fbpx

VILT ÞÚ NÁTTÚRULEGA ÞÉTTAR AUGABRÚNIR?

HÚÐUMHIRÐASAMSTARF

HI!

Þessi færsla er unnin í samstarfi við RapidLash

Augabrúnatískan síðastliðin ár hefur snúist um að leyfa augabrúna hárunum að fá ákveðið frelsi til að vaxa og mótast í sína náttúrulegu lögun. Það hefur verið ákveðið högg fyrir þá sem eru ekki með mikið af augabrúnahárum náttúrulega en við erum hér, eins og svo oft áður með mögulega lausn við því vandamáli.

Undanfarnar vikur höfum við verið að prófa vörurnar frá RapidLash og langaði okkur til þess að sýna ykkur hvaða árangur það hefur gefið okkur.

Rapidlash vörurnar innihalda Hexatein formúlu sem hjálpar að þétta og bæta útlit augabrúna og augnhára.
Við skiptum þessu á milli okkar en Ingunn prófaði RapidBrow og notaði samviskusamlega í 60 daga og Heiður prófaði RapidLash því augnhárin hennar eru að jafna sig eftir augnháralengingar. Til að ná sem bestum árangri er mælt með því að nota vörurnar í 60 daga samfleytt.

Eins og má sjá á myndunum hér að neðan má sjá gífurlegan mun á augabrúnahárunum á Ingunni. Við munum síðan koma með fyrir og eftir myndir af augnhárunum hjá Heiði þegar hún hefur notað Rapidlash samfleytt í 60 daga.

Mestan mun sáum við þegar við lituðum augabrúnirnar og augnhárin en þá tókum við eftir því að hárin eru mun þéttari og fjöldi nýrra hára hafa oxið á skömmum tíma. Það sem formúlan gerir er að ýta undir hárvöxt sem er til staðar en hefur af einhverri ástæðu ákveðið að leggjast í dvala.

Í samstarfi við RapidLash á Íslandi langar okkur að breiða út boðskapnum og bjóða lesendum okkar
20% afslátt af öllum Rapidlash vörum inná Rapidlash.is

Afslátturinn gildir út sunnudaginn 6.sept með kóðanum hibeauty

 

________

Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com

EYELINER ÚTFÆRSLUR

Skrifa Innlegg