fbpx

ARTISTINN OG STJARNAN VOL. 2 – KYLIE JENNER OG ARIEL

ARTISTINN&STJARNANFÖRÐUNINSPO

HI !

Kylie Jenner er ein frægasta manneskja heims í dag. Kylie er, fyrir þá sem þekkja hana ekki, raunveruleikastjarna, viðskiptamógúll og samfélagsmiðlarisi. Þrátt fyrir að hafa alist upp í sviðsljósinu öðlaðist Kylie ótrúlega mikla frægð þegar hún var aðeins 15 ára vegna útliti vara  sinna. Getgátur fóru af stað hvort hún væri  búin að láta fylla í þær eða ekki. Úr því varð fyrirtækið Kylie Cosmetics en það er í dag eitt vinsælasta förðunarmerkið um heim allan. Í dag ætlum við að taka fyrir samband Kylie Jenner við förðunarsnillinginn Ariel. Þau hafa unnið saman í mörg ár og þróað með sér gríðarlega vinsælan förðunarstíl. Við tókum saman það sem stendur upp úr hjá þeim tveim.

HIGHLIGHT & CONTOUR

Kylie og Ariel hafa masterað highlight og contour eftir andlitsfallinu á kylie. Hún er alltaf með mikla birtu undir augunum, á hökunni og miðju enninu. Þá er kylie alltaf vel skyggð undir kinnbeinunum, á efsta partinum á enninu (hjá hárlínunni) og undir kjálkanum til að gera kjálkalínuna skarpari. Það sem ariel gerir einnig vel er að passa að vanginn á kylie (undir kinnbeinunum) sé alltaf ljós með góða þekju. Það gefur contourinu mjög clean vibe.

VARIR

Það sem kom kylie á kortið eru varirnar hennar. Eins og kunnugt er þá gerði kylie allt vitlaust þegar hún var 16 ára búin að láta sprauta fylliefni í varirnar. Varalitirnir og varablýantarnir sem hún sagðist nota seldust upp á nokkrum sekúndum og úr því ævintýri varð Kylie Cosmetics til. Kylie er mjög óhrædd við að prufa sig áfram með mismunandi varaliti og blýanta en það sem er hennar helsta signature eru nude varir með brúntóna undirtón. Varablýantarnir sem Ariel notar á Kylie eru alltaf aðeins dekkri en varaliturinn og ýkir hann oft lögun vara hennar með því að setja extra skugga með brúnum varablýant ofan á „cupid’s bow“ hjá henni.

AUGU

Kylie er með ótrúlega falleg möndlulaga augu. Ariel er mjög duglegur að prófa mismunandi liti á hana en þau hafa búið sér til einkennandi shape sem þau vinna oft með. Í því shape-i er Skyggingarliturinn tekinn alveg upp að innri augabrún og niður að nefi til að blanda saman skyggingunni á augunum og andliti. Hún er oftast með skarpa línu á augnskugganum út frá ytri augnkrók í v-lögun eða cat-eye og eyeliner í spíss. Ef hún er ekki með eyeliner í spíss þá er hún með smudge eyeliner alveg þétt upp við augnhárarótina

KINNALITUR

Undanfarna mánuði er kylie búin að vera að blusha yfir sig. Það gæti verið af því að merkið hennar kom út með púðurkinnaliti á síðasta ári en við erum að fýla þetta í botn. Ariel hefur verið að nota sömu liti á augun á henni og kinnar en þau hafa mikið verið að leika sér með monochromatic look undanfarið. Við höfum talað um að staðsetning kinnalitarins sé að breytast og að færast meira á svipað svæði og bronzer en Kylie fer þvert á móti því trendi og hefur verið að skarta kinnalitnum alveg á eplum kinnanna og nánast inn að nefi.

RED CARPET

KYLIE COSMETICS CAMPAIGNS

PHOTOSHOOTS

RANDOMS

________
Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com

SKINCARE TOOLS

Skrifa Innlegg