fbpx

SKINCARE TOOLS

HÚÐUMHIRÐA

HI!

Á síðasta ári eru búin að spretta upp ótal ný húðumhirðu merki og það má segja að það sé nokkurs konar húðumhirðu æði í heiminum. Með COVID-19 bylgjunum hafa margir tekið húðrútínuna sína í gegn og langaði okkur því að benda ykkur á skemmtileg húðumhirðu tól til að bæta inn í ykkar daglegu eða vikulega húðumhirðu.

JADE & ROSE QUARTZ RÚLLUR

Rose Quarz rúllur eru ótrúlega góðar fyrir viðkvæma húð sem ertist auðveldlega. Rúllan eykur blóðflæði húðarinnar og hjálpar húðinni að byggja sig upp ásamt því að gera hana stinna. Jade Rúllur eru þekktastar fyrir að vinna vel á bólgum. Jade rúllur eru fullkomnar til að hjálpa vörum að komast betur inn í húðina og er æðislegt að nota þær á eftir serumi eða sheet maska.

JILLIAN DEMPSEY GOLD SCULPTING BAR

Gold Sculpting Bar er titrandi gullstöng sem gerð er úr 24 karata gulli. Hún er hönnuð af förðunarfræðingnum Jillian Dempsey (sem er jú eiginkona Patrick Dempsey sem margir þekkja úr Grey’s Anatomy). Markmið stangarinnar er að draga úr bjúg, slappleika og þrota í andliti og hálsi. Stöngin hjálpar einnig serumum, kremum og olíum að komast dýpra inn í húðina. Stöngin tónar andlitið og hjálpar þér að skerpa kinnbein og kjálkalínu. Fyrir áhugasama fjallaði Andrea nánar um gullstöngina hér.

FOREO LUNA 3

Vatnsheld hreinsigræja frá sænska fyrirtækinu Foreo, sem auðveldar þér að þrífa andlitið. Mjúkir silicon burstar sem vinna á ógnarhraða við að djúphreinsa húðina. LUNA skilur húðina eftir tandurhreina, mjúka og ljómandi. Með LUNA sækir þú app sem er tengt græjunni sem kennir þér að nota hana. Þar getur þú einnig valið hvort húðin þín sé þurr eða olímikil og þar með stillt græjuna eftir þörfum húðarinnar að hverju sinni.

NURSE JAMIE UPLIFT MASSAGING BEAUTY ROLLER 

Margir kannast við Nurse Jamie úr NETFLIX þáttunum Skin Decisions. Nurse Jamie er sérfræðingur í útlitsaðgerðum án skurðaðgerða og er með sitt eigið merki sem selur bæði húðumhirðu vörur og skemmtilega aukahluti.
Rúllan frá Nurse Jamie inniheldur 24 nuddsteina sem má nota á andlit og háls. Þessi vara er mjög einföld í notkun, það þarf einungis að þrýsta henni og rúlla upp á við. Hægt er að nota rúlluna á kinnar, kjálka, enni, augabrúnir, undir augun og á hálsinn. Sniðugt er að nota rúlluna á meðan rakamaski / sheet maski er á húðinni. Rúllan hjálpar einnig við bjúg og óæskilega vökvasöfnun í andlitinu.

DERMAFLASH PORE EXTRACTOR AND SERUM INFUSER

Þessi græja er fyrir alla þá sem geta ekki látið svitaholurnar sínar í friði!
Dermapore Ultrasonic hjálpar til við að hreinsa óhreinindi úr stífluðum svitaholum. Þú notar tækið eftir að þú tekur af þér farða og hreisnar andlitið. 
Síðan er mikilvægt að nota tækið á meðan andlitið er blautt en það er mjög sniðugt að nota það með ykkar uppáhalds serumi. Dragið spaðann á tækinu yfir andlitið og einblínið á þá staði sem eru „stíflaðir“. Það má nota tækið allt að 3x í viku.

SLIP SILKI KODDAVER 

Þar sem við eyðum þriðjung af ævinni sofandi er gott að hugsa á hverju við liggjum allan þennan tíma. Silkikoddaver anda vel og koma í veg fyrir núning svo að húðin og hárið krumpist ekki og togist til á meðan við sofum. Það hjálpar einnig snyrtivörunum sem við setjum á andlit / hár fyrir svefn að haldast þar. 

DR DENNIS GROSS SPECTRA LITE FACE WARE PRO

Inniheldur 100 rauðar LED ljósaperur sem örva teygjanleika og kollagen framleiðslu húðarinnar. Gríman minnkar ásýnd fínna lína, sólarbletta og dregur úr roða í húðinni. Gríman inniheldur einnig 62 bláar led perur sem hjálpar þér meðal annars að losna við bólur.

DERMAFLASH DERMAPORE 

Dregur nafn sitt af dermaplaning. Dermaflash tekur ysta lagið af húðinni dauðar húðfrumur, uppsöfnuð óhreinindi og peach fuzz (örfínu andlitshárin). Á að skilja húðina eftir silkimjúka og ljómandi eins og á barni.

 

________

Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com

HI BEAUTY APPROVED: BEAUTYBOX.IS

Skrifa Innlegg