fbpx

FÖRÐUNARLÍNA SEM ÞÚ VILT EKKI MISSA AF

SAMSTARFSNYRTIVÖRUR
*Þessi færsla er í samstarfi við Becca Cosmetics

Halló!

Ég er búin að bíða spennt eftir að deila þessari færslu með ykkur. Þið sem hafið lesið færslurnar mínar lengi eða fylgist með mér á mínum miðlum vitið eflaust hversu mikið ég held uppá förðunarmerkið Becca Cosmetics og hef ég oft skrifað um þær vörur hér. Núna er Becca Cosmetics að koma út með tryllta förðunarlínu og þessi förðunarlína byggð í kringum ein af þeirra vinsælustu ljómapúðrum (highlighter), Champange Pop. Becca Cosmetics er þekkt fyrir sín æðislegu ljómapúður og núna fóru þau skrefinu lengra. Þessi förðunarlína er ekki komin í verslanir en er væntanleg.

Champange Pop Collector’s Edition er nýjasta förðunarlínan þeirra og ein sú flottasta að mínu mati. Ég ætla fara með ykkur í gegnum hverja vöru fyrir sig sem er í þessari förðunarlínu. Umbúðirnar eru einstaklega fallegar og kemur þessi lína einungis í takmörkuðu magni.

Champange Pop Shimmering Skin Prefector Pressed Highlighter

Þetta er eitt af vinsælustu ljómapúðrunum frá Becca Cosmetics og má segja að þetta ljómapúður hafi komið þeim á kortið. Það er magnað hvað þessi einstaki litur fer mörgum húðtónum vel og er einstaklega fallegur á húðinni. Ef ég ætti að lýsa litnum þá er þetta ljós gylltur ferskjutóna litur með smá perlulit í. Það sem gerir ljómapúðrin frá Becca Cosmetics einstök er að púðrið hefur verið pressað fimm sinnum, eða sem sagt það er sett púður, vökvi, púður, vökvi og þetta gert fimm sinnum. Þess vegna fær maður þessa fallegu og náttúrulegu áferð sem líkist helst blautri áferð eða “wet look”.

Champange Pop Glow Dust Highlighter

Þetta er ný vara hjá þeim og er þetta laust ljómapúður sem ég er einstaklega spennt að prófa. Það er því auðveldara að stjórna þekjunni og hversu mikið maður vill af ljóma. Þetta er sami litur en örðuvísi formúla.

 

Champange Pop Glow Slik Highlighter Drops

Fljótandi ljómi sem hægt er að nota einn og sér eða með til dæmis ljómapúðrunum sem ég sagði ykkur frá hérna að ofan. Það er einnig hægt að blanda þessu við farða til að fá ljómandi útlit.

Champange Pop Glow Gloss

Fallegt gloss sem gefur vörunum ljóma og fallegan glans. Formúlan er mjög þægileg, ekki of klístruð og fallegt að setja gloss yfir aðra varaliti.

Champange Pop Glow Body Stick

 

Síðast en alls ekki síst er þetta ljómastifti sem ég er búin að vera ótrúlega spennt fyrir. Þessu er ætlað að nota á líkamann til þess að fá ljómandi útlit allsstaðar. Þetta kemur í ótrúlega þægilegu stift formi sem auðvelt er að blanda yfir líkamann. Mér finnst algjört lykil atriði að setja ljóma á bringuna og axlirnar ef maður er ljómandi í andlitinu, þá spilar andlitið og líkaminn meira saman.

Hérna eru síðan myndir úr herferðinni sem mér finnst einstaklega skemmtilegar en þarna er Champange Pop sýndur á mismunandi húðlitum.

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

NÝTT Í SNYRTIBUDDUNNI

Skrifa Innlegg