fbpx

VITAMIN C GLOW PEEL

HÚÐRÚTÍNA

Það er komin smá tími síðan að ég tók húðspjall og margir að biðja um einfalda kvöld- og morgunrútínu, sem ég mun klárlega gera á næstunni. Mig langaði hinsvegar núna að segja ykkur frá einni vöru sem er búin að vera í miklu uppáhaldi hjá í gegnum árin.

Ég hugsa mjög vel um húðina mína, hreinsa hana vel á kvöldin og létt á morgnana. Það finnst mörgum oft mikil kvöð eða mikla það fyrir sér að þrífa á sér húðina en ég hugsa þetta sem 10 mínútna “me time”. Góð húðhreinsun er undirstaðan að fallegri förðun og því skiptir hún gífurlega miklu máli. Það þarf líka alls ekki að kosta hálfan handlegginn heldur finna réttu vörurnar fyrir sig. Varan sem mig langar að segja ykkur frá er Vitamin C Glow Revealing Liquid Peel frá The Body Shop. 

*Færslan er unnin í samtarfi við The Body Shop

Þetta tekur í burtu dauðarhúðfrumur, bókstaflega! Þegar maður nuddar þessu í hringlaga hreyfingar um andlitið getur maður séð dauðu húðfrumurnar fara af. Húðin verður slétt, silkimjúk og ljómandi.

Ég mæli með að setja smá vöru í lófan og nudda í hringlaga hreyfingar, ekki með vatni. Síðan skola þetta í burtu og þá er húðin tilbúin fyrir gott rakakrem. Það er mælt með að gera þetta í þrisvar sinnum í viku.

Ég mæli með, síðan er svo góð og fersk lykt af þessu!

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

SELF-LOVE

Skrifa Innlegg