fbpx

Snyrtibuddan mín í júlí

Ég Mæli MeðMakeup ArtistMakeup TipsNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtibuddan mín

Þá er komið að einum af fáum föstum liðum á síðunni – innlitinu í snyrtbudduna mína í júlí!

uppáhaldsjúlíuppáhaldsjúlí221. Double Wear All-Day Glow BB Cream frá Estée Lauder 2. Double Wear Brush on Glow BB frá Estée Lauder 3. Lait-Créme Concentré frá Embryoilisse 4. Dream Touch Blush í bleiku frá Maybelline 5. Svampurinn frá Real Techniques 6. Color Show Bleached Neons í orange litnum frá Maybelline 7. Baby Lips fyrir viðkvæmar varir frá Maybelline 8. Penny Talk frá Essie 9. CC kremið frá Gosh
10. BonBon ilmvatn frá Victor og Rolf  11. Double Wear Stay in place eye brow duo frá Estée Lauder 12. Instant Light Natural Lip Perfector í lit nr. 05 frá Clarins 13. Cranberry & Poegranate Body Scrub frá Burt’s Bees 14. Rapi Dry Top Coat frá OPI
15. Le Weekend kremið úr húðtrioinu frá Chanel 16. Rich Lip Color í Miami Pink frá Bobbi Brown 17. Express Remover naglalakkahreinsisvampur frá Maybelline 18. Body Sculpter frá Biotherm 19. Oil & Tonic frá Biotherm 20. Sublime Body Royal Nutrition Extraordinary Dry Oil frá L’Oreal 21. Radiance Night Créme frá Burt’s Bees.

Eins og ég sagði frá í gær þá er að sjálfsögðu CC kremið frá Gosh á lista mánaðarins. Það og nýja ljómandi fallega BB kremið frá Estée Lauder eru nánast einu grunnförðunarvörurnar sem ég hef notað í þessum mánuði. Léttar förðunarvörur með smá SPF eru fullkominn grunnur fyrir fallegan sumarmánuð – þrátt fyrir að sólin hafi kannski ekki mikið sést þá er hún alltaf þarna á bakvið skýjin og maður þarf því að vera á varðbergi við henni.

Undir förðunarvörur hef ég ýmist notað rakakremið mitt frá Embryoilisse eða Le Weekend kremið úr húðtrioinu frá Chanel. Loksins fékk ég almennilegt tækifæri til að prófa helgarkremið þegar ég tók mér sumarfrí. En húðtrioið frá Chanel inniheldur þrjú krem – dagkrem, næturkrem og helgarkrem. Eftir miklar rannsóknir komust þeir hjá Chanel að þeirri niðurstöðu að þar sem húðin hegðar sér ekki eins eftir því í hvernig standi við erum þá eigum við ekki að vera að nota sömu kremin. Bæði kremin sem þið sjáið hér eru létt og mjög þægileg áferðar. Kremin fara hratt inní húðina og skilja eftir sig fallega áferð. Ég er svo að verða meira og meira skotin í Radiance næturkreminu frá Burt’s Bees sem er fullkomið fyrir sumarið að mínu mati.

Líkaminn var í mikli aðalhlutverki hjá mér þar sem við fjölskyldan eyddum miklum tíma í sundi eða heitum pottum í sumarbústað. Body Sculpture kremið frá Biotherm er í miklu uppáhaldi en það sléttar húðina, þéttir hana og styrkir og mýkir líka – allt í einu kremi! Húðolían frá L’Oreal er svo að koma sterk inn en hér ber að líta á eitt af aðaltrendum haustsins í snyrtivörum – olía! Það er eins og snyrtivörumerki hafi uppgötvað mátt olíunnar – en hún er ekki alslæm eins og margir halda. Ég er búin að lesa mér mikið til um lækningarmátt olíunnar fyrir húðina og ég hlakka til að deila með ykkur smá færslu um þær. Olían frá L’Oreal kemur í spreybrúsa og ég spreyja henni létt yfir líkamann og dreifi svo úr henni. Mér finnst húðin fá meiri raka og þægilegri tilfinningu þegar ég nota olíuna en venjulegt bodylotion. Eftir sund finnst mér reyndar frísklegra að nota Oil & Tonic ilminn minn frá Biotherm. Hér er olía fyrir húðina sem ég spreyja á líkamann og dreifi úr og með henni fylgir léttur og frísklegur ilmur – snilldar vara sem ég mæli með!

Verkfæri mánaðarins er svampurinn frá Real Techniques – þessi finnst mér langbestur til að bera BB og CC krem yfir húðina. Hann nota ég líka í nýja ljómapennann sem kom með nýja BB kreminu frá Estée Lauder. Ég notaði bara hann í þessum  mánuði enda er júlí sá mánuður ársins sem húðin á að fá að ljóma. Það er engin snyrtivara betri þreytubani eins og ljómapenni sem endurkastar birtu svo fallega af þeim svæðum sem dökkir litir hertaka stundum.

Ilmvatn mánaðarins er enn ófáanlegt hér á Íslandi ég lofa þó að láta vita um leið og það mætir á svæðið því það er í miklu uppáhaldi. Bon Bon ilmvatnið frá Victor og Rolf kemur ekki bara í flottustu umbúðum sem ég hef séð heldur er hér á ferðinni ilmur sem fólk stoppar mig útá götu til að spurja mig útí – það er eitt besta hrós sem ilmvatn getur fengið – að það grípi athygli fólks sem er í kringum hann.

Ég á svo ekki von á öðru en að í ágúst muni snyrtibuddan mín breytast aðeins þar sem haustið er nú framundan. Trend næstu árstíðar fara að gera vart við sig og haustlínur og haustvörur merkjanna mæta í verslanir. Það er alltaf eitthvað að frétta úr heimi snyrtivara og nóg af nýjungum til að prófa.

EH

Gæði og verð fara ekki endilega saman

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1