fbpx

OKKAR UPPÁHALDS RAKAMASKAR

HÚÐUMHIRÐAMUST HAVE

Það er mikilvægt að gefa húðinni góðan raka. Ein leið til að fylla húðina af raka er að nota rakamaska reglulega. Við tókum saman nokkra rakamaska sem henta vel fyrir allar húðtýpur og þá sérstaklega húð sem vantar auka raka boost. Fyrir aukinn raka mælum við með því að blanda nokkrum dropum af ykkar uppáhalds andlitsolíu við maskann.

BIOEFFECT – HYDROGEN MASK

Sheet maski sem endurnýjar húðina og gefur henni djúpan raka. Hann er hannaður til þess að hámarka virkni EGF-sins í Bioeffect seruminu og mælum við því með því að setja serumið á húðina áður en maskinn er settur á. Gott er að taka það sem er aukalega í maskagrímunni og nudda á háls og bringu.

ORIGINS- DRINK UP INTENSIVE

Þessi maski er gerður til að sofa með. Á meðan þú sefur, dælir maskinn raka inn í húðina. Það er í uppáhaldi hjá okkur að setja 2-3 dropa af olíu á andlitið meðferðis maskanum. Maskinn inniheldur meðal annars Avocado sem inniheldur góða fitu og veitir húðinni góða næringu.

PETER THOMAS ROTH- WATER DRENCH

Inniheldur meðal annars hyaluronic sýru og ceramide sem gefa húðinni raka og læsa hann inni! Þessi maski er einstaklega skemmtilegur þar sem hann freyðir á húðinni.

 

SUMMER FRIDAYS- JET LAG MASK

Maski sem róar húðina og gefur henni raka. Það sem heillaði okkur mest við þennan maska er að það má nota hann undir og ofan á augnsvæðið! Meðal stjarna sem elska þennan maska eru Kim Kardashian West og Jessica Alba, ef hann er nógu góður fyrir þær, þá er hann nógu góður fyrir okkur!

GLOW RECIPE – AVOCADO MELT SLEEPING MASK

Gefur húðinni næringu, róar hana og stjórnar bólumyndum. Maskinn inniheldur meðal annars retinol sem hjálpar til við að vinna á hrukkum, jafnar húðlit og lætur húðina endurnýja sig hraðar.

DR. JART + SHAKE & SHOT RUBBER HYDRO MASK

Korean Skincare, þurfum við að segja meira? Gúmmíkennd gríma sem þú blandar sjálf/ur, þessi maski er ótrúlega skemmtilegur og gefur húðinni djúpan raka. Mælum með fyrir öll maskakvöld með vinunum & vinkonunum.

Góða helgi!

________
Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com

Innlit með HI beauty – KARIN KRISTJANA

FÖRÐUNHÚÐUMHIRÐAINNLIT MEÐ HI BEAUTY

Í áttunda þætti Innlit með HI beauty fengum við að kíkja í snyrtiskápinn hjá Karin Kristjönu.

Karin er algjör girl boss. Eigandi snyrtivöruverslarinnar Nola, þriggja barna móðir, eiginkona, förðunar og húðumhirðu sérfræðingur. Við lítum upp til Karinar og erum yfirspenntar að sjá hvaða snyrtivörur hún er að nota. Fræðandi þáttur með ótrúlega skemmtilegum og spennandi vörum, þið viljið ekki missa af þessu.

Þáttinn má sjá í heild sinni hér að neðan.

 

 

________
Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com

MUST HAVE SNYRTIVÖRUR FYRIR FERÐALAGIÐ INNANLANDS

MUST HAVESNYRTIVÖRURTRAVEL

HI !
Nú er tíminn til að ferðast innanlands og er mikilvægt að hafa réttu vörurnar meðferðis. Við tókum saman nokkrar snyrtivörur sem gott er að hafa meðferðis þegar þú vilt pakka létt.

SÓLARVÖRN

Sólarvörnin er ávalt mikilvæg til að vernda húðina okkar fyrir umhverfinu, þrátt fyrir veðurfar. Þar sem íslenska sumarið er svo sannarlega búið að vera tríta okkur, við viljum ekki jinxa það, en þá er einstaklega mikilvægt að muna eftir sólarvörninni.

ÞURRSJAMPÓ

Þurrsjampó er auðveldasta og fljótlegasta leiðin til að endurnýja skítugt hár. Þetta er algjört „life hack“, létt í töskuna og sérstaklega mikilvægt á ferðalagi þar sem ekki er aðgengi að sturtu.

SCRUNCHIE

Stór teygja til að henda öllu hárinu auðveldlega upp er ómissanleg. Fullkominn fylgihlutur til að gefa hárinu „effortless look“.

HYLJARI

Ef þú vilt fríska uppá andlitið án þess að hafa mikið af förðunarvörum meðferðis þá er sniðugt að taka með hyljara. Hægt er að nota hyljara í stað farða, notaðu hann á öll þau svæði á andlitinu sem þú vilt meiri þekju.

SÓLARPÚÐUR

Fljótleg leið til að gefa andlitinu frísklegan lit. Sólarpúður á kinnbein, hárlínu og nef gefur þetta sólkyssta look sem á vel við í útilegunni.

MASKARI

Maskari er líklega sú förðunarvara sem hvað flestir gætu ekki verið án og fær hann því að fljóta með inn á þennan lista.

AUGABRÚNABLÝANTUR

Þeir sem komust ekki í litun og vax fyrir sumarið munu örugglega vilja taka með sér augabrúnablýant. Það er svo magnað hvað það getur gert mikið að fylla aðeins í augabrúnirnar.

VARASALVI

Góður varasalvi er alltaf must í veskið og kemst hann því á listann okkar fyrir ferðalagið. Sniðugt er að velja sér varasalva sem er með örlitlum rauðum eða bleikum tón svo varirnar séu í sínum náttúrulega lit.

 

FARÐAHREINSIR

Við megum ekki gleyma að þrífa andlitið okkar fyrir svefninn. Við mælum með því að taka makeup remover wipes eða fjölnota hreinsiskífur meðferðis í ferðalagið.

ANDLITSKREM

Til að gefa andlitinu raka er mikilvægt að hafa gott andlitskrem meðferðis. Við ætlum auðvitað ekki að banna ykkur að taka sjö skrefa skincare rútínu í útilegunni en hrein húð og gott rakakrem kemur ykkur langa leið.

SHEET MASKI

Ef þú vilt dekra við þig á ferðalaginu þá eru sheet maskar fullkomnir til að taka meðferðis. Maskakvöld í tjaldhringnum? Count us in !

 

Happy travels !

________
Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com

HAILEY BIEBER: INSPO

FÖRÐUNHÁRINSPO

HI !
Hailey Bieber er með mjög einkennandi stíl þegar kemur að hári og förðun. Hún er yfirleitt alltaf fallega náttúrulega förðuð og rokkar þetta eftirsótta no makeup makeup look. 

HÚÐ

 • Húðin hennar er alltaf frískleg og geislandi
 • Húðin lítur ávallt út fyrir að vera lítið máluð en það er mikil kúnst að ná fram því útliti 
 • Hailey er sjaldnast mikið contouruð en hún er alltaf sun kissed
 • Notaðir eru mismunandi litir af sólarpúðri og highlighterum til að ná fram þessu eftirsótta looki

AUGU

 • Bronze og bleikir tónar eru einkennandi fyrir augnförðunina hennar Hailey
 • Hún hefur skygginguna alltaf eins nálægt augnhárarótinni og hægt er
 • Hailey er sjaldnast með augnhár og heldur maskaranum í lágmarki
 • Hún er dugleg að leika sér með skemmtilega liti í vatnslínu en við höfum séð hana með brúna, bronze, rauðan og svartan í vatnslínunni

VARIR

 • Hailey er yfirleitt alltaf með aðeins overline-aðar varir og nude litatóna
 • Okkur þykir það líklegt að hún noti fljótandi contour í kringum varirnar eftir farða og noti síðan jarðtóna varablýant til að ýkja stærð varanna, sérstaklega efst hjá varalínunni

HÁR

 • Hailey er mjög dugleg að breyta til þegar kemur að hári
 • Hún er með nokkra einkennandi hárstíla sem við sjáum hana oft með
 • Töff hátt tagl eða half up ponyytail
 • Lágur sleek bun eða top knot, þá er snúðurinn gerður mjög hátt uppi
 • Beach waves, látlaus hárstíll þegar hárið er niðri

Við elskum að fylgjast með stílnum hennar Hailey, hún kemur sífellt á óvart með látlaus look og við hlökkum til að sjá hvernig stíllinn hennar mun halda áfram að þróast.

Hér er hægt að fylgja Hailey á instagram

 

Góða Helgi xx

________
Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com

Innlit með HI beauty – GUÐRÚN SØRTVEIT

FÖRÐUNHÚÐUMHIRÐAINNLIT MEÐ HI BEAUTY

Í sjöunda þætti Innlit með HI beauty fengum við að kíkja í snyrtiskápinn hjá Guðrún Sørtveit.

Guðrún er nýbökuð móðir og er einn vinsælasti snyrti og förðunarbloggari landsins. Ásamt því stundar hún viðskiptafræðinám við Háskóla Íslands og hér má fylgjast með blogginu hennar á Trendet. Hún hefur mikla reynslu af því að mæla með snyrtivörum á sínum samfélagsmiðlum og vorum við því eðlilega mjög spenntar að kíkja í heimsókn til hennar og sjá hvaða snyrtivörur hún er að nota þessa dagana.

Þáttinn má sjá í heild sinni hér að neðan.

________
Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com

PRIMER? HVAÐ ER ÞAÐ

FÖRÐUNSNYRTIVÖRUR

HI !
Primer er orð sem margir þekkja en íslenska orðið yfir primer er farðagrunnur. Til eru mismunandi primerar fyrir mismunandi tilgang en okkur berast mörgum sinnum í viku spurningar út í primer og hvernig sé best að nota hann.

Tilgangur primers er að undirbúa húðina og jafna út húðina áður en við setjum farða. Það er alls ekki nauðsynlegt að nota primer en mikilvægt er að gera sér grein fyrir því hvað þú vilt að primerinn geri fyrir þína húð. Með notkun primers getur þú falið ýmsar misfellur og komist upp með að nota minni farða.
Hér ætlum við að taka saman helstu andlits primerana og ástæður fyrir því að þú ættir mögulega að byrja að nota primer undir þinn farða. 

OLÍUMYNDUN

Til eru primerar sem geta haldið niðri olíumyndun húðarinnar og látið farðann haldast betur og lengur á út daginn. Það eina sem þarf að passa uppá hér er að nota primerinn einungis á þá staði sem þú þarft, til dæmis bara á t-svæðið (enni, við hliðin á nefi og höku). 

RAKI

Gott er að gefa húðinni aukinn raka áður en borið er á hana farði, sérstaklega ef þú ert með þurra húð. Einnig er hægt að nota þykkt rakakrem sem primer.

OPNAR HÚÐHOLUR

Þéttir silikon-kenndir primerar geta hjálpað við að fylla uppí stórar húðholur. Með því færð þú jafnara yfirborð áður en farðinn er borinn á.

LJÓMI

Til að byggja upp fallegan náttúrulegan ljóma er tilvalið að nota ljómaprimer. Fallegt er að blanda ljómaprimer í rakakremið þitt eða í litað dagkrem til að fá létta þekju og fallegan ljóma. Fyrir þá sem eru með olíumikla húð er sniðugt að nota ljómaprimer einungis á þau svæði sem mynda ekki umfram olíu, t.d. efsta partinn á kinnbeinunum.

LITALEIÐRÉTTIR

Húðin okkar getur oft verið mislit eða með litabreytingar og þá er gott að velja sér primer sem litaleiðréttir. Til eru primerar sem til dæmis litaleiðrétta roða, bláma og líflausa húð. Primerar sem litaleiðrétta eru oft í litríkum umbúðum.

________
Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com

HVAÐ ER ÞURRBURSTUN

HÚÐUMHIRÐALÍKAMINN

ÞURRBURSTUN

Húðin er eins og margir vita okkar stærsta líffæri. Það er því ótrúlega mikilvægt að huga að húðinni okkar, bæði á líkamanum okkar og andliti. Húðumhirða á andliti er komin í rútínu margra en það gleymist oft að hugsa um húðina á líkamanum okkar. Í þessari færslu ætlum við að fara yfir þurrburstun og kosti þess fyrir húðina & líkamann okkar. Þurrburstun er eins og orðið gefur til kynna þegar við burstum húðina okkar með þurrum bursta með grófum hárum. Best er að nota bursta með náttúrulegum hárum en ekki plast hárum.

Ávinningur þurrburstunar eru margir en þetta eru þeir helstu

 • Með þurrburstun ertu að fjarlægja dauðar húðfrumur og hvetja húðina til að endurnýja sig hraðar
 • Þegar þú þurrburstar líkamann eykur þú teygjanleika húðarinnar og yfirborð hennar verður silkimjúkt
 • Eftir þurrburstun er húðin móttækilegri fyrir kremum og næringu
 • Þurrburstun eykur blóðflæð og getur hjálpað til við að minnka ásýnd appelsínuhúðar

Nokkur atriði þarf að passa við þurrburstun:

 • Notaðu burstann á þurra húð áður en þú ferð í sturtu
 • Gott er að byrja á ökklunum og vinna sig upp
 • Mikilvægt er að bursta alltaf í sömu átt
 • Burstið alltaf í áttina að hjartanu nema þegar kemur að bakinu, það er burstað frá hálsi og niður
 • Gæta þarf að svæðum þar sem húðin er extra þunn og viðkvæm eins og t.d. á brjóstum
 • Skolið húðina vel í sturtunni eftir burstun
 • Eftir sturtu er gott er að bera á sig góða olíu eða rakagefandi  body lotion

 

Gleðilega burstun!

________

Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com

Innlit með HI beauty – EVA RUZA

FÖRÐUNINNLIT MEÐ HI BEAUTY

Í sjötta þætti Innlit með HI beauty fengum við að kíkja í snyrtiskápinn hjá Evu Ruzu.

Blómakonan Eva Ruza er ein skemmtilegasta kona landsins. Hún er skemmtikraftur, sjónvarpsgestgjafi og fór á kostum sem kynnir á Miss Universe Iceland 2019. Ásamt því heldur hún úti Instagram miðli og vefsíðu þar sem hún færir okkur meðal annars heitustu Hollywood fréttirnar. Við fengum að kíkja í heimsókn til hennar og skoða hennar uppáhalds vörur.

Þáttinn má sjá í heild sinni hér að neðan.

________
Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com

BELLA HADID: INSPO

FÖRÐUNHÁRINSPO

HI !
Það má auðveldlega segja að Bella Hadid er style icon nútímans. 
Hún er alltaf óaðfinnanleg þegar kemur að förðun og hári og setur mjög oft af stað trend þegar kemur að þessu tvennu. Í blogginu í dag ætlum við að kryfja stílinn hennar aðeins með ykkur.

HÚÐ

 • Farðagrunnurinn hennar er nánast alltaf ljómandi og frísklegur
 • Vel contouruð. Kinnbein dregin fram og sólarpúður sett frá gagnauga og upp að hárlínu 
 • Bronzer og kinnalitur teknir hátt upp, nánast uppá kinnbein til að ýkja andlitsdrætti og hækka andlitið

AUGU

 • Foxy augu
 • Augnskugginn dreginn upp að augabrún og út að gagnauga til að lengja augun 
 • Sleppir oft augnskugga undir augunum til að ná fram ýktri möndlulaga augnumgjörð

AUGABRÚNIR

 • Augabrúnir hennar eru beinar
 • Fara ekki í boga heldur beint út að gagnauga
 • Beinar augabrúnir ýkja lenginguna sem foxy eye lookið býr til

HÁR

 • Sleek ponytail er hennar signature
 • Hátt tagl með skiptingu er hárstíll í dag sem nefndur er eftir Bellu og kallast „the Bella pony“
 • Hárið er alltaf sleikt frá andlitinu og dregið upp til að tosa í augun og aftur ýkja foxy eye shape-ið

Það er einstaklega skemmtilegt að fylgjast með Bellu þar sem hún tekur áhættur í förðun & hári og er óhrædd við að rokka ótrúlega flott og djörf fashion look.

Við munum halda áfram að fylgjast með Bellu og sjá hvernig stíllinn hennar þróast.

Hér er hægt að fylgja Bellu á instagram

Góða Helgi xx

________
Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com

Innlit með HI beauty – Ástrós Trausta

FÖRÐUNHÁRINNLIT MEÐ HI BEAUTY

Í fimmta þætti Innlit með HI beauty fengum við að kíkja í snyrtiskápinn hjá Ástrós Traustadóttir.

Ástrós er atvinnudansari og þekkja margir hana úr þáttunum Allir Geta Dansað, þar stóð hún sig glæsilega. Hún heldur uppi fallegum instagram miðli og kennir dans. Við fengum að kíkja á hennar uppáhalds snyrtivörur.

Þáttinn má sjá í heild sinni hér að neðan.

________
Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com