Á ÓSKALISTANUM: VB X ESTÉE LAUDER

ÓSKALISTISNYRTIVÖRUR

VB X ESTÉE LAUDER

Mig dreymir um þessa fallegu línu.. en þetta er snyrtivörulína sem Estée Lauder gerði í samstarfi við Victoriu Beckham. Ég er ekki búin að geta hætt að hugsa um snyrtivörurnar úr þessari fallegu línu en Victoria hefur áður komið út með línu í samstarfi við Estée Lauder en ég er miklu spenntari fyrir þessari. Mér finnst allar vörurnar útpældar og margar af þeim sem ég hef ekki séð áður eða klassískar vörur sem hún er búin að gera að sínu. Þessi lína kemur einungis í takmörkuðu magni og hugsa ég að hún komi ekki til Íslands.. en ef hún kemur þá læt ég ykkur strax vita!

Í fyrsta lagi er þessi lína gullfalleg, pakkningarnar og vöruúrvalið. Mér finnst einstaklega gaman að sjá hvað Victoria lagði mikla vinnu í þessa línu, allar vörurnar eru útpældar og litaúrvalið skemmtilegt. Hún segist hafa viljað ögra sjálfum sér og örðum með litavalinu. Hún er sjálf mikið fyrir “nude” tóna liti en núna vildi hún breyta til. Hún valdi til dæmis ekki þessa klassísku hlýju tóna einsog er svo mikið núna heldur bláan og gráan.

Mig langaði að sýna ykkur nokkrar vörur sem eru efst á óskalistanum mínum úr þessari línu..

BRONZER IN SAFFRON SUN

Þetta er matt sólarpúður sem gefur fallegan hlýjan lit yfir andlitið og eru pakkningarnar gullfallegar. Þetta er örugglega frábært þegar maður er að ferðast því það er stór spegill og hægt að nota þetta líka sem augnskugga.

EYE KAJAL IN BLACK SAFFRON/VANILLE

Þetta er vara sem mér finnst að allir ættu að eiga en þetta er augnblýantur með svörtum blýanti einum megin og ljósum hinum megin. Þetta er mjög kremaður blýantur sem blandast auðveldlega en helst vel á augunum.

AURA GLOSS

Mér finnst þetta mjög áhugaverð vara en er eflaust ekki fyrir alla en þetta er gloss sem hægt er að nota allsstaðar á andlitið. Til dæmis á augnlokin, varirnar eða kinnbeinin og eflaust hægt að leika sér endalaust með þessa vöru.

EYE FOIL IN BLONDE GOLD

Þetta er krem augnskuggi með metal áferð sem auðvelt er að blanda út en þornar síðan og helst á augnlokunum. Ég er búin að heyra einstaklega góða hluti um þessa vöru og hún virðist vera ótrúlega falleg.

EYE MATTE DUO IN BLEU ÉLECTRIQUE/NUDE

Þetta er alls ekki eitthver palletta sem ég myndi yfirleitt vera mjög spennt fyrir en það er eitthvað við þessa liti. Ég á ekkert sem er í líkingu við þessa pallettu og eru margar skemmtilegar farðanir sem mig dettur í hug að gera með henni.

EYE METALS EYESHADOW IN BLONDE GOLD

Þetta er augnskuggi sem er með metal áferð og gæti ég hugsað mér að hann yrði flottur í innri augnkrók eða yfir allt augnlokið. Síðan yrði þetta ótrúlega fallegt í snyrtibuddunni eða á snyrtiborðinu.

MATTE LIPSTICK IN VICTORIA

Þessi varalitur á að vera frekar kaldur og ekki of rauður né of gulur heldur hin fullkomni “nude” litur. Það þarf ekki mikið meira til þess að selja mér þennan en ég elska að prófa nýja “nude” varaliti.

LIP PENCIL

Það sama gildir um þennan varablýant en hann á að vera mjúkur á vörunum og er hinn fullkomni “nude” varablýantur.

MORNING AURA ILLUMINATING CREME

Rakakrem og primer saman í einu en þetta á að gefa fallegan ljóma. Þið vitið vonandi nú þegar að ég elska allt sem er ljómandi eða gerir húðina mína ljómandi þannig þetta er efst á lista.

 

Ég sá þetta myndband á instagraminu hjá Victoriu og finnst það mjög skemmtilegt, sýnir hvernig henni finnst best að nota vörurnar sínar..

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

FÖRÐUNARFRÉTTIR: BECCA Á LEIÐINNI TIL ÍSLANDS

FÖRÐUNAR FRÉTTIR
*Færslan er ekki kostuð

Já þið lásuð rétt! Becca Cosmetics er að leiðinni til landsins. Ég vona að þessar fréttir hafi glatt ykkur jafn mikið og þær glöddu mig, ég er allavega í skýjunum með þessar fréttir.

Becca Cosmetics er ótrúlega flott snyrtivörufyrirtæki frá Ástralíu sem leggur mikla áherslu á húðina og náttúrulega fegurð. Vörurnar eiga að vera einfaldar í notkun, í lúxus gæðum og eiga að draga fram það besta í þínu útliti. Húðin er í miklu aðalatriði hjá fyrirtækinu og leggja þau mikla áherslu á húðvörur eða svokallaðar grunnvörur. Ég kann mikið að meta það en mér finnst góður grunnur og falleg húð undirstaðan af flottri förðun.

Ég sá myndband frá Becca Cosmetics á netinu sem sýnir frá því hvernig á að nota vörurnar frá þeim, þetta er mjög flott og hnitmiðað myndband.

Ég er ekki alveg með það á hreinu hvaða vörur frá Becca Cosmetics verða til sölu hérna á Íslandi en fyrir mitt leyti þá er ég spenntust fyrir highlighter-unum eða ljómapúðrunum á íslensku. Þeir eru til í mörgum litum og ættu allir að finna einhvern fyrir sinn húðlit. Mér finnst formúlan alveg einstök en hún er silkimjúk og blandast óaðfinnanlega við húðina. Ég á einn frá þeim sem heitir Champange Pop og er hann að verða búin hjá mér, sem segir mjög mikið..

 

Hér eru síðan nokkrar myndir af highlighter-unum á öðrum

 

Þið megið endilega segja mér ef það eru eitthverjar vörur sem eru alveg “must have” frá Becca, ég er svo spennt að fá merkið til Íslands og þið megið endilega setja “hjarta” við færsluna ef þið eruð jafnspennt og ég.

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

TAX FREE MUST HAVES

NaglalakkSNYRTIVÖRURTAX FREE

Halló! Það er Tax Free dagar um helgina í Hagkaup og mig langaði að deila með ykkur nokkrum vörum sem ég mæli 100%.

 

1. NAKED HEAT PALETTE – URBAN DECAY 

Ég ætla ekkert að segja ykkur of mikið frá þessari því ég gerði færslu um daginn og þið getið kíkt á hana hér. Í stuttu máli þá er þessi palletta æðisleg, ótrúlega fallegir litir og mikið notagildi í henni. Ég er búin að nota mína stanslaust síðan ég fékk hana!

 

2. WILD NUDES – ESSIE

Þetta er nýjasta línan frá Essie og er gullfalleg! Það er alltaf gaman að leyfa sér að kaupa eitt, tvö eða fimm naglalökk á Tax Free. Það eru til margir fallegir litir frá Essie en ef þið eruð mikið fyrir “nude” liti þá er þessi lína fyrir ykkur.

3. BRONZING GEL – SENSAI

Ég er líka búin að tala mikið um þetta bronzing gel en ég kynntist því í sumar og er ástfangin. Þetta er litað krem sem gerir mann ótrúlega ferskan. Ég nota þetta á nánast hverjum einasta degi, annaðhvort blanda þessu við aðrar vörur eða nota bara eina og sér. Það er í frekar dýrari kanntinum en algjörlega þess virði og því tilvalið að kaupa þetta á Tax Free.

4. A PERFECT WORLD – ORIGINS

Þetta er dagkrem frá Origins sem inniheldur hvít te, þannig kemur kannski engum á óvart að ég elski þetta dagkrem. Þetta er mjög rakagefandi og verndar húðina gegn mengun frá umhverfinu. Þetta er sérstaklega gott fyrir þá sem ferðast mikið vegna þess að þetta er með 40 í sólarvörn, verndar húðina gegn mengun og innrauðum geislum.

5. FULL THROTTLE EYESHADOW PALETTE – NYX PROFESSIONAL MAKEUP

Þetta er augnskugga palletta frá NYX PROFESSIONAL MAKEUP og er æði til þess að hafa með sér í snyrtibuddunni. Það eru til allskonar litir, þeir blandast mjög vel og eru litsterkir. Hún er líka á mjög góðu verði og því tilvalið að kippa henni með sér á Tax Free.

6. NAKED SKIN Weightless Complete Coverage Concealer

Þessi hyljari er æðislegur, þekur mjög vel og endist lengi. Þetta er hyljari sem ég vil alltaf eiga hjá mér og litavalið er líka mjög gott.

7. GLOWSTARTER – GLAM GLOW

Ég er alltaf að nota þetta krem og get ekki mælt nógu mikið með því. Þetta gefur ótrúlega fallegan ljóma og góðan raka. Ég nota þetta alltaf undir farða eða létta BB krem og húðina verður ljómandi og falleg.

8. 24/ GLIDE-ON LIP PENCIL

Varablýantarnir frá Urban Decay eru einir af mínum uppáhalds en þeir eru mjög auðveldir í notkun og endast á vörunum endalaust. Það er hægt að nota þá eina og sér eða undir aðra varaliti. Litirnir sem eru í uppáhaldi hjá mér eru 1993 og Naked2.

9. MON PARIS EAU DE TOILETTE – YSL

Þessi ilmur er æðislegur, ég ætla ekki að reyna að útskýra hann fyrir ykkur því það er bara alltof erfitt haha en ég mæli með að fara og kíkja á þennan fallega ilm.

LA NUIT DE L’HOMME EAU ÉLECTRIQUE

Síðan verð ég bara að fá að mæla með þessum líka en ég gaf kærastanum mínum þetta ilmvatn frá YSL fyrir nokkrum mánuðum og þetta er besta lykt sem ég hef fundið. Þannig ef þið eruð að leita af gjöf eða fyrir ykkur sjálf, þá mæli ég með þessum.

10. BIG SHOT MASCARA – MAYBELLINE

Mér finnst maskarar frá Maybelline aldrei klikka og þessi er engin undantekning. Hann þykkir mjög vel og smitast ekki á augnlokið, það er það eina sem ég bið um í maskara.

11. CREME PUFF BLUSHER – MAX FACTOR

Ég er nýlega búin að kynnast þessum kinnalitum frá Max Factor og er ótrúlega skotin í þeim. Þetta eru bakaðir kinnalitir og gefa frá sér fallegan ljóma.

12. BOLD METALS NR.100 – REAL TECHNIQUES

Ég elska þennan bursta.. ég nota hann í farða, hyljara og krem bronzer. Síðan er hann líka bara svo ótrúlega fallegur á snyrtiborðinu.

 

Þetta var nú ansi langur listi hjá mér en það eru bara svo margar flottar snyrtivörur í boði. Ég vona að þetta hafi hjálpað ykkur eitthvað, happy shopping!

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

KOPAR SMOKEY FÖRÐUN

FÖRÐUNSNYRTIVÖRUR

Mig langaði að deila með ykkur förðun sem ég gerði á snapchat (gsortveitmakeup) en ég var svo yfir mig hrifin af Naked Heat pallettunni frá Urban Decay að ég gerði förðun með henni. Augnskuggarnir blönduðust ótrúlega vel og var ég mjög sátt með hvernig þeir komu út á augnlokunum. Mér finnst þetta frábær palletta, það er mikið hægt að gera með henni og endalaust hægt að leika sér með þessa 12 liti. Förðunin sem varð fyrir valinu var smokey förðun og var einn litur í aðalhlutverki en það var ótrúlega fallegur kopar litur sem heitir “Dirty Talk”.

Ég ætla að sýna ykkur hvaða liti ég notaði í þessa förðun og set númer við hvaða liti ég notaði fyrst.

*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf/sýnishorn

Á augnlokið notaði ég fyrst “Chaser” sem fyrsta blöndunarlit, síðan bætti ég við “Sauced” og “He Devil”. Því næst setti ég “Dirty Talk” yfir allt augnlokið og blandaði síðan litunum saman.

Á neðri augnháralínuna setti ég fyrst svartan eyeliner og blandaði honum út en setti síðan “En Fuego”. Síðan til þess að blanda öllu vel saman þá tók ég fyrsta blöndunarlitinn og blandaði öllu vel saman. Ég vildi hafa mjög dökkt við neðri augnháralínuna og leyfa augnlokinu að njóta sín.

Ég er mjög ángæð með þessa pallettu og hlakka til að gera fleiri farðanir.

ÞÉR ER BOÐIÐ

Síðan langaði mig að láta ykkur vita að Urban Decay á Íslandi er með Naked Heat party í tilefni að því að Naked Heat kemur í sölu á fimmtudaginn kl.19:00. Þannig það er öllum boðið í Naked Heat party í Smáralindinni á fimmtudaginn (17.ágúst) frá 19:00 til 21:00. Það verður happdrætti og margt skemmtilegt að gerast.

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

Mánudags ljómi…

DiorÉg Mæli MeðLancomeLúkkMakeup ArtistMaybellineSmashbox

Í síðustu viku ákvað ég að skella upp sérstaklega ljómandi förðun einn daginn. Ég elska allt sem ljómar og ég bara elska ljómandi snyrtivörur útaf lífinu! Ég nota hins vegar miklu meira ljómandi vörur í fljótandi formi en í þessari förðun eru það ljómandi púður sem eru í sviðsljósinu, annað frá The Balm og hitt er púðrið sem Jaclyn Hill hannaði fyrir BECCA sem ég keypti ekki fyrir svo löngu síðan inná nordstrom.com.

Ljómi er besti þreytubaninn að mínu mati og ég nota hann óspart þegar ég á þreyttan dag. Þreyta sést alltaf á húðinni minni en ég er þó ansi ágæt í að fela þreytuna með ljóma og léttum litum. Getið þið nokkuð séð á þessum myndum að ég fékk bara 5 tíma svefn nóttina áður… ;)

ljómandihúð

Ég ákvað að leggja áherslu á húðina en samt um leið að gefa augunum fallega umgjörð með eyeliner og maskara. Ég hafði eyeliner línuna sem þynnsta og ég gat og setti örmjóan spíss á endann. Þegar þið eruð að gera spíss á eyelinerinn ykkar munið að miða hann útfrá neðri augnhárunum ykkar – ég skal útskýra þetta betur við tækifæri inná snappinu mínu.

ljómandihúð3

Hér sjáið þið vörurnar sem ég notaði til að ná fram þessari förðun – eða vörurnar sem eru í aðalhlutverki alla vega…

ljómivörur

Betty Lou-Manizer frá The Balm – ég var að prófa þessa vinsælu vöru þarna í fyrsta skipti en vó hvað ég var bara in love við fyrstu sýn! Púðrið er með fallegri gylltri áferð. Það er ábyggilega sjúklega flott við sólkyssta húð og það kom sérstaklega vel út í fallegri sólarbirtu. Ég setti púðrið á með stóra púðurburstanum frá Real Techniques til að fá sérstaklega mjúka og þétta áferð. Fyrir áhugasamar þá fæst púðrið inná Lineup.is HÉR.

BECCA x Jaclyn Hill Shimmering Skin Perfector í litnum Champagne Pop – sjitt hvað þetta er eitthvað það fallegasta ljómapúður sem ég hef séð í langan tíma. Ég dýrka persónuleikann hennar Jaclyn Hill hún er svakalega stór og skemmtilegur karakter sem minnir óneitanlega á púðrið sem er svakalega skemmtilegt í notkun því áferðin á því er ofboðslega flott og það bráðnar saman við húðina. Ég setti það ofan á kinnbeinin, í einskonar c upp að augabrúninni og smá yfir augnlokið. Þetta púður er algjörlega tryllt og ég skil svo vel að það seldist upp á örskömmum tíma.

Master Precise Eyeliner frá Maybelline – uppáhalds eyelinertússinn minn, alveg sá allra besti að mínu mati. Ég elska að nota hann, ég elska oddinn, ég elska formúluna, ég elska endinguna. Ég nota hann nánast undantekningarlaust þegar ég er að gera eyeliner hvort sem það er á mig sjálfa eða aðra. Það hefur enginn eyeliner komist með tærnar þar sem þessi er með hælana í mínum huga og þennan þurfa allir að eiga – það er bara þannig…

Hypnose Volume-a-Porter frá Lancome – nýjasti maskarinn frá Lancome og minn uppáhalds frá merkinu þó svo Grandiose sé auðvitað svakalega flottur en hann er kominn í annað sætið. Greiðan á þessum er úr gúmmíi og hárin eru þunn en ágætlega stíf svo það er svakalega gott að vinna með maskarann. Formúlan er þykk og góð svo augnhárin verða mjög falleg. Hann gerir mér kleift að móta augnhárin eftir því hvernig ég vil nákvæmlega hafa þau og formúlan helst svaka vel og hvorki smitar frá sér né hrynur. Ég er bara með eina umferð af maskaranum við þessa förðun og þið sjáið að augnhárin mín eru alveg extra svört og flott. Svo er ekkert mál að gera meira úr honum með fleiri umferðum.

Dior Addict Fluid Stick í litnum Avant Garde nr. 499 – þessi fallegi litur er úr haustlínunni frá Dior og hann er svo fallegur og klassískur. Það sem ég kann svo vel að meta við Fluid Stick varalitina er áferðin, hún er glossuð og glansandi en formúlan er örþunn og mér líður meira eins og ég sé með varasalva. Mér finnst þessi hlýji nude litur svo æðislegur og hann gengur við allt. Ég set hann mikið upp og ég held meirað segja að ég muni ná að tæma þennan ansi hratt…

Camera Ready BB Water SPF30 frá Smashbox – farðinn sem ég gleymdi að týna til þegar ég tók vörumyndina, en hann fær stærri færslu síðar svo ekkert stress. En það er svakalega léttur og vatnskenndur nýr farði sem gefur mjög náttúrulega og fallega áferð. Ég bar hann á með Beautyblender svampi og mér finnst hann alveg koma svakalega vel út á húðinni. Húðin verður náttúruleg og ljómandi falleg í takt við allt annað sem er í gangi.

ljómandihúð2

Ég var ofboðslega ánægð með þessa förðun og ég naut mín mjög vel með hana þetta kvöldið. Ég þarf dáldið að venjast því að vera stundum mikið máluð svona meðal annarra því ég er yfirleitt alltaf ómáluð og alltaf að nudda augun mín. Það hljómar því kannski ekki svo skrítið að stuttu eftir að þessar myndir voru teknar nuddaði ég augun…. – voða smart múv ;)

EH

Vörunar sem ég skrifa um hér hef ég bæði fengið sendar sem sýnishorn eða keypt sjálf. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Sumargleði Sensai – 20% afsláttur!

Ég Mæli MeðSensaiSS15

Í dag hefst sumargleði hjá einu vinsælasta snyrtivörumerki hér á Íslandi – Sensai. Vörurnar eru gríðarlega vinsælar og það kom mér skemmtilega á óvart. Mér þykir merkið alltaf leggja áherslu á að vera með góðar vörur sem fara vel með húðina og leggja dáldið uppúr því að vera með skincare vörur hvort sem það er þá í hópi snyrtivaranna eða förðunarvaranna – allar vörurnar næra húðina og styrkja hana hver sem annar tilgangur þeirra er um leið.

En á sumargleðinni verða nokkrar af vörum merkisins og þó nokkuð margar vörur sem ég veit að eru ómissandi í snyrtibuddur margra í kringum mín á 20% afslætti – ég segi aðeins betur frá þeim hér fyrir neðan.

Hér sjáið þið vörurnar sem verða á afslætti þetta eru þá 5 vinsælustu vörurnar eða vöruflokkarnir hjá merkinu hér á Íslandi…sensaisumargleði

Sensai Bronzing Gel – ætli gelið sé ekki ein allra vinsælasta varan hjá merkinu alla vega kæmi annað mér mikið á óvart. Gelið er fullkomið til að fríska uppá húðina og gefa henni fallegan og náttúrulegan ljóma. Gelið finnst mér best að nota með léttum farða bursta eins og duo fibre bursta og setja það á hreina, rakanærða húð og sleppa þá farða, eða yfir farða þá sem svona ljómaauka.

Sensai Mascara 38°, allir maskararnir – maskararnir frá merkinu eru líka meðal þekktustu möskurum í heimi, það vita allir hvaða maskara er verið að tala um þegar talað er um 38°maskarana… ;) Kosturinn við þá í sumar er auðvitað að þeir eru smitheldir en ekki beint vatnsheldir því þeir fara bara með 38°heitu vatni, svo þið ættuð að vera góðar á sundlaugabakkanum á Spáni með þessa. Það eru til nokkrar týpur af honum og allir eru þeir á afslætti þessa daga.

Sensai Eyebrow Pencil, blýantur og fyllingar – frá því ég man eftir mér er þetta ein af þessum vörum sem ég man hvað best eftir. Þetta er augabrúnaliturinn sem amma mín notar og hefur notað frá því ég man eftir mér – það hlýtur svo sannarlega að þýða eitthvað og segir til um gæði. Kosturinn við þessa litir er líka sá að það er hægt að kaupa fyllingar í græjuna, ég held einmitt að amma sé enn með umbúðir merktar Kanebo utan um sínar fyllingar :) Liturinn er virkilega fallegur, áferðin er náttúruleg og svona ekta ef svo má að orði komast.

Sensai farðar, allar tegundir – ég verð því miður að viðurkenna að ég hef ekki prófað neinn farða frá merkinu, að minnsta kosti ekki almennilega en ég veit þó að úrvalið er gott og ég hlakka bara til að fá tækifæri til að kynnast þeim frekar. Allir farðarnir eru á afslætti næstu daga.

Bronzing Powder – það er ómissandi að eiga fallegt sólarpúður í snyrtibuddunni á sumrin, ég á nýjasta sólarpúðrið frá merkinu og það er með virkilega fallegri og léttri glimmer áferð sem er svo falleg í sólarljósi. Sólarpúður má auðvitað nota á nokkra vegu, sjálf nota ég það helst í skyggingar og til að gefa húðinni smá svona gervi sólarkysstan lit, en þá set ég það á þau svæði húðarinnar sem standa fram en það eru auðvitað svæðin sem fá fyrst lit í sólinni – svo liturinn verður aðeins meira trúverðugur en þegar hann er settur yfir allt andlitið.

Þetta eru allt mjög sumarlegar og fallegar vörur sem gefa húðinni sólkyssta áferð og draga fram það náttúrulega í húðinni sem er alltaf mikill kostur. Ég hef ekki enn náð að prófa alveg allar vörurnar en flestar hef ég þó prófað þó það sé kominn smá tími síðan síðast – held ég hafi síðast verið með 38°maskara þegar merkið hét ennþá Kanebo :)

Það er um að gera að næla sér í glæsilegar vörur fyrir sumarið á þessum góða afslætti 20% er virkilega góður afsláttur og hann gildir á öllum sölustöðum merkisins frá deginum í dag – 25. júní og til 1. júlí.

EH

Engin greiðsla var þegin fyrir færsluna, ég skrifa alltaf það sem mér finnst og um það sem mig langar að skrifa – því getið þið alltaf treyst***

Trend: ljómandi húð

Bobbi BrownÉg Mæli MeðFyrir eldri húðHúðMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minniTrend

Það er eitt förðunartrend sem að mínu mati ætti aldrei að fara úr tísku en það er ljómandi húð. Ég segi það og skrifa af því að ljóminn er eitt það besta sem dregur úr einu helsta öldrunareinkenni húðarinnar en það er þreyta og þreytulegt yfirborð húðarinnar. Ég veit ég tala mikið og skrifa um ljóma en ég trúi því og veit af fenginni reynslu að þetta er ráð sem virkar, hvort sem það er ljómi sem við fáum með hjálp förðunar eða snyrtivara. Í húðvörum sem eru hannaðar með það í huga að draga úr fyrstu einkennum öldrunar eru alltaf efni sem eiga að draga fram okkar innri ljóma. Ég kynntist nýlega einni vöru sem var að koma á markað hér á Íslandi sem er með einmitt það að höfuðmarkmiði og ætti að heilla þær sem eru eins og ég heillaðar af ljóma…

Ljóma getur verið töluvert einfalt að ná með hjálp ljómandi förðunarvara eins og highlightera eða sanseraðra augnskugga en þá er oft byggt ofan á förðun sem er nú til fyrir. Hins vegar töpum við okkar náttúrlega ljóma smám saman með aldrinum. Ein af nýjustu vörunum á íslenskan snyrtivörumarkað er glæsileg ljómagrunnförðunarvara frá konunni sem að mínu mati trónir efst á lista yfir þá sem hanna flottustu grunnförðunarvörurnar og það er meistari Bobbi Brown. Ég hreinlega elska grunnvörurnar hennar og ég hef ekki enn kynnst vöru úr þeim flokki sem ég kann ekki að meta frá fyrstu kynnum.

Nýjasta varan frá merkinu er hreint út sagt glæsileg og hún nefnist Illuminizing Moisture Balm og fæst nú hjá Bobbi Brown á Íslandi í Hagkaup Smáralind og Lyf og Heilsu Kringlunni. Ég hoppaði hæð mína þegar ég fékk mitt sýnishorn og fór beint heim og prófaði. Nú er komin vika síðan ég fékk kremið fyrst og daglega síðan ég prófaði það fyrst hefur mér verið hrósað fyrir ljómann í húðinni minni. Ok ég veit ég er ólétt en kommon það byrjuðu allir að hrósa mér þegar ég byrjaði að nota kremið – það vissi enginn af krílinu.

luminizingbalm

Varan kemur á markað með línu frá merkinu sem nefnist Illuminating Nudes og er fyrsta lína ársins frá Bobbi Brown. Þetta er sú vara sem mér þykir standa fremst af þeim sem koma í línunni sem eru m.a. glossar, lituð augabrúnagel og nýjir litir af CC kremunum. Nú er ég líka búin að vera að grúska í þessu kremi og lesa mér vel til um það þar sem þið munið finna smá umsögn um það í Reykjavík Makeup Journal sem kemur út eftir bara nokkra daga.

Það sem kremið gerir er að það gefur húðinni mikinn raka. Ég þurfti smá að átta mig á því hvernig best væri fyrir mig að nota það. Ég vildi ekki að þurra húðin mín myndi drekka ljómann í sig með rakanum svo ég byrja á því að nota rakaserum, svo set ég á mig létt rakakrem sem fer hratt inní húðina, svo set ég Illuminating Moisture Balm og leyfi því að jafna sig á húðinni áður en ég farða ofan á. Þannig finnst mér ég vera komin með hinn fullkomna grunn til að farða ofan á. Húðin mín fær frábæra næringu allan daginn og hún ljómar – en ég tek fram að þetta geri ég því ég er með þurra húð ef þið eruð ekki með húð eins og ég ættuð þið að sleppa létta rakanum sem ég bæti inní húðrútínuna.

Kremið er með ljómandi áferð en hún er þó mjög væg, það sem kremið leitast helst við að gera er að styrkja okkar innri ljóma og færa hann fram á yfirborðið. Kremið gefur húðinni ótrúlega mikið búst þegar kemur að útgeislun og þó ég sé vön því að vilja prófa vörur talsvert lengur þá sé ég strax að hér er á ferðinni vara sem virkar en auk þess hef ég það mikið traust á Bobbi að ég veit að vörurnar hennar skila þeim árangri sem þeim er ætlað. Hér er vara sem færir okkar innri fegurð fram á yfirborð með því að draga fram ljómann sem býr innra með okkur öllum og gefur okkur smá auka ljómabúst um leið.

Þetta er virkilega flott vara sem kemur á hárréttum tíma – þegar við íslensku konurnar þurfum smá ljóma til að losa okkur við skammdegisþreytuna sem herjar sífellt harðar á okkur. Svo er kremið fullkominn undirbúningur fyrir vorið og aukna ljómann sem umlykur okkur þegar von um sól og sumaryl verður sterkari með hverjum deginum. Sannarlega vara sem er þess virði að skoða.

Ég mæli svo að sjálfsögðu með því að þið smellið á like á síðu Bobbi Brown hér á Íslandi til að fá að vita um allt sem er á seyði hjá þessu flotta vörumerki – BOBBI BROWN SNYRTIVÖRUR.

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Krem sem gefa húðinni líf og glóð

Ég Mæli MeðHúðNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtivörur

Ég er búin að vera að prófa tvær kremalínur undanfarið, ég kláraði þá fyrri fyrir þónokkrum vikum síðan og ég á reyndar eftir að skrifa um þá línu en ég ætla að byrja á að segja ykkur frá seinni línunni sem er frá merkinu Olay. Ég hef verið rosalega hrifin af áherslu margra merkja á árinu sem er að líða sem er að einblína á að koma með góð krem fyrir konur á mínum aldri, konur sem eru farnar að finna fyrir fyrstu merkjum öldrunar í húðinni, þ.e. fyrstu fínu línurnar, ljómatap, húðþurrkur og litabreytingar af völdum þreytu.

Það fer auðvitað eftir hverri og einni okkar hvenær þessi einkenni koma fyrst fram en óskrifaða reglan í heimi snyrtivara er að segja að vörur fyrir þennan aldur henti konum 25 ára og eldri – auðvitað körlum líka!

olaykrem

Vörurnar eru frá merkinu Olay og línan heitir Regenerist Luminous. Vörurnar frá Olay eru með vinsælustu húðvörunum í heiminum í dag og eru sérstaklega vinsælar í Ameríku. Það sem mér finnst helst kosturinn við merkið er hvað þær eru einfaldar í notkun og bara svona einfaldar yfir allt – það er ekkert verið að flækja vörulýsingarnar með alltof stórum loforðum og innihaldsefnin eru engin svona svakaleg orð sem enginn skilur. Þetta eru bara góðar vörur sem standa fyrir sínu og sem eru á góðu verði – við hötum það ekki.

Í vörulínunni eins og þið sjáið hér að ofan eru tvær vörur eitt krem sem ég notaði sem 24 stunda krem og svo augnkrem sem ég notaði líka kvölds og morgna.

olaykrem4

Það sem maður tekur fyrst eftir varðandi kremið er hversu drjúgt það er, það þarf lítið sem ekkert af kreminu til að þekja allt andlitið sem okkur sem erum með þurra húð þykir flestum mikill kostur. Kremið er með sérlega fallega perluáferð sem auðvitað líkir eftir þeim árangri sem maður á að sjá á húðinni eftir notkun. Mér fannst kremið gefa mér mjög þægilega og notalega tilfinningu og það fór hratt inní húðina og mér fannst það virkilega drjúgt og gott. Þar sem ég er með þurra húð finnst mér sum krem ekki gefa mér alveg nógu mikinn raka og stundum þegar ég er ekki t.d. að nota serum undir þau líður mér eins og ég þurfi að bæta meira kremi á mig eftir kannski nokkrar mínútur en það finnst mér ekki með þetta krem það dugði mjög vel.

olaykrem2
Augnkremið er sérlega fallegt og það á bæði við umbúðirnar og kremið sjálft sem er bókstaflega sanserað en það er ljómamikið og með ljómanum dregur það úr dökkum litum og þrota í kringum augun. Umbúðirnar minna mig helst á CC kremið frá merkinu sem er líka í svona swirl og blandast svo þegar maður pumpar kreminu út. Mér finnst kremið mjög drjúgt og ein pumpa er nóg fyrir bæði augun. Munið að þegar kemur að augnkremum að þá á að setja það alveg útað gagnauganu og nudda kreminu létt í kringum augun með baugfingri þar sem hann veitir minnstan þrýsting.

Niðurstaðan er að þessar flottu ljómandi húðvörur gera það sem þær segjast ætla að gera sem er að gefa húðinni líf og glóð og draga þannig úr litabreytingum tengdum þreytum í húðinni og þar með talið eru líka litabreytingar í kringum augun sem augnkremin taka vel á. Kremin næra ótrúlega vel og taka þannig vel á þurrktapinu og ég er reyndar ekki alveg marktæk fyr en eftir nokkur ár með breytingar á fínum línum en ég get sagt það að húðin mín varð mjög áferðafalleg eftir notkun þessara vara svo ég get ekki annað en mælt með þeim fyrir konur á mínum aldri eða fyrir þær sem eru farnar að finna fyrir fyrstu einkennum öldrunar í húðinni.

Til að fá upplýsingar um sölustaði Olay á Íslandi mæli ég með að þið skoðið Facebook síðu merkisins –
OLAY Á ÍSLANDI Á FACEBOOK.

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. Vörurnar prófaði ég stöðugt og eingöngu í 4 vikur til að sjá almennilega hvaða árangur vörurnar gerðu fyrir húðina mína.

Náið lúkkinu hennar Margot Robbie á GG

Fræga FólkiðHúðNáðu LúkkinuTrend

Flestir miðlar virðast vera á sama máli þegar kemur að því að velja þá stjörnu sem stóð uppúr varðandi útlit á Golden Globe verðlaunahátíðinni. Ástralska leikkonan Margot Robbie sló fyrst í gegn í sápuóperunni Nágrannar er sýnd á Stöð 2. Svo ákvað hún að fara að ná frama í Bandaríkjunum og lék í þáttaröðinni Pan Am sem var svo seinna tekin úr sýningu – eitthvað sem ég skil ekki! En nú hefur hún alveg slegið í gegn sem móttleikkona Leonardo DiCaprios í myndinni Wolf of Wall Street – ég verð að fara að komast í bíó að sjá hana. margot-robbie

Stjörnurnar fara ekki bara í förðun og hárgreiðslu þær fara margar hverjar líka og láta fríkka uppá húðina sína. Það gerði Margot sem fékk makeup artistann Jennifer Streicher til að taka húðina sína í gegn – Jennifer sá líka um förðunina og hárið hennar. Ég fann smá lýsingu á því hvernig hún náði þessum fallega lit á húðinni hennar Margot með vörum frá St. Tropez.

5eea5e74d2275410_margot-robbie-poll

Daginn fyrir verðlaunaafhendinguna bar hún eina umferða af St. Tropez Bronzing Mousse. Froðan er vinsælasta varan frá merkinu og það er ótrúlega auðvelt að bera hana á, hún hefur aldrei klikkað hjá mér. Með því að nota forðuna var kominn náttúrulegur og fallegur sólarkysstur grunnur. Fyrir verðlaunaafhendinguna þá blandaði Jennifer saman Instant Tan Wash Off Face & Body Lotion saman við Skin Illuminator í gyllta litnum og bar á húðina hennar. Nokkrum mínútum seinna þegar kremið hafði aðeins þornað fór hún aðra umferð yfir þau svæði húðarinnar sem hún vildi highlighta með Skin Illuminatornum einum og sér. Hún setti hann ofan á axlirnar, bringuna og á viðbeinið. Þar sem Margot var í hvítum kjól var verkið mjög vandasamt og á meðan hún bar vörurnar á húðina var búið að setja tissjú í kringum kjólinn svo ekkert myndi fara í hann. Þegar vörurnar eru svo búnar að fá að þorna á húðinni í nokkrar mínútur þá smitast þær ekki í föt. Instant Tan Wash Off Face & Body Lotion er með nýrri tækni sem kallast raincoat sem verndar kremið, það lekur ekki þó svo þið svitnið eða lendið í rigningu. En samt fer það bara af í sturtu – ég skil þetta ekki en það virkar. Ég hef áður fjallað um þessa vöru HÉR.

Hér sjáið þið myndir af vörunum sem fást t.d. í Hagkaupum Kringlunni og Smáralind ;)

Screen Shot 2014-01-14 at 8.31.48 AMÉg hlakka til að fylgjast með þessari gullfallegu áströlsku skvísu í framtíðinni – sérstaklega á rauða dreglinum :)

EH