fbpx

MÖGNUÐ FORMÚLA FRÁ CHANEL

FÖRÐUNSAMSTARFSNYRTIVÖRUR
*Færslan er í samstarfi við Chanel

Halló og gleðilegt sumar! 

Það var að koma ný og sumarleg lína frá Chanel sem mig langar svo að segja ykkur frá. Þessi lína heitir LES BEIGES og innheldur augnskuggapallettu, litað vatnsgel, nærandi varalit og púður. Það var þó ein vara úr línunni sem stóð algjörlega uppúr hjá mér en það var Water Fresh Tint eða litaða vatnsgelið. Þessi vara er engu lík og hef ég aldrei prófað neitt í líkingu við þessa formúlu. Ég ákvað að prófa þessa vöru strax og ég fékk hana.. og vá hún stóðst allar væntingar. Mér finnst þessi vara mögnuð! Ég vissi eiginlega ekkert við hverju ég átti að búast því þetta er svo skrítin vara en hún kom mér svo sannarlega skemmtilega á óvart.

Umbúðirnar eru alltaf svo ótrúlega fallegar frá Chanel

Nærandi varalitur

Klassískt púður sem gott er að hafa með sér í veskinu til að púðra yfir daginn eða til að setja farðan

Þessi palletta inniheldur bæði matta liti og shimmer. Ég myndi segja að þetta væri fullkomin palletta í snyrtibudduna því litirnir eru mjög klassískir og stærðin á pallettunni æði til að ferðast með. Það er hægt að gera allt frá dagförðun yfir í kvöldförðun. Ég hlakka til að prófa mig áfram með hana.

Hversu falleg palletta?!

Síðan er það stjarnan! Water Fresh Tint eða vatnsgel með lit. Eins og sagði fyrir ofan þá kom þessi vara svo skemmtilega á óvart og veit ég að þessi vara verður mikið notuð í sumar. Ég er strax búin að nota hana á hverjum degi síðan ég fékk hana.

Formúlan minnir helst á vatn og farða sem er búið að “reyna” blanda saman. Það er eins og formúlan sé ekki alveg blönduð en um leið hún kemst í snertingu við húðina þá blandast gelið fallega við húðin. Þetta gefur raka, jafnar út húðlitinn og gefur þetta “no makeup, makeup look”. Húðin verður svo fallega ljómandi og fersk. Þetta er fullkomið fyrir sumarið þegar maður vill vera með létta förðun á sólríkum degi.

 

Hérna eru myndir sem ég tók fyrir og eftir. Myndir eru alveg óbreyttar þannig þið sjáið vonandi vöruna vel.

Síðan kláraði ég förðunina með hyljara, sólarpúðri og ljóma. Þessar myndir eru líka alveg óbreyttar.

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

FULLKOMLEGA ÓFULLKOMIÐ HÁR Á 5 MÍN

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Laufey Óskarsdóttir

  28. April 2019

  Heil og sæl – mjög falleg og náttúruleg föðrun. Langar að fá vita hvaða
  hyljara þú notaðir við verkið ?

  • Guðrún Sørtveit

   29. April 2019

   Takk fyrir <3 Ég notaði hyljara frá Clarins sem heitir Instant Light Concealer og hann er æði! Hann er ótrúlega léttur undir augun en gefur mjög góða þekju. Mæli með!