Halló! Það er Tax Free dagar um helgina í Hagkaup og mig langaði að deila með ykkur nokkrum vörum sem ég mæli 100%.
1. NAKED HEAT PALETTE – URBAN DECAY
Ég ætla ekkert að segja ykkur of mikið frá þessari því ég gerði færslu um daginn og þið getið kíkt á hana hér. Í stuttu máli þá er þessi palletta æðisleg, ótrúlega fallegir litir og mikið notagildi í henni. Ég er búin að nota mína stanslaust síðan ég fékk hana!
2. WILD NUDES – ESSIE
Þetta er nýjasta línan frá Essie og er gullfalleg! Það er alltaf gaman að leyfa sér að kaupa eitt, tvö eða fimm naglalökk á Tax Free. Það eru til margir fallegir litir frá Essie en ef þið eruð mikið fyrir “nude” liti þá er þessi lína fyrir ykkur.
3. BRONZING GEL – SENSAI
Ég er líka búin að tala mikið um þetta bronzing gel en ég kynntist því í sumar og er ástfangin. Þetta er litað krem sem gerir mann ótrúlega ferskan. Ég nota þetta á nánast hverjum einasta degi, annaðhvort blanda þessu við aðrar vörur eða nota bara eina og sér. Það er í frekar dýrari kanntinum en algjörlega þess virði og því tilvalið að kaupa þetta á Tax Free.
4. A PERFECT WORLD – ORIGINS
Þetta er dagkrem frá Origins sem inniheldur hvít te, þannig kemur kannski engum á óvart að ég elski þetta dagkrem. Þetta er mjög rakagefandi og verndar húðina gegn mengun frá umhverfinu. Þetta er sérstaklega gott fyrir þá sem ferðast mikið vegna þess að þetta er með 40 í sólarvörn, verndar húðina gegn mengun og innrauðum geislum.
5. FULL THROTTLE EYESHADOW PALETTE – NYX PROFESSIONAL MAKEUP
Þetta er augnskugga palletta frá NYX PROFESSIONAL MAKEUP og er æði til þess að hafa með sér í snyrtibuddunni. Það eru til allskonar litir, þeir blandast mjög vel og eru litsterkir. Hún er líka á mjög góðu verði og því tilvalið að kippa henni með sér á Tax Free.
6. NAKED SKIN Weightless Complete Coverage Concealer
Þessi hyljari er æðislegur, þekur mjög vel og endist lengi. Þetta er hyljari sem ég vil alltaf eiga hjá mér og litavalið er líka mjög gott.
7. GLOWSTARTER – GLAM GLOW
Ég er alltaf að nota þetta krem og get ekki mælt nógu mikið með því. Þetta gefur ótrúlega fallegan ljóma og góðan raka. Ég nota þetta alltaf undir farða eða létta BB krem og húðina verður ljómandi og falleg.
8. 24/ GLIDE-ON LIP PENCIL
Varablýantarnir frá Urban Decay eru einir af mínum uppáhalds en þeir eru mjög auðveldir í notkun og endast á vörunum endalaust. Það er hægt að nota þá eina og sér eða undir aðra varaliti. Litirnir sem eru í uppáhaldi hjá mér eru 1993 og Naked2.
9. MON PARIS EAU DE TOILETTE – YSL
Þessi ilmur er æðislegur, ég ætla ekki að reyna að útskýra hann fyrir ykkur því það er bara alltof erfitt haha en ég mæli með að fara og kíkja á þennan fallega ilm.
LA NUIT DE L’HOMME EAU ÉLECTRIQUE
Síðan verð ég bara að fá að mæla með þessum líka en ég gaf kærastanum mínum þetta ilmvatn frá YSL fyrir nokkrum mánuðum og þetta er besta lykt sem ég hef fundið. Þannig ef þið eruð að leita af gjöf eða fyrir ykkur sjálf, þá mæli ég með þessum.
10. BIG SHOT MASCARA – MAYBELLINE
Mér finnst maskarar frá Maybelline aldrei klikka og þessi er engin undantekning. Hann þykkir mjög vel og smitast ekki á augnlokið, það er það eina sem ég bið um í maskara.
11. CREME PUFF BLUSHER – MAX FACTOR
Ég er nýlega búin að kynnast þessum kinnalitum frá Max Factor og er ótrúlega skotin í þeim. Þetta eru bakaðir kinnalitir og gefa frá sér fallegan ljóma.
12. BOLD METALS NR.100 – REAL TECHNIQUES
Ég elska þennan bursta.. ég nota hann í farða, hyljara og krem bronzer. Síðan er hann líka bara svo ótrúlega fallegur á snyrtiborðinu.
Þetta var nú ansi langur listi hjá mér en það eru bara svo margar flottar snyrtivörur í boði. Ég vona að þetta hafi hjálpað ykkur eitthvað, happy shopping!
Takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Helga Sørtveit
Snapchat: gsortveitmakeup
Skrifa Innlegg