fbpx

THE GOLD BAR

BEAUTYSAMSTARF

Færslan er unnin í samstarfi við AndreA & Skin&Goods

 

“THE GOLD SCULPTING BAR” … 24 karata titrandi gullbar sem hannaður er til að nudda & móta andlitið,
(Þessi sem ég talaði svo mikið um  HÉR, þegar HI BEAUTY komu í heimsókn til mín).

Hann eykur blóðflæði og hámarkar virkni þeirra krema sem maður velur að nota og tilfinningin er eins og maður sé að koma úr lúxus andlitsnuddi.  Húðin verður stinnari og endurnærð eftir nuddið.   “The Gold bar” skerpir á andlitsdráttum og eykur ljóma húðarinnar.
Ég er vanaföst og ekkert mikið að rugga bátnum þegar það kemur að húðinni, held mér við það sem hentar mér best.  Það kemur mér því skemmtilega á óvart hvað ég er dugleg að nota barinn, ástæðan er ekki bara ávinningurinn heldur þykir mér þetta bara svo ótrúlega gott haha og hlakka oft til að nota hann (get stundum ekki beðið).  Ef hann heldur húðinni í góðu formi í leiðinni þá er ég í topp málum.

Mynd: Aldís Pásdóttir

SKIN & GOODS er staðsett í Kaupmannahöfn rekið af “SKINBOSS” drottningunni Hildi Ársælsdóttur.    Skin&Goods selja framúrskarandi húð & snyrtivörumerki.  Ég mæli með að þið fylgið Skin & goods HÉR. 
Svo er mjög gaman að fylgjast með Hildi sjálfri á hennar einka instagram  HÉR.  Hún er dugleg að sýna frá húðumhirðu og kenna okkur.  Hún á líka dásamlega fallegt heimili og er með fallegt auga fyrir smáatriðum þannig að það er mjög gaman að fylgja henni.

Ég er týpan sem fæ alltaf ráðleggingar hjá vinkonum mínum sem eru klárari en ég í snyrtivöruheiminum um hvað ég á að kaupa.  Ég hef ekki nógu mikinn áhuga til að prufa mig áfram með allskonar vörur en hef mikinn áhuga á líta vel út og nota það sem virkar.  Ég leita því mikið til þeirra og kaupi oft það sem þær eru búnar að prufukeyra.  …Heppin ég :)
Hildur eru pínu þannig.  Hún hefur endalausan áhuga og reynslu úr þessum bransa og prufar sig áfram með merki sem hún hefur trú á.  Þær vörur sem seldar eru að lokum hjá SKIN & GOODS eru prófaðar og samþykktar af Hildi.


 

GJAFALEIKUR …

Mynd: Aldís Pálsdóttir

Við Hildur ákváðum að setja saman BADASS (eins og hún mundi orða það) gjafaleik  :)

Pakkinn er veglegur og inniheldur Þessar vörur hér að neðan að andvirði: 80.000.-
* THE GOLD BAR
* AndreA leður snyrtibuddu:  Snyrtibudduna sem mig vantaði alltaf, sem rúmar allt mitt snyrtidót á einum stað.  Taskan er reyndar úr svo fallegu leðri að ég nota hana oft líka bara sem tösku.
* BOLD VICTORY hálsmen & armband sem er nýtt frá okkur í AndreA.  Svo ótrúlega fallegt, stórt “statement” hálsmen og armband í stíl.  Við eigum þau bæði til í gull og silfurhúðuðu brassi svo vinningshafi getur valið.
Taktu þátt HÉR.

xxx
AndreA

IG @andreamagnus
IG @andreabyandrea

TREND: PÚFFERMAR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. HI beauty

    5. June 2020

    Það er fátt meira sem við værum til í.
    Þvílíkt djúsí gjafaleikur!!!