fbpx

NÁTTÚRULEGUR LJÓMI

FÖRÐUNGÓÐ RÁÐSNYRTIVÖRUR

Halló!

Sumarið er tíminn til þess að ljóma og gera húðina frísklega. Mig langaði að deila með ykkur mínum ráðum þegar kemur að ljómandi húð. Þið sem hafið fylgst með mér lengi og lesið bloggið reglulega vitið að ég elska ljóma og þá sérstaklega “náttúrulegan” ljóma.

RAKAKREM

Góður grunnur skiptir öllu máli og því mikilvægt að grunna húðina vel. Gott rakakrem sem gefur góðan raka og hentar þinni húð skiptir miklu máli þegar kemur að ljómandi húð. Ég mæli með að setja rakakrem 5-10 mín fyrir förðun.

LJÓMAGRUNNUR

Eins og ég sagði þá skiptir grunnurinn ótrúlega miklu máli og til þess að ná fram náttúrulegu ljómandi útliti þá er sniðugt að setja ljómagrunn undir farðann. Með því að nota ljómagrunn þá verður ljóminn en náttúrulegri og gefur þetta “glow with in” útlit.

FLJÓTANDI LJÓMAKREM

Til þess að ná fram náttúrulegum og fallegum ljóma þá mæli ég alltaf með að nota fljótandi ljómakrem eða stifti. Ljóminn verður svo náttúrulegur og fallegur á húðinni.

 

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

EINFALDUR EYELINER

Skrifa Innlegg