fbpx

GLEÐILEGA HÁTÍÐ: JÓLADRESS OG FÖRÐUN

FÖRÐUNLÍFIÐSNYRTIVÖRURTÍSKA
*Vörurnar sem eru merktar með * fékk greinahöfundur í gegnum samstarf/gjöf

Halló!

Gleðilega hátíð og vonandi eru þið búin að hafa það sem allra best yfir hátíðirnar. Ég er svo sannarlega búin að vera njóta með mínu fólki yfir hátíðirnar, þetta er akkúrat slökunin sem ég þurfti. Það er svo mikil ró yfir öllu finnst mér.

Þetta eru seinustu jólin okkar bara við tvö, bara ég og Steinar en á næsta ári verðum við þrjú. Mér finnst það svo óraunverulegt og hlakka svo til. Ég er alveg einstaklega þakklát þessi jól en þetta eru búin að vera ótrúlega skrítin jól, jólabarnið ég er lítið búin að vera pæla í þeim. Það er bara svo mikil spenna fyrir næstu mánuðum og finnst mér ég eiga eftir að gera allt. Það eru rúmlega fimm vikur í settan dag, þannig við ætlum að nýta seinustu daga ársins til að setja allt saman og græja. Ég er komin í mikla hreiðursgerð en mig langar að þrífa allt hátt og lágt, gera allt tilbúið.

Mig langaði líka að deila með ykkur jóladressinu mínu en ég er svo ótrúlega ánægð með þennan gullfallega kjól sem ég fékk í gegnum samstarf* hjá henni Hildi í Yeoman. Hún er algjör snillingur og kann svo sannarlega að hanna fallegar flíkur.

Ég er búin að vera í sama dressinu nánast alla meðgönguna, þannig mér leið svo vel í þessum fallega kjól. Þetta er þægilegasti jólakjóll sem ég hef átt, ég þurfti ekki einu sinni að skipta yfir í þægilegri föt því þessi kjóll er svo þægilegur. Þannig ef þið eruð að leita ykkur af fallegum áramótakjól eða bara fallegum kjól yfir höfuð þá mæli innilega með að kíkja í Yeoman. Mig langar að vera í honum alla daga núna.. og mun örugglega gera það haha.

Helstu vörurnar sem ég notaði:

Becca Cosmetics – Blushed Copper: Þetta er highlighter eða kinnalitur sem er ætlaður fyrir dökka húð og er ótrúlega fallegur. Mér finnst hann samt líka mjög fallegur ef maður notar pínu lítið í einu á ljósa húð en þá fær maður þetta “bronze glow”. Mér finnst kinnarnar manns verða svo ferskar og fallegar.

Esteé Lauder Double wear instant Concealer*: Æðislegur hyljari sem ég er búin að vera nota seinustu mánuði. Hann er með tvær hliðar, einn til að gefa raka og grunna augun fyrir hyljarann og síðan á hinum endanum er hyljari. Með því að hafa grunn sem gefur raka þá getur það komið í veg fyrir fínar línur og hyljarinn helst á lengur.

Becca Cosmetics Back Light Priming Filter*: Æðislegur rakagrunnur sem gefur fallegan ljóma, raka og heldur farðanum öllu á sínum stað.

Maybelline Ultra Slim Defining Eyebrow pencil*: Ég fæ oft spurningar hvaða vörur ég nota í augabrúnirnar mínar en ég er búin að nota þennan augabrúnablýant frá Maybelline núna í meira en ár og mæli með. Blýanturinn er mjór og fíngerður og nær því að móta augabrúnirnar vel.

Duos & trios: Augnhárin sem ég nota alltaf og gæti ekki verið án þegar ég er að gera mig fínt til.

Chanel Soleil Tan De Chanel*: Krem bronzer sem gefur fallega hlýju í andlitið.

Real Techniques Brush Crush 004 Contour*: Þennan bursta er ég búin að vera nota í kinnalit eða til þess að skyggja. Ég er ekki mikið fyrir að skyggja andlitið en geri það stundum ef ég vil vera extra fín.

 

Vonandi hafið þið sem allra best yfir hátíðirnar og njótið með ykkar fólki xx 

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

5 FALLEGIR RAUÐIR VARALITIR FYRIR HÁTÍÐIRNAR

Skrifa Innlegg