fbpx

Video: Uppáhalds í október

Ég Mæli MeðHúðLífið MittMakeup ArtistMyndböndSnyrtibuddan mínSnyrtivörur

Ég breytti töluvert útaf vananum í þetta sinn – kannski af því ég er þreytt á að setja saman endalaust af vörumyndum og örugglega líka af því að ég er innblásin af öllum þessum flottu skvísum sem ég hitti í London sem eru duglegar að gefa af sér og leyfa lesendum að kynnast sér betur í gegnum video. Margar ykkar þekkja kannski ekki mig – manneskjuna á bakvið orðin svo svona spjall video eru kannski skemmtileg leið fyrir ykkur til að sjá hvernig ég er :)

Eins og þið vitið kannski þá er ég ekkert mikið að farða mig mikið dags daglega ég legg mikið uppúr því að velja góðan farða, ég er alltaf hrifnust af fljótandi förðum þeir henta mér vel. Svo pæli ég mikið í húð- og hreinsivörum, möskurum og ilmvötnum svo þær vörur eru í miklu aðalhlutverki í videoinu. Ég vona innilega að þið nennið að horfa á það það er dáldið langt – en vonandi skemmtilegt :)

Stillið endilega á HD upplausn þegar þið horfið á videoið;)

Ég ákvað að bregða aðeins útaf vananum og gerði létta dagförðun með augnskuggapallettunni úr haustlínu Smashbox sem heitir Cherry Smoke. Litirnir eru ótrúlega fallegir og bjóða uppá mikla möguleika. Ég segi ykkur betur frá förðuninni innan skamms.

oktsnyrtibudda

Ég gerði mjög létta förðun og svona dáldið náttúrulega með litunum en eins og þið sjáið þá eru þetta litir sem er alveg hægt að nota til að gera dökka og flotta kvöldförðun líka. Í línunni eru svo tveir varalitir einn hárauður og annar orange tónn sem er með sanseraðri áferð. Það er ekki mikið eftir af pallettunni svo það fer hver að verða síðust til að tryggja sér eintak og skuggarnir eru mjög góðir og Smashbox skuggarnir eru á mínum topp 5 lista yfir uppáhalds augnskuggana :)

En hér sjáið þið mig og farðana mína – eins og videoið gefur til kynna er ég með valkvíða á háu stigi þegar kemur að förðum, möskurum og ilmvötnum en það er bara svo margt gott til og alltaf eitthvað nýtt og það er ekki eins og vörurnar sem eru til fyrir séu eitthvað verri :)

októberuppáhalds

Þá er bara að finna efni í næstu videofærslu!

EH

Sumar vörur í þessari færslu hef ég fengið sendar sem sýnishorn, sumar eru gjafir og enn aðrar hef ég keypt sjálf. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Fyrir & eftir með bareSkin

Skrifa Innlegg

15 Skilaboð

 1. Sæunn

  4. November 2014

  Skemmtileg nýjung :)

 2. Sirra

  4. November 2014

  Mjög skemmtilegt video hjà þèr! Vil fleiri svona :)
  Hvenær kemur þessi bleika lína frá loréal í sölu?? I want!!

  • Reykjavík Fashion Journal

   4. November 2014

   Hún er komin! Þetta eru vörurnar sem ég var að segja þér frá um daginn;) Fullkomnar fyrir þig!

   • Sirra

    4. November 2014

    ok verð að fá mér þær! :)

 3. hrefna leifsdóttir

  4. November 2014

  flott ilmvatn

 4. Thorunn Ivars

  4. November 2014

  Vi! nú ertu sko alvöru youtube bloggari :)

  kv. þessi sem horfir á hálftíma video af stelpum að taka upp úr sephora pokum hahaha :)

 5. Elísabet Gunnars

  4. November 2014

  Ég horfði bara á fyrstu 10 mínúturnar … en klára á eftir .. Mjög skemmtilegt :)

 6. Eygló Erla Ingvarsdóttir

  4. November 2014

  Frábær viðbót við síðuna þín :) Það væri þó rosalega sniðugt ef þú gætir sett í “upplýsingakassann” sem er undir vídjóinu vörulistann. Þeas allar þær vörur sem þú talar um eða sýnir. Væri voðalega þægilegt :)

  Annars bara takk fyrir skemmtilega umfjöllun!

 7. Rósa

  4. November 2014

  Hæhæ, face form palettan, hvaða síða er þetta sem þú talar um að hún fáist hjá?

 8. Lórey Rán Rafnsdóttir

  5. November 2014

  Hæhæ, skemmtilegt vidjó og fín tilbreyting! Ein spurning, þegar þú notar olíuhreinsi, seturu þá olíu í hendurnar eða bómul? Ég hef verið að nota bómul þegar ég notast við olíu hreinsinn frá mac en finnst ég þurfa að setja mikla olíu í bómulinn svo það verði nóg fyrir andlitið.

 9. Jóna

  5. November 2014

  Hvort finnst þér betri, Grandiose eða HR maskarinn?
  Keypti um daginn Grandiose og er að fíla hann brjálæðislega vel, er með mjög fíngerð en endalaus augnhár svo lengdin fær að njóta sín því að mér finnst Grandiose-inn alveg þétta og þykkja mjög vel þannig að lengdin sést, þau ná upp að augabrúnum :)

  Langar að prófa HR maskarnn líka, er mjög spennt fyrir honum, en er að elska Grandioseinn, og er með hann, Benefit They´re real og Miss Manga frá Loreal í gangi og geri eins og þú, það fer eftir skapinu hvað ég nota.

  Og eitt enn, er ekki skrýtin lykt af þessum Max Factor maskara?
  Ég keypti í fyrra þennan venjulega masterpiece maskarann og ég bara gat ekki lyktina og hef ekki þorað að kaupa Max factor maskara síðan.

 10. Eglé

  14. November 2014

  hi hi ,

  notarðu pensil eða svamp til að setja bareskin fljótandi farða ?