fbpx

NÝTT Í SNYRTIBUDDUNNI

SNYRTIVÖRUR

Halló!

Ég er nýkomin heim frá Madrid og er að vinna í færslu um ferðina, sem ég hlakka mikið til að deila með ykkur! Mig langar hinsvegar núna að deila með ykkur nokkrum gullfallegum snyrtivörum sem ég keypti mér á Spáni í Sephora. Þetta eru vörur frá Charlotte Tilbury og er ég búin að vera aðdáandi í langan tíma núna. Þessar snyrtivörur eru mjög mikið minn stíll og það er ekki oft sem mig langar bókstaflega í ALLT frá einu merki. Ég ákvað að kaupa mér nokkrar vörur en þessar vörur fást einungis á netinu eða sérverslunum erlendis, eins og Sephora. Það var svo gaman að geta loksins potað og prófað þessar vörur.

Vörurnar sem ég keypti voru Charlotte’s Magic Cream, Beauty Light Wand í litnum Spotlight og Peachgasam og Airblush Flawless Finish. Þessar vörur fylla í öll box hjá mér en gæðin er ótrúleg, áferðin gullfalleg og pakkningarnar eru æðislegar!

Charlotte’s Magic Cream

“I never do makeup without it” – Charlotte Tilbury

Ég ákvað eftir mikla umhugsun að kaupa mér dagkremið frá henni. Þetta krem inniheldur fullt af flottum innihaldsefnum, líkt og hylauronic acid sem hjálpar til við að endurnýja húðina. Vitamín C og E en vitamin c hjálpar til við að birta húðina og jafna yfirborð húðarinnar. Vitamín E gefur raka og dregur úr þrota. Einnig inniheldur þetta krem aloe vera, shea butter og mörg önnur flott innihaldsefni sem gera húðinni gott. Þetta krem inniheldur SPF15 sem er ótrúlega mikilvægt, gefur 24 stunda raka og hefur unnið til margra verðlauna.

Ég er búin að vera nota þetta krem síðan að ég keypti það .. og vá þetta krem er æðislegt! Mér finnst ég finna bara mun á húðinni minni.

Airbrush Flawless Finish

Þetta púður er ótrúlega fínt og blandast því vel á húðina. Þetta á að gefa húðinni “airbrush” útlit en púðrið er gert úr örsmáum púður ögnum sem taka í burtu línur og annað. Einnig inniheldur púðrið rósavax og möndluolíu sem gefur húðinni raka yfir daginn. Þetta púður er ótrúlega fallegt á húðinni!

Beauty Light Wand

Charlotte Tilbury sem er andlit og eigandi fyrirtækisins vildi búa til þetta “Hollywood Glow” og bjó því til þessa vöru. Þetta er krem highlighter sem gefur gullfallegan náttúrulegan ljóma. Þessi highlighter er einn sá fallegasti sem ég hef átt! Í Victoria Secret Show-inu hérna um árið þá var einungis notaðar Charlotte Tilbury vörur og þótt ég sé ekki alveg sammála áherslum Victoria Secret Show, þá var förðunin æðisleg.

Hérna er ég svo með allar vörurnar á mér sem ég var að segja ykkur frá – ég er ótrúlega ánægð með þessi kaup!

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

SNYRTIVÖRUR FYRIR VERSLÓ

Skrifa Innlegg