vöru frá Bobbi Brown sem ykkur langar mest að prófa! Það þarf ekki að vera önnur hvor þessarar ;)

Mikið hlakka ég til að sjá þáttöku og gefa svo og gleðja*** Ég dreg úr leiknum um helgina!

Erna Hrund

Hátíðin er komin í MAC

FallegtJól 2015MACMakeup ArtistMakeup TipsNýtt í snyrtibuddunni minni

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn frá MAC á Íslandi. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Í dag mætti hátíðarlínan frá MAC í verslanir í Kringlunni og Debenhams í Smáralind. Eins og alltaf eru þrjár hátíðarlínur frá merkinu, ein þeirra er hátíðarlúkkið en ég fékk eitt af ljómandi púðrunum úr línunni að gjöf.

Ég elska þegar lúkkin koma frá MAC sérstaklega þegar umbúðirnar eru svona öðruvísi og þessi fallegi blái litur sem er á hátíðarlúkkinu í ár er bara algjörlega æðislegur og fegrar svo snyrtibudduna.

machátíð

In Extra Dimension Skinfinish í litnum Shaft of Gold

machátíð5

Þetta ljómandi fallega púður er hægt að nota sem highlighter, sem bronzer eða bara til að gefa húðinni ljómandi fallega og gyllta áferð. Hér nota ég það um augun til að gefa þeim fallega og náttúrulega áferð og gylltan ljóma. Formúla púðursins er meira ljómandi en brún þó það sé bara mjög gott jafnvægi þar á milli. Hátíðarlúkkið í ár heitir Enchanted Eve og línan er full af fallegum og hátíðlegum vörum sem passa vel í skammdeginu.

machátíð6

Ég nýtti líka tækifærið til að prófa nýja Studio Waterweight farðann frá merkinu sem er svakalega léttur alveg ofur fljótandi. Ég persónulega elska að nota svona svakalega fljótandi farða það sem þarf þó að passa uppá aer að hrista þá alveg svakalega vel fyrir notkun og passa að vinna þá vel saman við húðina til að koma í veg fyrir að farðarnir oxist á húðinni þá þorna þeir og dökkna, ekkert sérstaklega fallegt get ég sagt ykkur en ef þið notið þá rétt og passið uppá þessi tvö atriði þá eruð þið góðar. Eftir fyrstu notkun er ég alla vega mjög hrifin og sérstaklega því það er SPF30 í farðnum ég elska þegar það eru háir sólarvarnastuðlar í förðum ég bara vil hafa góða vörn á húðinni minni – ekkert sem flýtir fyrir öldrun húðarinnar takk fyrir!

machátíð2

Ljómandi fallegt púður sem gefur húðinni ljómandi fallega áferð. Ég nota svo sem voða lítið af púðrinu ég vildi kannski ekki setja of mikið svona við létta dagförðun. En það er sko alveg hægt að setja alveg nóg af púðrinu á húðina það er auðvitað sérstaklega fallegt að setja þetta þegar maður er svona dökkur og sætur í framan, ætti kannski að setja smá brúnkukrem á andlitið ;)

machátíð4

Svo að lokum þá verð ég að fá að dásama yndislega útsýnið sem blasti við mér fyrir utan hurðina þegar ég fór út að taka myndir. Þó svo snjórinn sé stundum pirrandi svona þegar maður er fastur í honum eða eins og ég í dag lokuð inni, umkringd af snjó þá gleymi ég því öllu þegar ég sé eitthvað svona ofoðslega fallegt og friðsælt :)

En hátíðarlínan frá MAC kemur bara í takmörkuðu upplagi og púður sem þetta selst hratt upp því lofa ég. En auk þessa púðurs þá kom annað ljósara endilega kíkið á það en það eru myndir á Facebook síðu MAC hér á Íslandi. Njótið dagsins og farið varlega í snjónum.

Erna Hrund

Ljómandi fallegur highlighter

Ég Mæli MeðHúðMakeup ArtistMakeup TipsReal TechniquesRimmel

Varan sem ég skrifa um hér vann ég í happdrætti á vegum Rimmel. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Ég hef alltaf gaman af því að kynnast nýjum merkjum og nýlega komu vörurnar frá Rimmel til landsins og ég á nú ekki von á því að það hafi farið framhjá ykkur ;) En Rimmel er merki sem er breskt og eitt það allra vinsælasta þar í landi. Rimmel er þekktast fyrir maskarana sína og miðað við það sem ég sé meðal íslensku snapparanna þá er það svakalega þekkt fyrir Stay Matte púðrið! Ég hef nú ekki sjálf prófað það en trúi því vel það lúkkar alla vega mjög vel. En ég hef alltaf mjög gaman að skoða alls konar vörur og svona ódýr merki sem kallast drugstore merki í bjútíbransanum luma alltaf á einhverjum óslípuðum demöntum sem kannski ekki allir taka eftir bein strax en enginn má láta fráhjá sér fara. Ég er búin að finna óslípaða demantinn frá Rimmel!!!

Þegar ég fór á kynninguna hjá Rimmel var happdrætti þar sem voru dregnir út auka vinningar sem innihéldu skemmtilegar vörur frá merkinu. Ég var svo svakalega heppin að vinna einn af þessum vinningum og þar var þessi gersemi. Hér sjáið þið einn fallegasta highlighterinn inní ódýru deildinni algjör fjársjóður – Good to Glow!

rimmellighter3

Þetta er kremkennd formúla sem dreifist mjög vel og gefur húðinni mjög fallegan þrívíddarljóma sem blandast fallega saman við húðina. Ég kýs yfirleitt að nota Duo Fiber bursta eins og þennan sem þið sjáið á myndinni þegar ég vil fá mikinn ljóma. Duo Fiber er nefninlega tól sem leyfir vörunum að njóta sín betur ef maður notar þéttari bursta fer maður að blanda vörunum meira og meira saman það vildi ég ekki hér. Frekar nota ég minna of vörunum og fæ mikinn ljóma.

rimmellighter

Ég mæli með því að þið setjið bara nokkrar doppur með highlighternum yfir svæði húðarinnar sem þið viljið að ljómi og með léttum strokum jafnið áferðina og gefið húðinni ljóma.

rimmellighter4

Hér vildi ég svona aðeins ná að sýna litinn, hér er ég með mjög þétta áferð af honum. Það sem ég fýla við þessa formúlu er að hún þornar. Hún er blaut þegar hún er borin á húðina og svo vinnum við hann til og fullkomnum áferðina og ljóminn þornar á sínum stað og verður mattur. Svo húðin verður ekki eins og hún sé blaut hún ljómar bara heilbrigðum ljóma sem er það sem ég kýs.

Ég fór að skoða þessa vöru inní Rimmel standinum um daginn og sá að hún kemur í nokkrum litum. Liturinn sem ég er með er nr. 001 og mér finnst hann mjög fallegur. Það er smá bleikur undirtónn í litnum sem gefur glóðinni frískleika. Svo er annar sem er meira orange og annar sem er meira brúntóna ég þarf endilega að skoða þá betur og mögulega sýna ykkur ef mér líst nógu vel á þá til að kaupa :)

rimmellighter2

Á myndunum af sjálfri mér sjáið þið ljómann sem liggur ofan á kinnbeinunum mínum en það er Good to Glow. Virkilega fallegur og heilbrigður ljómi. Highlighter er settur á svæði húðarinnar sem standa upp til að draga þau enn meira upp og vekja athygli.

Önnur svæði sem þið gætuð notað highlighterinn á eru:

  • Í kringum varirnar til að draga athygli að vörunum.
  • Yfir varalitinn ykkar í miðju varanna til að draga miðju þeirra fram svo þær virðist þrýstnari.
  • Niður eftir nefinu, bara rétt í miðju nefsins til að grenna ásýnd þess.
  • Í innri augnkróka augnanna til að gefa þeim ljóma og til að opna augnsvæðið.
  • Undir augabrúnirnar þar sem þær bogna til að lyfta þeim enn meira upp.

En klassískasta svæðið er auðvitað ofan á kinnbeinin og upp í eins konar C þannig að ljóminn fari frá kinnbeinum og upp í C-ið :)

Mæli með – skemmtileg vara sem gefur húðinni líf og frískleika!

Erna Hrund

p.s. áður en þið spurjið þá koma hér Rimmel sölustaðirnir sem ég veit af… Hagkaup Kringlu, Smáralind og Skeifu. Lyf og Heilsu Austurveri og JL húsinu og Apótekaranum í Helluhrauni í HHJ ;)

Hvað er strobe-ing?

FashionHúðLífið MittMakeup TipsSmashboxTrend

Strobe-ing er alls ekki nýyrði í förðun en það er eitt af heitustu trendunum í dag og ég fagna því svo sannarlega! En hvað er strobe – hvernig er strobe áferð. Við getum sagt að þetta sé áferðin mín – þetta er ljómandi, glansandi og falleg áferð sem gefur húðinni heilbrigt útlit. Eins og ég segi alltaf því meiri ljómi því betra – ég elska, elska, elska ljómandi snyrtivörur!

strobe

Strobe er áferð á húðinni sem þið náið fram með því að nota bara hihglighter í andlitið – bara ljómi, engir skuggar. En ég efast reyndar um að það séu margir sem muni hvíla sólarpúðrið sitt á móti en þá er alltaf náttúrulegra að nota kremkennda förðunarvöru í skygginar því það blandast betur saman og þið getið líka blandað ljómanum yfir skygginguna svo hún er minna sýnileg.

Persónulega elska ég þessa áferð mér finnst ljómi svo heilbrigður og mér finnst hann draga fram náttúrulega fegurð húðarinnar minnar því ljóminn ýtir undir útgeislun húðarinnar og það er aldrei ókostur.

strobe6

L.A. Lights Blendable Lip & Cheek Color Stick frá Smashbox í litnum Hollywood & Highlight

Hér sjáið þið mína uppáhalds Strobe vöru í augnablikinu. Þetta er stifti sem ég bara maka yfir allt andlitið en legg áherslu á þau svæði andlitisins sem standa út, ofan á kinnbeinin, á ennið, niður eftir nefinu og í kringum varirnar. Svo nota ég bara svamp – t.d. þann sem er aftan á stiftinu til þess að blanda ljómanum saman við undirstöðuna.

strobe3

Svo þessa dagana er ég voðalega mikið svona ég set létt litað dagkrem á húðina, fljótandi farða eða BB krem. Set svo bara aðeins dekkri kremaða formúlu undir kinnbeinin rétt svo og blanda svo vel saman við grunninn. Svo tek ég fram stiftið og ber það vel yfir alla húðina og nota svo svamp eða buffing bursta til að blanda fullkomna undirstöðu. Set á mig maskara og varasalva og ég er tilbúin. Stundum sleppi ég meirað segja maskaranum ég vil bara hafa náttúrulega áferð og heilbrigt útlit.

strobe5

Það þarf ekki að flækja farðanir dags daglega með ótalmörgum förðunarvörum en stundum þarf maður alls ekki margar. Hér er ég með 5 vörur – litað dagkrem, smá skyggingu, maskara, varasalva og ljómandi stifti. Hér er ein vara í aðalhlutverki sem fær að njóta sín. Strobe stiftið sem gefur ljómandi fallega áferð!

Fullkomin vara til að fela mánudagsþreytuna ;)

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Bjútítips: Sólarskysst húð með dökkum farða!

Estée LauderHúðMakeup ArtistMakeup TipsSS15

Ég veit það er algjörlega óskrifuð regla sem á ekki einu sinni að þurfa að segja upphátt með að maður eigi aldrei að nota of dökkan farða ekki einu sinni til að dekkja húðina aðeins… Ég hef alltaf hunsað aftari helming þessarar reglu enda er eina reglan sem mér finnst að konur eigi að fara eftir – að það séu engar reglur þegar kemur að förðun! Við eigum alfarið að gera það sem okkur líður best með ég sem förðunarfræðingur get eingöngu boðið uppá leiðsögn og sagt hvað mér finnst.

Mér þykir sérstaklega vænt um hvað bjúítips liðurinn hefur verið vinsæll meðal ykkar og ég legg mig þar af leiðandi bara enn meira fram við að koma með góð ráð sem geta nýst ykkur. Hann á að vera fastur liður á þriðjudögum en vegna anna undanfarið hef ég ekki náð að finna uppá neinu snilldarráði en nú er komin smá lægð í vinnutörn – loksins. Nú ætla ég að ráðleggja ykkur að nota dökka farða til að gefa húðinni sólkyssta áferð… já ég er svona skrítin ;)

En þetta virkar ég lofa því – sjáið bara muninn á mér fyrir og eftir…

bjútítipssól11

Það er þó smá sem þarf að hafa í huga þegar dekkri farði er notaður svo ég ætla að fara yfir þetta með ykkur skref fyrir skref og segja ykkur frá vörunum sem ég valdi að nota í færsluna en þær eru að sjálfsögðu frá Estée Lauder í stíl við þemavikuna sem er nú í gangi…

bjútítipssól10
Illuminating Perfecting Primer – Double Wear All-Day Glow BB SPF30 – Double Wear Brush-On Glow BB

Hér fyrir ofan sjáið þið vörurnar sem ég notaði. Þar sem ég er að fara að ráðleggja ykkur er að velja lit af farða eða stafrófskremi sem ég geri í þessu tilfelli sem er einum tóni dekkri en sá sem þið mynduð annars nota. Oft er líka bara gott að eiga tvo liti af farðanum ykkar, ljósan sem hentar ykkur yfir veturinn og svo dökkan í sama litatón sem þið getið notað til að dekkja ykkar farða á sumrin. Svo þá til að ná þessu bjútítipsi getið þið bara sett aðeins meira af dökka litnum en þið eruð vanar útí þann ljósa. Ég nota ljóma til að móta húðina með þessum dökka farða til að draga úr hættu á því að andlitið mitt verði flatt og óspennandi þess vegna byrja ég á því að setja ljómandi primerinn undir á hreina húð. Hann er léttur og gelkenndur og það dreifist mjög fallega úr honum og hann gefur húðinni náttúrúlegan ljóma.

bjútítipssól9

Hér er ég með tandurhreina húð og fallega ljósa nánast gegnsæja húðlitinn minn og primerinn. Þið sjáið auðvitað lítið sem ekkert af primernum því hann er alveg glær en hann skýn fallega í gegnum farðann í sólarljósi.

bjútítipssól7

Næst er það BB Glow kremið, sjálf nota ég lit nr. 1 en hér er ég með lit nr. 2. Það sem er þó mikilvægt að passa uppá er að velja sér réttan litatón, ég er með gulan undirtón í húðinni og vel mér því gultóna grunnförðunarvörur. Við erum nú langflestar með gulan undirtón en það er algengast að rauðhærðar konur séu með rauðan undirtón í húðinni.

bjútítipssól6

Ég nota Buffing burstann frá Real Techniques til að dreifa fullkomlega úr kreminu. Ég nota bara örlítið af kreminu og vinn það alveg svakalega vel með hringlaga hreyfingum yfir alla húðina. Af því ég er með svo dökkan grunn er jafnvel mikilvægara en áður að passa uppá að fara með kremið útá eyrun, niður eftir hálsinum (ég dekki hann svo eftir á með sólarpúðri) og útað hárlínunni. Mér finnst mér hafa tekist ágætlega til en maður getur þó alltaf gert aðeins betur… En nú er undirstaðan komin, en að sjálfsögðu er ég með mjög sólkyssta og fína húð núna í takt við freknurnar sem eru nú mættar í öllu sínu veldi en andlitið er samt frekar svona flatt ef þið skiljið mig…

Þá færum við okkur að því allra mikilvægasta og það er mótun andlitsins með ljóma til að gefa andlitinu náttúrulegri ásýnd en samt að halda í þennan sólkyssta lit.

bjútítipssól4

Þá er enn einu sinni komið að stríðsmálningunni.. Hana framkvæmi ég með BB Glow pennanum sem er svona ljómapenni sem hylur samt líka alveg ágætlega, alla vega gefur hann bara mjög náttúrulega og fína þekju sem ég kann að meta við þetta tilefni. Ég ber hann á með pennanum sjálfum á þá staði andlitsins sem standa fram, svo andlitið nái í ljómann á þau svæði húðarinnar sem myndu alltaf fanga sólarljósið fyrst. Svo hér sjáið þið hvernig ég set hann á andlitið og alltaf er ég húkkt þá þessum ljómandi þríhyrningum sem ég set undir augun sem ég sýndi ykkur ekki fyrir svo löngu síðan.

bjútítipssól3

Svo gríp ég fram blöndunarbursta sem er í öllum tilfellum Setting burstinn frá Real Techniques, það kemst bara enginn nálægt honum. Með léttum strokum og hringlaga hreyfinum þá blanda ég ljómanum og BB kremnu saman til að fá áferðafallega og náttúrulega blöndun. Það er svo auðvelt að bæta bara smá ljóma á þau svæði sem þið viljið bara svona aðeins til að móta andlitið á náttúrulea vegu. Hér er ég ekki með neitt púðurkyns bara dökka BB kremið og ljómandi hyljarann. Sjálf elska ég þegar mér tekst að móta andlitið með þessum tveim grunnförðunarvörum því mér finnst skygging alltaf verða fallegri þegar hún er gerð með svona blautum förðunarvörum – náttúrulegt er best – það segi ég alla vega!

bjútítipssól

Svo er bara næsta skref að setja smá í kinnarnar, maskara, varasalva og mögulega litað augabrúnagel, það myndi ég alla vega gera.

Sólkysst húð með alltof dökkum farða – þetta hljómar aðeins betur núna þegar ég er búin að fara svona myndrænt yfir þetta með ykkur. Ég get alla vega samt sagt ykkur það að það mikilvægasta í þessu er lokablöndunin, þið vitið ekki hvað mér leið illa þarna á milli þess sem BB kremið var komið á og áður en ljóminn fór yfir – mér leið ekkert sérlega vel með grímuna mína en ljóminn gerði kraftaverk eins og þið sjáið vel á þessum myndum :)

Vantar ykkur eitthvað tips, eða ráð um hvernig er hægt að gera eitthvað á einfaldan og þægilegan hátt – endilega sendið inn beiðnir fyrir næstu bjútítips hér í athugasemdum – mér þykir líka bara alltaf voðalega vænt um að heyra frá ykkur.

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér  fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. Engin greiðsla er þegin frá Estée Lauder fyrir þemavikuna – mín eigin hugmynd og framkvæmd :)

Trend: ljómandi húð

Bobbi BrownÉg Mæli MeðFyrir eldri húðHúðMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minniTrend

Það er eitt förðunartrend sem að mínu mati ætti aldrei að fara úr tísku en það er ljómandi húð. Ég segi það og skrifa af því að ljóminn er eitt það besta sem dregur úr einu helsta öldrunareinkenni húðarinnar en það er þreyta og þreytulegt yfirborð húðarinnar. Ég veit ég tala mikið og skrifa um ljóma en ég trúi því og veit af fenginni reynslu að þetta er ráð sem virkar, hvort sem það er ljómi sem við fáum með hjálp förðunar eða snyrtivara. Í húðvörum sem eru hannaðar með það í huga að draga úr fyrstu einkennum öldrunar eru alltaf efni sem eiga að draga fram okkar innri ljóma. Ég kynntist nýlega einni vöru sem var að koma á markað hér á Íslandi sem er með einmitt það að höfuðmarkmiði og ætti að heilla þær sem eru eins og ég heillaðar af ljóma…

Ljóma getur verið töluvert einfalt að ná með hjálp ljómandi förðunarvara eins og highlightera eða sanseraðra augnskugga en þá er oft byggt ofan á förðun sem er nú til fyrir. Hins vegar töpum við okkar náttúrlega ljóma smám saman með aldrinum. Ein af nýjustu vörunum á íslenskan snyrtivörumarkað er glæsileg ljómagrunnförðunarvara frá konunni sem að mínu mati trónir efst á lista yfir þá sem hanna flottustu grunnförðunarvörurnar og það er meistari Bobbi Brown. Ég hreinlega elska grunnvörurnar hennar og ég hef ekki enn kynnst vöru úr þeim flokki sem ég kann ekki að meta frá fyrstu kynnum.

Nýjasta varan frá merkinu er hreint út sagt glæsileg og hún nefnist Illuminizing Moisture Balm og fæst nú hjá Bobbi Brown á Íslandi í Hagkaup Smáralind og Lyf og Heilsu Kringlunni. Ég hoppaði hæð mína þegar ég fékk mitt sýnishorn og fór beint heim og prófaði. Nú er komin vika síðan ég fékk kremið fyrst og daglega síðan ég prófaði það fyrst hefur mér verið hrósað fyrir ljómann í húðinni minni. Ok ég veit ég er ólétt en kommon það byrjuðu allir að hrósa mér þegar ég byrjaði að nota kremið – það vissi enginn af krílinu.

luminizingbalm

Varan kemur á markað með línu frá merkinu sem nefnist Illuminating Nudes og er fyrsta lína ársins frá Bobbi Brown. Þetta er sú vara sem mér þykir standa fremst af þeim sem koma í línunni sem eru m.a. glossar, lituð augabrúnagel og nýjir litir af CC kremunum. Nú er ég líka búin að vera að grúska í þessu kremi og lesa mér vel til um það þar sem þið munið finna smá umsögn um það í Reykjavík Makeup Journal sem kemur út eftir bara nokkra daga.

Það sem kremið gerir er að það gefur húðinni mikinn raka. Ég þurfti smá að átta mig á því hvernig best væri fyrir mig að nota það. Ég vildi ekki að þurra húðin mín myndi drekka ljómann í sig með rakanum svo ég byrja á því að nota rakaserum, svo set ég á mig létt rakakrem sem fer hratt inní húðina, svo set ég Illuminating Moisture Balm og leyfi því að jafna sig á húðinni áður en ég farða ofan á. Þannig finnst mér ég vera komin með hinn fullkomna grunn til að farða ofan á. Húðin mín fær frábæra næringu allan daginn og hún ljómar – en ég tek fram að þetta geri ég því ég er með þurra húð ef þið eruð ekki með húð eins og ég ættuð þið að sleppa létta rakanum sem ég bæti inní húðrútínuna.

Kremið er með ljómandi áferð en hún er þó mjög væg, það sem kremið leitast helst við að gera er að styrkja okkar innri ljóma og færa hann fram á yfirborðið. Kremið gefur húðinni ótrúlega mikið búst þegar kemur að útgeislun og þó ég sé vön því að vilja prófa vörur talsvert lengur þá sé ég strax að hér er á ferðinni vara sem virkar en auk þess hef ég það mikið traust á Bobbi að ég veit að vörurnar hennar skila þeim árangri sem þeim er ætlað. Hér er vara sem færir okkar innri fegurð fram á yfirborð með því að draga fram ljómann sem býr innra með okkur öllum og gefur okkur smá auka ljómabúst um leið.

Þetta er virkilega flott vara sem kemur á hárréttum tíma – þegar við íslensku konurnar þurfum smá ljóma til að losa okkur við skammdegisþreytuna sem herjar sífellt harðar á okkur. Svo er kremið fullkominn undirbúningur fyrir vorið og aukna ljómann sem umlykur okkur þegar von um sól og sumaryl verður sterkari með hverjum deginum. Sannarlega vara sem er þess virði að skoða.

Ég mæli svo að sjálfsögðu með því að þið smellið á like á síðu Bobbi Brown hér á Íslandi til að fá að vita um allt sem er á seyði hjá þessu flotta vörumerki – BOBBI BROWN SNYRTIVÖRUR.

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Vorlínur #15: Guerlain

FallegtGuerlainmakeupNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Nú er ég búin að vera voðalega mikið föst við tölvuna að skrifa um snyrtivörur – bæði klassískar og nýjungar fyrir Reykjavík Makeup Journal. Eitt af því sem ég var hvað spenntust fyrir að skoða og að fá að vita meira um eru vorlínur merkjanna sem verða fáanlegar hér á Íslandi. Ég elska að skoða lúkk frá merkjunum og lesa mér til um innblástur – pælingar á bakvið liti og vörur og ég heillast mjög auðveldlega. Ég ætla á blogginu að sýna ykkur vorlínurnar og vonandi fæ ég að sýna ykkur lúkk með mörgum þeirra – ég ætla að byrja á því að sýna ykkur eina af mínum uppáhalds línum fyrir vorið. Línan er sú sem stendur svolítið frá öðrum því hún virðist kannski frekar einföld en ég heillast sérstaklega af andlitsvörunum og glóðinni sem einkennir línuna og heildarlúkkið sem einkennir vörulínuna – ljómi, ljómi, ljómi! Þið vitið hvað ég er hrifin af ljóma :)

Hér sjáið þið vörurnar úr línunni frá Guerlain sem í ár nefnist Les Tendres

guerlainvor Kiss Kiss Shaping Lip Colour í litnum Rosy Silk – Volume Creating Curl Sculpting Mascara – Nail Lacquer í litnum Baby Rose – Météorites Baby Glow – Écrin 4 Couleurs augnskuggapalletta í litnum Les Nuees – Météorites Compact Powder.

Ég valdi svona nokkrar vörur til að sýna ykkur – svo á ég reyndar eftir að fara að skoða línuna og pota aðeins í hana. Ég hef reyndar alltaf verið hrifin af augnskuggunum frá merkinu og ég heillast mikið af þessari litapallettu sem er hér fyrir ofan. Litirnir eru auðvitað bara flottir fyrir konur með blá/grá augu og svo er önnur sem hentar meira þeim sem eru með græn augu en við með brúnu getum bara valið hvor okkur finnst flottari. Météorites púðrið er svo líka bara flott og eins og ég hef sagt áður þá elska ég ilminn af þeim púðrum – það eru líka perlur í línunni sem koma í mjög flottu boxi. Varan sem ég er þó langspenntust fyrir er Baby Glow ljóminn – bleika túpan í miðjunni – þessa verð ég að eignast þetta var ást við fyrstu sýn – fyrstu sýn á netinu ;)

Þetta er virkilega vel heppnuð lína sem byggir að miklu leiti til á innblástri frá þeirra vinsælustu vörum sem eru m.a. Météorites púðrin. Púðrin eru svona legendary förðunarvörur sem mér finnst að allar konur þurfi að prófa. Þau gefa þennan mikla ljóma, fallegan og frísklegan lit sem gefur húðinni svo sannarlega ómótstæðilegan vorljóma – nú þurfum við bara að fá vorið formlega í veðráttuna okkar og þá verður þetta allt fullkomið. Vonandi næ ég svo að sýna ykkur vörurnar í eigin persónu innan skamms.

Hlakka til að skoða þessa línu betur núna um helgina en hún er komin í verslanir og fæst nú á sölustöðum Guerlain t.d. Hagkaup og Lyf og Heilsa Kringlu :)

EH

Gæði og verð fara ekki endilega saman

Ég Mæli MeðGoshNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Gæði og verð fara ekki endilega saman… – þetta hef ég oft og mörgum sinnum sagt og ég leyfi hverjum sem er að hafa þessi orð eftir mér. Þegar ég prófa nýjar snyrtivörur reyni ég eftir fremsta megni að horfa á þær með hlutlausum augum. Ég skrifa aldrei útfrá verði eða merkjum heldur eingöngu hvernig ég upplifi hverja vöru fyrir sig. Nú hugsa eflaust margar afhverju ég lofa þá allar vörur sem ég skrifa um en svarið er einfalt ég er heilluð af snyrti- og förðunarvörum og ég einmitt met hverja vöru fyrir það sem hún stendur fyrir en ekki endilega hæpið í kringum hana. Annað er að vörurnar sem ég skrifa um á síðunni minni eru allt vörur sem ég myndi sjálf mæla með og ég hef góða reynslu af – annars myndi ég ekki skrifa um hana.

Mig langaði aðeins að skrifa þessi orð hér fyrir ofan áður en ég kæmi mér að því sem ég vildi skrifa um sem er sú snyrtivara sem er ein af þeim sem hefur komið mér mest á óvart á síðustu vikum. Varan er líka það CC krem sem hefur komið mér langmest á óvart þrátt fyrir að ver mögulega ekki þetta típíska CC krem.

Gosh er danskt merki sem ég þekki ekki beint alveg út og inn. Ég hef þó á undanförnum árum kynnst því nokkuð vel. Fyrir stuttu síðan fékk ég sent sýnishorn af nýju CC kremi frá merkinu – ég var samstundis ástfangin. Umbúðirnar eru ekki beint eitthvað sem ég veit að margar myndu laðast að – kannski af því þær grípa ekki beint augað – þær falla meira bara inní. En ekki láta einfaldar umbúðir blekkja því ég hef eiginlega lært það að því einfaldari umbúðir þeim mun meiri gæði eru í innihaldi þeirra.

Í allt sumar hef ég notað fátt annað en CC krem á húðina mína. CC kremin finnast mér léttari og náttúrulegri en BB kremin sem henta að mínu mati kannski aðeins betur fyrir veturna nema þau séu sérstaklega hugsuð til sumarnotkunar (há SPF eða ljómi). CC kremið frá Gosh er ofurþunnt og það í raun myndar fallega húð yfir minni húð og fullkomnar gjörsamlega áferð húðarinnar. Mín húð er ekki búin að vera uppá sitt besta þar sem ég er að vinna í því að djúphreinsa hana vel og þá koma alls kyns óhreinindi upp. Svo síðustu vikur hefur húðin einkennst af skemmtilegum rauðum lýtum. Þegar ég er með þetta CC krem þá gleymi ég lýtunum því það er eins og þau hverfi.

04CC_Cream_SandNE1299

Kremið er ofurþunnt og gefur fallegan ljóma (ég féll því fyrir áferðinni samstundis!). Það gefur miðlungsþekju sem er einfalt að þétta með því að setja fleiri umferðir af kreminu. Ég elska þegar grunnförðunarvörur eins og CC kremin eru létt – þau eru það nú yfirleitt öll. En það gerir það að verkum að förðunin verður mun náttúrulegri þar sem það er ekki þykkt lag af grunnfarða á húðinni. Þá gefa nefninlega förðunarvörurnar sem koma ofan á mun náttúrulegri áferð á húðina en klessast ekki til. Heildarförðunin mín er alltaf flott með þessu CC kremi.

Á myndinni sem þið sjáið hér er ég t.d. með þetta CC krem – áferðin á húðinni er nánast lýtalaus með kreminu en ég er líka með smá hyljara í kringum augu og nef eins og ég geri venjulega.

goshcckrem

Svo eins og ég byrja þessa færslu á – gæði og verð fara ekki alltaf saman saman – þó að vara sé dýr þýðir það ekki endilega að hún sé betri en sambærilegar ódýrari vörur – yfirleitt þýðir það að ódýrari varan kemur bara í ódýrari pakkningum. Ég er samt alls ekki að segja að dýrar snyrtivörur sé verri en þær ódýrari bara að hvetja ykkur til að vera með gott bland af vörum í snyrtibuddunni :)

Gosh CC krem er krem sem ég mæli eindregið með – þetta er í uppáhaldi þessa dagana og verður það á næstunni líka. Þið sjáið þetta á topplistanum mínum fyrir júlí sem birtist nú á næstu dögum og þið munið líka sjá þá á Topp 10 CC krema listanum sem er í vinnslu – þetta verður ofarlega ;)

EH

CC kremið sem ég skrifa um hér fékk ég sent sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

Ljómandi merkjavara

BrúðkaupChanelÉg Mæli MeðFarðarHúðmakeupMakeup ArtistNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Ég verð að segja ykkur frá nýjustu ástinni minni í fljótandi förðum. Ég auðvitað eins og alþjóð veit elska þegar farðar gefa húðinni minni náttúrulegan ljóma. Að mínu mati kemur venjulega fallegasta þannig áferðin frá léttum fljótandi förðum. Annað sem ég kann að meta með fljótandi farða er að þeir henta öllum húðtýpum þetta er bara allt spurning með áferðina sem þeir gefa. Fljótandi farðar eru svo léttir og falla vel saman við húðina svo þeir verða nánast ósýnilegir eða mynda örþunna filmu yfir húðina. Þó svo ég elski ljómann þá er líka til fullt af fallegum fljótandi förðum sem gefa matta áferð án þess að vera þykkir. Ég er einmitt að vinna í því að setja saman topp 10 lista yfir uppáhalds fljótandi farðana mína sem mun birtast hér innan skamms. Ég lofa að listinn verður ekki fullur af ljómandi förðum heldur mun vera eitthvað fyrir alla þar.

Þegar ég tala um að fljótandi farðar henti öllum húðtýpum þá er það af fenginni reynslu minni sem förðunarfræðing. Kremfarðar eru mjög rakamiklir og geta því verið of þykkir og þar af leiðandi óþæginlegir fyrir blandaða/olíumikla húð. Svo eru það púðurfarðanir sem geta verið of mattir fyrir þurra húð og þurrkað hana enn meira upp. En léttu fljótandi farðanir eru einhvern veginn mitt á milli þegar kemur að þessu.

En nýjasta fljótandi farðann í snyrtibuddunni sjáið þið hér fyrir neðan – merkjavara eins og ég skíri færsluna enda Chanel farði.

ljómandichanel6

Perfection Lumiére Velvet – nafnið segir allt sem segja þarf. Farðinn er óneitanlega einn sá fallegasti sem ég hef augum litið og hann hefur verið í mikilli notkun síðan ég fékk hann í hendurnar. Einn helsti kosturinn við hann er hvað hann gerir litarhaft húðarinnar fallegt án þess að draga algjörlega úr karaktereinkennum húðarinnar. Svona ljómandi farðar eru skyldueign kvenna með freknur sem þær vilja ekki fela.

Í lýsingu sem ég fékk með farðanum segir að það eigi að bera hann á með höndunum til að virkja eiginleika farðans. Ég hef bæði prófað það og að bera hann líka á með uppáhalds Expert Face Brush það virkar líka vel en ég vinn hann vel saman við húðina með hringlaga hreyfingum og húðin fær þennan fallega ljóma og flauelsmjúka áferð.

ljómandichanel5

Hér sjáið þið áferðina á húðinni á handabakinu mínu. Áferðin sem kemur á hendina er dáldið perlukennd að mínu mati. En það er meiri birta á handabakinu öðru megin og því sést ekki alveg nógu vel liturinn hinum megin. Þarf að passa betur uppá þetta til að þið sjáið vel fyrir og eftir muninn :)

Hér er svo húðin mín með farðanum. Fyrst í dagsbirtu og með flassi…

ljómandichanel4

og hér í stofulýsingu og í flassi…

ljómandichanel3

Á myndunum er ég bara með farðann sem undirstöðu. Enginn primer og enginn hyljari. Það eru rauðir flekkir á nokkrum stöðum sem farðinn dregur þó furðu vel úr og ljóminn í húðinni sem kemur í kringum augun endurkastar birtunni frá flassinu fallega frá sér og eyðir út svarta leiðinlega litnum undir augunum.

Þetta er farði sem ég mæli eindregið með og er tilvalin fyrir brúðarfarðanir og þegar tilefni er til að leyfa húðinni að ljóma. Mér finnst ljómandi farðar líka ákveðið búst fyrir húð sem er með gráum undirtón eftir ömurlegt grámyglu veður síðustu vikur hér á landi.

Ég er ekki með verðið á hreinu en þetta er mögulega farði sem ætti að vera á tékklistanum ykkar næst þegar það er Tax Free í verslunum Hagkaupa. Mögulega gætuð þið líka fengið að prófa farðann í verslununum þar sem hann fæst og séð hvernig hann kemur út á ykkar húð. Það er gott að hafa í huga að þegar þið notið fljótandi farða þá er nauðsynlegt að hrista hann ótrúlega vel því þeir skiljast stundum í umbúðunum.

EH

Farðann sem ég nota í þessari færslu fékk ég sent sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

p.s. fylgist með í kvöld þegar ég starta fyrstu af mörgum þemafærslum sem eru væntanlegar. Mig hefur lengi langað að gera almennilegar færslur um einkenni tímabilafarðana. Fyrst tek ég fyrir 20’s farðanir og samhliða færslunum ætla ég að gera farðanir eftir mig innblásnar af einkennum tímabilsins. Hér er smá sneak peek sem ég birti á Instagram í gær @ernahrund.

Screen Shot 2014-07-01 at 3.26.25 PM