*Færslan er unnin í samstafi við Becca Cosmetics
Það er alltaf gaman að gefa og þá sérstaklega eitthvað sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég er stundum með gjafaleiki á instagram og gef bara eitthvað sem ég held mikið uppá. Mig langaði svo að deila með ykkur gjafaleiknum sem ég er með í samstarfi við Becca Costmetics á instagraminu mínu og segja ykkur betur frá vörunum í leiðinni.
Þessar vörur eru svokallaðar “Becca Iconics” en það er vegna þess að þetta eru eitt af vinsælustu vörunum frá Becca Cosmetics. Ég gleymdi samt að taka mynd af tveimur vörum sem eru líka í gjafaleiknum en mun segja ykkur einnig frá þeim hér að neðan.
Ég mæli með að kíkja á færslu sem ég gerði þegar Becca Cosmetics var á leiðinni til Íslands en þetta merki er eitt af mínum uppáhalds og held ég mikið uppá það. Þið getið lesið færsluna hér. Þar getið þið lesið betur um merkið og þess háttar. Þetta eru allt vörur sem ég á og er búin að nota í svolítinn tíma. Það sem ég elska mest við Becca er að þau leggja mikla áherslu á ljóma, allt er frekar áreynslulaust og náttúrulegt.
FIRST LIGHT PRIMING FILTER
Þetta er farðagrunnur sem birtir yfirborð húðarinnar og gefur húðinni fallegan ljóma. Það er ótrúlegt hvað þetta gerir mikið fyrir mann og ég sé alltaf sjáanlegan mun eftir að ég er búin að setja þennan grunn á mig.
UNDER EYE BRIGHTENING CORRECTOR
Þessi vara litaleiðréttir undir augun, tekur í burtu dökka bauga og birtir augnsvæðið. Þetta er því algjör baugabani og snilld að nota fyrir hyljara eða einan og sér. Það þarf mjög lítið í einu og endist þetta því mjög lengi, æðisleg vara sem gott er að hafa í snyrtibuddunni!
SHIMMERING SKIN PERFECTOR PRESSED HIGHLIGHTER
Ég held að Becca Cosmetics sé þekktast fyrir ljómapúðrin sín. Það sem einkennir ljómapúðrin frá Becca er að þau gefa svo fallegan ljóma og húðin verður náttúrulega ljómandi. Þetta er einsog kremaður highlighter á húðinni en er samt púður. Þetta er einn af mínum uppáhalds highlighterum.
GRADIENT SUNLIT BRONZER
Þessi bronzer er æðislegur, hann hlýjar húðina fallega og gefur henni ljóma. Þetta er líka fullkomið fyrir þá sem vilja kannski ekki setja á sig highlighter en vilja samt smá ljóma. Það eru engin glimmerkorn eða slíkt heldur gefur þetta húðinni náttúrulegan ljóma.
GLOW GLOSS
Glow glossin frá Becca gefa vörunum fallegan ljóma og eru fullkomin yfir varaliti eða ein og sér. Ég er mikið fyrir gloss og alltaf með allavega eitt gloss í hverjum vasa. Liturinn sem er í gjafaleiknum er Snapdragon, fallegur bleikur litur með gyllingu.
Þetta er ekkert smá flottur vinningur og það eru tveir sem vinna! Þannig ég hvet ykkur til að taka þátt og aldrei að vita nema ég verði með annan gjafaleik bráðlega á instagram. Það er svo gaman að fá að gefa vörur sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér xx
Þið finnið gjafaleikinn á instagraminu (@gudrunsortveit) mínu hér
Takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Helga Sørtveit
Skrifa Innlegg