fbpx

Beautyblenderinn er mættur til Íslands!

Ég Mæli MeðFörðunarburstarNýtt í snyrtibuddunni minni

Það var einstaklega spennt ung kona sem gerði sér ferð uppá Höfða um miðjan dag í dag til að hitta snillingana tvo þær Söru og Sillu sem eru eigendur Reykjavík Makeup School og nú Beautyblender dottningar Íslands! Tilgangur ferðarinnar var að kíkja á svampana sem þær voru að fá til landsins og fræðast aðeins meira um þá – ég viðurkenni það heilshugar að ég hef aldrei prófað Beautyblender svampana en vinsældir þeirra hafa þó alls ekki farið framhjá mér og vonandi engri makeup áhugamanneskju.

Screen Shot 2015-01-15 at 4.24.54 PM

Hér sjáið þið hinn dásamlega fallega upprunalega Beautyblender en það eru samtals fjórar týpur. Ég ætla að prófa mína aðeins í kvöld – kíkja á nokkur video og læra aðeins meira til að segja ykkur frá á morgun – já og kannski gera eitthvað aðeins meira en bara segja ykkur frá þeim ;)

Fyrir áhugasamar þá legg ég til að þið smellið við like á síðu svampanna á Íslandi til að festa kaup á þeim og til að sjá verð og meiri upplýsingar.

BEAUTYBLENDER Á ÍSLANDI

EH

Dekur fyrir hárið

Skrifa Innlegg