fbpx

NAIL ART

NEGLURSNYRTIVÖRUR

HI!

Naglatískan hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarið og höfum við séð fólk vera orðið óhræddara við skæra liti, munstur og mismunandi naglaform. Stjörnurnar hafa verið leiðandi í þessari tísku og ætlum við að sýna ykkur þau sem gefa okkur hvað mestan innblástur þegar kemur að naglalist.

Kylie Jenner

Kylie Jenner er einn af áhrifamestu einstaklingum heims þegar kemur að tísku, stíl og snyrtivörum. Hún hefur ítrekað sett ný trend þegar kemur að naglatísku. Kylie fær sér nýjar neglur sirka einu sinni í viku og það er ótrúlega gaman að sjá hvað hún er óhrædd við mismunandi liti og lögun.

Billie Eilish

Billie er töffari fram í fingurgóma og fer sínar eigin leiðir í einu og öllu. Þrátt fyrir að klæðast víðum peysum og rokka „tom boy“ lookið þá er hún alltaf með ótrúlega langar og litríkar neglur. Gaman að segja frá því en neglurnar hjá Billie eru nánast alltaf í stíl við fatnað hennar sem hún klæðist á rauða dreglinum. Sjáiði bara Gucci neglurnar hennar hér að neðan!

 

 

Dua Lipa

Dua Lipa er sjaldnast með gervineglur en hún sést oft með skemmtileg munstur, myndir og hálfgerð listaverk á nöglunum sínum.

 

Fyrir þá sem eru í leit að innblástri þá mælum við með að kíkja á þessa instagram reikninga:

Drybylondon

Ein vinsælasta naglastofan í London. Gerðu meðal annars neglurnar á Meghan Markle fyrir konunglega brúðkaupið.

Steph Stone Nails

Daglegt inspo fyrir fallegar neglur.

Alicia T Nails

Naglafræðingur sem sér um mikið af nöglum fyrir forsíðutökur og editorial myndatökur.

Fyrir ykkur sem eruð óörugg en viljið prófa ykkur áfram með munstur og mismunandi liti þá er sniðugt að kaupa sér límmiða eins og þessa hér til að prófa sig áfram. Við hvetjum ykkur eindregið til að breyta til þegar kemur að nöglum, þær geta gefið aukið sjálfstraust og síðan er þetta bara svo skemmtilegt !

 

 

________

Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com

 

 

HELGAR-PREPP

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Elísabet Gunnars

    5. August 2020

    Love it!