fbpx

ELSKAR ÞÚ ÞURRSJAMPÓ?

HÁRMUST HAVE

HI!

Þurrsjampó hefur verið staðalbúnaður í snyrtiskápnum okkar frá 2011/2012 þegar það kom fyrst í hillur hér á landi. Margir nota þurrsjampó á milli þvotta til að lífga upp á flatt hár og gefa því extra lyftingu og fyllingu. Hægt er að kaupa þurrsjampó með lit sem hjálpar til við að hylja rót eða þynningu í hárrótinni. Áður en þurrsjampó varð til höfðum við prófað barnapúður (e. babypowder) í hárið til að taka í burtu umfram fitu í hársverðinum. Eini gallinn við þurrsjampó er að okkur finnst við stundum vera að þurrka upp hárið með notkun þess.

Við ætlum hinsvegar ekki að tala nánar um þurrsjampó í þessari færslu heldur þurrnæringu. Er það nýjung á markaðnum?
Þurrnæring eða dry conditioner er engin nýjung á hárvörumarkaðnum heldur hefur þurr-sjampóið einungis skyggt á hana hvað varðar sýnileika. Megin tilgangur þurrnæringar er að gefa hárinu aukinn glans og mýkja það samstundis. Þurr næringin á einnig að hjálpa þér að hafa stjórn á úfnu og rafmögnuðu hári. Það sem hefur breyst er að öll púðuráferð hefur verið tekin úr þurrnæringum og inniheldur hún núna einungis mýkjandi efni fyrir hárið.
Þrátt fyrir alla kosti þurrnæringar kemur hún ekki í stað fyrir þína venjulegu hárnæringu né djúpnæringu. Það er mælt með því að halda þeim inni sem partur af vikulegum sturtuferðum og nota þurrnæringuna einungis til að fríska upp á hárið milli þvotta.

Þetta eru þær þurrnæringar sem við búumst við að verði til á Íslandi ef þær eru ekki nú þegar komnar.

 1. Kevin Murphy Young Again Dry Conditioner fæst á sapa.is 
 2. Aussie Petal Soft Dry Conditioner
 3. Batiste Dry Conditioner

 

Við ætlum að hoppa á þessa vöru um leið og hún kemur til landsins og vonum að þið komið með okkur!

________
Instagram @the_hibeauty
thehibeauty.com
makeupschool.is

 

SNYRTIBORÐIÐ MEÐ HI BEAUTY

HI beauty

HI!

Við höfum dásamlegar fréttir á þessum fallega miðvikudegi. Í dag kom út fyrsti þáttur af Snyrtiborðinu með HI beauty!

Þættirnir verða óbein framlenging af Innlit þáttunum sem við gáfum út í sumar nema með aðeins öðruvísi sniði, útaf you know what…
Í stað þess að fara heim til viðmælenda okkar buðum við þeim í heimsókn í stúdíóið okkar í Reykjavík Makeup SchoolÍ þáttunum fáum við til okkar fjölbreyttan hóp af áhugaverðum einstaklingum sem setjast niður við snyrtiborðið hjá okkur og sýna okkur þeirra uppáhalds snyrtivörur.

Þættirnir verða sýndir á Vísi en munu einnig vera aðgengilegir á IGTV HI beauty og hér í TrendnetTV

Hér að neðan má sjá fyrsta þáttinn en við fengum til okkar algjöran drauma-viðmælenda, hana Svölu Björgvins.
Svala er ein af okkar allra bestu tónlistarmönnum og hefur alltaf verið þekkt fyrir sinn einstaka stíl.
Hún er ótrúlega skapandi og listamaður í öllu sem hún gerir. Hún fór með okkur í gegnum ferilinn og sín uppáhalds look í gegnum tíðina.

 

 

Við hlökkum ótrúlega mikið til að deila þessu með ykkur kæru lesendur!

________
Instagram @the_hibeauty
thehibeauty.com
makeupschool.is

VILT ÞÚ HREINA & LJÓMANDI HÚÐ?

HÚÐUMHIRÐASAMSTARF

HI!

færslan er unnin í samstarfi við Húðfegrun*

Undanfarna mánuði höfum við verið í samstarfi við Húðfegrun og fengið að prufa hjá þeim nokkrar dásamlegar húðmeðferðir. Sú meðferð sem við ætlum að segja ykkur frá í dag heitir húðslípun.

Í húðslípuninni er notað Silk Peel húðslípunar tæki. Notaðir eru kristallar og demantar til að fjarlægja ysta lag húðarinnar. Með því að fjarlægja ysta lag húðarinnar fær húðin aukinn ljóma ásamt því að svitaholur virka minni og þéttari. Meðferðin er ótrúlega góð til þess að fjarlægja óhreinindi, stíflur og húðfitu sem er föst djúpt í húðholunum sem við náum ekki með hreinsi.

Mælt er með því að taka 3-6 meðferðir í röð með viku millibili til að ná hámarks árangri. Við höfum tekið þrjár húðslípunarmeðferðir og eigum eina eftir þegar þetta blogg er skrifað.

Eftir húðslípunina höfum við passað að farða okkur lítið sem ekkert í 24 tíma eftir á og einungis sett gott rakakrem sem inniheldur „ceramides“ sem verndar húðina gegn umhverfinu og viðheldur raka hennar. Við höfum séð og fundið mikinn mun á húðinni okkar eftir þessar þrjár meðferðir en aðallega á því hvað húðin hreinsast vel. Í húðslípuninni er verið að ná í óhreinindi ofaní svitaholunum sem við höfum ekki náð sjálfar með venjulegum hreinsi eða skrúbbum. Í húðmeðferðinni er einnig hálsinn tekinn og slípaður og kom það okkur skemmtilega á óvart hversu mikinn mun er að sjá á hálsinum okkar. Í dag eru komnar nýjar línur á hálsinn á fólki sem hafa verið skírðar „tech-lines“ og stafa þær af ofnotkun snjallsíma. Eftir þrjú skipti í húðslípun sáum við gríðarlegan mun á þessum línum og veitir það ekki af miðað við snjallsíma notkun okkar….

Sjáanlegur munur er á svitaholunum okkar en þær eru orðnar minna sýnilegar og aukinn ljómi kominn í húðina. Það hefur verið hrein unun að farða húðina eftir þessar meðferðir hjá Húðfegrun en það er líklega ekkert skemmtilegra fyrir förðunarfræðinga heldur en að farða hreina, ljómandi húð!

Við erum gríðarlega spenntar fyrir síðasta skiptinu í húðslípun en því seinkaði því miður aðeins útaf dottlu..
Það mun koma part 2 af þessu bloggi þar sem við tökum fyrir húðslípun á baki en önnur okkar hefur verið að glíma við miklar bólur á baki og viljum við klára öll 4 skiptin áður en við segjum ykkur frá því.

Húðfegrun bjóða uppá gjafabréf af öllum meðferðum hjá sér og mælum við eindregið með að gefa gjafabréf í jólagjöf.


________

Instagram @the_hibeauty
thehibeauty.com
makeupschool.is

GLAMISTA HAIR

HÁR

HI!

Okkur langar að segja ykkur frá glænýju snyrtifyrirtæki sem við erum ótrúlega spenntar fyrir. Það er ekki mikið um íslensk fyrirtæki í snyrtivörubransanum og hitti þetta því beint í hjartastað!
Glamista Hair er glænýtt vörumerki sem sérhæfir sig í hári! Já þið heyrðuð rétt hári. Nú getur þú skipt um hárlit eftir dögum og verið með sítt hár einn daginn og stutt þann næsta!

Konurnar á bakvið vörumerkið eru Tanja Ýr & Kolbrún Elma og hafa þær unnið við að byggja upp þetta vörumerki í rúmlega ár, en eins og kemur fram í nýjasta podcastinu okkar, þá höfðu þær stöllur verið með hugmynd af snyrtivörufyrirtæki á bakvið eyrun í mörg ár.  Við töluðum aðeins við Tönju um gervihár og þróun þess í gegnum árin og komumst að því að þetta er framtíðin í snyrtiheiminum. Við sjáum myndir af fræga fólkinu á hverjum degi með mismunandi hárliti og klippingar og er það allt gervihári og hárkollum að þakka.

Fyrsta vara Glamista eru tögl en þau eru gerð úr gervihári sem er mýkra en flest allt sem við höfum snert. Töglin eru sáraeinföld í notkun en það eina sem þú þarft að gera er:

 • Gera tagl eða snúð í þitt eigið hár
 • Taka gervi taglið og festa það efst hjá teyjunni
 • Vefja því síðan utan um þitt eigið tagl
 • Festa það vel með spennum og þú ert ready to go!

Töglin koma í fimm mismunandi litum og má hjá litaúrvalið hér að neðan. Hægt er síðan að velja um slétt tagl eða krullað.

Vörurnar eru að sjálfsögðu vegan & cruelty free og fást þær á heimasíðu Glamistahair.com


________

Instagram @the_hibeauty
thehibeauty.com
makeupschool.is

8 DAGA TAX FREE!

FÖRÐUNHÚÐUMHIRÐAMUST HAVESAMSTARF

HI!

Færslan er unnin í samstarfi við Terma*

Í tilefni RISA tax free daga í Hagkaup ætlum við að setja saman nokkrar must have vörur að okkar mati fyrir konur og karla. Það eru flestir byrjaðir að huga að jólagjöfum og eru þessar hugmyndir tilvaldar í jólagjafir fyrir þá sem eiga allt en vantar ekkert.

FYRIR HANA

 1. Advanced Genefique Concentrate frá LANCOME. Þetta serum gerir allt sem maður vill að serum geri fyrir húðina! Rakagefandi, róandi, vinnur á fínum línum, þéttir húðina. Hefur reynst í veðurbreytingunum sem hafa verið að áreita húðina undanfarið.
 2. Hydra Zen rakakrem frá LANCOME. Ásamt Genefique seruminu hefur bjargað húðinni okkar undanfarna mánuði. Ótrúlega róandi og rakagefandi krem sem gefur fallega áferð og er fullkomið fyrir húð sem er viðkvæm fyrir veðurbreytingum.
 3. Teint Idole Ultra Longwear Foundation Stick frá LANCOME. Við höfum verið að nota þennan farða í krem skyggingar. Silkimjúkur og auðvelt að blanda hann út. PRO TIP: notið hann á eftir primer, á undan farða og notið farðann til að blanda honum út. Gefur sólkysst útlit!
 4. Couture Colour Clutch Pallettan frá YSL. Falleg augnskuggapalletta með skemmtilegum litum fyrir þá sem þora. Við prófuðum gula litinn um daginn og urðum AMAZED! Pallettan kemur í ”clutch” umbúðum og langar okkur nánast að taka hana með okkur sem veski út að borða!
 5. 24/7 Glide on Eyepencil frá URBAN DECAY. Við höfum oft nefnt þessa augnblýanta frá Urban Decay. Þeir eru einfaldlega þeir endingamestu og litsterkustu sem við höfum kynnst. Mælum með litunum Whiskey og Demolition.
 6. Pure Shots Perfect Plumper rakakrem frá YSL. Við höfum dásemað þetta krem í allt sumar. Fullkomið krem undir farða sem plumpar húðina og skilur hana eftir mjúka, ljómandi og tilbúna í farðaásetningu.
 7. Touche Eclat farði frá YSL. Þessi farði er alls engin nýjung en frábær til að draga fram á haustin þegar húðin fer að verða aðeins þurrari og viðkvæmari. Léttur og ljómandi farði sem hægt er byggja upp og þar með stjórna þekjunni. Gefur húðinni þessa fullkomnu ljómandi áferð.
 8. Rouge Pur Couture varalitirnir frá YSL. Við höfum verið að prófa okkur áfram með þessa varaliti frá YSL og erum að elska þá! Þeir eru mattir, með góða þekju og ótrúlega fallegt litaúrval. Okkar uppáhalds litir eru: Corail Antinomique og Fuchsia Excentrique.
 9. Stoned Vibes augnskuggapalletta frá URBAN DECAY. Fullkomin augnskuggapalletta sem býður uppá fjóra matta liti og átta glimmer liti. Fullkomin fyrir jóla og áramótaförðunina. Við þurfum öll smá glimmer í líf okkar eftir þetta ár.

 1. Cleansing Gel frá Biotherm Homme. Það er löngu kominn tími til þess að karlmenn fari að taka húðrútínuna sína hörðum höndum. Þessi andlitshreinsir er mjög áhrifaríkur og hreinsar húðina vel án þess að strípa hana of mikið af hennar náttúrulegu olíum.
 2. La Nuit frá YSL L’Homme er ein besta rakspíra lykt sem við höfum fundið á ævinni. Við ætlum að gefa öllum karlmönnum þetta gjafasett í jólagjöf en það inniheldur ilm og sturtusápu í sömu lykt. Must have fyrir alla karla sem vilja lykta vel!
 3. YSL L’Homme After Shave. Þunnt, rakagefandi after shave krem sem róar og nærir húðina eftir rakstur.
 4. Force Supreme Youth Architect krem frá BIOTHERM. Karlar mega líka nota anti-aging vörur! Þetta krem er sérhannað fyrir 40+. Kremið heldur húðinni stinnri, þéttir hana og hjálpar til við að halda áferðinni fallegri.
 5.  Aquapower gjafasett frá BIOTHERM. Aquapower rakakremið er mjög vinsælt í karlahúðumhirðu leiknum. Létt en öflugt rakakrem sem fer beint inn í húðina og veitir henni mjög góðan raka samstundis ásamt því að vernda hana fyrir umhverfismengun og veðurbreytingum. Ásamt kreminu kemur raksápa og sturtusápa.
 6. Biotherm Homme Force Supreme Eye Architect Serum. Öflugt augnserum sem vinnur vel á hrukkum, bláma og þessum puffy pokum sem við glímum flest við.

  HAPPY SHOPPING!

  ________
  Instagram @the_hibeauty
  thehibeauty.com
  makeupschool.is

KYLIE JENNER X THE GRINCH

NEWS

HI!

Vinkona okkar Kylie Jenner er loksins búin að uppljóstra Kylie Cosmetics Holiday Collection 2020!
Það er alltaf gaman að fylgjast með Kylie og öllu sem hún gerir. Mikið er lagt uppúr pakkningum, myndatökum og öllu í kringum línurnar hennar, sama hversu margar þær eru þá tekst henni alltaf að koma okkur á óvart.

Í þetta skiptið er grænt málið! Við erum að sjá grænan lit útum allt þessa dagana en Kylie tók það á annað level þar sem að jólalínan hennar er samstarf með engum öðrum en The Grinch. Sjón er sögu ríkari en við náðum nokkrum skjáskotum af þessu skemmtilega samstarfi.

 

 

 

Góða helgi!

________
Instagram @the_hibeauty
thehibeauty.com
makeupschool.is

SINGLES DAY HJÁ BEAUTYBOX.IS

SAMSTARFSNYRTIVÖRUR

HI!

Er eitthvað betra en að geta verslað sér sínar uppáhalds snyrtivörur á netinu? Það gerum við því á Singles Day (11.11) er Beautybox.is að bjóða upp á 20% afslátt af öllum vörum. Kirsuberið á toppnum er að fá veglegan kaupauka til viðbótar ef keyptar eru ákveðnar vörur.

Eins og margir vita þá byrjar SINGLES DAY eða 11.11. á miðnætti!
Við munum klárlega nýta okkur þennan dag í að kaupa allar þær vörur sem hafa verið á óskalistanum hjá okkur síðustu mánuði og jafnvel henda í nokkrar jólagjafir. Okkur langaði að deila með ykkur þeim frábæru tilboðum sem Beautybox.is eru að bjóða uppá á Singles Day.
Hér má sjá nokkra veglega kaupauka sem verða í boði inná Beautybox.is. Ekki láta þennan dag fara framhjá ykkur!

 

 

HAPPY SHOPPING!

________
Instagram @the_hibeauty
thehibeauty.com
makeupschool.is

HREKKJAVÖKU BÚNINGAR FRÆGA FÓLKSINS

FÖRÐUNHÁR

HI!

Gleðilega Hrekkjavöku allir!

Þrátt fyrir aðeins öðruvísi Hrekkjavöku þetta árið vorum við ótrúlega ánægðar að sjá hversu margir Íslendingar tóku að sér að skera út grasker og skreyta heima hjá sér. Þessi hefð er okkur íslendingum ný en fer stækkandi með hverju árinu. Eitt af því sem okkur finnst skemmtilegast við Hrekkjavökuna er sjá hvað stjörnurnar ákveða að klæðast. Við getum rétt ýmindað okkur hversu mikill tími, vinna og hugmyndaflæði hefur farið í hvern búning.

Hér tókum við saman þá búninga sem okkur fannst skemmtilegastir.

LIL NAS X

Lil Nas X fór alla leið og nelgdi sinn búning. Hann klæddist upp sem Nicki Minaj og var alveg með þetta frá toppi til táar. Erum að elska þetta!

CIARA OG SONUR HENNAR

Ciara klæddi sig upp sem Cardi B og er þetta look frá forsíðu síðustu plötu hennar, Invasion of Privacy. Sonur Ciöru klæddist upp sem Offset, eiginmaður Cardi B.

KIM KARDASHIAN & JONATHAN CHEBAN

Kim Kardashian og besti vinur hennar Jonathan Cheban klæddust upp sem Carol Baskin & Joe Exotic. Börn Kim vöru síðan tígrisdýrin.

SAWEETIE

Rapparinn Saweetie tók heldur betur þátt þetta árið en við sáum hana í amk þremur búningum um helgina. Okkur fannst þetta look vera eftirminnilegast en hún tók sig til og klæddist upp sem allir meðlimir Destiny’s Child og tók þessa frábæru mynd. Hún er skuggalega lík þeim þarna. Eitt af neglum helgarinnar!

KYLIE JENNER

Kylie Jenner er ókrýnd drottning Hrekkjavökunnar. Hún er alltaf með útpælda búninga og eru smáatriðin algjör sérstaða hennar. Við sáum hana í amk. tveimur búningum þessa Hrekkjavöku. Hún og vinir hennar klæddust sem Power Rangers á föstudagskvöldið en síðan fór hún í myndartöku fyrir laugardaginn þar sem hún var King Cobra en múnderingin hennar var sérsaumuð á hana af engum öðrum en Mugler.

CARDI B

Cardi B fór all in og klæddi sig upp sem Medusa. Búningurinn var ekkert smá flottur og voru það smáatriðin sem drógu okkur sérstaklega að þessum búning. Það sem við pældum helst í þó var hvernig hún stóð í lappirnar, en það er að sjálfssögðu aukaatriði á kvöldum sem þessum haha!

LIZZO

Lizzo fer sínar eigin leiðir eins og alltaf. Hún má eiga það að hún átti frumlegasta búninginn þessa Hrekkjavökuna. Hún klæddi sig upp sem fluga. Flugan sem hún klæddi sig upp sem var engin venjuleg fluga heldur flugan sem var í hárinu á Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna á kappræðum um daginn. Mynd af flugunni frægu má sjá hér.

THE WEEKND

Það má segja að Weeknd hafi sigrað Hrekkjavökuna. Við hlógum upphátt þegar við sáum hann! Hann klæddi sig upp sem Nutty Professor. Algjör nostalgía og á sama tíma ótrúlega sniðugt og frumlegt.

 

Þangað til næst!

________
Instagram @the_hibeauty
thehibeauty.com
makeupschool.is

ÓSKALISTINN: SNYRTIGRÆJUR

HÁRHÚÐUMHIRÐAMUST HAVE

HI!

Eins og þið sáuð í síðustu færslu hjá okkur hér þá erum við byrjaðar að huga að jólunum.
Við ætlum að skipta jólagjafa óskalistunum okkar upp í nokkra flokka. Hér er komið að fyrsta flokknum og í þessari færslu ætlum við að taka fyrir snyrtigræjur sem eru á óskalistanum hjá okkur fyrir þessi jól.

DR DENNIS GROSS SPECTRA LITE FACE WARE PRO

Grímuna góðu nefndum við fyrst í þessari færslu hér en okkur hefur langað í hana alveg síðan þá og mun líklegast aldrei hætta að langa í hana. Þessi eftirsótta gríma inniheldur 100 LED rauðar ljósaperur sem hafa þann eiginleika að auka teygjanleika húðarinnar ásamt því að að auka kollagen framleiðslu hennar. Í grímunni má einnig finna 62 bláar LED perur sem hjálpa húðinni þinni í baráttu við bólurnar. Mælt er með því að nota grímuna í 10-15 mínutur á hverjum degi. Sjáanlegur munur er eftir cirka 10 vikur af notkun.
Hægt er að kaupa grímuna hér.

Dyson Airwrap Complete hárformunartæki

Truflað hárformunar sett frá okkar manni Dyson. Í þessu setti koma sex mismunandi toppar sem hægt er að festa á tækið. Hægt er að þurrka hárið með venjulegum blæstri eða rúllubursta, krulla eða liða hárið, slétta úr því eða gefa því hið fullkomið ”blowdry”.
Það er ekki að ástæðulausu að við séum sjúkar í þetta tryllitæki en ein aðalástæðan er sú að tækið notar loft í stað hita. Þessi aðferð ofhitar því ekki hárið og fer betur með það. Venjuleg krullujárn og hárblásarar eiga til með að nota of mikinn hita sem verður til þess að hárið þornar og byrjar því fyrr að brotna.
Hægt er að kaupa settið hér.

Babyliss hitabursti

Fyrir þá sem eru ekki í stöðu til að kaupa sér dýrar hárformunargræjur langar okkur að benda á þennan bursta hér frá Babyliss.
Þeir sem fylgja okkur og hlusta á podcastið okkar vita nú þegar að kauphegðun okkar hefur mótast gríðarlega af TikTok síðastliðna mánuði og er þessi græja sönnun þess. Þæginlegur hitabursti sem er samblanda af hárblásara og rúllubursta. Má nota í blautt og þurrt hár og einfaldar 90’s Supermodel lúkkið til muna.
Fæst hér.

Dermascrape Ultrasonic Skin Scrubbing & Skincare Enhancing Tool

Nurse Jamie kannast flestir við frá þáttunum Skin Decisions á Netflix. Ásamt því að vera sérfræðingur í húðumhirðu og lýtaaðgerðum án hnífsstungum, þá á hún sína eigin húðumhirðu vörulínu sem skartar öllu frá virkum húðvörum upp í glæsileg snyrtitól. Þessi græja hreinsar húðina lengra niður í húðholurnar en við náum með höndunum og tekur ysta lagið af húðinni án þess að erta hana. Mælt er með því að nota tækið ásamt þínum uppáhalds andlitshreinsi. Þessi undragræja hjálpar þér að gera húðumhirðuna þína skilvirkari og styttri. Krem og serum sem fylgja á eftir hreinsinum fara betur inn í húðina þegar tækið er notað en er það ekki akkúrat það sem við viljum?
Hægt er að kaupa hér.

Browgame Snyrtispegill með ljósum

Fallegur og fyrirferðalítill snyrtispegill með stillanlegum LED ljósum. Hægt er að nota spegilinn til að mála sig ef þú ert ekki í góðum birtuskilyrðum en hann er einnig fullkominn fyrir ykkur til að snyrta á ykkur augabrúnirnar. Með speglinum kemur stækkunarspegill sem hægt er að festa á stóra spegilinn. Segulspegilinn er með fimmfaldri stækkun og ættir þú því ekki að missa af neinu!
Spegillinn er ein af þeim vörum sem eru Í HI beauty dálknum inn á Beautybox.is og fæst hann hér.

NUFACE Mini Facial Toning Device

Andlitslyfting heima í stofu? Er það ekki of gott til að vera satt? Tæki sem tónar andlitið og vinnur á slappleika. Með aldrinum nær þyngdaraflið okkur öllum en húðin okkar byrjar að síga og leitar niður á við. Með þessi tóli ert þú að tóna andlitið þannig að það sigi ekki jafn hratt niður, jú svipað og við gerum þegar við förum í ræktina til að tóna vöðvana í líkamanum. Tækið örvar einnig kollagen framleiðslu húðarinnar ásamt því að hjálpa til við að hægja á öldrun húðarinnar.
Það er því ekki að ástæðulausu afhverju þessi græja er á óskalistanum okkar.
Hægt er að kaupa hér.

________
Instagram @the_hibeauty
thehibeauty.com
makeupschool.is

ALL I WANT FOR CHRISTMAS IS…

FÖRÐUNHÁRHÚÐUMHIRÐA

HI!

It’s beginning to look a lot like Christmas!

Þrátt fyrir að það sé einungis október þá eru fyrirtæki og almenningur löngu byrjuð að huga að jólum. Það er jú alltaf betra að skipuleggja sig fram í tímann því hann líður fljótt, meira að segja á óhefðbundnum tímum sem þessum.

Við ætlum ekki að bæta á jólastressið ykkar heldur langar okkur að sýna ykkur þau snyrti-jóladagatöl sem við erum spenntastar fyrir í ár.
Ýmiss snyrtivörufyrirtæki og búðir hafa komið út með jóladagatöl og virðast þau verða fallegri með árunum!

 

CULT BEAUTY ADVENT CALENDAR

Dagatalið frá Cult Beauty í ár var af dýrari gerðinni enda seldist það upp á fáeinum mínútum.
Meðal vara sem gripu áhuga okkar í dagatalinu eru:

Summer Fridays Overtime Mask
Huda Beauty Topaz Obsessions Palette
Too Faced Lip Injection Extreme
Natasha Denona Bloom Highlighting Blush
Glow Recipe Banana Soufflê Moisture Cream
Drunk Elephant Virgin Marula Luxury Facial Oil
Augustinus Bader The Rich Cream
Hourglass Ambient Lighting Blush in ‘Luminous Flush
Charlotte Tilbury K.I.S.S.I.N.G Lipstick in ‘Stoned Rose

Dagatalið eins og við sögðum hér að ofan er því miður uppselt.

SELFRIDGES BEAUTY ADVENT CALENDAR

Eins og svo margir vita þá er Selfridges okkar uppáhalds búð. Heill heimur af fegurð hvort sem það snýr að snyrtivörum, fötum, skóm eða húsvörum. Við erum því að sjálfssögðu spenntar fyrir snyrti-jóladagatalinu frá þeim í ár en í því eru margar djúsí vörur sem við elskum.
Þær vörur sem gripu áhuga okkar í dagatalinu eru:

Face Halo Makeup remover
Nars Orgasm blush
Laura Mercier Translucent loose setting powder
Charlotte Tilbury Magic Cream face cream
OUAI Haircare texturising hair spray
Pat Mcgrath LABS Lust matte trans lipstick
Skin Gym Rose Quartz hearty Gua Sha tool
Dr Barbara STURM Glow drops
Slip silk Three pack scrunchies

Dagatalið fæst hér

HARRODS BEAUTY ADVENT CALENDAR

Harrods er ein frægasta og elsta búð Lundúna og hafa aðventudagatölin frá þeim slegið í gegn í mörg ár. Hér er lúxusinn á öðru leveli en hver og ein vara dregst út  í fallegum kassa og er síðan pökkuð inn í fallegan velúr poka. Harrods eru með mörg exclusive merki og höfum við háar væntingar fyrir þessu dagatali.
Þær vörur sem gripu áhuga okkar í dagatalinu eru:

Augustinus Bader The Face Oil
Chantecaille Gold Recovery Mask
Living Proof Color Care Shampoo
Laura Mercier Rouge Essentiel in A La Ros
Natasha Denona Chroma Crystal Top Coat in Metal Bronze
Nars High-Pigment Longwear Eyeliner in Via Veneta
Sunday Riley C.E.O 15% Brightening Serum
Maison Francis Kurkdijan Baccarat Rouge 540 Mini Candle
Hourglass Veil Translucent Setting Powder

Dagatalið fæst hér

LIBERTY LONDON BEAUTY ADVENT CALENDAR

Liberty London er ein af okkar uppáhaldsbúðum í Bretlandi. Við elskum búðir þar sem maður getur fundið allt sem mann langar í á einum stað. Margar hæðir af fallegum fötum og snyrtivörum og hálfgert ævintýraland. Það skemmtilega við dagatalið frá Liberty er að það er einnig til snyrti-dagatal fyrir karlmenn.
Þær vörur sem gripu áhuga okkar í dagatalinu eru:

Herbivore Prism 20% AHA 5% BHA Exfoliating Glow Facial
REN Clean Skincare Vita Mineral Active 7
Hourglass Scattered Light Eyeshadow in Smoke, Aura or Reflect
Margaret Dabbs Nourishing Nail & Cuticle Serum Pen
Augustinus Bader The Rich Cream
Diptyque Baies Mini Scented Candle
Sol de Janeiro Brazilian Bum Bum Cream
Davines Nourishing Shampoo
Dermalogica Pre-Cleanse

Dagatalið fæst hér

CHARLOTTE TILBURY BEJEWELLED CHEST OF BEAUTY TREASURES ADVENT CALENDAR

Drottningin sjálf, Charlotte Tilbury, kom ekki út með eitt heldur tvö aðventudagatöl sem við erum að missa okkur yfir. Þau er um það bil það fallegasta sem við höfum séð og fullt af vörum sem við getum titlað sem okkar uppáhalds vörur. Dagatalið sem við völdum er Bejewelled chest dagatalið.
Þær vörur sem gripu áhuga okkar í dagatalinu eru:

Charlotte Tilbury Hollywood Beauty Light Wand in Spotlight
Charlotte Tilbury Matte Revolution Lipstick in Pillow Talk
Charlotte Tilbury Rock ‘N’ Kohl in Barbarella Brown
Charlotte Tilbury Wonderglow
Charlotte Tilbury  Charlotte’s Magic Serum Crystal Elixir
Charlotte Tilbury Charlotte’s Magic Cream
Charlotte Tilbury  Supermodel Body
Charlotte Tilbury Airbrush Flawless Setting Spray
Charlotte Tilbury  Lip Cheat in Pillow Talk

Dagatalið fæst hér

Hitt dagatalið frá Charlotte Tilbury fæst hér

BENEFIT SHAKE YOUR BEAUTY ADVENT CALENDAR

Benefit kom út með 12-daga dagatal sem samanstendur af þeirra mest seldu vörum. Við elskum vörurnar frá benefit og finnst okkur litirnir og útlitið ekki skemma fyrir. Þetta dagatal er aðeins ódýrara en hin sem við höfum nefnt hér í færslunni en þær vörur sem gripu áhuga okkar í dagatalinu eru:

Benefit Porefessional Primer
Benefit Hoola Matte Bronzer
Benefit Dandelion Brightening Finishing Powder
Benefit They’re Real Mascara
Benefit Roller Lash Mascara
Benefit Roller Liner
Benefit Precisely My Brow Pencil, Shade 3
Benefit 24 Hour Brow Setter
Benefit Porefessional Hydrate Primer

Dagatalið fæst hér

NET-A-PORTER – 25 DAYS OF BEAUTY ADVENT CALENDAR

Net-A-Porter er ein flottasta netbúðin í dag með ógrinni af merkjavörum. Föt, skór, fylgihlutir og snyrtivörur er á meðal vara sem fást á Net-A-Porter. Jólagjafadagatalið hjá þeim í ár er ótrúlega flott og vel uppsett. Hér eru þær vörur sem gripu áhuga okkar í dagatalinu í ár:

Hourglass Ambient Lighting Powder in Luminous Light
Dr. Dennis Gross Skincare’s ‘Hyaluronic Marine Dew It Right Eye Gel
Charlotte Tilbury’s Miniature ‘Matte Revolution Lipstick’ in ‘Pillow Talk
Omorovicza’s Vitamin-rich ‘Deep Cleansing Mask
BY TERRY’s ‘Hyaluronic Pressed Hydra-Powder
Philip B Thermal Protection Spray
Oribe’s ‘Gold Lust Repair & Restore Conditioner
Slip The high-grade mulberry silk used to make
Chantecaille’s Refreshing Pure Rosewater

Dagatalið fæst hér

DIPTYQUE LIMITED EDITION ADVENT CALENDAR 

Fyrir alla kerta og ilmunnendur er dagatalið frá DIPTYQUE fyrir ykkur! Við finnum nánast ilminn í gegnum skjáinn af þessu dásamlega dagatali.
Í dagatalinu er gott úrval kerta, líkamskrema og ilma.
DIPTYQUE eru þekktastir fyrir sín dásamlegu ilmkerti, en í dagatalinu eru einmitt 11 kerti ásamt fleiri vörum frá þeim.
Kertin sem fylgja dagatalinu eru:

Tubéreuse
Figuier
Noisetier
Ambre
Mimosa
Musc
Feu de bois
Lys, Baies
Roses
Narguilé

Dagatalið fæst einungis í Selfridges hérna

Um að gera að tríta sig!

________
Instagram @the_hibeauty
thehibeauty.com
makeupschool.is