fbpx

EIGENDAHÓPUR REYKJAVÍK MAKEUP SCHOOL STÆKKAR

REYKJAVIK MAKEUP SCHOOL

HI!

Við tilkynnum með stolti að við hjá HI beauty erum nýjir meðeigendur Reykjavík Makeup School.

Reykjavík Makeup School er stofnaður í nóvember 2013 og er elsti förðunarskóli landsins. Skólinn er stofnaður af elsku Söru og Sillu og hafa þær rekið skólann af mikilli velgengni í sjö ár samfleytt.

Það er sannkallaður draumur að vera orðnar partur af stærsta og rótgrónasta förðunarskóla Íslands. Markmið okkar er að sameina krafta okkar og stækka við alla starfsemi fyrirtækisins og halda áfram að vera leiðandi skóli í förðunarfræði á Íslandi.

Við hlökkum til að opna dyrnar að skólanum okkar þann 14.september og taka á móti ykkur öllum.

Sigurlaug Dröfn, Ingunn Sig, Heiður Ósk og Sara Dögg

Eigendur Reykjavík Makeup School

________

Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com

EINN AF OKKAR UPPÁHALDS: FARÐI

Skrifa Innlegg