fbpx

EINN AF OKKAR UPPÁHALDS: FARÐI

FÖRÐUNUPPÁHALDS

HI!

Það getur reynst erfitt að finna farða sem helst fallegur allan vinnudaginn og fram eftir kvöldi án þess að hann renni til. Það er ekkert leiðinlegra en þegar þú ert búin að eyða góðum tíma af morgninum í að fríska uppá lúkkið en kemur svo heim í lok dags og það er ekkert eftir á andlitinu. Þetta á það til að gerast og þá sérstaklega þegar hræðsla er við að vilja ekki vera of mikið málaður eða með of mikið meik.

Til að koma í veg fyrir þessi leiðindi þá er gott að nota farða sem gefur betri þekju, en nota þá minna af honum eða blanda honum við léttari farða/bb krem. Double Wear frá Estée Lauder gefur þér góða þekju sem hægt er að byggja upp án þess að líta út fyrir að vera „cakey“. Farðinn breytir ekki um lit á andlitinu, „oxast“ ekki og helst fallegur allan liðlangan daginn.

HI beauty elskar Double Wear farðann og blöndum við honum oft við farða sem er þynnri og ljómandi. Það þarf aðeins einn dropa af Double Wear til að gefa þínum uppáhalds ljómandi farða betri þekju og lengri endingartíma.
Þegar Estée Lauder gáfu út Double Wear Light urðum við aðeins of spenntar þar sem upprunalega formúlan er jú í þykkara laginu. Double Wear Light gefur þér einnig góða þekju en er töluvert léttari á húðinni og ekki eins mattur og upprunalegi Double Wear.

Þessir tveir farðar eru okkar go-to farðar og elskum við að prófa að blanda þá við ýmsa farða og ljómakrem. Við hvetjum ykkur til að prófa ykkur áfram með farða sem gefa fulla þekju og prófa að blanda örlítið af þeim við ykkar uppáhalds ljómandi farða eða ljómakrem og testa endingartímann.

HÉR má finna fleiri snyrtivörur sem HI beauty mælir með

 

________

Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com

VILT ÞÚ NÁTTÚRULEGA ÞÉTTAR AUGABRÚNIR?

Skrifa Innlegg