fbpx

THE HI BEAUTY PODCAST !

HI beautyPODCAST

HI!

Podcastið okkar er loksins komið í loftið!
Við tilkynntum á instagram fyrir stuttu að við værum að fara að byrja með podcast. Í podcastinu munum við fara yfir allt beauty-tengt og rétt rúmlega það. Okkur langar að þið kæru lesendur verðið tengdir podcastinu en við ætlum að hafa nokkra liði þar sem við tökum fyrir spurningar og svör við vandamálum og helstu mýtum í snyrtivöruheiminum.
Ef þú hefur einhverjar snyrti-tengdar spurningar máttu endilega senda okkur þær á instagram eða á hibeauty@gmail.com

Fyrstu tveir þættirnir eru komnir á spotify  apple podcast og allar helstu podcast veitur.

Góða hlustun & góða helgi

________
Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com

FÖRÐUNARFRÆÐINGAR SEM VIÐ FYLGJUM

FÖRÐUNHÁRINSPO

HI!

Við elskum að fylgjast með förðunarfræðingum og sjá mismunandi farðanir og aðferðir sem þeir nota. Hér er listi yfir þá förðunarfræðinga sem við erum að fylgja á Instagram.

Emma Chen

Ótrúlega hæfileikaríkur hárstílisti & förðunarfræðingur frá Ástralíu. Hennar signature stíll er glowy húð og beachy bronzed lúkk.

 

Samuel

Förðunarfræðingur stjarnanna. Kúnnahópurinn hans er til að mynda: Pia Mia, Bebe Rexha, Desi Perkins, Steph Shep. Hans signature er mött bronzy húð.

 

Vivis

Glowy húð og litagleði einkennir Vivis en hún er einnig mikið fyrir monochrome lúkk. Mælum með henni þegar ykkur vantar innblástur.

View this post on Instagram

And then we played with #freckles ! Thank you for your ongoing love and support, for this tutorial and many others and for taking the time to leave a comment or slide into my dm with such kind words 💜🙏🏼 Per your requests here is a full list of the products used to create this look on gorgeous @clolloyd_ Skin- @bobbibrown extra repair moisturizer cream @lauramercier Pure canvas primer illuminating @byterryofficial hyaluronic hydra primer @diormakeup forever skin foundation @diormakeup forever skin correct concealer @byterryofficial hyaluronic hydra pressed powder Eyes @narsissist tinted smudge proof eyeshadow base @hudabeauty ‘Ruby’ eyeshadow palette @maccosmeticsuk eye kohl in ‘Coffee’ @eyeko magic black mascara @sweedlashes individual ‘No lash lash’ @sunniesface brow gel @yslbeauty all hours foundation stick @diormakeup backstage contour palette no 1 @romanovamakeup cream blush ‘shiny peach’ @jouercosmetics lip pencil ‘Sable’ @lauramercier lipstick ‘Ruthless’ @soldejaneiro Body glow ‘Rio Sunset’ #vivismakeup #vivistutorial #glowyskin #makeupaddiction #cutcreasemakeup #cutcrease

A post shared by V I V I ' S M A K E U P (@vivis_makeup) on

 

Ash K Holm

Einn af förðunarfræðingum Kardashian/Jenner klansins. Hennar signature er bronze húð og vel mótuð augu. Hún vinnur mikið með sína týpu af soft cut crease og eyeliner. Elskum hana!

 

Priscilla Ono

Priscilla er og hefur verið förðunarfræðingur Rihönnu í mörg ár. Hún er ambassador fyrir Fenty Beauty og gerir alltaf litrík og skemmtileg look. Hún hefur farðað fyrir öll þekktustu tískutímarit í heimi!

 

Danessa Myricks

Danessa er með ótrúlega einkennandi stíl. Hún er með next level færni og tækni í húðvinnu. Geggjað dimension í öllu sem hún gerir. Hún er með sína eigin förðunarlínu, mælum með að kíkja á hana.

View this post on Instagram

Day 6 amplifying Melanin voices by shining a light on melanated models that helped me and my brand shine.🤎 . These 3 beauties helped me tell my story of my love for glowing , healthy, radiant skin and all things glossy each wearing all Danessa Myricks Beauty . Meet @shanya.mcleary @sharamdiniz @eden.girmatsion . What’s your favorite glow products from DanessA Myricks Beauty ? Let me know in the comments below 👇🏾 . Sending you all love an Light 🙏🏾♥️ #amplifymelantedvoices #spreadinglove . Find all things color, complexion and glow at Danessamyricksbeauty.com. free shipping in the U.S. For all orders over $100 or Stop by one of our retail locations: 🇺🇸 🇦🇺 🇨🇦 @morphebrushes 🇺🇸@abracadabranyc. 🇺🇸 @Alconeco 🇺🇸 @nigelbeautyemporium 🇺🇸 @frendsbeauty 🇦🇺 @editkit.com.au. 🇺🇸 @camerareadycosmetics 🇲🇽 @nuestrosecretomx 🇺🇸 @norcostcopromua 🇺🇸 @norcostcoatlantacostume 🇬🇧 @gurumakeupemporium 🇬🇧 @tiltmakeup 🇵🇱 @visageshoppl 🇹🇹 @jeulynn 🇵🇦 @mirandamakeupart . 🇺🇸 @themakeupShack 🇦🇺 @scottys_makeup 🇦🇺 @beaudazzledbeauty 🇺🇸 @lillysmakeupbar 🇰🇿@make_up_studio 🇫🇷 @monochromeoff 🇬🇧 @lovemakeupshop 🇷🇺 @beautydrugs.net 🇨🇦@saralindsaythemakeupstore 🇺🇸 @themuaproject 🇺🇸 @musebeautypro 🇳🇬 @707.artistry 🇺🇸@beautylish 🇺🇸@makeupfirstproshop 🇺🇸 @marjanibeautyco 🇹🇼@ulala.asia 🇨🇴@makeupexpertstienda 🇦🇩 @magazinuldegene.ro 🇦🇩 @danessamyricks.ro 🇱🇹 @themakeuplovers.lt 🇨🇾 @vaso_yiacoumi_mua 🇪🇸 @industrialbeautyes 🇬🇷 @makeup4pro.gr 🇬🇷 @roula_dimitriadou_tsaliki_ . #blackbeautymatters #blackcreatorsmatter #supportblackbusiness #blackownedbusiness #blackbusinessesmatter #danessamyricks #danessamyricksbeauty

A post shared by Danessa Myricks Beauty Makeup (@danessa_myricks) on

 

Nikki Wolff

Einn eftirsóttasti förðunarfræðingur heims. Hennar signature er frískleg húð, eyeliner og fluffy augabrúnir. Nikki er með sunday tutorial á Instagram síðunni sinni þar sem hún sýnir snilli sína vikulega.

 

Isabelle De Vries

Glow Glow Glow. Isabelle er ekki hrædd við ljóma og liti! Hún er mikið fyrir glossy augu og er einnig með sína eigin línu af litríkum augnhárum sem hún notar oft í lookin sín.

View this post on Instagram

Stuck at home looking for something to do? If you missed my Online Masterclass in Lithuania it’s not to late! Head to @themakeuplovers.lt and use my code ISABELLE10 to save! You won’t only get to see my live masterclass you’ll also get to see. @vladamua @jordanliberty @julia_voron @danessa_myricks @einatdanofficial @sarahillmakeup @shanibaruch_makeup @yana_panfilovskaya @ortalelimeleh1 & @sonya_miro Don’t miss this amazing opportunity to learn from a variety of different artists in the comfort of your own home! #makeupartistsworldwide #fiercesociety, #wakeupandmakeup #liptrends #makeupaholic #beautyinspiration #butteryskin #blendwithtrend #temptu #temptupro #nothingisordinary #postitforaesthetic #amazingmakeupart #thebabeface #lunarimakeup #muastars #muaawsome #bestmua #sigmabeauty #topthatpose #sigmapro #perthmua #perthmakeupartist #makeupinsider #instamakeup #instamua

A post shared by Isabelle De Vries (@isabelle.de.vries) on

 

Ariel

Ariel er frægastur fyrir að vera aðal förðunarfræðingur Kylie Jenner. Ariel er einn sá færasti í bransanum og hefur einnig farðað allar aðal skvísurnar í hollywood og búið til ótrúlega mörg förðunar ”trend”.

 

Merton Muaremi

Förðunarsnillingur frá Ástralíu. Hans signature eru falleg shape á augum og hann er algjör master í blautum eyeliner. Hann er líka einn eftirsóttasti brúðarförðunarfræðingur í Ástralíu.

 

Hrush Achemyan

Annar förðunarfræðingur sem hefur öðlast frægð sína í gegnum Kardashian fjölskylduna. Hrush er meistari í að „layera“ makeupi. Þegar þú sérð myndir af förðunum eftir hana hefðiru aldrei trúað því hversu mikið magn af farða er á andliti kúnnans.

View this post on Instagram

Venomous @kimkardashian by me #styledbyhrush

A post shared by Hrush Achemyan (@styledbyhrush) on

 

James Molloy

Ótrúlegur listamaður! Hann er búinn að mastera allt. Húð, varir, augu, liti… you name it. Hann er eigandi og stofnandi mykitco sem er eitt besta förðunar- aukahluta vörumerki heims.

 

Hung Vanngo

Einn eftirsóttasti förðunarfræðingurinn í bransanum. öll súpermódel í heiminum elska hann og hefur hann farðað eftirsóttustu andlitin í bransanum. Hans signature eru augun.

 

Patrick Ta

Patrick er einn af risum förðunarbransans. Fullkomin húð og látlaus augu eru hans signature og hefur hann gefið okkur inspiration í mörg ár! Hann sérhæfir sig meðal annars í red carpet. 

Eigið góðan sunnudag!

________

Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com

MAKEUP MOOD: september.edition

MAKEUP MOOD

HI!

Það er komið að makeup mood-i mánaðarins. Við erum ekki að trúa því að það sé kominn september, tíminn líður svoooo hratt!
Í þessum lið tökum við saman helstu lúkkin sem við erum að fýla í hverjum mánuði.

Dökkrauðar varir

Þegar fer að hausta leitum við ósjálfrátt í dekkri tóna á varirnar. Við erum að fýla dökkrauða varaliti í haust og einna helst þá sem eru með brúnan undirtón.

Þunnur eyeliner

Við þökkum Tik-Tok fyrir þetta trend eins og svo mörg önnur. Þykki instagram eyelinerinn fær að víkja fyrir þeim örþunna. Fallegt er að nota brúnan eyeliner til að ná fram enn látlausara looki. Við erum að elska þetta!

Áberandi augu

Látlaus og „bare“ augu einkenndu sumarið en með komu haustsins erum við á leiðinni í ýktari mótun með augnskugganum og dramatískari augnförðun.

Ljómandi húð með fallegri skyggingu

Engar áhyggjur, ljómandi húð er sannarlega ekki á leiðinni úr tísku! Við munum líklegast aldrei fá leið á ljómandi húð en ætlum að bæta aðeins á skygginguna þegar líða fer að hausti. Við erum að fýla hvað dökkur ljómalitur er notaður fyrir neðan kinnbeinin til að skyggja þau.

Dökk augnförðun

Smokey-september! Drögum fram dökku litina og smókum okkur í gegnum september. Við erum að elska fjólutóna í bland við brúna fyrir smokey förðun. Prófið að setja brúnan eða fjólubláan í vatnslínuna til að taka lúkkið upp á annað level.

Þangað til næst!

________
Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com

 

HYDRO DELUXE + HOLLYWOOD GLOW

HÚÐUMHIRÐASAMSTARF

HI!

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Húðfegrun

Í framhaldi af samstarfinu okkar við Húðfegrun langar okkur að segja ykkur frá tveimur meðferðum sem við fórum í nýlega.

Meðferðirnar sem við fórum í heita Hollywood Glow & Hydro Deluxe.
Þessar tilteknu húðmeðferðir eiga að vinna mjög vel saman og fundum við heldur betur fyrir því.

HYDRO DELUXE

Við byrjuðum á að fara í Hydro Deluxe.
Hydro Deluxe er mesotheraphy þar sem notast er við örþunnar nálar og er þeim stungið ört í húðina til að stinna húðina og örva hana. Það sem gerir meðferðina einstaka er að náttúrulega steinefninu calcium hydroxiapatite (CaHA) er sprautað í húðina en áhrif þess eru ótrúleg. Það örvar meðal annars framleiðslu kollagens, elastíns og náttúrulegra fjölsykra í líkamanum.

Strax eftir meðferðina fundum við fyrir bólgum á nokkrum stöðum á andlitinu okkar, sem er fullkomlega eðlilegt. Við erum með mjög ólíka húð og marðist húðin hennar Ingunnar meira við meðferðinni en Heiðar. Ingunn er með mjög ljósa og viðkvæma húð. Við viljum minna á að hver og einn getur brugðist mismunandi við hverri húðmeðferð, gott er að hafa í huga að húðin gæti þurft tíma til að jafna sig eftir húðmeðferðir. Við hvetjum ykkur því til að kynna ykkur hverja meðferð vel fyrirfram hjá fagaðila.

Sigríður hjá Húðfegrun var fljót að láta okkur vita að þessi viðbrögð væru fullkomlega eðlileg þar sem Hydro Deluxe meðferðin er mikið áreiti fyrir húðina. Oftar en ekki getur húðin okkar orðið verri í stutta stund eftir húðmeðferðir áður en við förum að sjá sjáanlegan mun.

Eftir að húðin fékk tíma til að jafna sig fundum við fyrir því að hún var þéttari í sér og fínar línur voru mun sléttari og þá sérstaklega undir augunum og svokallað „crows feet“. Við fundum fyrir því að húðin var rakameiri og þrýstnari.

Myndirnar hér að ofan eru af meðferðinni. Þær virðast ógnandi en áður en við fórum í meðferðina bárum við deyfikrem á húðina sem gerði meðferðina nánast sársaukalausa.

HOLLYWOOD GLOW

Viku seinna fórum við svo í hina frægu Hollywood Glow meðferð, en hún er ein af vinsælustu meðferðunum hjá Húðfegrun. Hollywood Glow gefur húðinni samstundis ljóma ásamt því að gera húðina þéttari. Meðferðin var ótrúlega notaleg en notast er við nær-innrautt ljós (NIR infared light). Ljósið hitar húðina og hjálpar húðinni að örva kollagen framleiðslu.

Eftir Hollywood Glow sáum við samstundis mun á húðinni, hún ljómaði öll og okkur leið eins og við hefðum fengið extra fimm tíma í svefn og drukkið sirka þrjátíu vatnsglös í einu (án alls gríns, við vorum það glowing). Það sem vakti mikla athygli okkar eftir meðferðina var hvað hún vann vel á bólgum. Húðin okkar var enn að jafna sig eftir Hydro Deluxe og sáum við ótrúlegan mun á þeim svæðum sem voru marin og bólgin.

Þar sem við erum jú báðar förðunarfræðingar þá finnst okkur merkilegt að sjá muninn á því að bera farða og hyljara á húðina eftir húðmeðferðirnar. Eftir samvinnu Hydro Deluxe og Hollywood Glow, þegar húðin var búin að jafna sig og allir marblettir horfnir, fundum við fyrir hreint út sagt ótrúlegum mun við ásetningu farða og hyljara.
Húðin er öll orðin sléttari, mýkri og meðtækilegri fyrir vörum sem eru settar á hana. Augnsvæðið fékk rakaskot sem við sjáum greinilega þegar við setjum hyljara. Við erum báðar miklar hyljara-konur, hyljari er vara sem við getum hvorugar lifað án. Ingunn er með frekar þurrt augnsvæði og fann hún fyrir því að húðin þar var þrýstnari og rakameiri, eftir ásetningu hyljara og púðurs kom enginn þurrkur og engar línur þrátt fyrir langan vinnudag. Heiður hefur lengi glímt við mikla bauga og fannst henni húðin undir augunum virka mun frísklegri ásamt talsverðum mun á hversu ljómandi húðin var eftir Hollywood Glow.

Við mælum með Hollywood Glow meðferð fyrir alla og þá sérstaklega þegar það er tilefni til, þar sem sjáanlegur munur er samstundis á ljóma húðarinnar. Hér að neðan má sjá mynd af húðinni hennar Heiðar með og án farða eftir meðferðirnar.
Mynd 1 var tekin eftir Hydro Deluxe og Hollywood Glow, á henni er Heiður einnig búin að fara í tvö skipti í húðslípun en enginn farði er á húðinni.
Mynd 2 sýnir húðina með farða en hér sést vel hversu fallega farðinn leggst á húðina eftir meðferðirnar.

 

Við hlökkum til deila með ykkur okkar upplifun af fleiri húðmeðferðum.
Þangað til næst.

________

Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com

EIGENDAHÓPUR REYKJAVÍK MAKEUP SCHOOL STÆKKAR

REYKJAVIK MAKEUP SCHOOL

HI!

Við tilkynnum með stolti að við hjá HI beauty erum nýjir meðeigendur Reykjavík Makeup School.

Reykjavík Makeup School er stofnaður í nóvember 2013 og er elsti förðunarskóli landsins. Skólinn er stofnaður af elsku Söru og Sillu og hafa þær rekið skólann af mikilli velgengni í sjö ár samfleytt.

Það er sannkallaður draumur að vera orðnar partur af stærsta og rótgrónasta förðunarskóla Íslands. Markmið okkar er að sameina krafta okkar og stækka við alla starfsemi fyrirtækisins og halda áfram að vera leiðandi skóli í förðunarfræði á Íslandi.

Við hlökkum til að opna dyrnar að skólanum okkar þann 14.september og taka á móti ykkur öllum.

Sigurlaug Dröfn, Ingunn Sig, Heiður Ósk og Sara Dögg

Eigendur Reykjavík Makeup School

________

Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com

VILT ÞÚ LÆRA AÐ FARÐA ÞITT EIGIÐ ANDLIT?

FÖRÐUNREYKJAVIK MAKEUP SCHOOL

HI!

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Reykjavík Makeup School

Okkur langar að deila með ykkur förðunarnámskeiði hjá Reykjavík Makeup School sem hefur verið í stöðugri eftirspurn í nokkur ár. Námskeiðið er sérhannað tveggja vikna förðunarnámskeið þar sem þér er kennt að farða þitt eigið andlit. Fókusinn á þessu námskeiði er á þig og hvernig þú nærð betri tökum á grunnatriðum í förðun ásamt því að æfa þig í aðferðum sem kenna þér að fullkomna þína eigin förðunartækni.

Á námskeiðinu verður farið yfir húðumhirðu, grunnatriði í förðun og heitustu farðanirnar.
Þú lærir meðal annars Beauty förðun, Smokey, Halo og Soft Glam.
Námskeiðið er í anda Snyrtinámskeiðsins sem við hjá HI beauty hófum fyrir ári síðan í samstarfi við Reykjavík Makeup School. Hér færðu töluvert lengri tíma til að öðlast betri skilning á mismunandi förðunartækni á þínu andliti. Á tveimur vikum færð þú nægan tíma til að æfa þig undir leiðsögn fagmanna.

Veglegur förðunarpakki að andvirði 100.000kr. fylgir námskeiðinu. Hér að neðan má sjá brot af því sem þessi glæsilegi förðunarpakki inniheldur.

 

Námskeiðið er fullkomið fyrir alla sem vilja læra betur á sitt eigið andlit eða auka færni sína þegar kemur að förðun.
Námskeiðið stendur yfir í tvær vikur og er kennsla á mánudögum-miðvikudögum kl. 19:00 – 23:00.
Ekkert aldurstakmark er á námskeiðið.

Nánari upplýsingar um námskeiðið má sjá inná heimasíðu Reykjavík Makeup School.

 

________

Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com

EINN AF OKKAR UPPÁHALDS: FARÐI

FÖRÐUNUPPÁHALDS

HI!

Það getur reynst erfitt að finna farða sem helst fallegur allan vinnudaginn og fram eftir kvöldi án þess að hann renni til. Það er ekkert leiðinlegra en þegar þú ert búin að eyða góðum tíma af morgninum í að fríska uppá lúkkið en kemur svo heim í lok dags og það er ekkert eftir á andlitinu. Þetta á það til að gerast og þá sérstaklega þegar hræðsla er við að vilja ekki vera of mikið málaður eða með of mikið meik.

Til að koma í veg fyrir þessi leiðindi þá er gott að nota farða sem gefur betri þekju, en nota þá minna af honum eða blanda honum við léttari farða/bb krem. Double Wear frá Estée Lauder gefur þér góða þekju sem hægt er að byggja upp án þess að líta út fyrir að vera „cakey“. Farðinn breytir ekki um lit á andlitinu, „oxast“ ekki og helst fallegur allan liðlangan daginn.

HI beauty elskar Double Wear farðann og blöndum við honum oft við farða sem er þynnri og ljómandi. Það þarf aðeins einn dropa af Double Wear til að gefa þínum uppáhalds ljómandi farða betri þekju og lengri endingartíma.
Þegar Estée Lauder gáfu út Double Wear Light urðum við aðeins of spenntar þar sem upprunalega formúlan er jú í þykkara laginu. Double Wear Light gefur þér einnig góða þekju en er töluvert léttari á húðinni og ekki eins mattur og upprunalegi Double Wear.

Þessir tveir farðar eru okkar go-to farðar og elskum við að prófa að blanda þá við ýmsa farða og ljómakrem. Við hvetjum ykkur til að prófa ykkur áfram með farða sem gefa fulla þekju og prófa að blanda örlítið af þeim við ykkar uppáhalds ljómandi farða eða ljómakrem og testa endingartímann.

HÉR má finna fleiri snyrtivörur sem HI beauty mælir með

 

________

Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com

VILT ÞÚ NÁTTÚRULEGA ÞÉTTAR AUGABRÚNIR?

HÚÐUMHIRÐASAMSTARF

HI!

Þessi færsla er unnin í samstarfi við RapidLash

Augabrúnatískan síðastliðin ár hefur snúist um að leyfa augabrúna hárunum að fá ákveðið frelsi til að vaxa og mótast í sína náttúrulegu lögun. Það hefur verið ákveðið högg fyrir þá sem eru ekki með mikið af augabrúnahárum náttúrulega en við erum hér, eins og svo oft áður með mögulega lausn við því vandamáli.

Undanfarnar vikur höfum við verið að prófa vörurnar frá RapidLash og langaði okkur til þess að sýna ykkur hvaða árangur það hefur gefið okkur.

Rapidlash vörurnar innihalda Hexatein formúlu sem hjálpar að þétta og bæta útlit augabrúna og augnhára.
Við skiptum þessu á milli okkar en Ingunn prófaði RapidBrow og notaði samviskusamlega í 60 daga og Heiður prófaði RapidLash því augnhárin hennar eru að jafna sig eftir augnháralengingar. Til að ná sem bestum árangri er mælt með því að nota vörurnar í 60 daga samfleytt.

Eins og má sjá á myndunum hér að neðan má sjá gífurlegan mun á augabrúnahárunum á Ingunni. Við munum síðan koma með fyrir og eftir myndir af augnhárunum hjá Heiði þegar hún hefur notað Rapidlash samfleytt í 60 daga.

Mestan mun sáum við þegar við lituðum augabrúnirnar og augnhárin en þá tókum við eftir því að hárin eru mun þéttari og fjöldi nýrra hára hafa oxið á skömmum tíma. Það sem formúlan gerir er að ýta undir hárvöxt sem er til staðar en hefur af einhverri ástæðu ákveðið að leggjast í dvala.

Í samstarfi við RapidLash á Íslandi langar okkur að breiða út boðskapnum og bjóða lesendum okkar
20% afslátt af öllum Rapidlash vörum inná Rapidlash.is

Afslátturinn gildir út sunnudaginn 6.sept með kóðanum hibeauty

 

________

Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com

EYELINER ÚTFÆRSLUR

FÖRÐUN

HI!

Eyeliner á það til að flækjast fyrir mörgum, við þekkjum það allar að hafa náð fullkomnum eyeliner á annað augað en það er alls ekki sama sagan með seinna augað. Það eru til ótal leiðir til að gera eyeliner og margar mismunandi formúlur á markaðnum. Í dag er til dæmis ein vinsælasta leiðin að nota púður augnskugga sem eyeliner en við ætlum að fara aðeins yfir hinar ýmsu útfærslur í færslu dagsins.

PÚÐUR EYELINER

Gamli góði augnskugginn er vanmetið vopn í snyrtiveskinu. Það er mjög auðvelt að breyta augnskugga í eyeliner en það eina sem þú þarft er þinn uppáhalds augnskuggi og þéttur bursti (skáskorinn eða flatur). Gaman er að leika sér með rauð-brúntóna liti, gráa, fjólubláa eða svarta. Það góða við augnskugga eyeliner er að þú stjórnar algjörlega hversu skarpur hann er, en það er einmitt í tísku núna að gera soft brúnan eyeliner (allavega samkvæmt tiktok).

FASTUR EYELINER

Augnblýantar í föstu formi eru algengustu eyelinerarnir sem við þekkjum. Mjög fjölnota en það er hægt að nota þá á augnlokið sem augnskugga primer, smudge-a hann út við augnháralínu og nota í votlínu til að dekkja eða lýsa upp augnförðun. Möguleikarnir eru ótrúlega margir og mælum við með því að eiga svartan, brúnan og einn ljósan, þá eru þér allir vegir færir.

BLAUTUR EYELINER

Ef þú vilt fá hreina og skarpa línu er gott að nota blautan eyeliner. Okkur finnst báðum best að nota blautan eyeliner sem er eins og penni í laginu, en það hjálpar þér að fá meiri stjórn og gera nákvæma línu. Ef ykkur finnst of dramatískt að nota blautan eyeliner í svörtu þá mælum við með því enn og aftur að prófa brúntóna liti.

GEL EYELINER

Gel og kremkenndir eyelinerar eru endingagóðir og því mjög góðir fyrir þá sem þurfa að treysta á það að makeupið haldist fallegt í langan tíma. Þeir eru aðeins auðveldari í notkun en blautu eyelinerarnir því það er hægt að smudge-a þá þangað til að þú hefur fundið rétt shape fyrir þitt auga.

Tilvalið að nýta sunnudaginn í eyeliner æfingu.
Æfingin skapar meistarann, njótið dagsins.

________
Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com

ARTISTINN OG STJARNAN VOL. 2 – KYLIE JENNER OG ARIEL

ARTISTINN&STJARNANFÖRÐUNINSPO

HI !

Kylie Jenner er ein frægasta manneskja heims í dag. Kylie er, fyrir þá sem þekkja hana ekki, raunveruleikastjarna, viðskiptamógúll og samfélagsmiðlarisi. Þrátt fyrir að hafa alist upp í sviðsljósinu öðlaðist Kylie ótrúlega mikla frægð þegar hún var aðeins 15 ára vegna útliti vara  sinna. Getgátur fóru af stað hvort hún væri  búin að láta fylla í þær eða ekki. Úr því varð fyrirtækið Kylie Cosmetics en það er í dag eitt vinsælasta förðunarmerkið um heim allan. Í dag ætlum við að taka fyrir samband Kylie Jenner við förðunarsnillinginn Ariel. Þau hafa unnið saman í mörg ár og þróað með sér gríðarlega vinsælan förðunarstíl. Við tókum saman það sem stendur upp úr hjá þeim tveim.

HIGHLIGHT & CONTOUR

Kylie og Ariel hafa masterað highlight og contour eftir andlitsfallinu á kylie. Hún er alltaf með mikla birtu undir augunum, á hökunni og miðju enninu. Þá er kylie alltaf vel skyggð undir kinnbeinunum, á efsta partinum á enninu (hjá hárlínunni) og undir kjálkanum til að gera kjálkalínuna skarpari. Það sem ariel gerir einnig vel er að passa að vanginn á kylie (undir kinnbeinunum) sé alltaf ljós með góða þekju. Það gefur contourinu mjög clean vibe.

VARIR

Það sem kom kylie á kortið eru varirnar hennar. Eins og kunnugt er þá gerði kylie allt vitlaust þegar hún var 16 ára búin að láta sprauta fylliefni í varirnar. Varalitirnir og varablýantarnir sem hún sagðist nota seldust upp á nokkrum sekúndum og úr því ævintýri varð Kylie Cosmetics til. Kylie er mjög óhrædd við að prufa sig áfram með mismunandi varaliti og blýanta en það sem er hennar helsta signature eru nude varir með brúntóna undirtón. Varablýantarnir sem Ariel notar á Kylie eru alltaf aðeins dekkri en varaliturinn og ýkir hann oft lögun vara hennar með því að setja extra skugga með brúnum varablýant ofan á „cupid’s bow“ hjá henni.

AUGU

Kylie er með ótrúlega falleg möndlulaga augu. Ariel er mjög duglegur að prófa mismunandi liti á hana en þau hafa búið sér til einkennandi shape sem þau vinna oft með. Í því shape-i er Skyggingarliturinn tekinn alveg upp að innri augabrún og niður að nefi til að blanda saman skyggingunni á augunum og andliti. Hún er oftast með skarpa línu á augnskugganum út frá ytri augnkrók í v-lögun eða cat-eye og eyeliner í spíss. Ef hún er ekki með eyeliner í spíss þá er hún með smudge eyeliner alveg þétt upp við augnhárarótina

KINNALITUR

Undanfarna mánuði er kylie búin að vera að blusha yfir sig. Það gæti verið af því að merkið hennar kom út með púðurkinnaliti á síðasta ári en við erum að fýla þetta í botn. Ariel hefur verið að nota sömu liti á augun á henni og kinnar en þau hafa mikið verið að leika sér með monochromatic look undanfarið. Við höfum talað um að staðsetning kinnalitarins sé að breytast og að færast meira á svipað svæði og bronzer en Kylie fer þvert á móti því trendi og hefur verið að skarta kinnalitnum alveg á eplum kinnanna og nánast inn að nefi.

RED CARPET

KYLIE COSMETICS CAMPAIGNS

PHOTOSHOOTS

RANDOMS

________
Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com