VB X ESTÉE LAUDER
Mig dreymir um þessa fallegu línu.. en þetta er snyrtivörulína sem Estée Lauder gerði í samstarfi við Victoriu Beckham. Ég er ekki búin að geta hætt að hugsa um snyrtivörurnar úr þessari fallegu línu en Victoria hefur áður komið út með línu í samstarfi við Estée Lauder en ég er miklu spenntari fyrir þessari. Mér finnst allar vörurnar útpældar og margar af þeim sem ég hef ekki séð áður eða klassískar vörur sem hún er búin að gera að sínu. Þessi lína kemur einungis í takmörkuðu magni og hugsa ég að hún komi ekki til Íslands.. en ef hún kemur þá læt ég ykkur strax vita!
Í fyrsta lagi er þessi lína gullfalleg, pakkningarnar og vöruúrvalið. Mér finnst einstaklega gaman að sjá hvað Victoria lagði mikla vinnu í þessa línu, allar vörurnar eru útpældar og litaúrvalið skemmtilegt. Hún segist hafa viljað ögra sjálfum sér og örðum með litavalinu. Hún er sjálf mikið fyrir “nude” tóna liti en núna vildi hún breyta til. Hún valdi til dæmis ekki þessa klassísku hlýju tóna einsog er svo mikið núna heldur bláan og gráan.
Mig langaði að sýna ykkur nokkrar vörur sem eru efst á óskalistanum mínum úr þessari línu..
BRONZER IN SAFFRON SUN
Þetta er matt sólarpúður sem gefur fallegan hlýjan lit yfir andlitið og eru pakkningarnar gullfallegar. Þetta er örugglega frábært þegar maður er að ferðast því það er stór spegill og hægt að nota þetta líka sem augnskugga.
EYE KAJAL IN BLACK SAFFRON/VANILLE
Þetta er vara sem mér finnst að allir ættu að eiga en þetta er augnblýantur með svörtum blýanti einum megin og ljósum hinum megin. Þetta er mjög kremaður blýantur sem blandast auðveldlega en helst vel á augunum.
AURA GLOSS
Mér finnst þetta mjög áhugaverð vara en er eflaust ekki fyrir alla en þetta er gloss sem hægt er að nota allsstaðar á andlitið. Til dæmis á augnlokin, varirnar eða kinnbeinin og eflaust hægt að leika sér endalaust með þessa vöru.
EYE FOIL IN BLONDE GOLD
Þetta er krem augnskuggi með metal áferð sem auðvelt er að blanda út en þornar síðan og helst á augnlokunum. Ég er búin að heyra einstaklega góða hluti um þessa vöru og hún virðist vera ótrúlega falleg.
EYE MATTE DUO IN BLEU ÉLECTRIQUE/NUDE
Þetta er alls ekki eitthver palletta sem ég myndi yfirleitt vera mjög spennt fyrir en það er eitthvað við þessa liti. Ég á ekkert sem er í líkingu við þessa pallettu og eru margar skemmtilegar farðanir sem mig dettur í hug að gera með henni.
EYE METALS EYESHADOW IN BLONDE GOLD
Þetta er augnskuggi sem er með metal áferð og gæti ég hugsað mér að hann yrði flottur í innri augnkrók eða yfir allt augnlokið. Síðan yrði þetta ótrúlega fallegt í snyrtibuddunni eða á snyrtiborðinu.
MATTE LIPSTICK IN VICTORIA
Þessi varalitur á að vera frekar kaldur og ekki of rauður né of gulur heldur hin fullkomni “nude” litur. Það þarf ekki mikið meira til þess að selja mér þennan en ég elska að prófa nýja “nude” varaliti.
LIP PENCIL
Það sama gildir um þennan varablýant en hann á að vera mjúkur á vörunum og er hinn fullkomni “nude” varablýantur.
MORNING AURA ILLUMINATING CREME
Rakakrem og primer saman í einu en þetta á að gefa fallegan ljóma. Þið vitið vonandi nú þegar að ég elska allt sem er ljómandi eða gerir húðina mína ljómandi þannig þetta er efst á lista.
Ég sá þetta myndband á instagraminu hjá Victoriu og finnst það mjög skemmtilegt, sýnir hvernig henni finnst best að nota vörurnar sínar..
Takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Helga Sørtveit
Snapchat: gsortveitmakeup
Skrifa Innlegg