fbpx

EYELINER ÚTFÆRSLUR

FÖRÐUN

HI!

Eyeliner á það til að flækjast fyrir mörgum, við þekkjum það allar að hafa náð fullkomnum eyeliner á annað augað en það er alls ekki sama sagan með seinna augað. Það eru til ótal leiðir til að gera eyeliner og margar mismunandi formúlur á markaðnum. Í dag er til dæmis ein vinsælasta leiðin að nota púður augnskugga sem eyeliner en við ætlum að fara aðeins yfir hinar ýmsu útfærslur í færslu dagsins.

PÚÐUR EYELINER

Gamli góði augnskugginn er vanmetið vopn í snyrtiveskinu. Það er mjög auðvelt að breyta augnskugga í eyeliner en það eina sem þú þarft er þinn uppáhalds augnskuggi og þéttur bursti (skáskorinn eða flatur). Gaman er að leika sér með rauð-brúntóna liti, gráa, fjólubláa eða svarta. Það góða við augnskugga eyeliner er að þú stjórnar algjörlega hversu skarpur hann er, en það er einmitt í tísku núna að gera soft brúnan eyeliner (allavega samkvæmt tiktok).

FASTUR EYELINER

Augnblýantar í föstu formi eru algengustu eyelinerarnir sem við þekkjum. Mjög fjölnota en það er hægt að nota þá á augnlokið sem augnskugga primer, smudge-a hann út við augnháralínu og nota í votlínu til að dekkja eða lýsa upp augnförðun. Möguleikarnir eru ótrúlega margir og mælum við með því að eiga svartan, brúnan og einn ljósan, þá eru þér allir vegir færir.

BLAUTUR EYELINER

Ef þú vilt fá hreina og skarpa línu er gott að nota blautan eyeliner. Okkur finnst báðum best að nota blautan eyeliner sem er eins og penni í laginu, en það hjálpar þér að fá meiri stjórn og gera nákvæma línu. Ef ykkur finnst of dramatískt að nota blautan eyeliner í svörtu þá mælum við með því enn og aftur að prófa brúntóna liti.

GEL EYELINER

Gel og kremkenndir eyelinerar eru endingagóðir og því mjög góðir fyrir þá sem þurfa að treysta á það að makeupið haldist fallegt í langan tíma. Þeir eru aðeins auðveldari í notkun en blautu eyelinerarnir því það er hægt að smudge-a þá þangað til að þú hefur fundið rétt shape fyrir þitt auga.

Tilvalið að nýta sunnudaginn í eyeliner æfingu.
Æfingin skapar meistarann, njótið dagsins.

________
Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com

ARTISTINN OG STJARNAN VOL. 2 – KYLIE JENNER OG ARIEL

Skrifa Innlegg