BY BIRGITTA LÍF

ANDREA RÖFN

Eftir að ég kláraði prófin fyrir rúmri viku hafði ég loksins tíma til að gera eitthvað skemmtilegt á Íslandi og skellti mér upp í Reykjavík make-up school til Birgittu. Hún er að klára námið sitt þar og tók létta æfingu í smokey förðun á mér. Mér finnst þetta make-up svo ótrúlega fallegt hjá henni að ég varð að deila með ykkur útkominni.

<3

Andrea Röfn

Fylgist með mér á Instagram og Snapchat: @andrearofn

Another Creation – útlitið

RFF2017

Förðunin fyrir sýningu Another Creation sló í gegn á Reykjavík Fashion Festival um síðustu helgi. Förðunin er hönnuð af þeim Söru og Sillu hjá Reykjavík Makeup School ásamt Ýr hönnuði merkisins að sjálfsögðu. Vörurnar frá NYX Professional Cosmetics voru notaðar til að fullkomna lúkkið sem minnti sannarlega á nútímavædda geishu.

Stundum er talað um að less is more en það á þó kannski ekki alltaf við. Í förðun Another Creation fá metallic litir að njóta sín ásamt rauðum tónum. Nýjasta tískutrendið í förðun – drapeing – var áberandi en þá er kinnalitur settur ofan á kinnbeinin og inn eftir andlitinu og uppað gagnauga. Þetta trend mun án efa koma sterkt inn í haust og verður áhugavert að sjá hvernig hin almenna kona mun túlka þetta trend.

1c0a3036

Edda Óskars

Hér sjáið þið fleiri myndir af stemmingunni baksviðs við undirbúning sýningarinnar, við hvetjum ykkur til að smella á myndirnar til að sjá þær stærri.

1c0a3146

Heiða

1c0a3080

Kristín Lív

Förðunin heppnaðist alveg svakalega vel og fullkomnaði sannarlega heildarútlit sýningarinnar hjá Another Creation. NYX Professional Cosmetics vörurnar fengu að njóta sín og artistarnir í teyminu fengu sannarlega að láta ljós sitt skína!

RFF//Trendnet

iluvsarahii ♡

Lífið MittMakeup ArtistMakeup Tips

Núna á þriðjudaginn tók ég skyndiákvörðun um að skella mér á Masterclass námskeið sem vinkonur mínar Sara og Silla í Reykjavík Makeup School stóðu á bavið. Það var hin glæsilega Karen Sarahi sem er betur þekkt undir nafninu @iluvsarahii á Instagram og er svakalega hæfileikaríkur makeup artisti frá LA. Ég lærði heilan helling og hef nú þegar prófað margt af því sem hún kenndi á námskeiðinu og mér líkar mjög vel við hennar aðferðir.

T.d. þá byrjar hún alltaf á því að móta augabrúnir – hún gerir ekkert áður hún setur ekki einu sinni rakakrem á húðina! Hún byrjar að móta þær í miðjunni, færir sig út að enda og færir sig svo smám saman innar. Eitthvað sem ég lærði svo allt öðruvísi en ég hef alltaf endað líka á augabrúnunum og byrja að móta þær frá fremsta hluta þeirra. Ég var satt að segja spenntust fyrir að prófa mig áfram með aðferðir hennar við mótun augabrúna og vara og ég er dolfallin og búin að breyta mínum venjum strax á þessum örfáu dögum!

En þið finnið augabrúna sýnikennslu a la Karen Sarahi inná snappinu mínu @ernahrundrfj og eftir helgi ætla ég að taka fyrir varirnar.

En ég var með myndavélina á lofti allt námskeiðið og reyndi að fanga skemmtileg augnablik sem mig langar að deila með ykkur. Maður getur sko alltaf lært eitthvað nýtt og það er sannarlega nauðsynlegt fyrir förðunarfræðinga að uppfæra tæknina sína og vera opnar fyrir nýjum aðferðum því tískan breytist sífellt og það er um að gera að kunna sem mest.

Njótið myndanna!

iluvsarahii18 iluvsarahii17 iluvsarahii16 iluvsarahii15 iluvsarahii14 iluvsarahii12 iluvsarahii11 iluvsarahii10 iluvsarahii9 iluvsarahii7 iluvsarahii6 iluvsarahii5 iluvsarahii4 iluvsarahii3 iluvsarahii2 iluvsarahii

iluvsarahiiiphone6 iluvsarahiiiphone5 iluvsarahiiiphone4 iluvsarahiiiphone3iluvsarahiiiphoneiluvsarahiiiphone2

Hér sjáið þið svo þessar stórglæsilegu dömur sem stóðu fyrir námskeiðinu – Karen Sarahi, Silla og Sara ásamt fyrirsætunum Kristínu Evu og Tönju Ýr!

Stjarna kvöldsins ásamt henni Karen var svo sannarlega Fix+ spreyið frá MAC. Mikið fannst mér gaman að sjá þarna að hún elskar þessa æðislegu vöru jafn mikið og ég. Enda er þetta vara sem er uppáhalds uppáhalds uppáhalds frá MAC hjá mér og ofnotuð sem þið sem fylgist með mér á snappinu vitið ;)

Takk kærlega fyrir mig elsku Sara og Silla – þetta var svo flott hjá ykkur og þið megið svo sannarlega vera motnar af þessu frábæra námskeiði. Ég get ekki beðið eftir því næsta, þið látið mig bara vita hvar ég á að skrá mig ;)

EH

Langar þig í Beautyblender?

Ég Mæli MeðFörðunarburstarNýtt í snyrtibuddunni minni

Já þið lásuð rétt! Nú er komið að því að gefa heppnum lesendum Beautyblender að eigin vali. Ég efast nú ekki um að margar ykkar hafi lesið það úr færslunni minni í gær um svampana góðu sem nú fást hér á landi að ég myndi setja af stað eins og einn gjafaleik. Okkur Söru og Sillu fannst það alveg tilvalin hugmynd og gefa einhverjum sem langaði mikið að prófa svamapana færi á því. Þið getið komist að því hvernig þið gætuð unnið Beautyblender hér fyrir neðan en ég vona að þið lesið fyrst restina af færslunni þar sem ég fer aðeins yfir hvern svamp… :)

Hér sjáið þið þá alla – þetta eru náttúrulega ekkert smá litríkir og flottir förðunarsvampar!

bjútíblender

Eflaust hugsa einhverjar um hver er munurinn á þessum og öðrum förðunarsvömpum en þá eru það auðvitað Beautyblender svamparnir þeir sem koma förðunarsvömpum aftur á kortið. Þeir eru sérstaklega mjúkir og það er rosalega gaman að fræðast um tilgang hvers og eins. Ég hlakka mikið til að prófa mig áfram með mína, fara eftir leiðbeiningunum og prófa mig svo áfram. Svamparnir eru alveg lygilega mjúkir og flottir og get rétt ímyndað mér áferðina sem kemur þegar maður notar þá bara í grunninn – en margir af þekktustu Youtube gúrúunum eru bara að nota Beautyblender svampana í sínar farðanir – nota bara bursta fyrir augu og varir – það er nú alveg frekar magnað og ég á nú erfitt með að ímynda mér hvernig þau fara að en ég er spennt að læra!

Sá bleiki:

Hér er þessi upprunalegi svampur sem virðist hafa startað öllu þessu svakalega svampæði sem hefur gripið um sig í förðunarheiminum. Þessi er svo mjúkur og fallegur og hann gefur af því sem ég hef séð af hönum öllum förðunarvörum fullkomna áferð – ég er rosalega spennt að prófa þennan almennilega og deila því að sjálfsögðu með ykkur!

“The unique shape and exclusive material available only with beautyblender® ensures impeccable, streak-free application with minimum product waste. Use it with primers, foundations, powders, cream blushes, and any other complexion product.“
– Sephora.com

bjútíblender3

Sá hvíti:

Þessi er svo hreinlegur og fallegur að ég myndi bara aldrei vilja setja hann í neinar litaðar förðunarvörur! En einhvers staðar las ég mér til um að þessi hæfði sérstaklega í allt sem tengdist húðinni og að hann hentaði betur í s.s. ólitaðar förðunarvörur eins og krem, serum, augnkrem, primera og allar þessar undirstöðu vörur. Það er eflaust líka hægt að nota þennan í ljómandi vörur eins og ljósa higlightera og svoleiðis.

„beautyblender® pure® is designed to ensure optimal application of the most advanced skincare products. Leave the old method of applying product with fingers behind and say goodbye to spotty coverage, less penetration of product in key areas (eyes, nose, etc.), and dirt traveling over freshly cleansed skin. Use it with complexion products, serums, eye treatments, moisturizers, makeup removers, and any other skincare product. “
– Sephora.com

bjútíblender2

Sá svarti:

Hér er á ferðinni hrikalega flottur svampur sem er auðvitað fullkominn í þessar vörur sem eru superstay eða vatnsheldar og mjög dökkar, vörur til að skyggja húðina og jafnvel til að setja á sjálbrúnkukrem og fá fullkomna áferð – því það mun ekkert sjást á svampinum hann er jú svartur!

„Beautyblender® Pro is the perfect application method for darker-toned products that would be difficult to rinse clean from a lighter colored applicator. Use with complexion products, long-wear makeup, and self-tanners for flawless results. “
– Sephora.com

bjútíblender4

Sá græni:

Hann er minnstur og þeir koma tveir saman í pakka. Ég sé fyrir mér að með honum sé hægt að fullkomna grunnförðunina, fela misfellur og jafna áferð farðans, bæta á hyljara og hægt að gera svona vandaverk sem þarfnast nákæmni.

„This makeup blender lets you perfect makeup application in the inner eye corners, brow bones, sides of nose, cheeks, and more. Designed with exclusive beautyblender® material and one fourth the size of the original sponge, these non-disposable micro.mini sponges are the perfect tool for concealing small areas. Simply wet them so that they increase in size so that you can highlight and contour your face and ensure less makeup waste.“
– Sephora.com

bjútíblender5

En mig, Söru og Sillu langar að gefa áhugasömum lesendum svamp að eigin vali til að prófa – við ætlum að gefa einn bleikan, einn svartan og einn hvítan og það sem þið þurfið að gera til að vera með er að…

1. Deila þessari færslu með því að smella á Facebook takkann.

2. Setja Like á síðu Beautyblendersins – BEAUTYBLENDER Á ÍSLANDI

3. Skrifa athugasemd við þessa færslu, undir fullu nafni, hvaða svamp þig langar í (bleikan, hvítan eða svartan) og afhverju þig langar að prófa Beautyblender!

Ég dreg svo úr öllum innsendum athugasemdum seinni part sunnudags og birti nöfnin á síðunni hjá mér :)

Svo svona að lokum fyrir þær sem langar í svamp ekki seinna en á morgun þá ætla þær Sara og Silla – Beautyblender drottningar Íslands – að vera með opið inní Reykjavík Makeup School á morgun milli 14:00 og 16:00 fyrir þær sem langar að kaupa en skólinn er staðsettur á Lynghálsi 4 uppá Höfða.

Go nuts!

EH

Beautyblenderinn er mættur til Íslands!

Ég Mæli MeðFörðunarburstarNýtt í snyrtibuddunni minni

Það var einstaklega spennt ung kona sem gerði sér ferð uppá Höfða um miðjan dag í dag til að hitta snillingana tvo þær Söru og Sillu sem eru eigendur Reykjavík Makeup School og nú Beautyblender dottningar Íslands! Tilgangur ferðarinnar var að kíkja á svampana sem þær voru að fá til landsins og fræðast aðeins meira um þá – ég viðurkenni það heilshugar að ég hef aldrei prófað Beautyblender svampana en vinsældir þeirra hafa þó alls ekki farið framhjá mér og vonandi engri makeup áhugamanneskju.

Screen Shot 2015-01-15 at 4.24.54 PM

Hér sjáið þið hinn dásamlega fallega upprunalega Beautyblender en það eru samtals fjórar týpur. Ég ætla að prófa mína aðeins í kvöld – kíkja á nokkur video og læra aðeins meira til að segja ykkur frá á morgun – já og kannski gera eitthvað aðeins meira en bara segja ykkur frá þeim ;)

Fyrir áhugasamar þá legg ég til að þið smellið við like á síðu svampanna á Íslandi til að festa kaup á þeim og til að sjá verð og meiri upplýsingar.

BEAUTYBLENDER Á ÍSLANDI

EH

Heimsókn í Reykjavík Makeup School

Lífið MittMakeup Artist

Í lok síðustu viku skellti ég mér að heimsækja loksins vinkonur mínar þær Söru og Sillu sem eru með Reykjavík Make Up School. Mér finnst fátt skemmtilegra en að fylgjast með öðrum mála – það er svo gaman að sjá hreyfingarnar og tæknina sem er svo allt öðru vísi en hjá manni sjálfum.

Reykjavík Makeup School hefur nú verið starfandi í ár (eða núna í október) en ég var með viðtal við þær í 2. tbl af Reykjavík Makeup Journal. Skólinn er ótrúlega flottur og Sara og Silla eru með svo brennandi áhuga á förðun og öllu sem því tengist og það smitast svo sannarlega yfir á nemendur þeirra. Ég spjallaði líka aðeins við þær um uppsetninguna á náminu og ég var alveg heilluð af pælingum þeirra á hverju eina og einasta smáatriði.

Stelpurnar eru  nýbúnar að skipta um förðunarvörur sem þær kenna á en nú eru það vörur frá Make Up Store. Fastur liður á námskeiðinu er svo hárkennsla frá Theodóru Mjöll sem er alveg ómissandi partur af náminu því ég veit ekki hversu oft maður hefur þurft að redda líka hári á setti – svo er auðvitað frábært að fá kennslu frá reynsluboltanum Theodóru. Hér sjáið þið myndirnar úr heimsókninni minni…

rmjskóli2

Maður fær svaka flottar móttökur þegar maður kemur inn um hurðina, þegar ég kom var kveikt á uppáhalds ilmkertinu mínu frá Make Up Store – það er alveg fullkomið á svona haustkvöldi.

rmjskóli4 rmjskóli10 rmjskóli6 rmjskóli13 rmjskóli14 rmjskóli rmjskóli16 rmjskóli11 rmjskóli15

Í skólanum fá nemendur förðunarbursta frá Real Techniques – en ekki hvað;)

rmjskóli5 rmjskóli18 rmjskóli20 rmjskóli21 rmjskóli17 rmjskóli22 rmjskóli19 rmjskóli9 rmjskóli12 rmjskóli3 rmjskóli8

Það eru þessar gordjöss dömur, Silla & Sara sem eiga, reka og kenna í Reykjavík Makeup School.

Sara og Silla hefja svo útrás um helgina en þá bjóða þær uppá mini námskeið á Akureyri en upplýsingar um þau og næstu námskeið finnið þið á Facebook síðu þeirra HÉR.

Takk kærlega fyrir að bjóða mér í heimsókn dömur og takk fyrir Mixið – það bjargaði mér alveg! Ég hlakka svo sannarlega til að fylgjast með þessum skóla vaxa og dafna það vantar alla vega ekkert uppá metnaðinn því bæði Sara og Silla eru duglegar að fara erlendis og sækja námskeið í förðun til að bæta við þekkingu sína og til að geta alltaf kennt nemendum sínum það nýjasta í förðunarheiminum.

EH