fbpx

HÁTÍÐARFÖRÐUN: GYLLT AUGNLOK OG LJÓMANDI HÚÐ

BURSTARFÖRÐUNSAMSTARFSNYRTIVÖRUR
*Vörurnar sem ég hef fengið að gjöf eða í gegnum samstarf verða stjörnumerktar, annað keypti ég sjálf

Halló! Ég er í miðjum prófum þessa dagana en ákvað að taka mér smá pásu í gær og farða mig. Þetta er ákveðin hugsleiðsla fyrir mér, setjast niður, setja góða tónlist á eða horfa á skemmtilegan þátt og algjörlega gleyma stað og stund. Mæli með, einstaklega gott þegar það er mikið að gera.

Ég ákvað i þetta sinn að gera hátíðarförðun en ég sýndi brot af því inná instagram (@gudrunsortveit). Augnskuggapallettan sem ég notaði er algjörlega stjarnan í förðuninni en hún er svo gullfalleg! Hún inniheldur gott úrval af litum, aðallega þó þessum klassísku neutral litum en það eru nokkrir djarfari litir inná milli. Síðan finnst mér húðin alltaf skipta mestu máli, ég vildi hafa hana extra ljómandi og ferska.

Augun:

– Volcano Goddess* & Ombre Rouge frá Becca Cosmetics*

– Eylure Duos&Trios augnhár

Húð:

– Becca Skin Love* blandað saman við Clinique dramatically different hydrating jelly* (æðislegt combo!) og ég blandaði einnig Topaz fljótandi highlighter-num* frá Becca Cosmetics.

– Urban Decay Weightless Complete Coverage Concealer og hyljari frá KKW Beauty

– Milk Makeup Bronzer til þess að skyggja og hlýja húðina

– Born This Way Setting Powder frá Too Faced yfir andlitið og Nyx Professional Makeup Banana púður undir augun

– Chocolate Soleil Bronzer frá Too Faced

– Kinnalitur úr Be a light pallettunni frá Becca*

Moonstone fljótandi highlighter* og Glow Glaze* bæði frá Becca Cosmetics á kinnbeinin. Síðan til að toppa þetta setti ég Shimmering Skin Perfector Highlighter í litnum Gold lava*, einnig frá Becca Cosmetics.

Eitt mjög gott tips, ef maður er í flegnum bol að blanda saman Topaz og Moonstone og setja yfir bringuna til að fá ljóma. Það kemur einstaklega vel út á myndum og þá tónar allt betur saman.

Varir:

– Stripdown varablýantur frá Mac Cosmetics

– Dior Addict Lip Maximizer Plumping Gloss

Ég veit að þetta er mikið af vörum en það þarf alls ekki að nota allar þessar vörur. Þetta er náttúrlega mitt áhugamál og vinna þannig ég er kannski smá ýkt haha :-) Vonandi hjálpar þetta ef þú ert að leita af fallegum snyrtivörum eða til að fá góð ráð.

Hátíðarburstarnir frá Real Techniques eru svo fallegir

Þessi palletta heitir Volcano Goddess og er ótrúlega falleg. Það er hægt að gera endalaust af fallegum augnskugga förðunum og bæði hægt að nota dagsdaglega eða til að gera dramatískari look. Litirnir “Gilded”, “Lava” og “Red Rock” eru algjörlega mínir litir en ég elska svona hlýja tóna. Það eru þó bæði kaldir og heitir litir í þessari pallettu.

Litirnir sem ég notaði úr Volcano Goddess eru “Volcanic Sand” sem fyrsta blöndunarlit og “Gilded” yfir allt augnlokið. Síðan notaði ég nokkra liti í Ombre Rouge pallettunni aðallega til þess að dekkja skygginguna en allir litirnir í þeirri pallettu eru allir mattir.

 

 

Ég mæli með að fylgja mér á instagram en þar er ég með gjafaleiki reglulega að jólum.. ég er til dæmis að gefa þessa fallegu bursta úr hátíðarlínu Real Techniques sem ég sýndi ykkur að ofan xx 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR: FYRIR LEYNIVININN

Skrifa Innlegg