Halló!
Mig langaði að deila með ykkur nokkrum vörum sem ég mæli með til að fríska uppá útlitið og ná fram þessum sumarljóma.. sem erfitt er að finna á Íslandi akkúrat núna haha. Veðrið er ekki uppá sitt besta núna á Íslandi en það er hægt að skapa sinn eigin sumarljóma á einfaldan hátt. Ég held líka mikið uppá vörur sem hægt er að nota á marga vegu, eins og til dæmis þessar vörur sem ég ætla deila með ykkur. Það þarf oft ekki margar vörur til að ná fram ljóma og finnst mér oft góða regla að muna, “less is more”.
Clarins Radiance-Plus Golden Glow Booster: Brúnkukrems dropar sem hægt er að blanda við krem eða nota eitt og sér. Ég blanda yfirleitt bara nokkrum dropum í dagkremið mitt. Þetta gefur smá lit og frískleika.
Guerlain Terracotta Tinted Skincare bronzer: Þetta er bronzing gel sem gefur húðinni raka og fullkomið að nota eitt og sér eða blanda við farða til að fá ljóma og hlýja húðina. Ég nota þetta oft á dögum sem ég nenni ekki að mála mig mikið en þá set ég bara þetta bronzing gel og hyljara.
Charlotte Tilbury Hollywood Flawless Filter: Þessa vöru er hægt að nota á marga vegu, til dæmis undir, yfir eða blanda við farða. Þetta gefur húðinni fallegan og náttúrulegan ljóma. Þetta er til dæmis varan sem var notuð mikið á Victoria Secret tískusýningunni en mér fannst förðunin þar ótrúlega falleg.
The Body Shop Honey Bronze Drops: Dropar sem hlýja húðina og hægt að blanda við farða eða nota eitt og sér.
Becca Shimmering Skin Perfector Liquid: Fljótandi highlighter sem hægt er að blanda við farða eða nota eitt og sér. Ég nota þetta mikið á kinnbeinin, nefið og aðra staði sem ég vill ljóma á. Þetta gefur ótrúlega fallegan og náttúrulega ljóma. Það er líka hægt að nota þetta á bringuna og axlirnar ef maður er til dæmis í kjól eða opnum bol.
Becca Cosmetics Khloé and Malika BFF Palette: Þessi pallettta er gullfalleg og gefur frá sér fallegan ljóma. Pallettan inniheldur tvo kinnaliti, sólarpúður og ljómapúður. Þetta er púður vörur en gefa þó ekki frá sér púður áferð eða shimmer, heldur mjög fallegan og náttúrulegan ljóma.
Þessar vörur eru allar jafn æðislegar og þær eru ólíkar. Mér finnst þær allar gera sitthvoran hlutinn en eiga það allt sameiginlegt að gefa frá sér fallegan ljóma.
Takk fyrir að lesa xx
Guðrún Helga Sørtveit
Skrifa Innlegg