*Færslan er unnin í samstarfi með Chanel á Íslandi
Halló!
Það fer að styttast í jólahlaðborðin, jólaboðin og hátíðarglamúrinn. Ég ætla að reyna vera dugleg að deila með ykkur sniðugum hugmyndum af förðunum fyrir hátíðirnar og þegar ég farða mig. Hátíðarlína Chanel var að koma í verslanir og ég varð að leika mér aðeins með þessar nýju fallegu vörur. Ég er gjörsamlega ástfangin af þessari línu. Mér finnst Chanel koma alltaf með svo vandaðar og úthugsaðar förðunarlínur. Það er hægt að nota allt saman eða í sitthvoru lagi. Litirnir eru hlýjir og er rauður áberandi, í stíl við hátíðirnar.
Hátíðarlínan inniheldur augnskuggapallettu með fjórum shimmer augnskuggum, stakan vínrauðan mattan augnskugga, tvo rauða varaliti, tvö naglökk, augnblýant og síðast enn alls ekki síst, gullfallegt ljómapúður (highlighter). Þessi förðunarlína er dásamleg og mæli ég innilega með einhverjum af þessum vörum í jólagjöf. Chanel er algjör klassík og gaman að eiga eitthvað sem kemur einungis í takmörkuðu upplagi. Mér finnst til dæmis sérstaklega falleg gjöf að gefa einn rauðan varalit og ljómapúðrið.
Gullfallegur djúpvínrauður mattur augnskuggi sem dregur fram hvaða augnlit sem er að mínu mati, sérstaklega fyrir þá sem eru með græn augu. Þessi augnskuggi er fullkominn til þess að skyggja með hinum shimmer augnskuggunum eða fyrir fallegt smokey. Chanel er líka alltaf með öll smáatriði á hreinu og má sjá litla chanel merkið í miðjunni á augnskugganum.
Þessi palletta er tryllt og er hægt að nota alla litina sér eða blanda þeim sama. Litaúrvalið er einstaklega fallegt og er hægt að gera hversdagsförðun en einnig kvöldförðun. Ég notaði ljósasta litinn sem er hefst til hægri yfir allt augnlokið, sem er til dæmis fallegur hversdags augnskuggi. Þetta er svo fallegur augnskuggi sem endurspeglast þegar skín á hann ljós. Þið getið séð augnskuggann á myndinni hér fyrir neðan.
Ég setti nýja ljómapúðrið yfir kinnbeinin, nefið og fyrir ofan vörina. Húðin var ótrúlega fersk og falleg!
Takk fyrir að lesa xx
Guðrún Helga Sørtveit
Skrifa Innlegg