fbpx

HYDRO DELUXE + HOLLYWOOD GLOW

HÚÐUMHIRÐASAMSTARF

HI!

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Húðfegrun

Í framhaldi af samstarfinu okkar við Húðfegrun langar okkur að segja ykkur frá tveimur meðferðum sem við fórum í nýlega.

Meðferðirnar sem við fórum í heita Hollywood Glow & Hydro Deluxe.
Þessar tilteknu húðmeðferðir eiga að vinna mjög vel saman og fundum við heldur betur fyrir því.

HYDRO DELUXE

Við byrjuðum á að fara í Hydro Deluxe.
Hydro Deluxe er mesotheraphy þar sem notast er við örþunnar nálar og er þeim stungið ört í húðina til að stinna húðina og örva hana. Það sem gerir meðferðina einstaka er að náttúrulega steinefninu calcium hydroxiapatite (CaHA) er sprautað í húðina en áhrif þess eru ótrúleg. Það örvar meðal annars framleiðslu kollagens, elastíns og náttúrulegra fjölsykra í líkamanum.

Strax eftir meðferðina fundum við fyrir bólgum á nokkrum stöðum á andlitinu okkar, sem er fullkomlega eðlilegt. Við erum með mjög ólíka húð og marðist húðin hennar Ingunnar meira við meðferðinni en Heiðar. Ingunn er með mjög ljósa og viðkvæma húð. Við viljum minna á að hver og einn getur brugðist mismunandi við hverri húðmeðferð, gott er að hafa í huga að húðin gæti þurft tíma til að jafna sig eftir húðmeðferðir. Við hvetjum ykkur því til að kynna ykkur hverja meðferð vel fyrirfram hjá fagaðila.

Sigríður hjá Húðfegrun var fljót að láta okkur vita að þessi viðbrögð væru fullkomlega eðlileg þar sem Hydro Deluxe meðferðin er mikið áreiti fyrir húðina. Oftar en ekki getur húðin okkar orðið verri í stutta stund eftir húðmeðferðir áður en við förum að sjá sjáanlegan mun.

Eftir að húðin fékk tíma til að jafna sig fundum við fyrir því að hún var þéttari í sér og fínar línur voru mun sléttari og þá sérstaklega undir augunum og svokallað „crows feet“. Við fundum fyrir því að húðin var rakameiri og þrýstnari.

Myndirnar hér að ofan eru af meðferðinni. Þær virðast ógnandi en áður en við fórum í meðferðina bárum við deyfikrem á húðina sem gerði meðferðina nánast sársaukalausa.

HOLLYWOOD GLOW

Viku seinna fórum við svo í hina frægu Hollywood Glow meðferð, en hún er ein af vinsælustu meðferðunum hjá Húðfegrun. Hollywood Glow gefur húðinni samstundis ljóma ásamt því að gera húðina þéttari. Meðferðin var ótrúlega notaleg en notast er við nær-innrautt ljós (NIR infared light). Ljósið hitar húðina og hjálpar húðinni að örva kollagen framleiðslu.

Eftir Hollywood Glow sáum við samstundis mun á húðinni, hún ljómaði öll og okkur leið eins og við hefðum fengið extra fimm tíma í svefn og drukkið sirka þrjátíu vatnsglös í einu (án alls gríns, við vorum það glowing). Það sem vakti mikla athygli okkar eftir meðferðina var hvað hún vann vel á bólgum. Húðin okkar var enn að jafna sig eftir Hydro Deluxe og sáum við ótrúlegan mun á þeim svæðum sem voru marin og bólgin.

Þar sem við erum jú báðar förðunarfræðingar þá finnst okkur merkilegt að sjá muninn á því að bera farða og hyljara á húðina eftir húðmeðferðirnar. Eftir samvinnu Hydro Deluxe og Hollywood Glow, þegar húðin var búin að jafna sig og allir marblettir horfnir, fundum við fyrir hreint út sagt ótrúlegum mun við ásetningu farða og hyljara.
Húðin er öll orðin sléttari, mýkri og meðtækilegri fyrir vörum sem eru settar á hana. Augnsvæðið fékk rakaskot sem við sjáum greinilega þegar við setjum hyljara. Við erum báðar miklar hyljara-konur, hyljari er vara sem við getum hvorugar lifað án. Ingunn er með frekar þurrt augnsvæði og fann hún fyrir því að húðin þar var þrýstnari og rakameiri, eftir ásetningu hyljara og púðurs kom enginn þurrkur og engar línur þrátt fyrir langan vinnudag. Heiður hefur lengi glímt við mikla bauga og fannst henni húðin undir augunum virka mun frísklegri ásamt talsverðum mun á hversu ljómandi húðin var eftir Hollywood Glow.

Við mælum með Hollywood Glow meðferð fyrir alla og þá sérstaklega þegar það er tilefni til, þar sem sjáanlegur munur er samstundis á ljóma húðarinnar. Hér að neðan má sjá mynd af húðinni hennar Heiðar með og án farða eftir meðferðirnar.
Mynd 1 var tekin eftir Hydro Deluxe og Hollywood Glow, á henni er Heiður einnig búin að fara í tvö skipti í húðslípun en enginn farði er á húðinni.
Mynd 2 sýnir húðina með farða en hér sést vel hversu fallega farðinn leggst á húðina eftir meðferðirnar.

 

Við hlökkum til deila með ykkur okkar upplifun af fleiri húðmeðferðum.
Þangað til næst.

________

Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com

EIGENDAHÓPUR REYKJAVÍK MAKEUP SCHOOL STÆKKAR

Skrifa Innlegg