My Travel Essentials

HárvörurLaugar SpaLífiðSnyrtivörurÚtlit

Í tilefni þess að sumarið er komið og mikið af ferðalögum framundan ákvað ég að taka saman mínar “travel essentials” – eða þær andlits-, húð- og hárvörur sem ég nota mest og tek alltaf með mér þegar ég ferðast og þá sérstaklega í sólarlöndum.

Ég fór til Hawaii um páskana og tók þar myndir af því sem ég tók með mér en ég ferðast mjög mikið, bæði í frí og vegna vinnu, en þessar vörur er ég með í snyrtitösku sem á “heima” í ferðatöskunni.

Við vorum á æðislegu hóteli á Hawaii þar sem þjónustan var framúrskarandi. Ég er algjör snyrtipinni og mjög skipulögð og var því virkilega ánægð með room service á hótelinu sem raðaði öllum snyrtivörunum mínum svona líka vel upp – alla daga!

xx

Andlit

Chanel Vitalumiére Loose Powder: Þetta lausa púður frá Chanel keypti ég mér í fyrsta skipti fyrir rúmlega ári og hef notað alla daga síðan. Ég nota venjulega ekki hyljara en skelli alltaf smá af púðrinu undir augun og á t-svæðið með burstanum sem fylgir með og ég sver það, þetta púður virkar einsog “real-life photoshop”. Áferðin er létt og falleg og þurrkar ekki upp húðina. Púðrið er með SPF 15 sólarvörn. (Ég nota púðrið venjulega í lit 020 undir augun en á lit 010 ef ég er mjög hvít og 040 ef ég set yfir allt andlitið)

Guerlain Terracotta Sun Serum: Ég er svo heppin að eiga frænku sem er förðunarmeistari og er dugleg að kynna mig fyrir spennandi vörum og gefa mér prufur. Ég fékk sun serum tan booster dropana að gjöf áður en ég fór út en þeir eru ætlaðir til þess að virkja og viðhalda melanin (brúnku) framleiðslu húðarinnar þegar maður er í sól auk þess að vera mjög rakagefandi. Ég byrjaði að nota dropana á Hawaii og blandaði saman við andlitskremið mitt en frænka mín mældi líka með að blanda þeim út í bodylotion þar sem það má einnig nota serumið á líkamann.

Guerlain Météorities Baby Glow & Sensai Bronzing Gel: Vinkona mín kynnti mig fyrir þessari blöndu nýlega og hef ég ekki notað annað á andlitið síðan. Baby Glow er mjög léttur fljótandi farði sem hentar mér mjög vel þar sem ég vil ekki mikla þekju og fýla betur að húðin sé létt og glóandi eða “no makeup-makeup” look. Ég blanda brozing gelinu svo út í en þá verður áferðin ennþá léttari. Þetta hentaði vel úti þar sem Baby Glow er með SPF 25 sólarvörn.

MAC Fix+: Það kannast held ég flestir við Fix+ andlitsspreyið en þessa týpu keypti ég nýlega. Ég held að þetta sé special edition en spreyið er með kókoslykt – fáránlega frískandi og passaði fullkomlega á Hawaii.

Laugar Spa FACE Day&Night Cream & Facial Gel Cleanser: Ég nota nánast eingöngu Laugar Spa húðvörurnar – bæði vegna þess að mér finnst þær dásamlegar, eru lífrænar, náttúrulegar, handunnar og cruelty free EN einnig vegna þess að elsku mamma mín hannaði og þróaði vörulínuna. Ég hef mikið fengið að vera með í því ferli og erum við alltaf að prófa nýja og spennandi hluti til að bæta við línuna. Þegar ég ferðast tek ég oft meira af vörunum með mér en í þessu ferðalagi lét ég þessar tvær duga. Andlitskremið nota ég kvölds og morgna alla daga og svo hreinsa ég húðina alltaf með gelhreinsinum á kvöldið, hvort sem ég er máluð eða ekki. Gelhreinsirinn inniheldur lemongrass sem er virkilega frískandi. Venjulega er ég líka með serumið frá Laugar Spa en ákvað að geyma það heima þar sem ég tók Sun Serumið með mér.

xx

Hár

Vörurnar fékk ég að gjöf frá Moroccan Oil og Maria Nila á Íslandi.

Moroccan Oil Luminous Hairspray: Ég byrjaði að nota hárspreyið frá Moroccan Oil fyrir tveimur árum og hef ekki snert annað síðan. Það gerir hárið ekki of glansandi eða stíft og lyktin er dásamleg. Upphaflega notaði ég það bara fyrir greiðslur eða þegar ég var að fljúga en núna nota ég það nánast daglega, t.d. alltaf til að festa “babyhárin” þegar ég er með tagl eða snúð.

Moroccan Oil Dry Shampoo: Þurrsjampó er minn besti vinur þar sem ég æfi nánast alla daga og vil ekki þvo hárið of oft í viku. Ég hef sömu sögu að segja af Moroccan Oil þurrsjampóinu en eftir að ég prófaði það hef ég ekki notað annað. Sama dásamlega lyktin af því og öðrum vörum MO og svo er það ótrúlega létt og gerir hárið ekki stíft eða þykkt. Light tones útgáfan er með fjólubláum blæ sem lýsir rótina og losar hárið við gulan tón sem á það oft til að myndast í ljósu hári – þá sérstaklega í sól.

Moroccan Oil Dry Texture Spray: Þessi vara kom í fyrra og hún gefur hárinu stífleika og þykka áferð sem hentar vel fyrir snúða, flugfreyjugreiðsluna og bara til að gefa hárinu meiri fyllingu þegar þess er óskað. Lyktin er sú sama og áferðin er mjög þægileg og gerir hárið auðvelt meðferðar.

Moroccan Oil Treatment LightÞetta er klassíska argan olían en hana set ég alltaf í hárið eftir sturtu og hef gert í mörg ár. Ég nota light útgáfuna.

Maria Nila True Soft Shampoo&Conditioner: Ég hef verið að nota Maria Nila sjampó og næringu í rúmlega hálft ár og þá aðallega Silver línuna sem er ætluð fyrir ljóst hár til að næra það og losa við gula tóna. Hárið mitt hefur held ég aldrei verið betra og henta þessar vörur mér mjög vel en þegar ég var að fara út mældu þau í Maria Nila með því að ég notaði True Soft á meðan ég væri úti þar sem hárið þyrfti extra mikinn raka í sólinni.

xx

Húð

Vörurnar fékk ég að gjöf frá Moroccan Oil á Íslandi og Hawaiian Tropic á Íslandi

Hawaiian Tropic: Það er nauðsynlegt að verja húðina vel þegar ferðast er til sólarlanda en ég fékk ýmsar sólarvarnir frá Hawaiian Tropic áður en ég fór út. Mér finnst lyktin af Hawaiian Tropic vörunum alltaf jafn góð en ég notaði þessar tvær vörur mest. Satin Protection með SPF 30 á líkamann en áferðin á kreminu er mjög þægileg og auðvelt að dreifa úr því auk þess sem það er með smá “shimmer” sem gefur fallegan gljáa. Ég bar svo alltaf á mig Face Hydration yfir andlitskremið mitt og undir farða ef ég málaði mig.

Moroccan Oil Sun: Þegar þau hjá Moroccan Oil vissu að ég væri að fara út voru þau svo yndisleg að gefa mér þessar prufur úr Sun línunni. Vörurnar eru ekki enn komnar í sölu en ég vona svo sannarlega að þær geri það fljótlega! Sólarolían er létt og þægileg, klístrast ekki og er með smá “shimmer” í. Ég notaði hana meira yfir daginn eftir að hafa sett sterkari vörn á mig til að viðhalda vörn og raka. After-Sun mjólkina bar ég svo á mig alla daga eftir sturtuna en hún er í spreyformi og því ótrúlega auðvelt að skella henni á allan líkamann og dreifa úr. Lyktin af báðum vörunum er sjúúúklega góð!

xx

Birgitta Líf
instagram: @birgittalif
snapchat: birgittalif

NEW IN: BOTANICALS FRESH CARE

NEW INREVIEWUPPÁHALDS

Vörurnar fékk ég að gjöf –

Ég var svo heppin að fá að prófa nýju hárvörurnar frá L’Oréal en þær heita Botanicals Fresh Care en línan inniheldur fjórar ólíkar línur sem henta mismunandi hárgerðum en þær heita; Safflower hannað fyrir þurrt hár, Camelina hannað fyrir úfið/gróft hár, Coriander fyrir viðkvæmt hár & að lokum Geranium fyrir litað hár. En ég valdi mér Coriander en það er fyrir viðkvæmt hár.. eins og mitt! En hver lína inniheldur sjampó, hárnæringu, hármaska & eina aukavöru. Coriander línan hefur styrkjandi eiginleika fyrir viðkvæmt, þreytt hár & veikt hár fær fallegri áferð. Einnig má segja frá því að vörurnar eru án paraben efna, sílikona og litarefna.

Vörurnar reyndust mér mjög vel þar sem ég er með mjög viðkvæmt hár eftir aflitun… Það er mikilvægt að hugsa vel um hárið svo það haldist heilbrigt & fallegt en eftir að hafa notað vörurnar í sirka viku fann ég strax mun á hárinu mín, sérstaklega eftir að hafa prófa Botanicals Fresh Care Coriander maskann en hann er í miklu uppáhaldi. Mér finnst mjög mikilvægt að finna vörur sem henta þínu hári & eru Botanicals hárvörurnar mjög hentugar því þá velur þú bara eftir hvernig hár þú ert með & þar afleiðandi styrkir það hárið með að nota þær vörur sem eru hentugar fyrir þig!

Vörurnar fást í Hagkaup, Lyfja, Lyf & Heilsa, Apótekið, Apótekarinn og Heimkaup.is

x
#ad #botalover #botanicalsiceland

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á Snapchat undir nafninu siggamagga

img_9863

Ráð við hárlosi á brjóstagjöf

Mömmublogg

Vörurnar sem ég skrifa hér um fékk ég gefins, engin greiðsla er þegin fyrir færsluna. Ég skrifa þó um þær af hreinskilni og einlægni af því þær hjálpuðu mér og virka alveg ofboðslega vel!

Það eina sem ég var alveg voðalega stressuð með þegar brjóstagjöfin hófst var í hvernig ástandi hárið mitt myndi verða á brúðkaupsdaginn. Ég missti alveg svakalega mikið hár þegar ég var með Tinna Snæ á brjósti ég á stundum bágt með að horfa á myndir af mér því mér finnst ég bara ekki líta neitt alltof vel út um hárið en kollvikin hækkuðu mjög mikið og það tók langan tíma fyrir hárið mitt að jafna sig. Ég ákvað því að slá til og prófa vörur frá merki sem heitir Nioxin, ég man að Theodóra fyrrum Trendnet pía skrifaði um þessar vörur fyrir einhverju síðan svo ég sóttist því eftir að fá að prófa þær og fékk.

Ég er nú búin með einn skammt ég byrjaði um leið og ég fann að hárlosið var að byrja og þvílík himnasending. Ég vonaði nú að þetta myndi virka sem skyldi en ég átti kannski ekki von á því að vörurnar myndu virka svona vel!

Mig langaði að segja ykkur frá þessu, ykkur sem eruð mögulega í sömu aðstæðum og ég eða bara eruð að finna fyrir hárlosi útaf einhverju öðru. Þar sem ég er nú enginn hársérfræðingur en reyni að sjálfsögðu mitt besta þá fékk ég að senda nokkrar spurningar á sérfræðing hér á landi og mig langar að deila með ykkur upplýsingum frá henni. Hér neðar skrifa ég svo um mína upplifun – mikið vona ég að þið hafið gagn af þar sem hárlosið hafði mjög slæm andleg áhrif á mig síðast og það má segja að Nioxinið hafi á tímabili bjargað geðheilsu minni…!

harlos3

Hér sjáið þið startpakkann sem ég fékk, ég er með nr. 6 sem var valin fyrir mig
af sérfræðing og hann hentar mínu hári. 

Hvernig virkar Nioxin?

Nioxin er hann fyrir hársvörðinn sem hárið nýtur síðan góðs af. Kenningin á bakvið Nioxin er sú að hreinsa hársvörðinn líkt og andlit er hreinsað, þar sem sjampó er hreinsirinn, næringing balancer og treatmentið er rakakremið. Nioxin hreinsar hársekkina vel sem gefur hárinu greiðari leið til að vaxa úr hársekknum, þar sem fita og önnur óhreinindi geta hindrað leiðina.

Fyrir hverja hentar Nioxin?

Nioxin hentar fyrir þá sem finna fyrir miklu eða litlu hárlosi, eftir að einhverskonar álag, veikindi eða barnsburð og brjóstagjöf. Nioxin hentar einnig fyrir fólk sem er þegar með fíngert hár og vantar líf og lyftingu í hárið.

Hvað þarf maður að nota það lengi til að finna árangur?

Til að sjá marktækan árangur þarf að nota Nioxin í 30 daga, á hverjum degi. Við seljum svokallað startkit sem dugar í þessa 30 daga. Ef fólk sér eða finnur ekki árangur þá endurgreiðum við 30 daga pakkann.

harlos2

Má nota aðrar hárvörur með Nioxin?

Já, það er ekkert því til fyrirstöðu. Hins vegar mælum við með því að á meðan 30 daga prufutímabilinu stendur sé eingöngu notast við sjampóið og næringuna frá Nioxin, en aðrar mótunar- og blástursvörur eru í góðu lagi.

Hvernig veit maður hvaða vörur frá Nioxin maður ætti að nota?

Það geriru í sameiningu við þinn fagmann. Hann greinir hárið þitt, hvort það sé efnameðhöndlað eða ekki, hversu gróft eða fínt hárið er og svo hversu mikið hárlos hefur átt sér stað. Eftir þessa samræður finnur hann það númer í Nioxin sem hentar þér.

Hvenær ætti maður að hætta að nota vörurnar?

Nioxin er ekki kúr sem þarf eða þarf ekki að nota í ákveðinn tíma. Fólk finnur sitt jafnvægi, en flestir halda áfram að nota vörurnar eftir að tilsettum árangri er náð því þær eru svo frábærar. Margir nota þær með öðrum og aðrir eingöngu.

Hvar fæst Nioxin?

Á viðurkenndum hársnyrtstofum.

SONY DSC

Þetta eru myndir sem eru teknar þegar Tinni er sirka 7 mánaða. Ég fæ smá illt í magann þegar ég horfi á þær og finnst ég heldur skollótt svona fremst við ennið. Ég man ég fékk mikið sjokk þegar ég skoðaði myndirnar betur eftir að ég birti þær upphaflega á síðunni minni – ég tók ekkert eftir þessu fyrst og ekki einu sinni þegar ég horfði í spegil en á myndum sá ég þetta mest.

Með þessar myndir í huga, hárlos sem var að byrja jafn öflugt og síðast fór ég að telja svona í hausnum hvað Tumi yrði gamall á brúðkaupsdaginn þá bara ákvað ég að sækjast eftir því að fá að prófa eitthvað. Ég fékk prufusett af Nioxin í desember og hef samviskusamlega notað vörurnar síðan þá. Ég reyndar þvoði hárið ekki á hverjum degi – klúðraði því smá vegna tímaleysis en ég fann alveg svakalega mikinn mun bara eftir fyrstu skiptin. Ég fann hvernig hársvörðurinn örvaðist þegar ég notaði hárvörurnar mér fannst ég í alvörunni vera að finna hárið styrkjast.

Ég er búin með startpakkann og ég er svo hrifin af vörunum að ég ætla að kaupa mér hreinsivörurnar til að eiga til að nota meðfram öðrum hárvörum. Mér finnst einmitt mjög gott að vita að ég get notað vörurnar með öðrum hreinsivörum svona þegar ég þarf smá búst.

Ég er ekki að segja að hárlosið hafi bara hviss bamm búmm horfið – ég missi alveg hár hér og þar sem er bara eðlilegt fyrir minn hársvörð. En Nioxin vörurnar gerðu það að verkum að ég hætti að hreinsa burstann minn af lúku fulla af hárum eftir að ég greiddi í gegnum það, ég hætti að skilja eftir mig slóð af hárum útum allt, ég hætti að finna hár í bleyjunni hans Tuma, ég hætti að toga burt lúku af hári af höfðinu á mér í sturtu þegar ég var að þvo það. Þetta er sko allt annað og ég hvet ykkur til að prófa ég hef alla vega ekkert nema gott að segja um þessar vörur – væri gaman að heyra frá einhverjum hér í athugasemdum sem hefur líka reynslu af vörunum :)

Erna Hrund

Hárleyndarmálið mitt

Ég Mæli MeðHárLífið MittlorealStíll

Vöruna sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Ég fæ mikið af spurningum um hvernig ég ná að gera svona mikið úr hárinu mínu, hvernig ég næ svona góðri lyftingu í hárrótinni. Lengi vel var leyndarmálið mitt þurrsjampó en nú á ég nýtt sem ég er búin að eiga með sjálfri mér síðustu vikurnar en það er hársprey úr röðum Elnett frá L’Oreal.

Elnett hárlakkið er það þekktasta í heiminum, það kannast allar konur við hárlakkið í gyllta brúsanum enda er þetta algörlega klassískt hársprey sem gefur svakalega gott hald og það besta við það er hve létt það er. Ef maður er ekki ánægður með greiðsluna t.d. og búin að spreya allt hárið svakalega vel þá þarf maður ekki að hafa neinar áhyggjur því hárspreyið er einfaldlega hægt að greiða úr. Það er ekki klístrað það er matt og það er svakalega góð lykt af því!!

Elnett hárlökkin hurfu úr verslunum hér á Íslandi fyrir nokkrum árum síðan en þau eru nú komin aftur og með fylgdu nýjar vörur og eitt af nýju hárspreyunum er hárleyndarmálið mitt…

elnett4 elnett

Hárleyndarmálið mitt: Elnett Satin Volume Excess Hairspray!

Þetta sprey er eitt af þeim nýjustu frá Elnett en það gefur svakalega gott hald og er einhvern vegin smá eins og þurrsjampó líka því það er matt og ég set það beint í hárrótina og hristi vel upp í því og þá bara lyftist hárið mitt – það er eiginlega smá magnað. Svo fær það svo svakalega aukið umfang að hárið mitt virðist alveg svakalega þykkt eins og þið sjáið á þessum hármyndum. Ég er nú með ágætlega þykkt hár en það er nú ekki svona þykkt.

elnett3

Svo eftir að ég hef úðað spreyinu í rót hársins þá ýfi ég það vel upp og fæ þessa sjúklegu lyftingu í allt hárið sem endist allan daginn því spreyið gefur svo gott hald líka. Svo það sem ég elska líka við þessa vöru er það að hvenær sem er yfir daginn get ég hrist uppí því í rótinni ef ég vil breyta eitthvað lögun hársins eða mótun þess.

elnett2

Sjáið þessa lyftingu – love it! Nú er leyndarmálið komið í ljós og ég tek fagnandi á móti Elnett hárlökkunum. Þið vitið ekki hvað ég er búin að sakna þessara gylltu brúsa lengi. En ég prófaði líka að blása hárið uppúr Volume hitavörninni fyrir þessa myndatöku og ég get svo svarið að það gerir líka mikinn mun.

Elnett hárvörurnar eru mjög vinsælar um allan heim og gyllti brúsinn er vara sem allar konur ættu að þekkja og eignast. Volume Excess spreyið sem ég nota í þessari færslu er líka til í 75ml pakkningum svo það er snilld að hafa það með sér í töskunni til að móta hárið upp á nýtt yfir daginn.

EH

p.s. við verðum að ræða þetta tryllta loð/pleather vesti mitt við fyrsta tækifæri!!

Lífrænar hárvörur prófaðar!

Ég Mæli MeðHárLífið Mitt

Loksins, loksins hef ég lokið við að prófa lífrænar hárvörur frá þremur flottum merkjum. Ég sagði frá tilrauna starfseminni minni á Instagram fyrir nokkru síðan en úlnliðsbrotið setti ansi stórt strik í reikninginn en nú er ég loks búin og langar að segja ykkur frá því hvernig tilraunin heppnaðist og hvernig hárvörurnar fóru með mitt hár.

Ég ákvað að gefa mér nægan tíma í prófanirnar og fannst ég þurfa að gefa hverri hárvöru lágmark 5 þvotta, ég vona að það sé ásættanlegur fjöldi í ykkar huga en mér fannst ég vera komin með ágætis tilfinningu fyrir vörunum eftir þann tíma. Ég er algjör auli og þríf hárið mitt almennt alltof mikið en mér hefur tekist með mikilli þrjósku að ná að lengja tímann á milli smám saman síðustu vikur og það var helst með hjálp eins af sjampóunum hér fyrir neðan sem það tókst loks.

lífrænthár3

Hér sjáið þið vörurnar sem ég prófaði…

Lavera hárvörurnar fást t.d. í Heilsuhúsinu, vörurnar hennar Sóleyjar fást líka þar eins líka í sumum Hagkaupsverslunum. Vörurnar frá Yarok eru nýjar hér á Íslandi og fást í í netversluninni freyjaboutique.is.

lífrænthár4

Tilraunin hófst með hárvörunum frá Lavera. Mér fannst hárið mitt vera í smá tíma að taka þessum vörum opnum örmum en ég er frekar á því að það hafi verið vegna þess að ég var að skipta í lífrænt og rek það því ekki beint til hárvaranna. Ég valdi mér Volume sjampóið sem ilmar sjúklega vel og frískandi – appelsínurnar ilma dásamlega ég er að segja ykkur það. Mér fannst það ekki freyða neitt sérstaklega vel þegar ég setti það í blautt hárið en svo fékk ég gott tips frá Fíu minni með að bleyta það eftir að það væri komið í hárið og nudda svo – það virkaði og fór að freyða betur og þar af leiðandi freyddi það betur. Mér fannst ég reyndar að lágmarki verða að þrífa hárið oft þrisvar í hverri ferð með þessu til að ná því alveg hreinu, mögulega er hárið mitt of þykkt fyrir það. En ég elska ilminn af því!

Það er ekki til hárnæring í sömu gerð og sjampóið frá merkinu svo ég notaði þessa sem er fyrir viðkvæma húð. Mér líkar virkilega vel við þessa hárnæringu, hún er mjúk og þétt í sér og fer virkilega vel í hárið og mýkir það og gefur því fallega áferð. Ég var ánægð með hversu drjúg hún var, formúlan er þétt í sér og því þarf lítið sem ekkert af henni í hvert sinn.

lífrænthár2

Ég er mikill aðdáandi varanna frá Sóley, ég hafði ekki fengið tækifæri til að prófa hárvörurnar fyr en nú en ég elska þær alveg jafn mikið og allar hinar! Lind sjampóið finnst mér dásamlegt í alla staði, ég mæli eindregið með því en ilmurinn af því er æðislegur, sjampóið hreinsar hárið svo ótrúlega vel og mér finnst þetta eitt það besta sem ég hef prófað. Hárið verður ótrúlega mjúkt eftir notkun og mér finnst það hreinsa það vel að ég þurfti að þvo hárið mun sjaldnar á því tímabili sem ég var að nota það.

lífrænthár5

Birkir sjampóið og líkamssápan frá Sóley gefur Lind lítið eftir þegar kemur að gæðum. Ég var reyndar mjög sjúk í bæði svo Lind fór í hárið og þetta fór á líkamann. Formúlurnar eru báðar mjög svipaðar og hreinsa hárið ótrúlega vel. Báðar vörurnar þykja mér líka hafa sérstaklega nærandi áhrif á hársvörðinn sem er mikill kostur.

lífrænthár

Eins og ég kem inná hér fyrir ofan eru hárvörurnar frá Yarok nýjar hér á Íslandi. Merkið er mjög skemmtilegt á margan hátt, tvennt stendur þó uppúr en hárvörurnar eru þróaðar í samstarfi við notendur þeirra og því fer engin nú týpa af vöru frá merkinu á þess að fá góðvild frá ákveðnum hópi sem skilar sér í enn betri gæðum. Annað er að fyrirtækið skuldbindur sig til að gefa fastan hluta af gróða sínum á hverju ári til góðgerðarmála – svo í hvert sinn sem þið kaupið vörur frá merkinu þá eruð þið að gefa til baka!

Ég fékk nokkrar prufur frá merkinu og mig langar svo sannarlega að prófa meira. Þetta er líka það merki þar sem ég var að prófa meira en bara sjampó og hárnæringu. Ég er ástfangin af hitavörninni og hárseruminu (sem er reyndar ekki á myndinni) og krullukremið reyndist líka mjög vel. Ég náði kannski ekki að prófa hreinsivörurnar alveg eins vel og þær frá Sóley og Lavera en ég komst alveg á bragðið með vörurnar og langar að prófa meira og betur. En ég get sannarlega mælt með hitavörninni sem leynist þarna fyrir aftan. Sjampóið fannst mér samt hreinsa hárið mitt mjög vel, það ilmar alveg dásamlega eins og aðrar vörur frá merkinu og ég kann virkilega vel við umbúðirnar – þær eru svona mest stylish þessar frá Yarok af þessum þremur merkjum finnst mér. Kíkið endilega á úrvalið frá merkinu HÉR.

Mig langar að taka fram að þetta er eingöngu mín upplifun af hárvörunum. Ég er með frekar þykkt og mikið hár, það er dáldið þurrt á köflum, mjög sítt og svo er ég að sjálfsögðu með permanent ennþá í hárinu sem er að endast svona svakalega vel.

Af þessum hárvörum fannst mér Lind sjampó frá Sóley best, hárið mitt geislaði í hvert sinn sem notaði það, það var svo gott að nota það og mér fannst það haldast hreint lengst þegar ég notaði það. Ilmurinn er dásamlegur og þetta er sjampó sem ég mæli eindregið með fyrir ykkur sem eruð með eins hárgerð og ég. Allar þessar hárvörur eiga þó eitt sameiginlegt og það er að þær ilma allar dásamlega! Það er eitthvað við þessi náttúrulegu efni og ilminn af þeim sem gerir mig alveg vitlausa í vörurnar og fangar athyglina frá fyrstu notkun. Ég elska t.d. að spreyja hitavörninni frá Yarok í hárið því þá finn ég ilminn af því allt í kringum mig.

Núna stendur yfir prófun á þessum nýju hárvörum frá Trevor Sorbie sem eru sérstaklega fyrir sítt hár. Ég er búin að prófa vörurnar tvisvar núna og líst svaka vel á þær en þær fá betri færslu og dóm eftir smá tíma!

Náttúrulegar hárvörur – alla vega þessar hér fyrir ofan – gefa öðrum lítið sem ekkert eftir og ég fagna því að það sé svona ofboðslega gott og mikið úrval af þeim hér á landi. Það er svo gaman að hafa úr mörgu að velja til að geta fundið einmitt það sem hentar hverjum og einum. Eins og gildir um húðina okkar þá eru engir tveir með eins hár og dásamlegt að það sé gott úrval fyrir okkur öll!

Njótið dagsins!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Krulluspreyin mín!

Ég Mæli MeðHárLífið MittNýtt í snyrtibuddunni minni

Það fór eflaust framhjá fáum þegar ég fór í permanent fyrr á árinu – þetta var í þriðja sinn sem ég hef gert þetta og ég held að þetta permanent sé að endast best af þeim öllum. Helst vegna þess að ég er miklu meðvitaðri um að nota réttar vörur í hárið – maður er alltaf að læra eitthvað nýtt. Í lok sumars fannst mér það þó vera byrjað að leka aðeins úr og það minnkaði alltaf meira og meira en ég fékk vörur fyrir stuttu sem hafa í raun fært mér krullurnar aftur og ég dýrka allt við þær og verð því að segja ykkur frá þeim. Vörurnar eru frá merki sem er nú loksins fáanlegt aftur á Íslandi – Tony & Guy.

Hér eru spreyin mín – annað þeirra er þó krullusprey hitt er meira svona mótunarsprey en saman gera þau mig að algjörum krulluhaus og ég elska það!

krullur3

Spreyið sem gerir það að verkum að hárið mitt bara krullast sjálkrafa er Spray Gel for Curls og er úr klassíska flokki varanna. Ég án gríns sé bara hárið mitt lyftast upp og krullurnar myndast. Þær verða aðskildar og flottar og síðan ég fékk mér permanent fyrst (þetta er mitt þriðja) hef ég aldrei fundið vöru sem gerir þetta. Auðvitað virka hinar ýmsu froður og krullukrem alveg vel en þó ekki eins og þetta sprey – endingin sem spreyið gefur krullunum er líka miklu betri en aðrar vörur sem ég hef prófað fyrir krullað hár.

Ég nota spreyið alltaf eftir að ég þvoi á mér hárið – spreyja bara í handklæðaþurrt hár eftir að ég er búin að setja smá eftirá næringu í það, olíu eða hárserum. Svo hristi ég bara hárið til klíp það aðeins upp og leyfi því að þorna. Daginn eftir hárþvott er hárið mitt stundum smá flatt og krullurnar aðeins búnar að missa mótunina sína – svona eftir að ég hef sofið á þeim eða troðið hárinu í snúð. Þá spreyja ég vatni yfir það og svo þessu spreyi og viti menn hárið krullast á ný – það gerði ég hér á myndinni fyrir neðan.

Það eina sem ég gerði hér var að bleyta hárið, setja spreyið í og kípa hárið aðeins upp…

krullur2

Ég er voðalega mikið fyrir það að nenna ekki að blása á mér hárið sem er hneyksli helst fyrir það að eiga einn stórkostlegan hárblásara sem er mest lítið notaður – ég er enn þessi týpa sem fer út í frost með blautt hárið en er alltaf jafn hissa þegar ég fæ svo kvef… Einhver tíman mun ég læra af reynslunni en það er ólíklegt að það gerist á þessu ári.

En hitt spreyið sem er þó ekki beint sérstaklega fyrir krullur sem ég hef líka tekið ástfóstri á sem er á myndinni hér fyrir ofan en það heitir Style Spray Wax og er úr creative flokki varanna. Þetta er mótunarsprey sem ég set í hárið mitt eftir að ég hef greitt í gegnum krullurnar með höndunum og gert það aðeins meira villt – ef svo má að orði komast :) Svo klíp ég krullurnar til, hristi upp í rót hársins til að gefa því lyftingu og það verður svona svakalega fínt!

krullurSvona finnst mér krullurnar mínar fá að njóta sín í botn. Ég hef aldrei náð að halda permanentinu mínu svona flottu svona lengi og þessi tvö sprey færðu mér krullurnar aftur og gera mér það auðveldara fyrir að móta þær eins og ég vil hafa þær. Spreyin halda þeim líka svo vel yfir daginn og svona er hárið mitt frá morgni til kvölds ef ég fer í gegnum þessa rútínu á morgnanna.

Þetta eru ekki einu vörurnar sem ég er búin að vera að prófa frá Tony & Guy – ég byrjaði á því að nota sjampó og næringu fyrir þurrt hár og það eru frábærar hreinsivörur. Ég er alveg að verða búin með þær svo ég þarf að fara að gera mér ferð í Hagkaup til að kaupa meira – sem og af krulluspreyinu ég er gjörsamlega búin að ofnota það – ég spreyja bara meiru og meiru því hárið verður alltaf flottara og flottara og krullaðra og krullaðra!

Tony & Guy vörurnar fást í nú í verslunum Hagkaupa (alla vega Kringlu og Smáralind) og Lyfju Lágmúla og ég býð þær hjartanlega velkomnar aftur til Íslands!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Video: Uppáhalds í október

Ég Mæli MeðHúðLífið MittMakeup ArtistMyndböndSnyrtibuddan mínSnyrtivörur

Ég breytti töluvert útaf vananum í þetta sinn – kannski af því ég er þreytt á að setja saman endalaust af vörumyndum og örugglega líka af því að ég er innblásin af öllum þessum flottu skvísum sem ég hitti í London sem eru duglegar að gefa af sér og leyfa lesendum að kynnast sér betur í gegnum video. Margar ykkar þekkja kannski ekki mig – manneskjuna á bakvið orðin svo svona spjall video eru kannski skemmtileg leið fyrir ykkur til að sjá hvernig ég er :)

Eins og þið vitið kannski þá er ég ekkert mikið að farða mig mikið dags daglega ég legg mikið uppúr því að velja góðan farða, ég er alltaf hrifnust af fljótandi förðum þeir henta mér vel. Svo pæli ég mikið í húð- og hreinsivörum, möskurum og ilmvötnum svo þær vörur eru í miklu aðalhlutverki í videoinu. Ég vona innilega að þið nennið að horfa á það það er dáldið langt – en vonandi skemmtilegt :)

Stillið endilega á HD upplausn þegar þið horfið á videoið;)

Ég ákvað að bregða aðeins útaf vananum og gerði létta dagförðun með augnskuggapallettunni úr haustlínu Smashbox sem heitir Cherry Smoke. Litirnir eru ótrúlega fallegir og bjóða uppá mikla möguleika. Ég segi ykkur betur frá förðuninni innan skamms.

oktsnyrtibudda

Ég gerði mjög létta förðun og svona dáldið náttúrulega með litunum en eins og þið sjáið þá eru þetta litir sem er alveg hægt að nota til að gera dökka og flotta kvöldförðun líka. Í línunni eru svo tveir varalitir einn hárauður og annar orange tónn sem er með sanseraðri áferð. Það er ekki mikið eftir af pallettunni svo það fer hver að verða síðust til að tryggja sér eintak og skuggarnir eru mjög góðir og Smashbox skuggarnir eru á mínum topp 5 lista yfir uppáhalds augnskuggana :)

En hér sjáið þið mig og farðana mína – eins og videoið gefur til kynna er ég með valkvíða á háu stigi þegar kemur að förðum, möskurum og ilmvötnum en það er bara svo margt gott til og alltaf eitthvað nýtt og það er ekki eins og vörurnar sem eru til fyrir séu eitthvað verri :)

októberuppáhalds

Þá er bara að finna efni í næstu videofærslu!

EH

Sumar vörur í þessari færslu hef ég fengið sendar sem sýnishorn, sumar eru gjafir og enn aðrar hef ég keypt sjálf. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Hárvörur fyrir krullurnar mínar

Ég Mæli MeðHárLífið Mitt

Ég lofaði umfjöllun um hárvörurnar sem ég fékk mér fyrir nýkrullaða hárið mitt. Þær eru nokkuð margar en ég ákvað þó að gera færsluna frekar lengri en styttri bara til að útskýra vel hvernig ég nota þær…

hárvörurkrullur

Fyrsta hárráðið sem ég fékk var að nota gott rakasjampó. Permanentið þurrkar víst upp hárið og það þarf raka en ef það verður of þungt þá geta krullurnar lekið úr. Annað sem ég fékk að heyra var að það væri ekki ráð að nota djúpnæringu í hárið í einhverjar vikur eftir að permanentið er sett í svo hárið verði ekki of þungt.

hárvörurkrullur2

Hárfroður eru ómissandi í krullurnar mínar – það er þvílíkur munur á þeim þegar ég nota froðu og þegar ég gleymi því. Sassoon froðuna nota ég mest – ég fékk að heyra það að hún væri bara langbest og ég fýla hana í botn. Froðan er mjög létt og mjúk (minnir mig á hvíta kremið sem er inní Staur namminu).

hárvörurkrullur4

Ég set smá af froðunni í lófan dreifi á milli handanna og klíp uppí rakt hárið – þegar ég er búin að þurrka það með handklæði og greiða í gegnum það. Ég hef líka prófað að nota salt sprey en mér finnst froðan eiginlega betri – hárið verður alla vega líflegra.

hárvörurkrullur5

Uppáhalds hárolían mín er ómissandi – þessa hef ég ofnotað síðan ég prófaði hana fyrst en þetta er flaska nr. 3 sem ég var að byrja á núna. Hún ilmar svo vel og hárið mitt verður svo fallegt með hana í hárinu – ég hef prófað margar aðrar hárolíur en engin af þeim hefur hentað hárinu mínu. Ég set þessa bara í enda hársins – ég á svo reyndar létt glanssprey af sömu tegund sem ég nota yfir hárið áður en ég fer út að gera eitthvað skemmtilegt.

hárvörurkrullur8

OK… hárið verður miklu flottara þegar ég blæs það svo núna þarf ég að venja mig á að blása það alltaf – þetta er allt að koma hjá mér. Ég átti ansi gamlan hárblásara sem saug inní sig hárið mitt, flækti það inní sig og brenndi það – þett var mjög slæmt ástand og gerði það að verkum að ég nennti ekkert að vera að blása það. En nýji blásarinn er gargandi snilld!!!

hárvörurkrullur9

Annað verkfæri sem er ómissandi fyrir krulluhausa eins og ég er núna er dreifari – þessi græja fer framan á hárblásarann og þegar ég blæs hárið þá legg ég það ofan á hann – venjulega halla ég mér fram og hvolfi hárinu niður og læt það í dreifrarann. Krullurnar mínar fá mjög fallega lyftingu og krullurnar verða meira áberandi.

hárvörurkrullur3

Í ábyggilega fjögur ár höfum við parið nánast bara notað þetta hársprey sem við fáum í H&M í Svíþjóð. Við kaupum venjulega nokkur í einu og svo eru umbúðirnar svo rosalegar að það endist fáránlega lengi. Þetta er rugl gott hársprey og það heldur hárinu virkilega vel – besta við það er hvað það er ódýrt, versta er að það er ekki til hér…

hárvörurkrullur6

Ég dýrka þurrsjampó – besta ráð til að fá lyftingu í hárrótina sem ég get gefið er að nota nóg af þurrsjampói í hársvörðinn og nudda því vel í hann á eftir. Þetta þurrsjampó frá Sebastian skilur ekki eftir sig hvítan lit og ég get seinkað hárþvotti um svona tvo daga með því að nota það – það er heldur ekki mælt með því að það sé notað lengur en það.

hárvörurkrullur7

Hér sjáið þið fína hópmynd af vörunum sem fást allar á hárgreiðslustofum eins og Sjoppunni, reyndar fæst Sassoon froðan ekki á mörgum stofum en t.d. fæst það í Kompaníinu. Hárspreyið fæst svo auðvitað í Svíþjóð;)

krullur!

Þó þetta líti auðvitað út fyrir að vera heljarinnar mál þá venst þetta fljótt og í alvörunni þá er þetta ein besta ákvörðunin sem ég hef tekið sem tengist hárinu mínu. Ef þið eruð að pæla í að fá ykkur permanent gerið það þá!! Hárið mitt er miklu líflegra, miklu meðfærilegra og í alvörunni þá flækist það síður.

Á fyrsta degi eftir hárþvott þá eru krullurnar mjög flottar og greinilegar á næsta degi eru þær aðeins minna greinilegri en ég er með milka lyftingu í hárinu – ég reyndar er líka bara með spreybrúsa með vatni við vaskinn og bleyti stundum hárið aðeins til að laga til krullurnar.

EH