fbpx

LJÓMANDI YFIR HÁTÍÐIRNAR

GÓÐ RÁÐSNYRTIVÖRUR

Halló!

Þriðji í aðventu í dag og jólin að nálgast. Mig langaði að deila með ykkur nokkrum vörum sem eru einstaklega fallegar yfir hátíðirnir og bara allt árið í kring. Þessi vara er líkamsljómi og finnst mér persónulega ótrúlega mikilvægt að setja ljóma á bringuna til dæmis ef maður er farðaður, það setur punktinn yfir i-ið og dregur heildarlúkkið saman. Líkamsljómi myndast líka ótrúlega vel og einstaklega fallegt á þessum tíma árs þegar allt er svo dimmt. Ég tók saman nokkrar mismunandi líkamsljóma sem ég mæli með. Kosturinn líka við svona vöru er að maður á hana lengi því maður notar lítið í einu og er kannski ekki dagsdaglega með líkamsljóma eða allavega ekki ég (I wish though).

Tips:

1 .Ég mæli með byrja á að setja minna heldur en meira og nota förðunarbursta eða brúnkukremshanska til að fá sem fallegustu áferðina.

2. Það er líka sniðugt að setja smá body lotion áður ef maður er með mjög þurra húð.

3. Ef þið viljið fá extra mikinn ljóma þá er hægt að setja ljómapúður (highlighter) yfir líkamsljómann.

GOOD GIRL BY CORLINA HERRERA Leg Elixir

Ljómi fyrir fæturnar en má alveg nota á annars staðar á líkamanum. Þetta er ljómi sem gefur einnig frá sér Good Girl ilminn frá Carolina Herrera. Þannig það má að segja að þetta sé tveir fyrir einn. Það kemur ótrúlega fallegur ljómi af þessari vöru og ilmurinn er dásamlegur.

CHANEL N°5 Sparkling Body Gel

Þetta er algjör lúxus líkamsljómi og eitthvað sem maður verður að hafa uppá snyrtiborði svo það njóti sín sem best. Þetta er líkamsljóminn frá Chanel sem gefur frá sér ilminn Chanel N°5. Sá ilmur er ótrúlega klassískur en mér finnst hann samt alls ekki yfirgnæfandi. Ljóminn er ótrúlega mildur og fallegur á líkamnum.

Becca Cosmetics Glow Body Stick

Ljómastifti fyrir líkamann sem ég er búin að nota endalaust. Þetta gefur ótrúlega fallegan ljóma og auðvelt í notkun. Það er líka einstaklega þægilegt að ferðast með þetta, auðvelt að grípa í og setja yfir bringu og fætur. Mér finnst best að blanda þessari vöru síðan með bursta til að fá fallegustu áferðina.

NIP+FAB Tan Glow Getter Oil

Þetta er olía sem gefur þennan fallega sumarljóma og raka. Þetta er einstaklega fallegt yfir líkamann þegar maður er búin að setja brúnkukrem á sig.

Vonandi hjálpaði þetta ykkur sem eruð að leita af líkamsljóma fyrir hátíðirnar og auðvitað hægt að nota þetta allan ársins hring!

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

FARÐI SEM ÉG VERÐ ALLTAF AÐ EIGA

Skrifa Innlegg