fbpx

EMRATA: INSPO

INSPO

HI!

Í bloggi dagsins ætlum við að kryfja stílinn hjá gyðjunni sjálfri, Emily Ratajkowski. Emily skaust upp á stjörnuhimininn í myndbandinu við lagið Blurred Lines og hefur verið eitt fremsta súpermódel heims eftir það. Það er einstaklega gaman að fylgjast með Emily sérstaklega þegar það kemur að förðun þar sem stíllinn hennar er einn sá eftirsóttasti nú til dags.

VARIR

Við verðum að byrja á því að tala um varirnar hennar. Þrýstnar og stórar varir sem hún heldur yfirleitt í nude tónum. Þrátt fyrir að hafa stórar varir þá gerir hún einnig smá skugga í kringum þær til að láta þær virðast enn þrýstnari. Hægt er að nota skyggingarpúður undir neðri vörina og rétt hjá efri varaboga til að ná fram slíku looki.

HÚÐIN

Emily er oftast með sólkyssta húð. Sett er mikið af bronzer undir kinnbein, á enni og aðeins yfir nefbrúnna til að ýta undir það look. Hún er einnig oft með „faux“ freknur rétt yfir nefið og aðeins undir augunum sem gefa förðuninni náttúrulegra útlit.

AUGUN

Emily er með möndlulaga augu og hún rokkar oftar en ekki soft smokey augnförðun. Hún hefur líka alltaf vel af augnskugga undir augunum. Hún heldur sig í neautral litum og er yfirleitt með dekkri skugga/eyeliner við ytri augnkrók sem er dreginn aðeins út að augabrún til að ýta undir möndlulaga formið á augunum hennar. Emily er oft með dökkan augnblýant í votlínu til að gefa augunum „sultry“ look. Það er ótrúlega fallegt að nota dökkbrúnan eyeliner í votlínu til að ná þessu looki.

AUGABRÚNIR

Hún hefur brúnirnar sínar oft mjög náttúrulegar enda er hún með mjög fallegar augabrúnir. Þær eru stundum mótaðar til þess að ramma betur inn andlitið. Þið sjáið Emily mjög oft vera með augabrúnirnar sínar greiddar upp fremst til að gefa þeim „bushy effect“.

HÁR

Loose liðir eru klárlega signature lookið hennar Emily. Hún er oftast með hárið mjög látlaust og fallega náttúrulega liði sem láta það virðast eins og hún hafi ekkert gert við hárið og að það sé bara svona fullkomið. Þrátt fyrir að þetta look líti út fyrir að vera effortless þá getur það tekið góðan tíma að ná því fram.

Góða helgi xx

________Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com

NAIL ART

Skrifa Innlegg