*Færslan er ekki kostuð
Já þið lásuð rétt! Becca Cosmetics er að leiðinni til landsins. Ég vona að þessar fréttir hafi glatt ykkur jafn mikið og þær glöddu mig, ég er allavega í skýjunum með þessar fréttir.
Becca Cosmetics er ótrúlega flott snyrtivörufyrirtæki frá Ástralíu sem leggur mikla áherslu á húðina og náttúrulega fegurð. Vörurnar eiga að vera einfaldar í notkun, í lúxus gæðum og eiga að draga fram það besta í þínu útliti. Húðin er í miklu aðalatriði hjá fyrirtækinu og leggja þau mikla áherslu á húðvörur eða svokallaðar grunnvörur. Ég kann mikið að meta það en mér finnst góður grunnur og falleg húð undirstaðan af flottri förðun.
Ég sá myndband frá Becca Cosmetics á netinu sem sýnir frá því hvernig á að nota vörurnar frá þeim, þetta er mjög flott og hnitmiðað myndband.
Ég er ekki alveg með það á hreinu hvaða vörur frá Becca Cosmetics verða til sölu hérna á Íslandi en fyrir mitt leyti þá er ég spenntust fyrir highlighter-unum eða ljómapúðrunum á íslensku. Þeir eru til í mörgum litum og ættu allir að finna einhvern fyrir sinn húðlit. Mér finnst formúlan alveg einstök en hún er silkimjúk og blandast óaðfinnanlega við húðina. Ég á einn frá þeim sem heitir Champange Pop og er hann að verða búin hjá mér, sem segir mjög mikið..
Hér eru síðan nokkrar myndir af highlighter-unum á öðrum
Þið megið endilega segja mér ef það eru eitthverjar vörur sem eru alveg “must have” frá Becca, ég er svo spennt að fá merkið til Íslands og þið megið endilega setja “hjarta” við færsluna ef þið eruð jafnspennt og ég.
Takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Helga Sørtveit
Snapchat: gsortveitmakeup
Skrifa Innlegg