fbpx

MUST HAVE SNYRTIVÖRUR Í TÖSKUNA

SNYRTIVÖRUR
*Vörurnar sem eru merktar með * fékk greinahöfundur að gjöf

Ég var að fara í gegnum töskunar mínar um daginn og fór að skoða snyrtivörurnar sem ég tek alltaf með mér. Þetta eru snyrtivörur sem mér finnst gott að hafa með mér í skólatöskunni eða töskunni minni sem ég tek með mér á fundi og að stússast. Það er ótrúlega mismunandi hvaða vörur ég tek hverju sinni en grunnurinn er yfirleitt alltaf sá sami. Ég tek samt ekki alltaf alla þessa hluti með mér en yfirleitt eitthvað af þeim.

 

 

*VARASALVI – Mér finnst alltaf gott að vera með varasalva með mér. Það er svo óþægilegt að vera þurr á vörunum og svo finnst mér líka gott að hafa varasalva uppá það ef að vinkona mín fær varaþurrk.

*PÚÐUR – Púður er eitthvað sem ég tek alltaf með mér en það er aðallega bara uppá það að ef ég byrja að glansa, því ég er með olíumikla húð. Þá er gott að geta gripið í púður og púðrað þá staði sem ég er glansandi á. Ég nota það samt ekki alltaf en gott að vera með til öryggis.

*BURSTI – Ég er alltaf með einn bursta en ég nota alltaf bursta með púðrinu.

*GLOSS – Nude, basic gloss er eitthvað sem ég er alltaf með í töskunni minni eða ég er reyndar oftast með svona sjö. Það er gott að geta gripið í eitthvað ef maður er að drífa sig út og gleymir að setja eitthvað á varirnar.

*RAKASPREY – Þetta er algjör snilld að hafa í töskunni sinni. Rakasprey er frískandi og dregur úr þreytu. Ég var mikið þetta í sumar þegar ég var að fljúga og það var mjög notalegt í löngum flugum að spreyja aðeins á sig.

AUGNHÁRALÍM – Þetta verður maður alltaf að hafa, ef maður er mikið gerviaugnhár. Það er ekkert leiðinlegra en þegar augnhárið losnar skyndilega og þú getur ekki lagað það.

*ÞURRSJAMPÓ – Það er alltaf gott að vera með þurrsjampó með sér, sérstaklega ef maður er að fara eitthvað annað eftir skóla eða vinnu og vill aðeins laga hárið.

Ég keypti mér mér líka þessa æðislegu tösku frá Nike í gær og er mjög ánægð með hana. Hún er alveg svört og klassísk en hún mun koma sér mjög vel þegar ég er að stússast yfir daginn.

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 


*Allar umfjallanir um vörur eða annað kemur frá mér sjálfri og gef ég alltaf hreinskilið svar

CURRENT MAKEUP FAVORITES

Skrifa Innlegg