MUST HAVE SNYRTIVÖRUR Í TÖSKUNA

SNYRTIVÖRUR

 

Ég var að fara í gegnum töskunar mínar um daginn og fór að skoða snyrtivörurnar sem ég tek alltaf með mér. Þetta eru snyrtivörur sem mér finnst gott að hafa með mér í skólatöskunni eða töskunni minni sem ég tek með mér á fundi og að stússast. Það er ótrúlega mismunandi hvaða vörur ég tek hverju sinni en grunnurinn er yfirleitt alltaf sá sami. Ég tek samt ekki alltaf alla þessa hluti með mér en yfirleitt eitthvað af þeim.

 

 

VARASALVI – Mér finnst alltaf gott að vera með varasalva með mér. Það er svo óþægilegt að vera þurr á vörunum og svo finnst mér líka gott að hafa varasalva uppá það ef að vinkona mín fær varaþurrk.

PÚÐUR – Púður er eitthvað sem ég tek alltaf með mér en það er aðallega bara uppá það að ef ég byrja að glansa, því ég er með olíumikla húð. Þá er gott að geta gripið í púður og púðrað þá staði sem ég er glansandi á. Ég nota það samt ekki alltaf en gott að vera með til öryggis.

BURSTI – Ég er alltaf með einn bursta en ég nota alltaf bursta með púðrinu.

GLOSS – Nude, basic gloss er eitthvað sem ég er alltaf með í töskunni minni eða ég er reyndar oftast með svona sjö. Það er gott að geta gripið í eitthvað ef maður er að drífa sig út og gleymir að setja eitthvað á varirnar.

RAKASPREY – Þetta er algjör snilld að hafa í töskunni sinni. Rakasprey er frískandi og dregur úr þreytu. Ég var mikið þetta í sumar þegar ég var að fljúga og það var mjög notalegt í löngum flugum að spreyja aðeins á sig.

AUGNHÁRALÍM – Þetta verður maður alltaf að hafa, ef maður er mikið gerviaugnhár. Það er ekkert leiðinlegra en þegar augnhárið losnar skyndilega og þú getur ekki lagað það.

ÞURRSJAMPÓ – Það er alltaf gott að vera með þurrsjampó með sér, sérstaklega ef maður er að fara eitthvað annað eftir skóla eða vinnu og vill aðeins laga hárið.

Ég keypti mér mér líka þessa æðislegu tösku frá Nike í gær og er mjög ánægð með hana. Hún er alveg svört og klassísk en hún mun koma sér mjög vel þegar ég er að stússast yfir daginn.

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 


*Allar umfjallanir um vörur eða annað kemur frá mér sjálfri og gef ég alltaf hreinskilið svar

Uppáhalds í september!

Ég Mæli MeðLífið MittNýtt í snyrtibuddunni minni

Þá er komið að því að segja ykkur aðeins frá vörunum sem voru ómissandi fyrir mig í september mánuði. Þið hafið svo sem eflaust lesið um margar þeirra hér á síðunni og aðrar eiga eftir að rata betur hér inn en allar ættu að hafa verið mjög sýnilegar á snapchat hjá mér í þessum mánuði ;)

Hér fyrir neðan sjáið þið yfir 20 vörur sem eru allar ómissandi mér þessa stundina – ég mæli heilsuhugar með þeim öllum enda er ekki hvað sem er sem fær að vera á þessum lista!uppáhaldssept uppáhaldssept2

1. Oils of Life rakakrem frá The Body Shop, 2. Dipbrow Pomade í litnum Dark Brown frá Anastasia Beverly Hills, 3. Hypnose Volume-A-Porter frá Lancome, 4. Gradual Tan in Shower Tanning Lotion frá St. Tropez, 5. Ever Bloom frá Shiseido, 6. Camera Ready BB Water frá Smashbox, 7. Total Repair Liquid Recovery frá First Aid Beauty fæst inná fotia.is, 8. La Palette Nude í litnum Beige frá L’Oreal, 9. Cover Stick frá Maybelline, 10. Prep+Prime Fix+ Lavender, 11. Intensive Skin Serum Foundation frá Bobbi Brown, 12. Gucci Bamboo, 13. Fix It 2 in 1 Prime & Conceal frá Dior, 14. Diorblush Cheek Stcick frá Dior, 15. False Lash Superstar frá L’Oreal, 16. Merino Cool og Lady Like frá essie, 17. Worth A Pretty Penne frá OPI, 18. Sourcils Poudre frá Dior, 19. Advanced Body Creator frá Shiseido, 20. Mud Mask frá My Signature Spa fæst HÉR, 21. Cellular Performance Total Lip Treatment frá Sensai.

Ég fæ alltaf smá valkvíða þegar ég er að setja þennan lista saman, ég gæti eflaust haft hann lengri en það er eiginlega bara ein vara í viðbót sem þyrfti að vera þarna og það er sólarpúðrið mitt frá Smashbox sem ég nota svakalega mikið og alltaf til að skyggja andlitið.

En förum aðeins yfir þetta – byrjum á sturtu sjálfbrúnkukreminu, ég elska þessa vöru. Mér finnst þessar sjálfbrúnkuvörur bara langbestar og þetta krem er frábært. Þið slökkvið á sturtunni eftir að þið hafið þrifið líkamann. Berið það yfir ykkur allar, bíðið í 3 mínútur og skolið svo af með vatni. Áferðin verður jöfn, liturinn vex smám saman eftir sturtuferðum og þetta er bara algjör snilld! Svo er Sheido kremið algjörlega ómissandi því það hjálpar húðinni að þéttast aftur eftir meðgöngu. Ég er búin að prófa alveg svakalega mörg krem útaf slöppu húðinni og þetta virkar. Ég skrifaði líka um það eftir að ég átti Tinna Snæ og aftur nú kemur það mér til bjargar. Svo er það dekur maskinn frá My Signature Spa sem djúphreinsar húðina. Ég ætla að segja ykkur betur frá honum innan skamms.

Farðarnir á listanum eru mjög ólíkir en báðir gefa húðinni mjög fallega áferð. BB Water er mjög léttur og svakalega náttúrulegur. Serum farðinn nærir hins vegar alveg svakalega vel og gefur svona dewy áferð á húðina. Svo eru það hyljararnir ég elska Fix It frá Dior! Hann helst svo svakalega vel og blandast mjög flott saman við húðina. Cover Stick er svo sá sem ég nota alltaf með Anastasia Dipbrow þegar ég móta augabrúnirnar – held þessar tvær vörur séu þær sem ég er algjörlega búin að ofnota í þessum mánuði. Svo þegar ég vil aðeins mýkri áferð í augabrúnirnar nota ég blýantinn frá Dior – besti augabrúnablýantur sem þið fáið í dag!

Til að vekja húðina á mognanna er það Fix+ og Oils of Life kremið sem bjargar mér. Fix+ hjálpar mér að vakna og kremið gefur mér svo ótrúlega góða og drjúga næringu sem endist allan daginn! Eftir að ég klára að mála mig hefst svo valkvíðinn um að velja ilmvatn – það er alltaf annað hvort Gucci Bamboo eða Ever Bloom báði jafn yndislegir og báðir vekja mikla athygli.

Á listanum er líka vara sem ég ofnota þessar vikurnar og það er varakremið frá Sensai. Það er dásamlegt í alla staði, mýkir húðina í kring, þéttir varirnar og nærir þær alveg svakalega. Ég ber kremið yfir allar varirnar og í kringum þær og þær fá mjög fallega áferð og léttan ljóma.

Til að skerpa á augunum jafnast svo fátt á við nýju L’Oreal augnskuggapallettuna og ég vel yfirleitt á milli nýja Lancome maskarans sem gefur fíngerð og svaka þétt augnhér eða Superstar False Lash frá L’Oreal sem gefur alveg massív augnhár mjög dramatísk.

Vona að þessi hafi gefið ykkur svona smá hugmynd um hvaða vörur eru stjörnuvörur í mínum augum þessar vikurnar***

EH

Vörunar sem ég skrifa um hér hef ég annað hvort keypt sjálf eða fengið sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit

Topp 10 fyrir Tax Free!

Ég Mæli MeðLífið MittReykjavík Makeup Journal

Eins og Tax Free dagarnir í Hagkaup eru orðnir ómissandi fyrir íslenskar konur þá er þessi færsla líka orðin ómissandi partur af þessum þræl skemmtilegu dögum! Ég nýti alltaf þessa daga til að kaupa mér vörur sem hafa vakið áhuga hjá mér og til að prófa eitthvað nýtt. Þessa daga ligg ég þó inná spítala – það er allt í góðu með barnið, bara vesen á mömmunni – svo ég veit ekki hvort ég nái að nýta mér þá eitthvað. Svo færsla þessa Tax Free daga inniheldur 10 vörur sem ég á nú þegar og ég mæli 150% með að þið kíkið betur á. Sumar vörurnar ættuð þið að kannast við frá síðunni en aðrar eru væntanlegar von bráðar í sér færslur.

Endilega kíkið, metið hvort þið þurfið (svarið er alltaf já ef þið hikið, verslið og njótið!

taxfreefeb15

1. Naglalökkin úr Brights línunni frá OPI – Nýlega kom í verslanir gullfalleg sumarlína með fullt af æðislegum björtum naglalökkin frá OPI. Ég á nú reyndar eftir að sýna ykkur litina sem ég valdi mér en þar á meðal er þessi æðislegi fjólublái litur sem heitir My Car has Navy-gation. Það er fullt af fallegum litum í lúkkinu og maður getur nú alltaf á sig naglalökkum bætt – mér finnst ég hafa dáldið sannað það uppá síðkastið ;)

2. Météorites Oxygen Care Moisturizer & Radiance Booster frá Guerlain – Ég hef áður líst aðdáun minni á þessu yndislega kremi. Météorites vörurnar eru mínar uppáhalds frá þessu fallega merki. Kremið er fislétt og það er svona smá eins og að bera óbakaðn marengs á húðina eða ský! Ofurlétt krem sem nærir húðina, gefur henni raka og ljóma og fullkomna áferð! Vörurnar frá Guerlain fást eingöngu í Hagkaup Holtagörðum.

3. Foundation Drops frá Gosh – Einn sá yndislegasti farði sem ég hef prófað uppá síðkastið. Ég er nú þegar búin að dásama hann hástert í sérstakri færslu sem þið getið lesið HÉR. Ef ykkur vantar farða, viljið fá léttan farða sem fer ljúfum höndum um húðina og lagar hana, dregur úr bakteríum og nærir – þá ER þessi fyrir ykkur!

4. Skin Perfection 3 in 1 Purifying Micellar Solution frá L’Oreal – Mér finnst yndislegt að nota svona Micellar andlitsvatn á morgnanna til að hreinsa húðina. Það er ekki síður mikilvægt að hreinsa hana á morgnanna því á nóttunni skilar hún óhreinindum sem liggja djúpt inní húðinni uppá yfirborð hennar svo á morgnanna hreinsum við þau í burtu svo húðin geti náð að starfa betur yfir daginn laus við leiðinda óhreinindi. Ég set Micellar vatnið frá L’Oreal bara í breiða bómullarskífu og renni yfir húðina, vatnið kælir húðina og hjálpar henni því að vakna og virkar eins og hreinsir og andlitsvatn og spara hellings tíma!

5. Touche Éclat Blur Primer frá Yves Saint Laurent – Primerar eru algjörlega ómissandi til að fá áferð húðarinnar jafnari, til að halda raka inní húðinni allan daginn og til þess að förðunin endist lengur. Blur tæknin sem YSL er að nýta í nýjustu vörunum sínum er til þess gerð að má út ójöfnur í húðinni með virkilega góðum og aðdáundarverðum árangri. Þessi eins og sá sem ég skrifaði um í dag HÉR – seldust hratt upp en eru nú komnir aftur og þeim ætti enginn að missa af og já ég nota stundum báða í sömu förðuninni!

6. Hydra Beauty Nourishing Lip Care frá Chanel – það er bara eitthvað við að eiga varasalva frá Chanel sem mér finnst óeðlilega gaman – sry ég veit þetta hljómar mjög yfirborðskennt en ég bara get ekki annað. Þessi er alveg dásamlegur, svo næringarríkur og vandaður og umbúðirnar öskra á elegans – Love It!

7. Ombre Hypnose Stylo eyeliner/kremaugnskuggar frá Lancome – Að vinna með kremkenndar vörur í kringum augun er eitthvað það skemmtilegasta sem ég geri. Notkunargildið er svo gríðarlegt en þá er auðvitað hægt að nota sem eyelinera, sem augnskuggagrunn til að setja tóninn fyrir förðunina og yfir púðuraugnskugga til að gera augnförðunina enn dramatískari. Þessir voru að koma í sölu hér á landi og þarna sjáið þið uppáhalds litina mína úr línunni en annars eru til 6 aðrir litir. Þessir eru bara svona alveg ekta litir sem allir geta notað.

8. Hydra Zen Masque Anti-Stress Moisturizing Overnight Serum-in-Mask frá Lancome – aftur vara sem ég er búin að lofa á blogginu í vikunni og segja ykkur betur frá HÉR. Maskinn er nú þegar búin að hitta í markið hjá íslenskum konum miðað við það sem ég er búin að heyra síðan ég birti færsluna sem mér finnst dásamlegt! Ég er ekkert að grínast þegar ég er að hvetja ykkur endalaust til að dekra við húðina. Þessi fer svo mjúkum höndum um húðina, dregur úr einkennum af völdum stress og álags sem eru tvær helstu orsakirnar fyrir ótímabærri öldrun húðarinnar.

9. Shimmering Sands Eye Palette úr Sandy Nudes línunni frá Bobbi Brown – Þessi palletta er náttúrulega ekki eins og þær gerast margar. Ég er búin að nota hana heilan helling síðan ég fékk hana og ég get ekki lofað hana nóg. Pallettan er svona ekta Bobbi Brown palletta og það er rosalega gaman að vinna með augnskuggana og mjög skemmtilegt. Það sem mér þykir skemmtilegast við þessa er að blanda saman litunum sem eru mjög sanseraðir það kemur miklu betur út en ég átti von á því augnsvæðið fær bara virkilega flotta ljómandi og glansandi áferð sem er samt ekki of mikil því augnskuggarnir bráðna bara svo vel saman svo það er ekki eins og það sé of mikið af púðri í kringum augun eins og vill oft með sanseraða augnskugga. Þessi kom bara í takmörkuðu upplagi og það eru örfáar eftir – náið ykkur í þessa áður en það verður of seint! Vörurnar frá Bobbi Brown fást eingöngu í Hagkaup Smáralind.

10. Diorshow Mascara frá Dior, endurbættur! – Þessi tímalausi maskari er nú kominn aftur endurbættur og sannarlega æðislegur í alla staði. Þessi fær sér færslu á blogginu á morgun en hann ætti að vera á ykkar innkaupalista ef þið hrífist af góðum þykkingarmöskurum! Í vinnslu er einnig maskaragreiðu færsla að beiðni meðlima Beauty Tips sem birtist líklegast á sunnudaginn fyrir þær sem bíða spenntar eftir henni. En maskarinn er nú með enn stærri og girnilegri bursta sem gerir það að verkum að það er miklu auðveldara að hlaða formúlu á augnhárin og skapa þannig þéttingu og meiri þykkt – meira svona faux cils áferð. Burstinn er með svakalega mörgum hárum svo hvert augnhár fær að njóta sín því burstinn grípur þau öll. Einnig er búið að betrum bæta umbúðirnar nú eru þær alveg svartar og með svona loka efst – sem heldur súrefni frá formúlunni. Það er tækni sem maskarar með gúmmíbursta nota mjög mikið en það er ekki algengt að svona þykkingarmaskarar séu með þannig og það er stór kostur því þá þornar formúlan síður sem var eitthvað sem mörgum þótti vanta uppá eldri týpu maskarans. Einnig er hann þannig að maður þarf að snúa honum saman þar til það smellur í lokinu svo þá lokast umbúðirnar enn betur og maskarinn endist miklu lengur!

Ég vona að þessi listi minn gefi ykkur þónokkrar og góðar hugmyndir. Eins og áður vil ég endilega hveta ykkur til að senda á mig fyrirspurnir um vörur eins og þið viljið hvort sem það er hér á síðunni, í gegnum tölvupóst eða jafnvel á snapchat þar sem þið finnið mig undir ernahrundrfj.

Eigið góða helgi!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér hef ég annað hvort keypt sjálf eða fengið sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Í sundtöskunni

HárHúðLífið MittSnyrtibuddan mínSS15

Ég hef bara sjaldan farið jafn mikið í sund og núna undanfarið. Mér líður bara svo vel í sundi og það hjálpar mér að slaka á í líkamanum sérstaklega þegar grindin mín er farin að öskra á mig af sársauka. Svo við fjölskyldan förum alveg sérstaklega mikið í sund þessa dagana sem er snild því Tinni Snær nýtur sín í botn í sundi og ég næ að vera svona talsvert liprari í sundi en ekki – svo ég næ að njóta mín betur. Það er eiginlega alveg magnað hvað það að hreyfa sig í vatni getur gert mikið fyrir mann og á meðan ég skrifa þessi orð þrái ég fátt meira en að slaka á í heita pottinum í Laugardalslauginni – úff hvað það væri ljúft!

En mig langaði að sýna ykkur hvað ég tek með mér í sundtöskuna, ykkur finnst þetta kannski alltof mikið en fyrir mér eru allar þessar vörur nauðsynlegar til að verja húðina í sundi, næra hana eftir sundið og að sjálfsögðu kroppinn líka að ógleymdu hárinu :)

sundtaskan7

Bikiníið fékk ég í Lindex, ég ákvað að vera ekki að fara að fjárfesta í sérstökum sundfatnaði fyrir meðgönguna því mér fannst hann eiginlega bara frekar dýr fyrir það hvað ég myndi kannski ekki nota hann lengi. En ég fann alveg æðislegar sundbuxur í Lindex undirfatabúðinni sem eru ekki með neinni harðri teygju heldur bara teygjanlegu efni sem bætist ofan á buxurnar svo þær skerast aldrei inní líkamann.

sundtaskan

Hér sjáið þið svo útbreiddar snyrtivörurnar sem koma með mér í sundið – hver annarri ómissandi!

sundtaskan2

Ég er nú þegar búin að lýsa ást minni á I Love… Mango & Papaya Bodybutter kreminu – ég elska ilminn af þessu og ég nota það alltaf á kúluna sérstaklega eftir sturtu og sund. Það hjálpar mér bara að slaka aðeins á húðinni sem er farið að strekkjast all verulega á enda líka farið að síga verulega á hana.

sundtaskan3

Sjampóið og nnæringin sem ég hef verið að nota undanfarið er frá John Frieda og eru vörurnar hugsaðar til að gefa hárinu strandarfíling. Það er ótrúlega góð myntu lykt af þessum vörum sem er alveg svakalega frískandi í sturtunni. Ég hreinsa hárið alltaf tvisvar í sturtu, eftir að ég fór að gera það þá hef ég getað sloppið með að þrífa hárið mitt miklu sjaldnar ég átti bara bágt með að trúa því fyr en ég komst uppá lagið með það. Nú þríf ég það sirka 2 í viku í staðin fyrir á tveggja daga fresti – þið getið ímyndað ykkur hvað ég er að spara í sjampó kostnaði þessa dagana! Eftir að ég er búin að hreinsa hárið tvisvar þá næri ég það með hárnæringu úr sömu línu.

sundtaskan4

Svo er það hárolían – þessa hef ég sýnt ykkur áður en hún er uppáhalds uppáhalds! Fæst reyndar ekki á Íslandi en í alvöru ef þið getið keypt þessa þá verðið þið að prófa. Hún er bara svo létt svo mér finnst hún ein af fáum olíum sem þyngja ekki hárið á mér. Ég úða henni bara yfir rakt hárið og hún ilmar svo svakalega vel!

Við hliðiná er svo nýtt rakakrem sem ég hef verið að prófa það er úr Regenerist Luminous línunni frá Olay en mér finnst þessi lína henta mínum þörfum mjög vel. Ég nota þetta krem yfir húðina á eftir seruminu mínu. Það er með breiða sólarvörn SPF20 svo það er virkilega flott í sumar, gefur einnig húðinni næringarríkan raka, meiri ljóma og jafnara litarhaft.

Þarna sjáið þið líka glitta í sólarvörnina sem ég nota þessa dagana frá Shiseido – þið sjáið hana betur á stóru hópmyndinni hér fyrir ofan. Þessi er alveg vatnsheld og ég set hana á mig áður en ég fer út í sundið. Mig langar alveg í fallegan ljóma og meiri freknur en ég vil þó alltaf gæta fyllsta öryggis og er því alltaf með góða sólarvörn sérstaklega í sundi – SPF30 eða SPF50 :)

sundtaskan5

Ég er ótrúlega spes með svitalyktareyða, mér finnst alls ekki margir henta mér. Ég var hrifin af þeim lífræna sem ég sagði ykkur frá um daginn en þegar ég fer í sund er gott að vera með einn sem tekur enga stund að bera á sig. Þessi græni frá Dove hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér og eiginlega bara sá sem ég hef notað lengst af og finnst gefa mér góða vörn allan daginn.

Svo er það Stellan mín sem ég tek með mér útúm allt og er alltaf með á mér. Ef ykkur vantar góðan ilm fyrir sumarið þá verðið þið að skoða STELLA eau de Toilette – hann er æði!

sundtaskan6

Svo eru það serumin mín… þau eru tvö en bæði svo svakalega ólík! Ég nota þau eiginlega oftast bæði – annað er sjálfbrúnkuserum og hitt er rakaserum. Þetta frá Biotherm er sumsé með sjálfbrúnku í sér og virkar ótrúlega vel, það gefur einhvern vegin húðinni minni – minn lit sem er virkilega gaman. Svo örvar serumið líka húðina mína til að grípa í fallegan sólarlit og mér finnst húðin mín bara fá alveg ótrúlega fallegan og frísklegan lit með þessu. Ég nota það alls ekki á hverjum degi bara svona af og til til að fríska uppá húðina, en mér finnst eitthvað svo fullkomið að nota það eftir sun.

Svo er það Hydra Life serumið frá Dior, þetta er algjör rakabomba og ég dýrka það! Ég nota þetta 10 mínútum eftir að ég nota sjálfbrúnkuserumið ef ég nota það þá fyrst sem ég geri alls ekki alltaf. En þetta gefur húðinni samstundis raka og góða fyllingu sem mér finnst alls ekkert sjálfsagt. Fullkomið fyrir þær sem vilja bara rakamikið serum ekkert endilega einhverja virkni.

Þetta er samt ekkert kannski svo mikið… bara mátulegt hjá mér. Ég tek svo aldrei með mér neinar förðunarvörur enda finnst mér bara gott að leyfa húðinni að vera hreinni og frísklegri eftir góða sundferð – ég ber bara á mig góða vörn.

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér hef ég annað hvort keypt sjálf eða fengið sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Snyrtibuddan mín í maí

Ég Mæli MeðMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtibuddan mínSS15

Þá er komið að þessari nokkurn vegin mánaðarlegu færslu yfir það hvað var í mikilli notkun hjá mér í síðasta mánuði. Mér finnst reyndar ekkert svakalegar breytingar á milli mánaða hjá mér núna en þó eru einhverjar þarna inná milli sem þið sem lásuð færsluna síðast takið eflaust – eða vonandi alla vega – eftir….

Hér fyrir neðan getið þið svo lesið ykkut betur til um vörurnar og afhverju þær voru í svona mikilli notkun hjá mér.

uppáhaldsmaí1uppáhaldsmaí2
1. Perfectly Defined Long-Wear Brow Pencil frá Bobbi Brown, 2. STELLA eau de Toilette frá Stella McCartney, 3. Hydra Life Serum Sorbet frá Dior, 4. Bi-Facil Double Action Eye Makeup Remover frá Lancome, 5. Sculpting Brush frá Real Techniques, 6. Lash Sensational Mascara frá Maybelline, 7. Magic Concealer frá Helena Rubinstein, 8. Enlighten Even Effect Skincare Correcteur eða EE krem frá Estée Lauder, 9. Face & Body Bronzing Duo í litunum Antigua og Golden, 10. Galateis Douceur hreinsimjólk og Tonique Douceur andlitsvatn frá Lancome, 11. Lapiz of Luxury naglalakk frá Essie, 12. Muchi Muchi naglalakk frá Essie, 13. Perfection Lumiére Velvet frá Chanel, 14. Baby Lips Dr. Rescue varasalvar frá Maybelline, 15. Hydra Beauty Nourishing Lip Balm frá Chanel, 16. Gleam Dream highlighter í litnum Rose frá Make Up Store, 17. Hydra Beauty Hydration Protection Radiance Mask frá Chanel.

Þetta eru allt vörur sem eiga það sameiginlegt að vera ofboðslega rakamiklar. Ég er mikið að finna fyrir því núna að ég þarf að halda húðinni minni í góðu jafnvægi í þessum veðurbreytingum því hún á mjög auðvelt með að safna á sig þurrkublettum ef ég held henni ekki góðri. Hreinsivörurnar þessa dagana eru frá Lancome, tvöfaldi augnhreinsirinn er auðvitað dásamlegur og þrífur allt á svo auðveldan hátt. Svo nota ég hreinsimjólkina – alltar tvisvar á húðina, og næri hana loks með andlitsvatninu. Þessar vörur ættuð þið að kannast við en ég skrifaði um þær allar fyrr í mánuðinum og hef verið að nota þær stöðugt síðan þá.

Hydra Life vörurnar frá Dior og Hydra Beauty vörurnar frá Chanel eru vörulínur sem ég og húðin mín elskar útaf lífinu! Ég er búin að vera að nota þetta serum frá Dior núna í mánuð og rakakrem í sömu línu líka (það komst ekki fyrir á myndunum..) svo þegar mig vantar meiri raka er það rakamaskinn frá Chanel og varanæringin frá Chanel er djúpnæring og eiginlega smá eins og varamaski og frábært að setja næringuna á varirnar rétt fyrir nóttina. Svo er það EE kremið frá Estée Lauder sem er eiginlega bara mitt allra uppáhalds stafrófskrem og ég fæ alltaf hrós fyrir húðina mína þegar ég er með þetta á húðinni. Ef ykkur vantar létt litað dagkrem með ljóma og góðri vörn fyrir húðina ykkar í sumar þá er þetta kremið sem þið ættuð að kíkja á!

Að öðrum grunnvörum voru þær sömu í notkun hjá mér í maí og í apríl eða í mestri notkun alla vega. Ég elska Lumiére Velvel farðann frá Chanel, hann hentar mínu litarhafti virkilega vel og svo er Magic Concealerinn frá Helenu Rubinstein svo dásamlegur og ég bara get ekki lagt hann frá mér. Ég elska hvað ég þarf ekki að nota mikið af hyljaranum í hvert sinn eiginlega bara lítið sem ekkert. Svo er það highlighterinn frá Make Up Store sem hefur á stuttum tíma orðið að þessari ómissandi vöru í snyrtibuddunni minni. Nýja tvöfalda púðrið frá Bobbi Brown mætir svo í búðir á morgun – það er úr sumarlínu merkisins og ég nota brúna litinn í skyggingar og plómulitinn á kinnarnar og fullkomna svo áferðina með highlighternum. Sculpting burstinn frá Real Techniques er svo væntanlegur hér á Íslandi og hann nota ég í öll púðrin mín þessa daga, hann er svo mjúkur! Nýji augabrúnaliturinn frá Bobbi sem ég sýndi ykkur í maí er svo í miklu uppáhaldi og stöðgri notkun.

Á neglurnar er það svo vinkona mín Essie sem er alltaf í notkun og litirnir hér fyrir ofan eru þeir sem ég var langmest með í mánuðinum og helst af því ég þurft bara ekkert að skipta því þeir haldast svo lengi á! Aðrar vörur sem haldast þær sömu mánuð frá mánuð er Lash Sensational maskarinn og STELLA eau de Toilette – alveg dásamlegur ilmur!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér hef ég annað hvort keypt sjálf eða fengið sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Snyrtibuddan mín í apríl!

Ég Mæli MeðLífið MittMakeup ArtistSnyrtibuddan mínSS15

Eins og ég sagði ykkur í færslunni sem birtist fyrr í dag hjá mér var planið að fara yfir vörurnar sem voru í áberandi mikilli notkun hjá mér núna í apríl. Ég tók mér smá pásu frá þessum færslum því mér fannst ansi leiðinlegt að vera alltaf að sýna ykkur kannski það sama aftur og aftur en nú hefur heldur betur orðið breyting á eins og þið sjáið.

Hér fyrir neðan fer ég svo aðeins yfir vörurnar…
uppáhaldsapríluppáhaldsapríl2

1. EGF Day Serum frá Bio Effect, 2. Tveggja þrepa hreinsun frá Sensai – Cleansing Oil og Milky Soap, 3. Belle de Teint sólarpúður frá Lancome, 4. Complexion Rescue frá bareMinerals, 5. Lash Sensational maskari frá Maybelline, 6. Magic Concealer frá Helena Rubinstein, 7. Mango & Papaya Body Butter frá I Love…, 8. Creme Puff Blush frá Max Factor, 9. Stella McCartney eau de Toilette ilmvatn, 10. Dream Wonder Nude farði frá Maybelline, 11. Color Sensational varalitur í litnum Plum Passion frá Maybelline, 12. Photo Finish Primer Water frá Smashbox, 13. Mint Candy Apple naglalakk frá Essie, 14. L.A. Lights Blendable Lip & Cheek Color í litnum Berry frá Smashbox, 15. Bikini so Teeny frá Essie, 16. Express Remover frá Maybelline. 17. Gleam Dream highlighter í litnum Rose frá Make Up Store, 18. First Base grunnlakk frá Essie.

Mánuðurinn hefur ansi mikið einkennst af Essie ég viðurkenni það fúslega enda er ég búin að vera í gleðivímu í alltof langan tíma. Ég skipti nánast um lakk daglega bara því mig langar að nota alla þessa fallegu liti. En mest hef ég notað þá Mint Candy Apple og Bikini so Teeny. Undir nota ég alltaf First Base undirlakkið og það er must að eiga góðan naglalakkahreinsi til að hreinsa vel á milli og ég nota alltaf svampinn frá Maybelline mér finnst hann bara bestur.

Húðin hefur líka verið í rugli eins og þið vitið kannski núna. Hún var svo þur og viðkvæm að ég er lítið búin að geta notað Clarisonic burstann sem mér þykir mikið miður en ég næ að nota hann örfáum sinnum í viku. Ég kenni líka dáldið meðgögnuhormónunum um en þeir hafa verið að rugla aðeins í húðinni. En nú þegar húðin er komin í gott jafnvægi sé ég fyrir mér breytingu á þessu. En ég hef verið að nota tvöfalda hreinsun frá Sensai og ég hreinlega dýrka þessar vörur – hreinsiolíuna og mjólkina – fara langbest með mína húð. Svo er EGF Day Serumið aldrei langt undan það nota ég á hverjum degi eins og hefur áður komið fram. Primer Water spreyið frá Smashbox er svo æði að setja á húðina á undan grunnvörum eða yfir daginn til að fríska aðeins uppá áferð húðarinnar.

Grunnurinn einkennist af mjög náttúrulegum vörum. Nýja Complexion Rescue litaða dagkremið frá bareMinerals er hreint æði og ég mæli með því að varan fær betri færslu í vikunni. Svo er ég ástfangin af nýja Dream Wonder Nude farðanum frá Maybelline hann er sjúkur! Þétt áferð, ljómandi húð og fisléttur þessi er gjörsamlega fullkominn fyrir sumarið. Til að fullkomna svo grunninn finnst mér fáir jafn góðir og Magic Concealerinn frá Helenu Rubeinstein – hann hylur allt! Sólarpúðrið frá Lancome er ég búin að vera að nota í ábyggilega 2 mánuði núna en það er fyrst núna að koma í sölu hér, áferðin og liturinn er virkilega flottur og góður í mótun. Svo fer það algjörlega eftir skapi hvort það er þurr eða blautur kinnalitur en þessir tveir annar frá Max Factor og hinn Smashbox eru þeir sem er helst gripið til. Nýji highlighterinn frá Make Up Store er svo algjörlega ómissandi á fallegum sumardegi en hún Iðunn Jónasar benti á hann í bloggi hjá sér um daginn og ég fór beint og keypti hann.

Lash Sensational maskarinn – það var ást við fyrstu notkun. Þennan maskara elska ég hreint út sagt og hann hefur ýtt út Rocket í 2. sæti yfir Maybelline maskara hjá mér – Great Lash trónir enn á toppnum. Ég get ekki mælt nóg með þessum maskara sérstaklega núna fyrir sumarið þar sem hann smitast hvorki né hrynur. Á varirnar hefur svo þessi fíni og fallegi plómulitur orðið fyrir valinu í þau fáu skipti sem varirnar mínar eru ekki bara með varasalva.

Eins og hefur komið fram þá er ég sjúk í að nota bodybutter á líkamann. Ein af meðgöngufíknunum mínum er orðin þessi Mango og Papaya lykt frá I Love… ég dýrka að bera þetta á líkamann og ég set body butterið á magann á hverjum einasta degi. Það gerir það að verkum að mér líður mun betur í húðinni á magananum og ég finn alls ekki jafn mikið fyrir kláðanum sem fylgir því þegar teygjist á húðinni.

Að lokum er það svo Stella vinkona mín – ást við fyrsta þef. Þessi dama fær betri færslu í vikunni en það er farið að sjást all svakalega á glasinu hjá mér. Ég úða ilminum á mig í gríð og erg og oftast nokkrum sinnum á dag. Ég er að upplifa það að fólk er að grípa í hendina mína og þefa af henni því það finnur ilminn af Stella eau de Toilette og fær bara ekki nóg!

Svo sjáum við bara til hvort það komi maí færsla – hver veit kannski breytist bara ekkert ;)

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér hef ég annað hvort keypt eða fengið sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Ekki missa af neinu og fylgist með Reykjavík Fashion Journal á Facebook:
REYKJAVÍK FASHION JOURNAL

Topp 10 listinn fyrir Tax Free

Á ÓskalistanumÉg Mæli MeðLífið MittSnyrtibuddan mín

Jæja það eru enn á ný Tax Free dagar í Hagkaupum. Nú er tækifæri til að fylla á snyrtibuddurnar og mögulega kaupa nýju vöruna sem þig er búið að langa í í dáldinn tíma. Ég veit ekki með ykkur en ég á auðvelt með að falla fyrir nýjum vörum á Tax Free því það er erfitt að neita sér um smá glaðning þegar verðið er extra gott. Ég ætla einmitt að næla mér í tvær vörur núna um helgina sem mig er búið að langa í lengi – segi ykkur betur frá þeim seinna.

En ég ákvað að taka saman þær vörur sem mig langar endilega að hvetja ykkur til að skoða betur…

taxfreefeb15

1. Photo Finish Primer Water frá Smashbox – þennan æðislega létta primer hef ég notað nánast uppá hvern dag síðan ég fékk hann. Ég nota hann ekkert endilega bara sem primer líka bara yfir daginn til að fríska aðeins uppá andlitið og vitin. Hann ilmar dásamlega og fær mín allra bestu meðmæli.

2. Illuminating Moisture Balm frá Bobbi Brown – ef þið eruð í leit að rakamikilli vöru sem færir húðinni frískandi ljóma þá er þessi fyrir ykkur. Dásamlegt rakakrem sem dregur fram innri ljóma húðarinnar og gefur henni auk þess enn meiri ljóma. Grunnförðunarvörudrottningin Bobbi Brown hefur gert æðislega grunnvöru enn á ný!

3. Green Tea Honey Drops Body Balm frá Elizabeth Arden – mitt all time uppáhalds líkamskrem. Ekkert sem ég hef prófað hefur látið mér og húðinni minni líða jafn vel. Frábær og einstök næring með hunangi og grænu tei. Þetta er önnur af tveimur vörunum sem ég ætla að fá mér á Tax Free. Það er alltof langt síðan ég hef átt svona svo mig langar aðeins að gleðja sjálfa mig.

4. Diorskin Nude Air Sérum de Teint frá Dior – glænýji farðinn sem ég skrifaði um í gær. Farði sem er bæði förðunarvara og húðvara í senn. Farðinn er dásamlegur hann er fisléttur og gefur húðinni fallega og létta áferð en mjög góða og flotta þekju.

5. Baby Glow úr vorlínu Guerlain – ég elska allt sem ljómar og þessi vara heillar mig alveg uppúr skónnum. Mig er búið að langa í hana síðan ég las um hana fyrst og ég bara verð ég verð ég verð að eignast þetta krem. Ég veit ég er ólétt og er með einhvern svoleiðis ljóma sem ég túlka meira sem svita því ég er orðin frekar þung á mér svo ég vil svona ekta ljóma og því er þetta krem á mínum Tax Free innkaupalista.

6. Diorshow Kohl úr vorlínu Dior – þessir augnskuggablýantar heilluðu mig við fyrstu sýn. Þeir eru flauelsmjúkir og gefa þéttan og flottan lit. Merkið notaði vorlínuna sem tækifæri til að kynna þessa föstu nýjung hjá merkinu en reyndar er í vorlúkkinu litur sem er one shot annars fara hinir í fast úrval. Ég valdi mér bláan og brúnan og hlakka til að sýna ykkur förðun með vörunum eftir helgi.

7. 5 Couleurs augnskuggapalletta í litnum House of Greens – hér sjáið þið eina af tveimur augnskuggapallettunum úr vorlínunni frá Dior. Litirnir finnst mér dásamlegir og þó grænn sé litur sem margar forðist þá eru þessir með mjúkri áferð og svo fallegum litum til að blanda með. Þessir litir heilla mig uppúr skónnum sem á svo sem við alla vorlínuna frá Dior.

8. 007 Femme – ég hef lengi mælt með herrailmunum frá 007 og mér þykja það einu bestu herrailmirnir á markaðnum því þeir höfða til svo breiðs hóps karlmanna. Ilmirnir eru líka á mjög góðu verði. Ég var því virkilega kát þegar ég fékk að heyra leyndarmál á síðasta ári sem var að dömuilmur væri væntanlegur. Þessi er í stöðugri notkun hjá mér og ég hef varla lagt hann frá mér síðan ég fékk sýnishornið. Ilmurinn var að koma í verslanir og ég segi ykkur nánar frá honum innan skamms.

9. Grandiose maskarinn frá Lancome – ég varð samstundis hrifin af þessum maskara þegar ég fékk hann á síðasta ári. Maskarinn endist svo vel – ég er enn á mínum fyrsta og samt nota ég hann mikið og þetta er maskarinn sem ég gríp venjulega fyrst í. Ég gef honum mín bestu meðmæli – hann smitar hvorki né hrynur yfir daginn og er einn af þessum möskurum sem verður legendary eftir smátíma.

10. Aquasource Nutrition frá Biotherm – eitt af tveimur nýjum kremum frá Biotherm og þetta krem inniheldur næringarríkar og græðandi olíur. Kremið er þétt í sér og gefur húðinni mikla næringu og þægilega tilfinningu. Fullkomið krem fyrir okkur með þurru viðkvæmu húðina og þar sem kremið er án alls svona auka þá hef ég meirað segja heyr af konum sem hafa verið að nota þetta á kuldaexem hjá börnunum sínum. Ég ætla alla vega eð leyfa Tinna Snæ að prófa þetta næst þegar hann verður slæmur.

Þar hafið þið það – þetta eru vörurnar 10 sem mér finnst ómissandi að benda ykkur á fyrir Tax Free og ég hvet ykkur til að nýta ykkur afsláttinn sem er út 16. febrúar svo það eru enn nokkrir dagar til stefnu.

EH

Video: Uppáhalds í október

Ég Mæli MeðHúðLífið MittMakeup ArtistMyndböndSnyrtibuddan mínSnyrtivörur

Ég breytti töluvert útaf vananum í þetta sinn – kannski af því ég er þreytt á að setja saman endalaust af vörumyndum og örugglega líka af því að ég er innblásin af öllum þessum flottu skvísum sem ég hitti í London sem eru duglegar að gefa af sér og leyfa lesendum að kynnast sér betur í gegnum video. Margar ykkar þekkja kannski ekki mig – manneskjuna á bakvið orðin svo svona spjall video eru kannski skemmtileg leið fyrir ykkur til að sjá hvernig ég er :)

Eins og þið vitið kannski þá er ég ekkert mikið að farða mig mikið dags daglega ég legg mikið uppúr því að velja góðan farða, ég er alltaf hrifnust af fljótandi förðum þeir henta mér vel. Svo pæli ég mikið í húð- og hreinsivörum, möskurum og ilmvötnum svo þær vörur eru í miklu aðalhlutverki í videoinu. Ég vona innilega að þið nennið að horfa á það það er dáldið langt – en vonandi skemmtilegt :)

Stillið endilega á HD upplausn þegar þið horfið á videoið;)

Ég ákvað að bregða aðeins útaf vananum og gerði létta dagförðun með augnskuggapallettunni úr haustlínu Smashbox sem heitir Cherry Smoke. Litirnir eru ótrúlega fallegir og bjóða uppá mikla möguleika. Ég segi ykkur betur frá förðuninni innan skamms.

oktsnyrtibudda

Ég gerði mjög létta förðun og svona dáldið náttúrulega með litunum en eins og þið sjáið þá eru þetta litir sem er alveg hægt að nota til að gera dökka og flotta kvöldförðun líka. Í línunni eru svo tveir varalitir einn hárauður og annar orange tónn sem er með sanseraðri áferð. Það er ekki mikið eftir af pallettunni svo það fer hver að verða síðust til að tryggja sér eintak og skuggarnir eru mjög góðir og Smashbox skuggarnir eru á mínum topp 5 lista yfir uppáhalds augnskuggana :)

En hér sjáið þið mig og farðana mína – eins og videoið gefur til kynna er ég með valkvíða á háu stigi þegar kemur að förðum, möskurum og ilmvötnum en það er bara svo margt gott til og alltaf eitthvað nýtt og það er ekki eins og vörurnar sem eru til fyrir séu eitthvað verri :)

októberuppáhalds

Þá er bara að finna efni í næstu videofærslu!

EH

Sumar vörur í þessari færslu hef ég fengið sendar sem sýnishorn, sumar eru gjafir og enn aðrar hef ég keypt sjálf. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Topp 10: CC krem

Ég Mæli MeðFallegtHúðMakeup ArtistMakeup TipsSnyrtibuddan mínSS14

Þá er komið að því að birta topp 10 lista fyrir uppáhalds CC kremin mín!

Ef þið vissuð það ekki nú þegar þá stendur CC fyrir Color Correcting eða Litaleiðrétting. Hugsunin með kremunum er að þau fullkomni litarhaft húðarinnar og eyði einkennum eins og roða, þreytu og litablettum. CC kremunum hefur fjölgað hér á Íslandi á mjög stuttum tíma og það eru fleiri væntanleg á næstunni. CC kremin hefur mér fundist fullkomin til að vera með á húðinni í sumar og ég hef lítið annað notað en einmitt CC krem. Mér finnst þau bara gera áferð húðarinnar svo fallegt og þau eru flest mun léttari en t.d. BB kremin og eiga því betur við á heitum sumardögum eins og hafa verið síðustu daga hér á höfuðborgarsvæðinu.

CC kremin ber ég helst á húðina með uppáhalds förðunarsvampinum mínum frá Real Techniques. Svampurinn hentar ótrúlega vel til að bera kremin á og áferðin verður alveg eins og hún á að vera samkvæmt lýsingum kremanna. CC krem og RT svampurinn eru mitt sumarduo ;)

En að listanum – eins og áður byrjum við á 10. sæti og vinnum okkur upp…cckrem103 cckrem102 cckrem10Ég vaknaði upp við vondan draum áðan þegar ég uppgötvaði að eitt mikilvægt krem vantaði á listann! Svona er þetta þegar maður er að prófa alltof mikið af snyrtivörum á stuttum tíma og maður ruglar þeim saman. Kremið sem þið sjáið hér fyrir neðan á svo sannarlega skilið að vera á þessum lista og það ofarlega – ef þið viljið krem sem gefur þétta áferð, gefur húðinni orkubúst og gerir hana smám saman áferðafallegri eftir því sem þið notið það meira þá ættuð þið að skoða Skin Best kremið undireins ;)cckrem105cckrem104

Kremin sem eru í topp 3 sætunum deila eiginlega í mínum huga toppsætinu. Þau henta öll minni húð fullkomlega og eiga fast sæti í snyrtibuddunni minni.

Þetta er minn topp 10 listi sem ég met útfrá minni húð. Það er hins vegar annað krem sem á heima á listanum en það hentar minni húð engan vegin. Ég á ekki við nein vandamál með roða að stríða í húðinni minni. Hins vegar fæ ég ótrúlega mikið af spurningum um hvaða CC krem hentar konum með rósaroða best. Ég bý svo vel að að eiga eina vinkonu sem er með rósaroða og ég afla mér oft upplýsinga frá henni um hvaða vörur henta hennar húð best. Hún og margar fleiri konur elska græna CC kremið frá L’Oreal. Græni liturinn vinnur á móti rauða litnum í húðinni og gerir hann ósýnilegan – ef þið eruð með leiðilegan roða í húðinni og viljið losna við hann þá mæli ég eindregið með því að þið kíkið á það. Kremið er líka á góðu verði svo það er þess virði að prófa.

Lofa fleiri topp 10 litstum í framtíðinni en nú þegar er kominn topp 10 listi yfir uppáhalds BB kremin mín – mögulega þarf ég samt að fara að endurnýja hann þar sem snyrtivörumerki eru ennþá á fullu í að koma með góð bb krem á markaðinn!

EH

Snyrtibuddan mín í júlí

Ég Mæli MeðMakeup ArtistMakeup TipsNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtibuddan mín

Þá er komið að einum af fáum föstum liðum á síðunni – innlitinu í snyrtbudduna mína í júlí!

uppáhaldsjúlíuppáhaldsjúlí221. Double Wear All-Day Glow BB Cream frá Estée Lauder 2. Double Wear Brush on Glow BB frá Estée Lauder 3. Lait-Créme Concentré frá Embryoilisse 4. Dream Touch Blush í bleiku frá Maybelline 5. Svampurinn frá Real Techniques 6. Color Show Bleached Neons í orange litnum frá Maybelline 7. Baby Lips fyrir viðkvæmar varir frá Maybelline 8. Penny Talk frá Essie 9. CC kremið frá Gosh
10. BonBon ilmvatn frá Victor og Rolf  11. Double Wear Stay in place eye brow duo frá Estée Lauder 12. Instant Light Natural Lip Perfector í lit nr. 05 frá Clarins 13. Cranberry & Poegranate Body Scrub frá Burt’s Bees 14. Rapi Dry Top Coat frá OPI
15. Le Weekend kremið úr húðtrioinu frá Chanel 16. Rich Lip Color í Miami Pink frá Bobbi Brown 17. Express Remover naglalakkahreinsisvampur frá Maybelline 18. Body Sculpter frá Biotherm 19. Oil & Tonic frá Biotherm 20. Sublime Body Royal Nutrition Extraordinary Dry Oil frá L’Oreal 21. Radiance Night Créme frá Burt’s Bees.

Eins og ég sagði frá í gær þá er að sjálfsögðu CC kremið frá Gosh á lista mánaðarins. Það og nýja ljómandi fallega BB kremið frá Estée Lauder eru nánast einu grunnförðunarvörurnar sem ég hef notað í þessum mánuði. Léttar förðunarvörur með smá SPF eru fullkominn grunnur fyrir fallegan sumarmánuð – þrátt fyrir að sólin hafi kannski ekki mikið sést þá er hún alltaf þarna á bakvið skýjin og maður þarf því að vera á varðbergi við henni.

Undir förðunarvörur hef ég ýmist notað rakakremið mitt frá Embryoilisse eða Le Weekend kremið úr húðtrioinu frá Chanel. Loksins fékk ég almennilegt tækifæri til að prófa helgarkremið þegar ég tók mér sumarfrí. En húðtrioið frá Chanel inniheldur þrjú krem – dagkrem, næturkrem og helgarkrem. Eftir miklar rannsóknir komust þeir hjá Chanel að þeirri niðurstöðu að þar sem húðin hegðar sér ekki eins eftir því í hvernig standi við erum þá eigum við ekki að vera að nota sömu kremin. Bæði kremin sem þið sjáið hér eru létt og mjög þægileg áferðar. Kremin fara hratt inní húðina og skilja eftir sig fallega áferð. Ég er svo að verða meira og meira skotin í Radiance næturkreminu frá Burt’s Bees sem er fullkomið fyrir sumarið að mínu mati.

Líkaminn var í mikli aðalhlutverki hjá mér þar sem við fjölskyldan eyddum miklum tíma í sundi eða heitum pottum í sumarbústað. Body Sculpture kremið frá Biotherm er í miklu uppáhaldi en það sléttar húðina, þéttir hana og styrkir og mýkir líka – allt í einu kremi! Húðolían frá L’Oreal er svo að koma sterk inn en hér ber að líta á eitt af aðaltrendum haustsins í snyrtivörum – olía! Það er eins og snyrtivörumerki hafi uppgötvað mátt olíunnar – en hún er ekki alslæm eins og margir halda. Ég er búin að lesa mér mikið til um lækningarmátt olíunnar fyrir húðina og ég hlakka til að deila með ykkur smá færslu um þær. Olían frá L’Oreal kemur í spreybrúsa og ég spreyja henni létt yfir líkamann og dreifi svo úr henni. Mér finnst húðin fá meiri raka og þægilegri tilfinningu þegar ég nota olíuna en venjulegt bodylotion. Eftir sund finnst mér reyndar frísklegra að nota Oil & Tonic ilminn minn frá Biotherm. Hér er olía fyrir húðina sem ég spreyja á líkamann og dreifi úr og með henni fylgir léttur og frísklegur ilmur – snilldar vara sem ég mæli með!

Verkfæri mánaðarins er svampurinn frá Real Techniques – þessi finnst mér langbestur til að bera BB og CC krem yfir húðina. Hann nota ég líka í nýja ljómapennann sem kom með nýja BB kreminu frá Estée Lauder. Ég notaði bara hann í þessum  mánuði enda er júlí sá mánuður ársins sem húðin á að fá að ljóma. Það er engin snyrtivara betri þreytubani eins og ljómapenni sem endurkastar birtu svo fallega af þeim svæðum sem dökkir litir hertaka stundum.

Ilmvatn mánaðarins er enn ófáanlegt hér á Íslandi ég lofa þó að láta vita um leið og það mætir á svæðið því það er í miklu uppáhaldi. Bon Bon ilmvatnið frá Victor og Rolf kemur ekki bara í flottustu umbúðum sem ég hef séð heldur er hér á ferðinni ilmur sem fólk stoppar mig útá götu til að spurja mig útí – það er eitt besta hrós sem ilmvatn getur fengið – að það grípi athygli fólks sem er í kringum hann.

Ég á svo ekki von á öðru en að í ágúst muni snyrtibuddan mín breytast aðeins þar sem haustið er nú framundan. Trend næstu árstíðar fara að gera vart við sig og haustlínur og haustvörur merkjanna mæta í verslanir. Það er alltaf eitthvað að frétta úr heimi snyrtivara og nóg af nýjungum til að prófa.

EH